NT - 15.06.1984, Page 26
1. deildin í knattspyrnu
Stöðvar Þór
Keflavík?
■ í kvöld veröur einn leikur í
fyrstu deild íslandsinótsins í
knattspyrnu og eigast Þór og
IBK viö á Akureyri. Stóra
spurningin er hvort Þórsurum
tekst að stöðva sigurgöngu
Keflvíkinga.
Keflvíkingar eru efstir í deild-
inni fyrir þennan leik og hafa
spilað vel fram að þessu. Þeir
eru með góðan markvörð þar
sem Þorsteinn Bjarnason er og
vörnin hefur verið mjög sterk
og ekki að efa að tilkoma
Valþórs Sigþórssonar hefur
hjálpað þar til. í sókninni er
svo framherjinn hættulegi
Ragnar Margeirsson.
Þórsarar tóku svo sannarlega
við sér í síðasta leik og sýndu
að þeir geta spilað góðan bolta
og skorað mörk þegar sá gállinn
er á þeim. Það verður því
fróðlegt að sjá hvort þeir verða
í markastuði eður ei. Leikurinn
hefst kl. 20.00. Er næsta víst að
Akureyringar munu fjölmenna
til að sjá efsta liðið spila.
Föstudagur 15. júní1984 26
Tjallarnir
töpuðuí
Uruguay!
Torfærukeppni
FBS á Hellu
er á morgun
■ Hin árlega torfæru-
keppni Flughjörgunar-
sveitarinnar á Hellu verð-
ur haldin á morgun og
hefst klukkan 14.00.
Að þessu sinni er breyt
ing á keppnissvæðinu, og
aðkeyrslu að því, og er
aðstaða betri fyrir áhorf-
endur á nýja svæðinu en
áður var. Líklegt er að
keppt verði í tveimur
flokkum, flokki venju
legra jeppa og sérútbú'
inna. Aðgangur er eins
og áður frír fyrir börn
innan 12 ára, enda séu
þau í fylgd með fullorð-
num.
■ Kristján Jónsson Þrótti er eini nýliðinn í íslenska landsliðinu
sem leikur gegn Norðmönnum.
■ Englendingar léku sinn
annan leik í ferð sinni til S-Am-
erík'u í Uruguay. Knattspyrnu-
menn heimamanna reyndust
sterkari og sigruðu 2-0.
Uruguaymenn höfðu góð
tök á leiknum allan tímann
og máttu Englendingar sín lít-
ils gegn vel skipulögðum leik
þeirra. Það var Acosta sem
gerði fyrra mark heimamanna
Landsliðshópur valinn fyrir landsleikinn gegn Noregi:
Guðni Kjartans stjórnar
- Knapp fylgist með - Ásgeir heiðursgestur - Stuðningsmannaklúbbur stofnaður
■ Valinn hefur verið 16
manna landsliðshópur fyrir
landsleikinn í knattspyrnu gegn
Noregi þann 20. júní nk. Eftir-
taldir voru valdir, (landsleikja-
fjöldi í sviga):
Þorsteinn Bjarnason
Bjarni Sigurðsson
Þorgrímur Þráinsson
Trausti Haraldsson
Kristján Jónsson
Sigurður Halldórsson
Ólafur Björnsson
Erlingur Kristjánsson KA
JanusGuðlaugsson
ÍBK (24)
ÍA (3)
Val (1)
Fram (19)
Þrótti (0)
ÍA (10)
UBK (6)
KA (2)
F.KÖIn (28)
Karl Þórðarson ÍA (15)
GuðmundurÞorbjörnss Val (26)
PéturOrmslev Fram (18)
ÓmarTorfason Víkingi (12)
Páll Ólafsson Þrótti (1)
SigurðurGrétarsson UBK (11)
RagnarMargeirsson ÍBK (9)
A fundi hjá landsliðsnefnd
kom fram að liðið mun fara til
æfinga að Flúðum í Hruna-
mannahreppi á laugardag og
dveljast þar við æfingar fram
að leik. Guðni Kjartansson
mun stjórna liðinu í þessum
leik en Tony Knapp mun koma
til landsins og fylgjast með
leiknum. Þá mun liðið leika
æfingaleik á Selfossi gegn
landsliði leikmanna 21 árs og
yngri á þriðjudag.
KSÍ mun reyna af fremsta
megni að gera umgjörðina um
leikinn líflega og munu í því
sambandi bjóða uppá skemmti-
atriði bæði fyrir leik og í hléi,
þá verður forsala á leikinn á
Lækjartorgi og verður selt úr
enska leigubílnum sem nýlega
kom til landsins.
Eins og sést á upptalningu
leikmanna þá mun Asgeir Sig-
urvinsson ekki leika með en
hann verður heiðursgestur á
leiknum. Einnig Tiefur verið
stofnaður stuðningsmanna-
klúbbur íslenska landsliðsins
og munu meðlimir hans setja
svip á stúkuna og er vonandi að
allir sem vettlingi geta valdið
fari að þeirra dæmi og mæti á
leikinn og hvetji landsliðið til
sigurs gegn Norðmönnum.
Aðgangseyrir er 220 kr. í
stúku, 150 kr. í stæði og 50 kr.
fyrir börn.
Álafosshlaup FRÍ
■ Hið árlega Álafosshlaup
FRÍ fer fram sunnudaginn 24.
júní. Hlaupið hefst kl. 10:00
við Kaupfélagið Mosfellssveit
og endar á frjálsíþróttavellin-
um í Laugardal. Vegalengdin
semfarinereru.þ.b. 13,5 km.
Keppt er í 6 aldursflokkum
karla og kvenna; flokki 16 ára
og yngri, 17-20 ára, 21-30 ára,
41-50 ára og 51 árs og eldri.
Veitt verða verðlaun í hverjum
flokki auk þess sem sigurvegari
hlaupsins fær bikar til varð-
veislu.
Skráning tilkynnist til skrif-
stofu FRÍ í síma 83386. Skrán-
ing fer einnig fram við rásmark
frá ki. 9:00 til 9:40. Skráningar-
gjald er 50 kr.
3. deildin í knattspyrnu:
Markasúpa í Hólminum
■ Fyrsta seglbrettamót sumarsins verður á Skerjafirði 9. júlí.
Seglbrettamót
á Skerjafirði
■ Fyrsta seglbrettamót
sumarsins verður haldið á laug-
ardaginn 9. júlí kl. 13.00 á
Skerjafirði á vegum siglinga-
félagsins Ýmis í Kópavogi.
Keppt verður í þríhyrnings-
keppni og langsiglingu ef veður
leyfir. Einnig verður reynt að
keppa í svigi.
Allir seglbrettaeigendureru
hvattir til að mæta, hvort sem
menn eru reyndir eða óreyndir.
Keppendur eru hvattir að mæta
fyrir kl. 12.00 til skráningar og
greiðslu keppnisgjalda sem eru
80 kr.
Athygli skal vakin á að eng-
inn fær að taka þátt í keppninni
án björgunarvestis.
■ Stjörnumenn úr Garðabæ
voru heldur en ekki á skot-
skónum er þeir spiluðu við
Snæfell í 3. deildinni í fyrra-
kvöld. Þeir gerðu alls sjö mörk
og áttu Hólmarar ekkert svar
við leik þeirra. Mörk Stjörn-
unnar skoruðu Þórhallur Örn
Guðjónsson 2, Bragi Bragason,
Jónas Skúlason, Þór Hinriks-
son, Birkir Sveinsson og Bene-
dikt Sveinbjörnsson.
Það var hart barist í leik ÍK
og HV en leiknum lauk með
jafntefli 2-2. HV náði foryst-
unni með marki eftir horn-
spyrnu og var Reynir Sigur-
björnsson þar að verki. Töldu
ÍK menn að brotið hefði verið
á markverði þeirra í hornspyrn-
unni, en ekkert var dæmt. Þórir
Gíslason jafnaði metin er hann
skallaði af harðfylgi í markið
eftir undirbúning Orra Hlöð-
verssonar. Síðan skoraði Reyn-
ir aftur fyrir HV, líka eftir
hornspyrnu. ÍK gafst ekki upp
og eftir góða stungusendingu
átti Gunnar Guðmundsson í
höggi við varnarmann HV og
af varnarmanninum fór boltinn
í stöngina og inn, 2-2 og þar við Þá áttust einnig við í B-riðli
sat. Austri og Valurfrá Reyðarfirði
Víkingur Ól. sigraði Selfoss og lauk leiknum með sigri
á Selfossi 1-0 í lélegum leik sem Austra 3-0. Sigurjón Kristjáns-
hófst ekki fyrr en kl. 10:00 í son, Bjarki Unnarsson og
týrrakvöld. Það var Gunnar Guðmundur Árnason gerðu
Orn Kristjánsson sem gerði möjkin.
eina mark leiksins með þrumu- Á mánudagskvöldið kepptu
skoti. Selfyssingar fengu nokk- HSÞ og Huginn á Seyðisfirði
ur tækifæri til að jafna en tókst og lauk leiknum með óvæntum
ekki og var markvörður Ólsara sigri HSÞ 2-1. Ari Hallgríms-
oft í veginum ogvarði mjögvel. son og Þórhallur Guðmunds-
Þrír leikir voru í 3ju deildar- son gerðu mörk HSÞ en Þórir
keppninni í knattspyrnu á Ólafsson svaraði fyrir Hugin.
þriðjudag en einum var frestað.
í A-riðli áttust við Grindavík Staðan
og Fylkir í Grindavík og lauk
leiknum með jafntefli 1-1. Það v\kingul ó.... 4 3 , 0 9.3 10
var Hjálmar Hallgrímsson sem stjarnan......4301 15-2 9
jafnaði fyrir heimamenn í síð- ReynirS.......3210 3-1 7
ari hálfleik úr vítaspyrnu. Setfoss..... 3102 3-5 3
Leikurinn var frekar jafn og Grindavík.....3021 3-4 2
úrslit sanngjörn. Þetta eru ..................ð °n J \ J
fyrstu stigin sem Fylkismenn snJfeii'.........4 0 1 3 3-17 1
tapa og nú getur allt gerst í
A-riðlÍ. B-riðill:
í B-riðli kcpptu Leiftur og Leiftur..........32104-27
HSÞogsigruðuþeirfyrrnefndu Austri..........4 1 3 0 6-3 6
2-1. Hafsteinn Jakobsson og “rN.............ð \ \
Halldór Guðmundsson hsT'..'.'".'.'".'.'.'.'.".'.'.'"' 4 12 15-55
skoruðu fyrir Leiftur en Jón Huginn..........30214-52
Gíslason fyrir HSÞ. VaiurRf......... 3 0 0 3 0-6 0
ur vitaspyrnu strax á 9. mín.
efti að Mark Hately hafði fellt
hann. Framherjinn Cabrera
gerði svo út um leikinn á 68.
mín. með góðu marki. Eftir
síðara markið færðu Uruguay-
menn sig aftar á völlinn og
tókst vel að halda fengnum
hlut.
Næst leika Englenndingar
við Chile á sunnudaginn.
Sotar unnur
islendinga
í landskeppni
í f imleikum
■ 10. júní lauk í Aber-
deen fimleikakeppni milli
íslendinga og Skota. Úr-
slit urðu þessi:
Piltar:
Skotland 249,05 stig
ísland 221,55 stig
Stúlkur:
Skotland 173,70 stig
ísland 151,90 stig
Heimir Gunnarsson
(A) og Hulda Ólafsdóttir
(B) komu best út af ís-
lensku keppendunum.
Kvennalandsliðið
keppir við kvennalið Wa-
les nk. laugardag 16.
júní.
Rúmensk best
Í1500mhlaupi
■ Rúmenska stúlkan
Doina Melinte náði besta
tíma í ár í 1500 m hlaupi
á móti í Rúmeníu um
síðustu helgi. Hún hljóp
á 3:58,10.
Tennismót
TBR
■ Dagana 22.-24. júní
verður haldið opið tenn-
ismót á vegum TBR.
Mótið fer fram á nýjum
tennisvöllum félagsins
við Gnoðavog. Keppt
verður í einliðaleik karla
(A og B flokki), tvíliða-
leik, einliðaleik kvenna
og í unglingaflokki (16
ára og yngri). Keppnin
verður með útsláttarfyr-
irkomulagi. Öllum er
heimil þátttaka. Tilkynn-
ingar um þátttöku berist
TBR (s. 82266) fyrir 15.
júní. Þátttökugjöld eru
kr. 200 fyrir fullorðna og
100 kr. fyrir unglinga.
Afmælismót
Pierre Robert
■ Hið áriega Pierre Ro-
bert golfmót verður hald-
ið á Nesvellinum á Sel-
tjarnarncsi helgina 16. og
17. júní.
Verða allir bestu kylf-
ingar landsins meðal
þátttakenda. Keppt verð-
ur um glæsileg verðlaun
sem gefin eru af íslensk-
Ameríska verzlunarfé-
laginu. Að þessu sinni
verður glæsilegt Ping'
golfsett veitt fyrir holu í
höggi.