NT - 15.06.1984, Qupperneq 18
Föstudagur 15. júní 1984 18
LlL
■ Fjórar sýningar verða á einleik Borgars Garðarssonar,
Hvaðan komum við? eftir Árna Björnsson um helgina í Árbæ kl.
15.00 og 17.00 á morgun og á sunnudag. í sýningunni er lýst
daglegu lífi sveitafólks á íslandi, á síðustu öld.
ríður Candi, Sigrún Steinþórs- þeirra o.fl. Fyrirsérstakan vel-
dóttir Eggen, Valgerður Er-
lendsdóttir og Valgerður
Torfadóttir. Sýningunni lýkur
17. júní.
Héraðsbókasafnið
Mosfellssveit:
■ „Litir og Forrn", nefnist
myndlistarsýning sem Rut Re-
bekka Sigurjónsdóttir hefur
opnað í Héraðsbókasafninu í
Mosfellssveit. Á sýningunni
eru verk unnin með akríl litum
og í silkiþrykki. Sýningin
stendur út júnímánuð, opin
um helgar frá kl. 14-19 og aðra
daga frá kl. 13-20.
vilja og stuðning norska sendi-
ráðsins hefur Víkingaskipa-
safnið á Bygdö , lánað þriggja
metra langt líkan af Osebergs-
skipinu.
I bók Almenna bókafélags-
ins „Víkingarnir" segir orðrétt
um Osebergsskipið „Ose-
bergsskipið er að ýmsu leyti
merkasti fornminjafundurinn
frá víkingaöld. Skipið er mjög
útskorið með glæsilegum og
listilega gjörðum myndum.
Eigandinn hefur verið mikils
háttar og mætti vel ætla af
beinagrindinni sem fannst í
skipinu; að það hafi verið hin
fræga Ása drottning Haralds-
dóttir, hins granrauða."
Ferðalög
Útivistarferðir
Ferðist innunlands.
Ferðist níeð Útivist í sumar.
1. Vestfjarðaferð 7 dagar 1.-7.
júlí.
2. Hestaferðir á Amarvatns-
heiði 8 dagar. Brottför alla
miðvikudaga.
3. Vestfjarðaganga 7 dagar
7.-13. júlí. Arnarfjörður-
Dýrafjörður.
Uppl. og farm. á skrifst.
Lækjarg. 6a,s. 14606 og 23732.
Sjáumst. Ferðafélagið Útivist.
Helgarferð 15.-17. júní
Höfðabrekkuafréttur (Þórs-
merkurlandslag). Ný ferð um
stórbrotið svæði suður af Mýr-
dalsjökli. Tjöld og hús.
Þórsmörk Næsta ferð 22. júní.
Uppl. og farmiðar á skrifst.
Lækjarg. 6a. Sjáumst. Ferða-
félagið Útivist.
Laugardagur 16. júní kl. 20.
Þjóðhátíðarganga á Esju.
Gengiðá Þverfcllshorn. Brott-
för frá B.S.Í. bensínsölu, verð
200 kr. Þátttakendur geta einn-
ig komið á eigin bíl inn að
Mógilsá. Hcimkoma um 01-
leytið e. miðnætti.
Sunnudagur 17.júní
kl. 13. Elliðavatn-Hjallar-
Kaldársel. Létt ganga f. alla.
Verð 150 kr. frítt f. börn m.
fullorðnum. Brottförfrá B.S.Í.
bensínsölu. Sjáumst.
Ferðafélagið Útivist.
Ferðafélag
íslands
Farið verður í helgarferð á
vegum Ferðafélags íslands um
næstu helgi í Þjórsárdal og
Búrfell. Fyrst verður farið um
Þjórsárdal og Búrfell og gist á
tjaldstæðinu við Skriðufell, og
gengið um nágrennið. Þá verð-
ur haldið í Þórsmörk, gist í
Skagfjörðsskála og gengið um
Mörkina. Farmiðasala og upp-
lýsingar eru á skrifstofu FÍ,
Oldugötu 3.
Þá verða þrjár dagsferðir
um helgina á vegum FÍ. Á
morgun verður farið á slóðir
Kjalnesingarsögu undir leið-
sögn Jóns Böðvarssonar skóla-
meistara. Á sunnudag verður
gengið í Botnssúlur og einnig
verður farið á Þingvelli og
eyðibýlin þar skoðuð. Verð
miða er 350 krónur og eru
farmiðar seldir við bíl á BSÍ.
Lagt verður af stað í Botnssúl-
ur kl. 10.30 og til Þingvalla kl.
13.00.
Viðeyjarferð
Viðeyjarferð Átthagasam-
taka Héraðsmanna verður
laugardaginn 16. júní kl. 10.00
farið verður frá Sundahöfn.
Ferjumaður Hafsteinn Sveins-
son. Leiðsögumaður í ferðinni
verður hinn kunni Viðeyjar-
fræðingur Örlygur Hálfdánar-
son. Kaffiveitingar með meiru
framreiddar í Félagsheimili
Viðeyingafélagsins.
Tilvalin ferð fyrir alla fjöl-
skylduna, vini og vandamenn.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku
til fulltrúa hreppanna fyrir
föstudag. Stjórn Átthagasam-
taka Héraðsmanna.
Myndlist
Eden
■ Ófeigur Ólafsson hefur
opnað málverkasýningu í
Eden í Hveragerði og sýnir þar
28 olíumálverk og vatnslita-
myndir sem allar eru til sölu.
Sýningin verður opin alla daga
til mánudagsins 25. júní.
Textílfélagið
í Gerðubergi
■ Sýning textílfélagsins í
Gerðubergi í Breiðholti hefur
staðið frá 3. júní og verið vel
sótt. Sýningin er framlag til
Listahátíðar og getur þar að
líta tauþrykk, vefnað og verk
unnin með blandaðri tækni.
Þær sem sýna eru ÁstaÓlafs-
dóttir, Auður Vésteinsdóttir,
Hanna G. Ragnarsdóttir,
Heiða Björk Vignisdóttir,
Hólmfríður Bjartmarsdóttir,
Ingibjörg Styrgerður Haralds-
dóttir, Ingibjörg Jónsdóttir,
ína Salóme, Kristín Jónsdótt-
ir, María Hauksdóttir, Ólöf
Ingibjörg Einarsdóttir, Sig-
Saga skipanna
■ Þann 15. júní verður opn-
uð sýning í Háholti í Hafnar-
firði (sýningarsalur Þorvaldar
í Síld og fisk), sem ber yfir-
skriftina „Saga skipanna, svip-
myndir úr siglingum og sjávar-
útvegi".
Sýnd verður þróun útgerðar
á íslandi, með skipslíkönum
og myndum. Líkönin og mynd-
irnar eru fengnar að láni hjá
útgerðarfélögum og stofnun-
um landsins. Þá hafa fjölmarg-
ir einstaklingar lánað efni á
sýninguna. Þess má geta að
Landhelgisgæslan á 16 gripi á
sýningunni, s.s. klippurnar
frægu sem notaðar voru gegn
Bretum í þorskastríðinu,
ásamt líkönum af skipum
Kjarvalsstaðir:
■ Á sjötta þúsund manns
hafa séð sýningu Listahátíðar
á Kjarvalsstöðum, þar sem 10
íslenskir listamenn, búsettir
erlendis sýna verk sín. Þeir
sem eiga verk á sýningunni
eru: Erró, sem sendi fimm stór
olíumálverk frá París, Louisa
Matthíasdóttir, sem kom frá
New York með u.þ.b. 50 olíu-
málverk, Kristín og Jóhann
Eyfells sem komu frá Florida
með skúlptúra, og málverk,
Tryggvi Olafsson sem kom frá
Kaupmannahöfn með mál-
verk, Steinunn Bjarnadóttir
sem kom með myndbönd frá
New Mexico og fjórmenning-
arnir Hreinn Friðfinnsson (býr
í Amsterdam) Þórður Ben
Sveinsson (býr í Dússeldorf)
Sigurður Guðmundsson (býr í
Amsterdam) og Kristján
Guðmundsson (bjó lengi í
Amsterdam, en er fluttur
heim)... þeir fjórir fylla vest-
ursal Kjarvalsstaða með skúlp-
túrum og myndverkum af
ýmsu tagi. Sýningin er opin
daglega frá kl. 14-22.
Leiklist
Þjóðleikhúsið
Gæjar og píur í frí
35. sýning í kvöld
■ Aðsóknin að söngleik
Þjóðleikhússins „Gæjum og
píum“ hefur verið með fádæm-
um. Uppselt hefur verið á allar
sýningarnar á söngleiknum og
hafa yfir 20 þúsund manns
þegar séð hana. Nú fara sumar-
leyfi í hönd og fer því sýningum
fækkandi.
Óðum líður að því að Þjóð-
leikhúsinu verði lokað vegna
sumarleyfa. Venjan hefur ver-
ið að hætta sýningum um eða
uppúr miðjum júnímánuði, en
að gefnu tilefni hefur nú verið
bætt við einni sýningarviku.
Sýningar á „Gæjum og
píum“ eru nú orðnar 35 og
hefur ösin verið slík við miða-
söluna í vor að miðar hafa
jafnan selst upp á örskömmum
tíma.
Leikfélag
Reykjavíkur
Fjöreggið og Bros
úr djúpinu
■ í kvöld (föstudagskvöld)
og annað kvöld eru síðustu
sýningar leikársins hjá Leik-
félagi Reykjavíkur. í kvöld er
það leikrit Sveins Einarssonar,
Fjöreggið, sem er á fjölunum
en það hefur hlotið ágætar
viðtökur bæði gagnrýnenda og
leikhúsgesta.
I leikritinu gægjumst við inn
á heimili reykvískrar fjöl-
skyldu vel efnum búinnar, þar
sem skoðanir og lífsviðhorf
þriggja kynslóða eiga erfitt
með að mætast.
Annað kvöld er allra síðasta
sýning á leikritinu Bros úr
djúpinu eftir Lars Norén en
þessi höfundur hefur að
undanförnu vakið meiri athygli
en nokkur annar leikritahöf-
undur norrænn. í þessu verki
eru aðalpersónurnar ballerína,
sem neitar að annast nýfætt
barn sitt, eiginmaður hennar,
rithöfundur, sem ekkert hefur
skrifað í fjögur ár, auk móður
hennar, systur og vinkonu.
Brúðuheimilið í
Félagsstofnun
I kvöld er síðari sýningin í
Félagsstofnun stúdenta á
Brúðuheimili Ibsens, sem leik-
ið er bæði af færeyskum og
íslenskum leikurum undir
stjórn Sveins Einarssonar.
Með stærstu hlutverkin fara
Elín Mouritsen, Pétur Einars-
son, Laura Joensen, Borgar
Garðarsson og Ólivur Næss.
Sýningín hefst kl. 20:30.
Tónlist
■ Karlakórinn Heimir í
Skagafirði leggur upp í söng-
ferð um Norður- og Austur-
land um miðjan þennan
mánuð. Kórinn telur 40
söngmenn. Konurþeirra verða
einnig með í för og verður
hópurinn um 70 manns. Fyrsti
söngstaður er Skúlagarður
miðvikudaginn 13. júní kl.
21.00. Gist verður um nóttina
í Kelduhverfi. Þaðan verður
haldið til Egilsstaða og gist þar
íþrjárnætur. Sungiðverðurá:
Borgarfirði, fimmtudag 14.6
kl. 21.00
Fáskrúðsfirði, föstudag 15.6.
kl. 21.00
Neskaupstað, laugardag 16.6.
kl. 16.00
Egilsstöðum sama dag kl.
21.00
Stjórnandi kórsins er Jiri
Hlavacek og undirleikari
Stanja Hlavac Ková.
Karlakórinn Heimir var
stofnaður 1927 og hefur starfað
óslitið síðan. Fyrsti söngstjóri
var Gísli Magnússon Eyhildar-
holti, en lengst hefur Jón
Björnsson bóndi og tónskáld á
Hafsteinsstöðum verið söng-
stjóri kórsins eða tæp 40 ár.
Tveir af stofnendum kórsins
þeir Björn Ólafsson organisti
á Krithóli og Halldór Bene-
diktsson frá Fjalli eru enn
söngfélagar í Heimi.
útvarp
Miövikudagur
20. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn, í
bítið. 7.25 Leiktimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorö - Halldóra Raf nar talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Sumarið með Aðalsteini" ettir
Trausta Ólafsson Höfundur les
(3).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. for-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 íslenskir einsöngvarar og
kórar syngja
11.15 „Örðugasti hjallinn" eftir Ein-
ar H. Kvaran Guðrún Aradóttir les
fyrsta' lestur af þremur.
11.45 Tónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Svartur og hvítur blues.
14.00 „Endurfæðingin" eftir Max
Ehrlich Þorsteinn Antonsson les
þýöingu sína (15).
14.30 Miðdeqistónleikar Gidon
Kremer og Sinfóníuhljómsveit
Lundúna leika Rondó í A-dur fyrir
fiðlu og og strengjasveit eftir Franz
Schuberl, Emil Tchakarov stj.
14.45 Popphólfið -Jón Gústafsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Filharmón-
iusveitin í Osló leikur Sinfóníu í
d-moll op. 21 eftir Christian
Sinding, Öivin Fjeldstad stj.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Siðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Var og verður. Um iþróttir,
útilíf o.fl. fyrir hressa krakka.
Stjórnandi: Matthias Matthíasson.
20.40 Tónleikar.
20.50 Landsleikur í knattspyrnu:
Ísland-Noregur Ragnar Örn Pét-
ursson lýsir siðari hálfleik frá Laug-
ardalsvelli.
21.50 Útvarpssagan: „Glötuð
ásýnd“ eftir Francoise Sagan
Valgerður Þóra les þýðingu sina
(3) . timi 29.10.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Aldarslagur. Bretavinnan.
Umsjón: Eggert Þór Bernharðs-
son. Lesari með honum: Þórunn
Valdimarsdóttir.
23.15 íslensk tónlist Guðný Guð-
mundsdóttir og Halldór Haralds-
son leika á fiðlu og píanó islensk
rimnalög og þjóðlög i útsetningu
Karls O. Runólfssonar og Helga
Pálssonar/ Einar Vigfússon og Jór-
unn Viðar leika saman Tilbrigði um
íslenskt þjóðlag eftir Jórunni /Egill
Jónsson og Guðmundur Jónsson
leika Klarinettusónötu eftir Jón
Þórarinsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
21.júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. í
bitið. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Jón Hjartar talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Sumarið með Aðalsteini" eftir
Trausta Ólafsson Höfundur les
(4) .
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá
liðnum árum. Úmsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson.
11.30 „Örðugasti hjallinn" eftir Ein-
ar H. Kvaran Guðrún Aradóttir les
næst síðasta lestur.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Endurfæðingin" eftir Max
Ehrlich Þorsteinn Antonsson les
þýðingu sína (16).
14.30 Á frívaktinni Sigrún Sigurðar-
dóttir kynnir óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Hindar-
kvartettinn leikur kvartett i a-moll
op. 1 eftir Johan Svendsen/ Pierre
Huybregts leikur píanólög eftir
belgísk tónskáld.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Daglegt mál. Mörður Árnason
flytur.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Sagan: Flambradssetrið II.
hluti, „Flugið heillar" eftir K.M.
Peyton Silja Aðalsteinsdótfir lýkur
lestri þýöingar sinnar (13).
20.30 Leikrit: „Garður með gull-
regni“, eftir Rachel Billington
Leiksljóri: Árni Ibsen. Þýöandi:
Jakob S. Jónsson. Leikendur:
Helga Bachmann, Róbert Arn-
finnsson, Guðrún Stephensen og
Viðar Eggertsson.
21.30 Listahátið 1984: Bellmans-
kvöld með Fred Akerström
Hljóöritun frá síðari hluta visnatón-
leika i Norræna Húsinu, fimmtu-
daginn 7. þ.m. - Kynnir: Baldur
Pálmason.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Fimmtudagsumræðan
Stjórnandi: Ævar Kjartansson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
20. júní
10.00-12.00 Morgunþáttur Kynning
á heimsþekktum tónlistarmanni
eða hljómsveit. Stjórnendur: Páll
Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson
og Jón Ólafsson.
14.00-15.00 Út um hvippinn og
hvappinn Leikin verða létt lög úr
hinum ýmsu áttum. Stjórnandi:
Arnþrúður Karlsdóttir.
15.00-16.00 Ótroðnar slóðir. Kristi-
leg popptónlist. Stjórnendur: Andri
Már Ingólfsson og Halldór Lárus-
son.
16.00-17.00 Nálaraugað Gömul úr-
valslög. Stjórnandi: Jónatan Garð-
arsson.
17.00-18.00 Tapað fundið. Leikin
verður létt soul-tónlist. Stjórnandi:
Gunnlaugur Sigfússon.
Fimmtudagur
21. júní
10.00-12.00 Morgunþáttur, kl. 10.30
Innlendir og erlendir fréttapunktar
úr dægurtónlistarlífinu. Upp úr
ellefu: Fréttagetraun úr dagblöð-
unum. Þátttakendur hringja i plötu-
snúð. Kl. 12-14: Símatími vegna
vinsældalista: Stjórnendur: Páll
Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson
og Jón Ólafsson.
14.00-16.00 Eftir tvö Létt dægurlög.
Stjórnendur: Pétur Steinn Guð-
mundsson og Jón Axel Ólafsson.
16.00-17.00 Jóreykur að vestan
Kántri-tónlist. Stjórnandi: Einar
Gunnar Einarsson.
17.00-18.00 Gullöldin - Lög frá 7.
áratugnum Vinsæl lög frá árunum
1962 til 1974 = Bitlatimabilið.
Stjórnendur: Bogi Ágústsson og
Guömundur Ingi Kristjánsson.
Miðvikudagur
20. júní
19.35 Söguhornið Neyttu á meðan
á nefinu stendur íslensk þjóð-
saga. Sögumaður Helga Einars-
dóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Óboðnir gestir i garðinum
Bresk fræðslumynd um meindýr
og hollvætti i matjurta- og skrúð-
görðum. Þýðandi og þulur Óskar
Ingimarsson.
21.15 Berlin Alexanderplatz. Sjötti
þáttur. Þýskur framhaldsmynda-
flokkur i fjórtán þáttum. Leikstjóri
Rainer Werner Fassbinder. Efni
fimmta þáttar: Biberkopf kemst i
kynni við braskarann Pums og
félaga hans, Reinhold, sem er
kvenhollur mjög og lætur Franz
taka viö ástkonum sinum þegar
hann gerist leiður á þeim. Þýðandi
Veturliði Guðnason.
22.10 Úr safni sjónvarpsins Ótrú-
legt sundafrek Þáttur af Guðlaugi
Friðþórssyni í Vestmannaeyjum
og þrekraun hans i mars siðast-
liðnum. Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson. Aður sýndur í „Kast-
ljósi“ i vetur.
22.45 Fréttir i dagskrárlok.
Föstudagur
22. júní
19.35 Umhverfis jörðina á áttatiu
dögum Sjöundi þáttur. Þýskur
brúðumyndaflokkur. Þýðandi Jó-
hanna Þráinsdóttir. Sögumaður
Tinna Gunnlaugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl
Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs-
dóttir.
20.50 Skonrokk Umsjónarmenn
Anna Hinriksdóttir og Anna Kristin
Hjartardóttir.
21.20 Eitthvað fyrir konur (Some-
thing for the Ladies) Bresk heim-
ildamynd í léttum dúr um kroppa-
sýningar og fegurðarsamkeppni
karla með svipmyndum frá slikum
viðburðum i Bretlandi. Þýðandi
Guðrún Jörundsdóttir.
22.05 Borgarvirki (The Citadel) s/h
Bresk bíómynd frá 1938, gerð eftir
samnefndri sögu A.J. Cronins sem
komið hefur út í islenskri þýðingu.
Leikstjóri King Vidor. Aðalhlutverk:
Robert Donat, Rosalind Russel,
Ralph Richardson og Rex Harri-
son. Ungur læknir vinnur ötullega
og af ósérplægni að heilbrigðis-
málum i námubæ í Wales með
dyggilegri aðstoð konu sinnar. Sið-
ar verður hann eftirsóttur sérfræð-
ingur heldra fólks í Lundúnum og
hefur nær misst.sjónar á sönnum
verðmætum þegar hann vaknar
upp við vondan draum. Þýðandi
Jón Thor Haraldsson.
23.55 Fréttir i dagskrárlok.