NT - 15.06.1984, Síða 9
Föstudagur 15. júní 1984
Gamalt og nýtt um hjólbarða
■ Síðan fyrir einni öld hafa orðið miklar
framfarir í dekkjaframleiðslu. Flestir framleið-
endur hafanúna einhverja alveg nýja og öðruvísi
útgáfu af þessum ómissandi svörtu hringjum,
sem halda bílunum okkar uppi í hönnun og
prófun.
En lítum aðeins á söguna. Frá
uppfinningu hjólsins og nokkrum
þúsundum ára eftir það fann
enginn maður hjá sér köllun til
þess að betrumbæta þessa ein-
földu uppfinningu, það var fyrst
seint á 19. öld að gúmmí var
notað til þess að klæða vagnhjól
með. Loks datt íra að nafni
Dunlop í hug að setja loftfyllta
gúmmíblöðru utan um gjarðirnar
á reiðhjóli sonar síns. Til þess að
halda slöngunni á sínum stað og
verja hana vafði hann dúk utan
um slöngu og gjörð, og voilá,
fyrsta dekkið fór í prófun úti í
garði.
Þegar bílar fóru að ná lífs-
hættulegum hraða (að mati
margra lækna sem töldu meiri
hraða en svona 50-60 km/klst.
banvænan) komu kostir loftfylltu
hjól-hlífanna best í ljós, og fljót-
lega urðu allir fólksbílar búnir
þeim. Gúmmíslöngurnar innan í
voru nú komnar með loftventil
svo að hægt væri að fylla þær
aftur af lofti ef gat kæmi á þær
sem var afar algengt. Til hlífðar
þeim var ofinn belgur úr bómull.
sem var steyptur inn í gúmmí við
hita í sérstökum mótum, rétt eins
og reiðhjóladekk og ..diagonal"
(„venjuleg") dekk eru nú á
dögum.
Næsta skref kom frá Frakk-
landi. Michelin setti rétt eftir
stríð á markað dekk sem var
byggt allt öðruvísi en hefðbundin
dekk. Efnið var stálvír í stað
bómullar og vírinn lagður allt
öðruvísi. Utanum einfaldan sveigj-
anlegan vírbelg var lagt stíft ofið
vírbelti sem baninn var steyptur
á. Kostirnir voru margir. Stór-
aukin rásfesta, vegna stöðugleika
slitflatarins á stálbeltunum. miklu
meira veggrip og nálægt
þreföld ending, aðallegá'vegna
minni hitamyndunar. Þetta sama
dekk. Michelin X Radial er fram-
leitt enn þann dag í dag nær
óbreytt sem segir sína sögu.
Þrátt fyriróumdeilanlega kosti
radial-(þverbanda-)-byggðu
dekkjanna voru bílaframleiðend-
ur ótrúlega lengi að taka þessa
framför í notkun. Fyrstir voru
franskir bílar, síðan ítalskir
sportbílar og smám saman færð-
ist notkunin neðar og neðar í
stiganum. I veginum fyrir al-
mennari notkun stóð það sama
og oft áður og síðar, verðið var
hærra en á hinum hefðbundnu
diagonal (skábanda) byggðú
dekkjum. Annað atriði hefirver-
ið uppáhaldsafsökun íslendinga
fyrir að fúlsa við radialdekkjum,
en það er að diagonaldekk eru
yfirieitt (en alls ekki alltaf) afar
íin-byggð, sem þýðir að þau eru
mjúk (í allar áttir!) Flest radial-
dekk eru mun stífbyggðari til
þess að gefa rásfestu og grip, en
dekk eins og áðurnefnt Michelin
X og mörg amerísk radialdekk
gefa diagonal-dekkjum ekkcrt
eftir í mýkt. Diagonaldekk geta
líka verið stíf og hörð eins og
sannast á því að kappaksturdekk
(til notkunar á malbikuðum
brautum n.b.) hafa hingað til
■ ContiTyre System frá Cont-
inental, mesta bylting í dekkja-
framleiðslu sem sést hefur, ef
tekst að semja við aðra fram-
leiðendur um fjöldaframleiðslu.
verið skábanda-byggð (diagon-
al).
Næsta skrefið í þróuninni kom
úr kappakstri þar scm leiðin til
meira veggrips og meiri hraða
var orðin meiri breidd, og til þess
að dekkin yrðu ekki ævintýralega
há varð hugtakið „lágprófíl" til.
Þótt breiddin aukist er hæðin
látin vera sú sama og í stað þess
að hæðin frá felgubrún að slitfleti
sé u.þ.b. 82% af breiddinni eins
og venjan hefir verið.er hæðin
70,60, eða jafnvel 50% af breidd-
inni. Þetta gefur mun meiri
stöðugleika og grip í beygjum
miðað við jafnbreið en hærri
dekk, því að hliðarnar eru lægri
og gefa minna eftir.
Hvað um framtíðina, verða
allir bílar á einhverjum valtara-
dekkjum? Nei, með breiddinni
fylgja ýmsir gallar, stöðugleiki á
beinum vegi minnkar og hætta á
að fljóta upp á blautum vegum
eykst. Til þess að mæta vatnsflot-
inu eru nú gerðar tilraunir með
að hafa tvö mjó dekk á hverju
hjólnái, þ.e.a.s. 8 dekk alls á
venjulegum bíl. Kostirnir sem
komið hafa í Ijós við tilraunir eru:
• Nær ónæmi fyrir „vatnsfloti”.
Auðveldari stjórn miðað við
gdp-
• Minni hitamyndun og þar af
leiðandi meiri ending.
• Möguleiki á lægri loftþrýstingi
og þar af leiðandi meiri mýkt.
Hverjir eru þá gallarnir? Meiri
stofnkostnaður þar sem 8 mjó
dekk kosta meira en 4 stór og
sérsmíðaðar felgur þarf til þess
að koma þeim fyrir.
Öðrum galla við loftfyllt dekk
er verið að reyna að útrýma, en
það er að loftið á það til að tapast
úr þcim þannig að bílstjórinn
neyðist til þess að ná í varadekkið
úr skottinu og skipta þar sem
hann er staddur. Sú þyngd og
það pláss sem varadekkið, tjakk-
urinn og felgulykillinn taka hef-
ur lcngi verið þyrnir í augum
bílaframleiðenda, sem hafa reynt
plásssparandi pínu-dekk á
ódýrri, mjórri felgu í stað fimmta
hjólsins. Sú lausn erekki góð, og
það sem dekkjaframleiðendur
hamast nú við er að koma sér
saman um bestu leiðina til þess
að framleiða dekk sem aka má á
sprungnu, eða sem er mun betra,
springa ekki eða loka sjálf götum
sem á þau koma. Róttækustu
lausnina hafa sérfræðingar
Continental verksmiðjanna sýnt
þar er dekkið fest innan á felguna
en ekki utan á eins og alltaf hefur
verið frá dögum Dunlops. Engin
þessarra róttæku nýjunga koma
þó á markað í bráð og þangað til
höldum við áfram að fá æ full-
komnari venjuleg radialdekk og
sjáum diagonaldekkin hverfa
alveg.
■ Það er umdeilt hver fann upp loftfyllta hjólbarðann en sá sem
yfirleitt er eignaður sá heiður er írinn Dunlop, sem við sjáum hér
við hönnun og smíði fyrsta dekksins.
■ Þverskurður af radialdekki sem sýnir þverbandabygginguna
með aukabeltum undir slitlaginu sem liggja þvert á hin.
■ Eru tvö mjó betri en eitt breitt? Já, en kostnaður er ætlaður of
mikill til þess að framleiðsla heijist.
EV-SALURINN í FIATHÚSINU
SKIPTIVERSLUN ÞÚ KEMUR Á ÞEIM
Bílaúrvalið ersíbreytflegt frá degitfldags. «AIVILA OG EKUR I
VIO LÁIMUM ÞÉR MILLIGJÖFINA. BURTU Á NÝRRI BÍL,
OFT JAFNVEL ENGIN ÚTBORGUN
Hin sívinsælu og landsþekktu EY-kjör- eru kjör sem byggjast á trausti
Við tökum gamla bílinn uppí - allskonar skipti möguleg
Við lánum í 3 - 6 - 9 - 12 mánuði
Opið virka daga kl. 9-18.30. Opið á laugardögum frá kl. 10-16
1929 no*
- ALLT Á SAMA STAÐ
- SIFELLD ÞJÓNUSTA
- YFIR HÁLFA ÖLD.
notodir bílar í eigu umbodssins f I
tað EGILL.
STA VILHJALMSSON
1984
Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944—79775
BT Tv'-l'