NT


NT - 15.06.1984, Side 15

NT - 15.06.1984, Side 15
Föstudagur 15. júní 1984 15 Útvarp kl. 16.20 laugardag: Andlitslaus morðingi Nýtt útvarpsleikrit sem gerist ■ Laugardaginn 16. júní kl. 16.20 hefst flutningur á framhaldsleikritinu „And- litslaus morðingi“ eftir Stein Riverton í útvarps- leikgerð Björn Carling. Margrét Jónsdóttir þýddi leikritið, en leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson. Leikendur eru Jón Sigur- björnsson, Sigurður Skúla- son, Ævar R. Kvaran, María Sigurðardóttir, Baldvin Halldórsson, Lor- steinn Gunnarsson, Jón Júlíusson, Sigmundur Örn Arngrímsson, Erlingur Gíslason, Kári Halldór Þórsson og Steindór Hjör- leifsson. Tæknimenn eru Friðrik Stefánsson og Hreinn Valdimarsson. Leikritið er í fjórum þátt- um og gerist til sveita í Noregi í upphafi þessarar aldar. Höfuðsmaður nokk- ur er grunaður um morðtil- ræði við einn af máttar- stólpum héraðsins sem ný- í Noregi ■ Jón Sigurbjörnsson lega hefur hafnað honum sem tengdasyni. Höfuðs- maðurinn leitar aðstoðar vinar síns sem er frægur rannsóknarlögreglumaður. Verkefnið reynist hins veg- ar erfitt viðureignar því að margt bendir til að höfuðs- maðurinn sé hinn seki. 1. þáttur nefnist „Tilræði í skóginum. Hann verður fluttur á laugardag eins og áður sagði, en síðan endur- tekinn föstudaginn 22. júní kl. 21.35. ■ Sigurður Skúlason ■ Spencer Tracy og Katherine Hepburn Sjónvarp kl. 22.30 á laugardagskvöld: Eittrifúr mannsinssíðu - bandarísk bíómynd frá 1949 ■ Laugardagsmyndin er svart/hvít bandarísk bíómynd frá árinu 1949 með Spencer Tracy og Katherine Hepburn í aðalnlutverkum. Hún nefnist Eitt rif úr mannsins síðu eða Adam’s Rib. Myndin fjallar um hjónin Amöndu og Adam Bonner sem bæði eru lögmenn. Þau hafa átt mjög hamingjusamt hjónaband, en lenda svo í því að þurfa að eigast við hvort annað í réttarsalnum. Þau eru bæði í sama málinu, Amanda ver Doris Attinger fyrir morð- tilraun við mann sinn en Adam er sækjandinn. Þetta hefur í fyrstu lítil áhrif á hjónabandið, en brátt taka málin aðra stefnu. Blöðin fara að gera sér mat úr þessu einvígi hjónanna í réttarsalnum og þetta eykur spennuna milli hjónanna. Hvernigþettaendar allt saman fáum við að sjá á laugardagskvöld klukkan 22.30. Leikstjóri er George Cukor, og auk þeirra Spencers Tracy og Katherine Hepburn fara Judy Holiday, Tom Ewell, Da- vid Wayne og Jean Hagen með stór hlutverk í myndinni. Útvarp kl. 15.10 á laugardag: Listapopp Gunnars Salvarssonar ■ Á laugardag klukkan tíu mínútur yfir þrjú er á dagskrá þátturinn Listapopp. Það er Gunnar Salvarsson sem sér um hann og við slógum á þráðinn til að fá eitthvað að vita um tilurð og almennar tilvistarfor- sendur þáttarins. „Það eru nú ansi fastar skorður sem þessi þáttur er í og engra stefnubreytinga að vænta. Þetta er eins og flestir vita lög af breska og banda- ríska vinsældarlistanum. Ég leik yfirleitt 3 efstu lög af hvorum lista, og síðan þau lög sem eru á hraðastri uppleið, og ekki þau sem eru á niðurleið eða sem að standa í stað. Ég leik sjö lög af hvorum lista í hverjum þætti. Það fer mestur tími í að hafa upp á lögunum, sem getur reynst ansi snúið því að lögin af breska listanum eru leikin í sömu viku og hann birtist í Bretlandi. ■ Gunnar Salvarsson Hvernig ferðu að því að fá plötur? „Ég er sjálfur í sambandi við mann í London, sem sendir mér smáskífur, og síðan eru hljómplötufyrirtækin hér heima mjöginnan handar. Það tekst yfirleitt að ná í réttu plöturnar en það getur þó dregist að fá smáskífur frá litlum fyrirtækjum, eins og t.d. Rough Trade, þeir eru með Smiths á sínum snærum, og mér hefur ekki tekist að ná í nýja lagið með þeim sem hefur verið 2 vikur á lista í Bret- landi.“ Hvernig líst þér á vinsældar- listana? „Þetta er almennt ekki sú tegund tónlistar sem ég hef mest gaman af. Vinsældarlist- arnir eru samt yfirleitt spegill þess sem er að gerast í rokkinu á hverjum tíma. Það er fremur dauft ástand á listun- um, og hefur verið í vor. Það er ákaflega mikið af soul-funki sem gengur núna, og líka mik- ið af amerísku jukki. Það er ekki margt bitastætt. Það er reyndár sömu sögu að segja af íslensku vinsældarlistunum, t.d. listanum á Rás 2. Það réttlætir þessa þáttagerð hve íslendingar hafa alltaf tekið mikið mið af bresku og banda- rísku listunum.“ Útvarp kl. 20.40 laugardagskvöld: Sjálfs- morðs- tilraun Hassans - smásaga eftir tyrkneskan höfund ■ Erna Arngrímsdóttir ■ Á laugardagskvöld flytur Erna Arngrímsdóttir þýðingu sína á sögunni „Sjálfsmorðstil- raun Hassans." Hún hafði eftirfarandi að segja um sög- una: „Sagan er eftir Irfan Gev- heroglu, Tyrkja, sem fæddist um það bil 1935. Það er ef til vill táknrænt fyrir þennan höfund, sem er frá Asíu, að ekki er nákvæmlega vitað um fæðingarár hans. Því miður veit ég ekki mikið um þennan mann, sem núna vinnur sem verkamaður á Konunglega bókasafninu í Kaupmanna- höfn. Smásagan er skrifuð á tyrknesku og þýdd á dönsku af höfundinum og Ole Stig Andersen. Sagan gæti svo sem vel verið byggð á eigin reynslu höfundar og er bráðsmellin ádeila á svonefnda velferð. Hann lýsir því á nýstárlegan hátt hvernig dæmigert velferðarríki ætlar að bjóða ólæsum og óskrifandi innflytjanda gull og græna skóga með menntun og efna- hagslegum gæðum. Ég hvet hlustendur til að leggja eyrun við útvarpstækið klukkan 20.40 á laugardags- kvöld til að heyra hvernig höfundur frá Asíu lítur á heim Vesturlandabúa.“ Laugardagur 16. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þuiur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Benedikt Benediktsson talar. 8.30 Forustugr. dagb. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurtregnir.) Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Súrt og sætt. Sumarþáttur fyrir unglinga. Stjórnendur: Sigrún Hall- dórsdóttir og Erna Arnardóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson. 14.00 Á ferð og flugi. Þáttur um málefni líðandi stundar í umsjá Ragnheiðar Davíðsdóttur og Sig- urðar Kr. Sigurðssonar. 15.10 Listapopp - Gunnar Salvars- son. (Þátturinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Andlits- laus morðingi" eftir Stein Rivert- on I. þáttur: „Tilræði i skógin- um“ Útvarpsleikgerð: Björn Carling. Þýðandi: Margrét Jóns- dóttir. Leikstjóri: Lárus Ýmir Ósk- arsson. Leikendur: Jón Sigur- björnsson, Sigurður Skúlason, Ævar R. Kvaran, María Sigurðar- dóttir, Baldvin Halldórsson, Þor- steinn Gunnarsson, Jón Júl- íusson, Sigmundur Örn Arngríms- son, Erlingur Gislason, Kári Hall- dór Þórsson og Steindór Hjörleifs- son. (I. þáttur verður endurtekinn n.k. föstudag kl. 21.35). 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Listahátið 1984: Einar Jóh- annesson og Músikhópurinn Hljóðritun frá tónleikum i Bústaða- kirkju kvöldið áður; siðari hluti. - Kynnir: Sigurður Einarsson. 18.00 Miðaftann í garðinum meö Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Ambindryllur og Argspæing- ar. Einskonar útvarpsþáttur. Yfir- umsjón: Helgi Frímannsson. 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjórn- andi: Guðrún Jónsdóttir. 20.40 „Sjálfsmorðstilraun Hassans“, smásaga eftir Irfan Gevheroglu. Erna Arngrímsdóttir les þýöingu sina. 21.00 Létt sigild tónlist 22.00 Einvaldur í einn dag Samtals- þáttur í umsjá Áslaugar Ragnars. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Risinn hvíti" eftir Peter Bo- ardman Ari Trausti Guðmundsson les þýðingu sína (8). Lesarar með honum: Asgeir Sigurgestsson og Hr'einn Magnússon. 23.00 Listahátíð 1984: „Modern Jazz Quartet" Beint útvarp frá fyrri hluta tónleika í Laugardalshöll - Kynnir: Ásgeir Sigurgestsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Naeturútvarp frá Rás 2 tll kl. 03.00. Laugardagur 16. Júní 24.00-00.50 Listapopp (endurtek- inn þáttur frá Rás 1) Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 00.50-03.00 Á næturvaktinni Létt lög leikin af hljómplötum. Stjórn- andi: Krislín Björg Þorsteinsdóttir. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land.) sjonvarp Laugardagur 16. júní 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Börnin við ána Þriðji þáttur Ðreskur framhaldsmyndaflokkur í átta þáttum, gerður eftir tveimur barnabókum eftir Arthur Ransome. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 í blíðu og stríðu Fimmti þáttur. Banaarískur gamanmyndaflokkur í niu þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Duran Duran Frá hljómleikum bresku hljómsveitarinnar Duran Duran. 22.00Eitt rif úr mannsins síðu (Adam's Rib) s/h Bandarísk bíó- mynd frá 1949. Leikstjóri George Cukor. Aðalhlutverk: Katherine Hepburn, Spencer Tracy, Judy Holiday og David Wayne. Hjóna- band Adams og Amöndu Bonners, sem bæði eru lögmenn, hefur lengi verið til mestu fyrirmyndar. Prófsteinninn á það verður þó sakamál nokkurt en í þvi mætast hjónin í réttarsalnum sem sækj- andi og verjandi. Þýðandi: Jón Thor Haraldsson Dagskrárlok um miðnætti.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.