NT - 15.06.1984, Qupperneq 27
■ Reykjavíkurmeistarar í skíðaíþróttum með verðlaun sín.
23 Reykjavíkur-
skíðameistarar
■ ' Skíðaráð Reykjavíkur af-
henti verðlaun þeim einstakl-
ingum sem sköruðu framúr á
síðasta vetri í hófi sem fram fór
1 Þróttheimum í síðustu viku.
Eftirtaldir hlutu viðurkenning-
ar:
Reykjavikurmeistarar í alpagreinum:
Stúlkur 8 ára og yngri: stig
Stefanía Williamsdótlir Á 83
Drengir 8 ára og yngri:
Kristján Kristjánsson KK 90
Stúlkur 9-10 ára:
Helga Pétursdóttir ÍR 83
Drengir 9-10 ára:
Pálmar Pétursson Á 90
Stúlkur 11-12 ára:
Selma Káradóttir ÍR 90
Karlar:
Hclgi Geirharðsson Á 77
Reykjavíkurmeistarar í
göngugreinum:
Piltar 5 km. Þórir Ó. Ólafsson SR
Konur 5 km. Sigurbjörg Helgad. SR
Kariar 15 km. Ingólfur Jónsson SR
Karlar 30 km. Ingólfur Jónsson SR
Boðganga 3\10 km:
Karlar A sveit SR
Ingólfur Jónsson
Halldór Matthíasson
Matthías Sveinsson
Boðganga 3x3.5 km.:
Konur sveit SR
Sigurbjörg Helgadóttir
Lilja Þorleifsdóttir
Ásdís Sveinsdóttir
Föstudagur 15. júní 1984 27
■þróttir
Rúmenar og Spánverjar skildu jafnir á EM:
Rúmenar hættulegri
■ Spánverjar og Rúmenar
gerðu jafntefli í úrslitakeppni
Evrópukeppninnar í knatt-
spyrnu í Frakklandi í gær, 1-1.
Þannig eru öll liðin jöfn í 2.
riðli, hafa gert jafntefli í
leikjum sínum. Rúmenar voru
öllu hættulegri í leiknum í gær,
en tókst ekki að skora nema
einu sinni, eftir að Spánverjar
höfðu komist yfir.
Spánverjum yfir á 22. mínútu
úr vítaspyrnu, eftir að varnar-
maður Rúmena, Ladislav Bol-
oni hafði brugðið Ricardo Gal-
lego innan vítateigs. Boloni
kvittaði fyrir 12 mínútum síðar,
er hann skoraði með viðstöðu-
lausu skoti í stöng og inn eftir
gott upphlaup og fyrirgjöf Mar-
cel Coras.
Leikurinn lifnaði allnokk-
uð eftir mörkin, en bæði liðin
höfðu leikið varfærnislega frarn
að því. Rúmenar voru mun
hættulegri, bakvörðurinn Mirc-
ea Rcdnic var klaufi að skora
ekki í tvígang, og Coras,
ntarkakóngur í Rúmeníu á
síðasta keppnistímabili með 20
mörk, skaut í slá og yfir.
íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild-sjötta umferð:
NT-UD UMFERÐARINNAR
Bjarni Sigurðsson Jónas Róbertsson ^ ® ^*<>r ^ Ársæll Kristjánss. Þrótti (1) Sigurður Lárusson í A (1) Grímur Sæniundssen Val(l)
Sveinbjörn Hákonars. (2) Karl Þórðarson Ásgeir Elíasson ÍA (1) Þróttii (2) Nói Björnsson Þór (1)
Kristján Kristjánss. Þór (1) Helgi Bentsson ÍBK (1)
Amoros í
þriggja
leikja
bann!
■ Franski varnarmaður-
inn Manuel Amoros var í
gær dæmdur í þriggja leikja
hann í úrslitum Evrópu-
keppninnar í knattspyrnu í
Frakklandi, fyrir að skalla'
Jesper Olsen í andlitið vilj-
andi í fyrsta leik úrslita-
kcppninnar. Fyrir það vari
Amoros rekinn útaf þegar
3 mínútur voru eftir af
leiknum.
- Þetta þýðir að Amoros
mun ekki leika meira í
keppninni nema Frakkar
komist í úrslit.
Drengir 11-12 ára:
Pélur Haraldsson
Stúlkur 13-14 ára:
Þórdís Hjörleifsdóttir
Drengir 13-14 ára:
Kgill Ingi Jónsson
Stúlkur 15-16 ára:
Kristín Ólafsdóttir
Drcngir 15-16 ára:
Þór Ómar Jónsson
Fram 64
Vík 90
ÍR90
KR 77
ÍR83
Junior verður
miðvallarspilari
■ Stefan Johansson, einn
af flmm Skandinövum sem
taka munu þátt í Le Mans
kappakstrinum sem fram fer
í Frakklandi helgina 16. og
17. júní, sést hér meðal að-
stoðarmanna sinna. Johans-
son er Svíi og er talinn einn
af þeim er koma til með að
berjast um sigurinn í þessum
heimsfræga kappakstri.
Konur:
Helga Stcfánsdóttir ÍK 83
Dýrleif Arna Guðmundsdóttir A 83
Kiwanisgolfmót
■ Árlegt golfmót Kiwanis-
hreyfingarinnar á íslandi fer
fram á Hvaleyrarvelli Golf-
klúbbsins Keilis í Hafnarflrði
n.k. laugardag 16. júní og hefst
kl. 13:00. Leiknar verða 18
holur með og án forgjafar. Til
hagræðis væri gott að væntan-
legir þátttakendur skrái sig í
síma Keilis 53360, hið allra
fyrsta.
Leikur V-Þjóðverja og Portúgala á EM:
■ Brasilíski knattspyrnusnill-
ingurinn Junior mun koma til
með að leika stöðu miðvallar-
leikmanns með ítalska félaginu
Tórínó sem nýlega festi kaup á
kappanum. Hann sagði í sjón-
varpsviðtali að hann hefði alltaf
spilað á miðjunni þegar hann
var yngri en síðan verið fluttur
í vörn þegar hann varð atvinnu-
maður. Þá átti hann að spila
bakvörð í brasilíska landsliðinu
en eins og knattspyrnuunnend-
ur tóku eítir þá var Junior
oft(ast) í fremstu víglínu fyrir
Brassana á Spáni ’82. Sagðist
hann vera spenntur yfir að fá
tækifæri til að spila á miðjunni
með Tórínó.
Annar Brassi, Zico, sagði í
sjónvarpi að hann myndi verða
áfram hjá Udinese á Ísalíu að
minnsta kosti eitt ár í viðbót.
■ Junior verður miðvallar-
leikmaður hjá Tórínó.
Leikmenn Magna rak í rogastans á Neskaupstað:
Leikmaður Austra dæmdi!
■ Leikmenn Magna frá
Grenivík rak í rogastans í fyrra-
kvöld er þeir gengu inn á
knattspvrnuvöllinn á Neskaup-
stað, þar sem var að hefjast
leikur Þróttar og Magna í 3.
deild b-riðli. Dómari leiksins
var enginn annar en Sigurjón
Kristjánsson, leikmaður
Austra frá Eskifirði, sem hafði
leikið fyrir hálfum mánuði gegn
Magna.
„Æth kæmi ekki svipur á
einhverja ef Kalli Þórðar eða
einhver leikmaður 1. deildar
færi að dæma leik hjá öðrum
liðunt í sömu deild", sagði
Kristleifur Meldal formaður
Magna á Grenivík í samtali við
NT. „Þetta er alveg fáránlegt.
að leikmaður úr sama riðli sé
að dæma hjá öðrunt liðum. Að
auk: viðgekkst dæmigerð
Austraknattspyrna á vellinum.
fantaleikur sem við vorum ekki
undir búnir‘‘.sagði Kristleifur.
Leikinn vann Þróttur að
sögn Kristleifs maklega 3-1.
Mörk heimamanna skoruöu
Marteinn Guðgeirsson fyrst.
síðan Páll Frevsteinsson og
síðast Guðmundur Ingvars-
son. Hörður Benónýsson jafn-
aði 1-1 fyrir Magna.
Það að leikmaður úr sama
riðli, leikmaður sem er virkur
í viðkomandi keppni, dæmi
hjá öðrum liðum er því miður
alltof algengt úti á landsbyggð-
■ Hinn 22. júní n.k. munu 2
sýningarhópar frá íslandi halda
utan á norræna fimleikahátíð í
Sandefjörd í Noregi. Hátíðin
stendur yfir frá 24. - 30. júní en
á næsta ári verður slík hátíð
haldin hér á landi.
Á hátíðina fara 8 stúlkur frá
Akureyri og 15 konur frá
Stjörnunni í Garðabæ sem jafn-
framt sýningum munu haida
námskeið í jassleikfimi og is-
lenskum þjóðdönsum fvrir
inni. Bæði er að dómarar eru
færri víða úti um land, og
sjaldan eru gerðar við þetta
athugsemdir. Slíkt ætti þó ekki
að viðgangast, þar eð hags-
munir dómarans sem leik-
manns gætu e.t.v. haft áhrif á
réttsýnina í viðkomandi leik.
þátttakendur á hátíðinni.
Þá munu 8 stúlkur frá Fim-
leikafélaginu Björk í Hafnar-
firði fara til ftalíu og sýna þar í
nokkrum bæjum.
í dag halda Bjárkirog kvenna-
hópur Stjörnunnar sýningú í
íþróttahúsinu Asgarði og hefst
hún kl. 8.30.
Bjarkirnar verða í Hafnar-
firði !7. júní en Stjörnuhópur-
inn á Akranesí og í Borgarnesi.
Fimleikahópar í
sýningarferðir
Lélegt jafntefli
■ V-Þjóðverjar og Portúgalir
gerðu markalaust jafntefli í
B-riðli Evrópukeppninnar í
knattspyrnu í gær. Leikurinn
var í daprara lagi og þóttu
Evrópumeistarar V-Þjóðverja
sýna lítið af þeirri góðu knatt-
spyrnu sem gerði þá að meistur-
um fyrir fjórum árum. Port-
úgalir spiluðu uppá að halda
jafntefli og tókst það bærilega.
Leikurinn var nánast eitt
miðjuþóf og lítið kom út úr
Rummenigge á miðjunni og
það var ekki fyrr en á 67. mín.
sem fór að bera á kappanum
en þá fór hann í framlínuna án
þess þó að skora hjá Portú-
gölununt sem voru fjölmennir í
vörn.
Eina verulega færi leiksins
kom á 24. mín. þegar Portúgalinn
Pacheco átti gott skot að márki
V-Þjóðverja en Sc'humacher
varði meistaralega. Besti mað-
ur leiksins þótti Chalana hjá
Portúgal.
E Fimleikakonur úr Stjörnunni eru á leið til Itaiíu og Svíþióð