NT - 15.06.1984, Page 14
Útvarp
kl. 11.30Í dag:
■ Einn af borpöllum Norðmanna í Norðursjó. Norðmenn og
Sovétmenn rífast nú um olíuréttindi í Barentshafi.
Vesalingarnir
■ Nýleg, bresk kvikmynd
verður sýnd í kvöld. Hún heitir
Vesalingarnir, eða Les Miser-
ables, og er gerð eftir sögu
Victor Hugo, sem var franskur
rithöfundur sem var uppi á 19.
öld (1802-1885). Hugo er einn
af frægustu rithöfundum
Frakka, mjögafkastamikill rit-
höfundur sem skrifaði bæði
leikrit, skáldsögur og ljóð.
Meðal frægra verka hans ann-
arra en Vesalingarnir er sagan
um kroppinbakinn í Notre
Dame, sem einnig hefur verið
kvikmynduð.
Vesalingarnir fjallar um
Jean Valjean, ungan mann
sem fær mjög harðan dóm fyrir
að stela brauði handa sveltandi
systur sinni og barni hennar í
Frakklandi á síðari hluta 18.
aldar. Hann er sendur í fang-
elsi, en vegna þess óréttlætis
sem hann er beittur reynir
hann hvað eftir annað að flýja.
Hann er gripinn í hvert skipti
og dæmdur í æ lengri fangavist
af Javert, hinum ískalda og
miskunnarlausa yfirmanni
fangelsa sem virðist bera í
brjósti eitrað hatur gagnvart
Valjean. Kannski öfundar
hann Valjean vegna styrks
hans og óslökkvandi frelsis-
þrár.
Þegar Valjean kemst loks
undan snýr góðviljaður biskup
honum á rétta braut, en Valje-
an hafði reynt að stela silfri af
honum.
Árin líða, og undir öðru
nafni er Valjean orðinn ástsæll
og virtur bæjarstjóri í litlum
bæ. Javert hefur svarið að
hvílast aldrei uns hann nær
Valjean á ný, og örlögin haga
því svo að þeir hittast. Hefst
nú taugastrekkjandi eltingar-
leikur sem nær hámarki í
myrkum holræsum Parísar-
borgar, og sem að lokum lýkur
með sigri hins góða yfir hinu
illa.
Sagan kom út árið 1862 og
aflaði höfundinum mikilla
vinsælda víða um lönd.
Það eru þeir Richard Jordan
og Anthony Perkins sem fara
með hlutverk Valjeans og
Javerts, en meðal annarra
leikara má nefna Christopher
Guard, Caroline Langrishe,
John Gielgud og Celiu
Johnson. Leikstjóri er Glenn
Jordan og þýðandi Jón O.
Edwald.
■ Richard Jordan í hlutverki Valjeans.
Föstudagur 15. júní 1984 14
Bylgjur
í umsjón Árna Daníels Júlíussonar
■ Bylgjur verða á dagskrá á
Rás tvö kl. 16.00 í dag. Að
þessu sinni verður Árni Daníel
Júlíusson með þáttinn, en ekki
Ásmundur Jónsson eins og
stendur í dagskrá, því Ás-
mundur er erlendis um þessar
mundir.
í þættinum í dag verður
m.a. spiluð tónlist með hljóm-
sveitinni Siouxsie & The Bans-
hees. Hljómsveitin er nýbúin
að gefa út lagið Dazzíe og
verður það spilað. Einnig hafa
þau sent frá sér stóra plötu sem
nefnist Hyaena, en hún hefur
ekki borist til landsins enn.
Siouxsie & The Banshees
var stofnuð árið 1976 af þeim
Siouxsie Sioux söngkonu og
Steve Severin bassaleikara.
Þau tvö hafa verið meðlimir
síðan þá, en gítarleikarar og
trommuleikarar hafa komið og
farið, þó sérstaklega gítar-
leikarar. Núverandi gítarleik-
ari er Robert Smith, sem jafn-
framt er aðalmaðurinn í jafn-
frægri hljómsveit, The Cure.
Trommuleikarinn heitir Bu-
dgie.
Líklega verður eitthvað spil-
að með The Cure, en sú
hljómsveit er nýbúin að senda
frá sér stóru plötuna The Top.
Síðan er komin út ný íslensk
plata sem nefnist Firring, og
eitthvað verður spilað af
henni.
Annars verður fjölbreytt
efni í þættinum, og farið vítt
og breitt um velli nýbylgjunn-
ar, sem er jú ein skemmtileg-
asta tónlistarstefnan.
Þögla olíustríðið
■ Þögla olíustríðið nefnist
sænsk fréttamynd um deilu
Norðmanna og Sovétmanna
um vfirráð í Barentshafi. Á
þessu gríðarstóra hafsvæði er
líklegt að finna megi mikið
magn af olíu og gasi, en Sovét-
ríkin og Noregur hafa enn ekki
komið sér saman um hvernig
skipta eigi hafinu á milli land-
anna. Hvorugur aðili vill láta
undan.
Sovétmenn hafa sent olíu-
borunarskipið Valentin Sachin
inn á „norskt“ yfirráðasvæði í
Barentshafinu, þ.e. svæði sem
Norðmenn telja sig eiga. Tvö
olíuleitarskip í viðbót leita að
tengdan þessari starfsemi.
Hvort verða það Norðmenn
eða Sovétmenn sem hljóta
stóra vinninginn í Barentshafi,
eða mun hin flókna staða leiða
til átaka, átaka sem enginn
óskar eftir? Myndin verður
sýnd í kvöld, föstudagskvöld
kl. 21.10.
Möttulssaga
—seinni hluti
■ Erlingur H. Halldórsson
les Möttuls sögu, síðari hluta á
föstudagsmorgun kl. hálf tólf.
Möttuls saga er riddarasaga,
og Erlingur hafði eftirfarandi
að segja um hana: „Riddara-
sögur fóru að tíðkast um miðja
tólftu öld.Eitt helsta yrkisefni
miðaldaskálda verður Artúr
konungur. Sagnir um hann eru
upphaflega keltneskar en
sannfræðilega var hann ekki
til. Hann er talinn hafa lifað á
Bretlandi á 5. eða 6. öld,
foringi Kelta gegn innrás Eng-
ilsaxa.
Möttuls saga, hinsvegar,
fjallar um gamansaman og
kynlegan atburð, skírlífispróf
er fór fram við hirð Artúrs
konungs, og það verður ekki
annað sagt en að hún sé
sérstæð að efni. Að endingu
má geta þess að yfirleitt teljast
riddarasögur vera ákaflega illa
þýddar, en menn hafa á seinni
tímum verið að átta sig á því
hvílík uppspretta þetta er og
fjársjóður handa forvitnum
mönnum.“
olíu í hafinu norðan við Skand-
inavíu. Til að flækja málið enn
meira þá eru sovésku skipin
útbúin með norskri tölvu-
tækni, sem er sú háþróaðasta í
heiminum á þessu sviði. Það
eru aðeins Norðmenn sem geta
gert við og útvegað þessi tæki,
og eru því háðir sínum eigin
óvini í þessu olíustríði.
Olíu- og gasleitin á þessu
svæði kemur líka fleiri Norður-
löndum en Noregi við. Finn-
land hefur smíðað öll þrjú
sovésku olíuleitarskipin, og er
nú að ganga frá tveimur í
viðbót. Svíar hafa uppi áætlan-
ir um mikla gasleiðslu frá
strönd Norður-Noregs gegnum
Svíþjóð og til meginlands Evr-
ópu, og íbúar í Norðurbotni í
Svíþjóð, þar sem atvinnuleysi
hefur verið landlægt, vona að
fá atvinnu við ýmsan iðnað
■ Siouxsie & The Banshees
Sjónvarp kl. 21.45 í kvöld:
Sjónvarp kl. 21.10 í kvöld:
Rás2kl. 16.
Föstudagur
15. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. i
bítið 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt
mál. Endurt. þáttur Marðar Arna-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð- Þórhildur Ólafs talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Gimbrin hennar Grýlu“, smá-
saga eftir Bergþóru Pálsdóttur
Anna Sigriður Jóhannsdóttir les.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Mér eru fornu minnin kær“
Einar Kristjánsson frá Hermundar-
felli sér um þáttinn (RÚVAK)
11.15Tónleikar
11.30 Möttuls saga - seinni hluti
Erlingur E. Halldórsson les.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Endurfæðingin" eftir Max
Ehrlich Þorsteinn Antonsson les
þýðingu sína (12).
14.30 Miðdegistónleikar Nýja fíl-
harmóníusveitin leikur þætti úr
Spænskri svítu eftir Isaac Albéniz;
Rafael Frúbeck de Burgos stj.
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eir-
íksdóttir kynnir nýútkomnar
hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn
J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Ferskeytlan er
Frónbúans Sigurður Jónsson frá
Haukagili sér um vísnaþátt. b.
Karlakórinn Þrymur syngur
Stjórnandi: Sigurður Sigurjónsson.
c. Dalamannarabb Ragnar Ingi
Aðalsteinsson ræðir viö Elínu
Guðmundsdóttur.
21.10 Samleikur i útvarpssal Lárus
Sveinsson, Jón Sigurðsson, Jos-
eph Ognibene, William Gregory
og Bjarni Guðmundsson leika verk
fyrir málmblásarakvintett eftir Joh-
an Pezel, Samuel Scheidt, Jón
Ásgeirsson, Johann Sebastian
Bach og Calvert.
21.35 Framhaldsleikrit: „Hinn
mannlegi þáttur“ eftir Graham
Greene Endurtekinn VI. og síð-
asti þáttur: „Flóttinn"
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Risinn hvíti" eftir Peter Bo-
ardman Ari Trausti Guðmundsson
les þýðinau sína (7). Lesarar með
honum: Ásgeir Sigurgestsson og
Hreinn Magnússon.
23.00 Listahátfð 1984: Einar Jóh-
annesson og Músikhópurinn
Hljóðritun frá tónleikum i Bústaða-
kirkju fyrr um kvöldið; fyrri hluti. -
Kynnir: Sigurður Einarsson.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok
Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
Föstudagur
15. júní
10.00-12.00 Morgunþáttur Kl.
10.00: Islensk dægurlög frá ýms-
um tímum. Kl. 10.25. - 11.00:
Viðtöl við fólk úr skemmtanalífinu
og viðar að. Kl. 11.00 - 12.00:
Vinsældalisti Rásar - 2 kynntur í
fyrsta skipti eftir val hans, sem á
sér stað á fimmtudögum kl. 12.00
-14.00
14.00-16.00 Pósthólfið Lesin bréf
frá hlustendum og spiluð óskalög
þeirra ásamt annarri léttri tónlist.
Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir.
16.00-17.00 Bylgjur Framsækin
rokktónlist. Stjórnandi: Ásmundur
Jónsson.
17.00-18.00 j föstudagsskapi Þægi-
legur músíkþáttur í lok vikunnar.
Stjómandi: Helgi Már Barðason.
23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2 Létt
lög leikin af hljómplötum, í seinni
parti næturvaktarinnar verður svo
vinsældalistinn endurtekinn.
Stjórnandi: Ólafur Þórðarson.
(Rásir 1 og 2 samtengdar með
veðurfréttum kl. 01.00 og heyrist
þá í Rás 2 um allt land).
AtÁmiAlMk
Sjonvarp
Föstudagur
15. júní
19.35 Umhverfis jörðina á áttatfu
dögum Siötti báttur. Þýskurbrúðu-
myndafloítkur. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna
Gunnlaugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Myndlistarmenn Hringur Jó-
hannesson, listmálari
20.45 Á döfinni Umsjónamaður Karl
Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs-
dóttir.
20.55 Grínmyndasafnið Skop-
myndasyrpa frá árum þöglu mynd-
anna með Charlie Chaplin, Larry
Semon o.fl.
21.10 Þögla olíustríðið Sænsk
fréttamynd um togstreitu Norð-
manna og Sovétríkjanna um skipt-
ingu Barentshafsins þar sem báð-
ar þjóðir kanna nú möguleika á
olíu- og gasvinnslu. Þýðandi Jó-
hanna Þráinsdóttir. (Nordvision -
Sænska sjónvarpið)
21.45 Vesalingarnir (Les Miserab-
les) Bresk kvikmynd frá 1978 gerð
eftir Victor Hugo.
00.10 Fréttir f dagskrárlok.