NT - 15.06.1984, Side 2
Skóli á vegum bandarísku strandgæslunnar:
Þriggja vikna námskeið
um leit og björgun á sjó
- á vegum bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslunnar
■ „Þetta var mjög gagnlegt
námskeiö og að mörgu leyti
nýstárlegt fyrir íslendinga,“
sagði Sigurður Árnason skip-
herra í spjalli við blaðamann
NT í gær, en þá var slitið þriggja
vikna námskeiði í leit og björg-
un á sjó á vegum skóla sem
bandaríska strandgæslan rekur,
„The National Search and Resq-
ue School. „Þátttakendur voru
um 30, frá Landhelgisgæslunni
Flugmálastjórn, Pósti og síma,
Slysavarnarfélaginu og fleiri að-
ilum. Námskeiðið var einkum
haldið fyrir þá aðila sem stjórna
og skipuleggja leitir og björgun-
arstörf á sjó.
Gunnar Bergsteinsson for-
stjóri Landhelgisgæslunnar sagði
að þessi skóli mætti heita al-
þjóðlegur og héldi námskeið
fyrir þjóðir um víða veröld.
Fyrir tveim árum bauðst
Landhelgisgæslunni að senda
menn /á svona námskeið úti í
Bandaríkjunum, en við vildum
að kannaðir yrðu möguleikar
á að halda námskeiðið hér
þannig að fleiri gætu sótt það
bæði frá okkur og öðrum aðil-
um, sem fást við leitar og björg-
Dalalíf hálfnað:
Tökur myndarinnar
hafa gengið vel
■ „Þetta hefur gengið
mjög vei. Við erum rúmlega
hálfnaðir og klárum um
mánaðamótin,“ sagði Jón
Hermannsson kvikmynda-
framleiðandi hjá Nýju lífi
þegar NT forvitnaðist um
gerð Dalalífs, nýjustu mynd-
ar félagsins.
Dalalíf ereins konarfram-
hald af Nýju lífi og segir frá
kumpánunum tveimur og
ærslum þeirra. í þetta sinn
gerast þeir afleysingabændur
á stóru býli, og eins og nærri
má geta hafa þeir sínar
skoðanir á því hvernig reka
á bú.
Kvikmyndatökur hófust
23. maí og fara þær fram á
bænum Neðra-Hálsi í Kjós.
Aðalhlutverkin eru í hönd-
um þeirra Karls Ágústs Úlfs-
sonar, Eggerts Þorleifssonar
og Hrafnhildar Valbjörns-
dóttur. Og ekki má gleyma
húsdýrunum. Frumsýning
verður einhvern tíma fyrir
áramót.
Tapar hann
laununum?
■ Stefán Kalmannsson ný-
kjörinn formaður Stúdenta-
ráðs hefur verið mikið í
fréttum eftir að vantraust á
hann og stjórn hans var sam-
þykkt í ráðinu eftir aðeins
misserissetu. Pað mál hefur
þó enn ekki verið til lykta
leitt, enda andstæðingar hans
uppvísir að svindli við kosn-
ingar um vantrauststillöguna.
Það sem helst hefur verið
borið á formanninn af and-
stæðingum hans er dugleysi í
starfij sérstaklega hvað
snertir kjarabaráttu. Náms-
lán hafa nýlega verið
skert sem farið hefur mjög
fyrir brjóstið á vinstri
mönnum.
Því fer þó fjarri að Stefán
hafi veirð aðgerðalaus í stóli
sínum þó hann sé ekki einn
þeirra manna sem gasprar
um verk sín. Eitt hans fyrsta
verk eftir valdatöku var að
hækka lúsarlaun formanns-
stöðunnar sem enginn for-
veri hans hafði þorað að
gera. Þannig nema laun Stef-
áns núna 24 þúsundum en
voru áður ekki nema skitnar
16 þúsundir. Slík íaun hæfa
nú aðeins vélritunardömu
formannsins en fyrr var þeirri
forneskju fylgt að starfsmað-
ur og formaður lifðu við
sömu kjör. Þau voru svo
aftur miðuð við lágmarks-
framfærslu Lánasjóðs
námsmanna.
Hver var svo að segja að
formaðurinn beiti sér ekki í
kjarabaráttunni...
Af kynningar-
starfi
Listahátíðar
US'IAHÁTÍÐ í REYKJAVlK
O L-17 JÚNÍ1984
THE REYKMVlK FFSTIV'ai
póstsins í gær segir formaður
stjórnar Listahátíðar að
kynningarstarf á vegum
hennar hafi farið í vaskinn.
Blaðamenn segja hins vegar
sín á milli að eins gott hafi
verið að kynningarstarfið
hafi ekki verið meira, þeir
blaðamannafundir sem
haldnir voru hafi orðið til
harla lítils ef ekki bara til
tafa fyrir þá í starfi.
Fyrsti blaðamannafundur
stjórnar Listahátíðar var
haldinn á Naustinu daginn
fyrir Uppstigningardag, sem
er frídagur blaðamanna og
prentara eins og annarra
landsmanna og koma því
ekki út blöð daginn eftir. En
þennan samadag voru haldn-
ir alls 8 blaðamannafundir
annars staðar til að kynna
myndlistarsýningar á vegum
hátíðarinnar. Utilokað var
að sækja alla þessa fundi og
gera þeim skil og kynning
blaða á fyrstu viku hátíðar-
innar varð því miklu minni
en vilji stóð til.
Næsti blaðamannafundur
var haldinn í höllinni til að
kynna dansleik Listahátíðar
og hafói allt sem bar kom
fram komió fram á tyrrnefnd-
urn íundi í Naustinu.
Þriðji blaðamannafundur-
inn fór fram í veitingahúsinu
Gaukur á Stöng og var tilefni
hans að kynna klúbb Lista-
hátíðar sem þar átti að taka
til starfa. Þar kom fram að
listamenn sem komnir væru
um langan veg til að sýna
listir sínar fyrir landann gætu
komið þangað og slappað af
eftir áreynsluna (drekka
bjórlíki), og þar gæfist al-
menningi kostur á að hitta
þá og kynnast þeim persónu-
lega. Húsnæðið á lofti Gauks
á Stöng var raunar í smíðum
þegar fundurinn var haldinn,
en fullbúið rúmar það um 40
manns í sæti. Þrengist hug-
takið almenningur!
Tveim dögum síðar var
enn boðað til blaðamanna-
fundar á Gauk á Stöng. Þegar
blaðamenn mættu á staðinn
var þó ekki hægt að hefjast
handa og ræða við þá lista-
menn sem til stóð að kynna
þótt þeir væru komnir á
staðinn. Biðu blaðamenn
þolinmóðir, en þar kom að
þá brast þolinmæðin og
spurðu hverju biðin sætti.
Kom þá í ljós að beðið var
eftir að iðnaðarmerin rækju
smiðshögg á húsnæðið þar
sem klúbbur Listahátíðar átti
að opna um kvöldið. Entust
ekki allir til að bíða eftir að
smíðinni lyki, en óneitanlega
veltu blaðamenn því fyrir sér
hvað væri meiningin að
kynna og hvern væri verið að
auglýsa.
Ef þú átt ekki
salt á grautinn...
■ Núeftirlanganogstrang-
an grjónagrautsvetur þvkii
Dropamönnum ekki ólíklcg
að alþýða þessa iands s.
unarstörf. Það tókst og þrír
kennarar voru sendir hingað
okkur að kostnaðarlausu til að
halda þetta námskeið sem nú er
að Ijúka.
Bæði Gunnar og Sigurður
lögðu áherslu á að markmiðið
væri að fá alla aðila sem sinna
leitar og björgunarstörfum á
sjó til að starfa saman og sam-
ræma vinnubrögð sín. „Til að
þetta komi að gagni þurfa allir
þessir aðilar að tala sama tungu-
mál. Það þarf að aðlaga þetta
námskeið að íslenskum aðstæð-
um og við höfum hug á að vinna
að því í framhaldinu?
Námskeiðið byggðist á fyrir-
lestrum og yfirferð yfir kennslu-
bækur, þar sem fyrir voru tekin
atriði eins og notkun upplýsinga
og öflun þeirra til að auðvelda
leit og björgun, þar sem atriði
eins og straumur á hverjum stað
veður og aðrar aðstæður eru
vegna og metnar. Námskeiðið
var afar strangt að sögn þeirra
sem tóku þátt í því og stóð á
hverjum degi frá kl. 17.45 og
allt framundir miðnætti.
orðin langleið á þcssum
ágæta rétti. Með vorinu er
líka sjálfsagt að láta eitthvað
léttara og ódýrara í magann
svo sem blessaðan hafra-
grautinn. Uppskrift að þeim
þjóðarrétt birtist fyrri
sícemmstu í athvarfsblaðinu
sem nokkrir unglingar hér i
bæ gáfu út. Henni er hér með
komið á framfæri (það er
stolið):
„Sjóðið vatn og haframjöl
í potti (ekki pönnu). Látið
sjóða í u.þ.b. 10 mín. Takið
ausu og ausið upp úr pottin-
um, (ekki pönnunni) og legg-
ið mjög varlega á disk.
Blandið smá mjólk, (ekki
vatni) og sykri, ef þið hafið
lyst á því. Etið. Passið ykkur
að brenna ykkur ekki í
munninum.
Ó fyrirgefið, ég gleymdi
saltinu. Ef þið hafið gleymt
því líka setjið það þá núna.
(Ef þið eigið ekki salt í
grautinn, þá slcppið því).
„Með hafragrautnum er
vel til fallið að lesa eins og
eitt frumsamið ljóð, það bæt-
ir meltinguna segja uppeldis-
sérfræðingarnir í athvarf-
inu."
Já og það gleymdist víst í
formála að þessum ritstuldi
að hér er sérstakur grautur
Unglingaathvarfsins á ferð-
inni. en það voru krakkar
bar seni gáfu fvrrnefnt blað
í
En það er vonandi
reiðu... og Bon appeti
Föstudagur 15. júní 1984 2
■ Kári Guðjónsson starfsmaður Flugmálastjórnar tekur við
viðurkenningu fyrir bestan námsárangur.
NT inyndir Árni Bjarna
Sveitabæir á
villigötum
villur í bæjarskrá Símaskrárinnar
■ 24 bæjum í Ljósavatns-
hreppi í Þingeyjarsýslu sem ný-
lega fengu sjálfvirkan síma var
. vitlaust ráðstafað þegar að því
að kom að færa þá milli sím-
stöðva í bæjarnafnaskrá nýju
símaskrárinnar. Fram að breyt-
ingu höfðu bæirnir tilheyrt sím-
stöðinni að Fosshól en eru nú
undir símstöðinni að Breiðu-
mýri. Þannigeruþeirlíkaskráð-
ir í sjálfri símanúmeraskránni.
En í bæjarnafnaskrá sömu bókar
lentu þeir allir fyrir vitlausa
tölvukeyrslu undir símstöðinni
að Reykjahlíð. Þá er NT kunn-
ugt um villur í bæjarnafnaskrán
ingu bæja á Vestfjörðum.
Hafsteinn Þorvaldsson rit-
stjóri símaskrárinnar sagði að
hér væri á ferðinni mjög leiðin-
leg villa sem þó væri lítið hægt
að gera í fyrr en með næstu
símaskrá. Þá hafa minni villur
slæðst inn í bæjarnafnaskrána
og aðra hluta símaskrárinnar en
Hafsteinn kvað þetta alvarleg-
ustu mistökin sem honum hefði
verið tilkynnt um til þessa. Þá er
eins og auglýst hefur verið
ferðaskrá símaskrárinnar á
öftustu síðu vitlaus og er
mönnum bent á gömlu skrána í
því tilviki.
Þá hafa einhverjir bæir í Auð-
kúluhreppi villst i bæjarnafna-
skrá undir Bíldudal með póst-
númeri en eru með réttu settir
undir símstöðina á Þingeyri.
Meðal þeirra er Hrafnseyri við
Arnarfjörð. Ennfremur hefur
heimildamaður NT bent á að
einhverja bæi vanti í skrána og
benti í því sambandi á Ljósa-
land í Biskupstungum.
Þeir eru gamlir og
gera enn sitt gagn
■ Er ekki tilvalið að ferðast í
einum svona frá kirkju og heim
eftir brúðkaupið? Það er ný-
stofnuð bílaleiga, Bílalán. sem
hefur þessa gömlu uppgerðu
bíla til leigu. Þeir eru þó.ekki
ætlaðir til þess að fara á þeim
hringveginn með fjölskyiduna.
heldur er ætlunin að leigja þá til
auglysinga og kvikmyndágerð-
ar. brúðkaupa og annarra hatíð-
legra viðburða. Og þeir eru
aðeins leigðir með bílstjora.
Auk þess eru líkur á að menn
geti fengið leigða Rolls Rovce
bíla upp á sömu bvti ’ ef
þeir vilja hafa mikið við. Til
venjulegra nota geta menn féne-
ið nýja Fiat-Zastawa hjá Bílalán
og keyrt þá sjálfir.
NT-mvnd Róberí