NT - 15.06.1984, Page 3

NT - 15.06.1984, Page 3
Föstudagur 15. júní 1984 4 *3 Hvað ræður vali á víni fyrir ÁTVR - ekkitilviðræðuummálið segir forstjóri ÁTVR ■ Forstjóra Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins hefur verið send áskorun, sem undirrituð er af nokkrum tugum manna, um að taka tiltekin spönsk léttvín til sölumeðferðar í áfengisútsöl- um. Telja þeir sem áskorunina senda að hér sé um að ræða gæðavín á tiltölulega lágu innkaups- verði. „Ég hef ekkert litið á þessar undirskriftir. Við seljum fjölda tegunda í útsölum okkar og það eru líka heilmargar tegundir sem ekki eru seldar og ég sé enga ástæðu til að taka þessi spönsku vín endilega fram yfir þær,“ sagði Jón Kjartansson, forstjóri, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við áskorun- inni. Umboðsmaður umræddrar víntegundar sagðist í samtali við NT fyrst og fremst hafa safnað þessum undirskriftum og sent áskorunina til að vekja athygli á þeirri tregðu sem ríkti hjá ÁTVR að taka nýjar teg- undir til sölumeðferðar. „Þau vín sem hér um ræðir koma frá einhverju besta vínræktarsvæði heimsins og hafa hlotið mikla alþjóðlega viðurkenningu. Þau eru seld í flestum löndum Vest- ur-Evrópu og í Bandarfkjunum. Mér finnst þess vegna óskiljan- legt að þau fáist ekki seld hér í áfengisútsölunum, en þau hafa um nokkurt skeið verið seld á einstaka matsölustöðum og not- ið mikilla vinsælda," sagði um- boðsmaðurinn. Þegar Jón Kjartansson var spurður hvað réði vali á vínteg- undum sem seldar væru í út- sölum ÁTVR sagðist hann ekki sjá ástæðu til að ræða það og „síst við blaðamenn“. Reykjavík: Miðbærinn brennur ■ Fjölmargir ráku upp stór augu er ntikinn reyk bar yfir miðbæ Reykjavíkur í gær um fimmleytið. Slökkviliðið þaut á staðinn, sem reyndist vera við Tjarnabæ en þar logaði glatt í ýmsu dóti í portinu við húsið. í ljós kom að ýmislegt drasl frá leikflokknum Svart og Syk- urlaust var að brenna. Er talið að kviknað hafi í út frá logsuð- utækjum sem leikflokkurinn var að nota. ■ Lóðin eftirsótta. Til vinstri á myndinni má sjá húsið sem staðið gæti í vegi fyrir áformum um Tónlistarhöll. Til hægri útihús. IVfyndin er tekin frá Suðurlandsbraut. ■ Af þeim stöðum sem koma til greina undir Tón- listarhöll er nú einkum ver- ið að athuga lóðina sem afmarkast af Suðurlands- braut og Reykjavegi, en í fulltrúaráði áhugamanna um byggingu Tónlistarhall- ar hlaut sú lóð flest atkvæði í atkvæðagreiðslu. Boltinn er nú hjá borginni, en vissir annmarkar eru á því að Tónlistarhöllin geti risið þarna í brekkum Laugar- dalsins og þeir helstir að búskapur er ennþá stund- aður, búið er á útjaðri lóð- arinnar og þyrftu þau hús að hverfa. Þau eru hinsveg- ar á erfðafestulandi og það gæti orðið dýrt fyrir borgina að leysa þá erfðafestu. Kostirnir eru hinsvegar helst þeir að mikið er af bílastæðum í nágrenni íþróttavallanna og að Tónlistarskólinn í Reykjavík á þarna aðliggjandi lóð sem hann hyggst nota síðar. Stutt yrði því í höllina fyrir kennara og nemendur þess skóla og fljótgert að senda tónlistarmenn í endurhæfingu. Aðrir staðir sem koma einnig til greina eru við höfnina í flútti við Seðlabankahúsið. Við Borg- artúnið neðst þar sem nú er bílasala. í Leynimýrinni suður af Öskjuhlíðinni ofan við Heyrnleysingjaskólann ogeinn- ig er talað um svæðið austan við Sigtúnssvæðið, inn undir Bad- mintonhöllinni. Ámann Örn Ármannsson einn af þeim sem sæti á í undirbúningsnefnd undir Tón- listarhöll sagðist vonast eftir jákvæðu svari með Sigtúnslóð- ina þegar í þessum mánuði. Samnorrænt útboð yrði um teikningu á höllinni og það gæti ekki hafist fyrr en ákvörðun um Tóð lægi fyrir. Ef allt gengi að' bestu óskum yrði hægt að hefja framkvæmdir næsta sumar og von sín væri sú að hægt væri að ljúka byggingunni á 5 árum. Það ylti þó á ýmsu. Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður Borgarskipu- lagsins sagði að verið væri að deiliskipuleggja þann reit sem umrædd lóð væri hluti af og unnið að því í borgarkerfinu að athuga hvort hægt yrði að rýma á þessu svæði nógu stóra lóð fyrir Tónlistarhöll. Hann taldi að niðurstöður gætu legið fyrir í þessum mánuði. Samkvæmt heimildum NT er málið dálítið snúið því þeir sem eiga þarna erfðafestuland eru ekki tilbúnir til að sleppa því fyrir eitthvað smálegt. Þeir hafa numið lög og kunna því góð skil á réttindum sínum. Fór með sláttuvél í viðgerð: Fannst verð- lagning keyra um þverbak - enda meira gert en beðið var um ■ Það hendir oft að menn verði gapandi hissa yfir rcikningum sem þeir fá fyrir ýmsa keypta þjónustu. Fyrir nokkru barst Verðlagsstofn- un í hendur reikningur vegna viðgerðar á garðsláttuvél, sem viðtakandi var ekki alls kostar sáttur við. Upphaf málsins var að sögn eiganda vélarinnar að hann fór með vélina í viðgerð til Seyðis, sláttuvélaþjónustu í Kópavogi, til þess að fá skipt um hníf í vélinni. Þegar vélin var sótt hafði ýmislegt fleira verið gert án þess að óskað hefði verið eftir því. Auk hnífs hafði verið skipt um kerti, bensíntank, krana og fleira. Reikningurinn hljóðaði upp á 4756.50 krónur. Verðlagsstofnun kannaði verð á varahlutum í sláttuvélar hjá nokkrum varahlutasölum og á bensín- stöðvum og kom í ljós að verð varahlutanna var nálægt 1500 krónum. Einnig fékk stofnunin nokkra aðila til að meta vinnuna og niðurstaðan var sú að hæfilegt hefði verið að reikna 2,5 stunda vinnu í verkið. Að auki kom í ljós, að reikningurinn var vitlaust lagður saman og var þess vegna 30 krónum of hár. I fréttatilkynningu frá Verðlagsstofnun kemur fram, að þessi þjónusta er ekki bundin ákvæðum um hámarksverð. Kreppu- sóttar- samningar á Vestfjörðum ■ „Þessir samningar byggjast á þeirri kreppusótt sem nú er í útgerðinni. Við vorum ekki að sækja neitt í lestar þeirra við þær aðstæður sem cru núna,“ sagði Pétur Sigurðsson formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, en sáttafundi í deilu sjómanna og útvegsmanna lauk laust fyrir kl. 19 í gær með samkomulagi. „Það má segja að ýmsir lausir endar hafi verið hnýttir, leið- rétting fengist á smærri liðum. Þetta hefur verið tími lagfæringa og endurbóta,“ sagði Pétur. „Svo er að sjá hvaða móttökur þetta fær úti í félögunum (sjó- mannafélögin eru 11) en þangað kemst samningurinn varla fyrr en á þriðjudag, miðvikudag.“ Mývatn: Bíllinn valt ■ Bílvelta varð í Mývatnssveit í fyrradag. Það var lítill Daihatsu bíll sem valt. Ungur maður sem ók bílnum meiddist ekki mikið. Talið er að bíllinn hafi verið á of mikilli ferð í beygju, sem einnig liggur yfir smáhæð. Rís Tónlistarhöll í Sigtúnsmýrinni - Tónlistarmenn kjósa það helst

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.