NT - 22.06.1984, Blaðsíða 7
Fðstudagur 22. júní 1984 7
■ Gulllax
löngur minni en 50 cm feng-
ust V- og SA-lands í rann-
sóknaleiðöngrum.
Keila
Keiluaflinn var rúm
3.400 tonn á árinu 1983 eða
um 750 tonnum meiri en
árið 1982 sem er um 28%
aukning. Sýni fengust af
svæðum allt í kringum land-
ið að mestu úr rannsókna-
leiðöngrum. Alls voru
mældar 1.182 keilur, þar af
tæplega 1/3 úr lönduðum
afla. Þá voru 522 keilur
aldursákvarðaðar.
Meðallengd keilu úr
lönduðum afla var sú sama
og árið áður (53.3 cm). Að
þessu sinni var keilan stærst
út af S- og SV-landi (með-
allengd 62.1 og 59.4 cm).
Mest var um 10-12 ára (45-
69 cm langa) keilu í sýnun-
um.
Gulllax og langhalar
Hvorug þessara tegunda
er nýtt enn sem komið er og
því ekki um neinar landanir
að ræða. Gögnum var þó
safnað eftir föngum í rann-
sóknaleiðöngrum. Aldurs-
greiningu er lokið, en alls
voru mældir 6.808 gulllaxar
og 623 slétthalar.“
Víkingur
og gulllaxinn
Einn þeirra fiskistofna
sem fjallað er um í skýrslu
Hafrannsóknastofnunar
hér að framan og sem
bundnar eru einna stærstar
vonir við, er gulllaxinn. í
nýútkomnu Sjómannablaði
er einmitt grein um þennan
áhugaverða fisk eftir Krist-
ján G. Jóakimsson útvegs-
fræðing hjá Norðurtangan-
um h.f. á ísafirði. Hann
ritar eftirfarandi um stofn-
stærð gulllaxins.
Stofnstærð
„Um stofnstærð gulllax-
ins er lítið vitað, enda hafa
engar veiðar verið stundað-
ar hér við land, þannig að
raunhæft stofnstærðarmat
sé fyrir hendi. Ef farið yrði
út í sérstakar veiðar á gull-
laxi, mætti sjálfsagt veiða
töluvert af honurn til að
byrja með, eins og títt er,
þegar sótt er í ónytjaða
stofna, en veiðin síðan
minnka verulega og hinn
árlegi afrakstur verða mun
minni í framtíðinni. Það er
því full ástæða til að athuga
gaumgæfilega hvort ekki
eigi að reyna að nota
„kúfinn" nú, þegar mest á
ríður á meðan verið er að
ná þorskstofninum upp.
Athuganir Hafrannsókna-
stofnunarinnar benda til
þess að hrygning hér við
land fari einkum fram í
maí-júní meðfram land-
grunnsköntunum fyrir
sunnan og vestan land (Vil-
helmína Vilhelmsdóttir,
1976).“
Um veiðar á gulllaxi segir
Kristján G. Jóakimsson meðal
annars í Víkingi.
Veiðar
„Erlendar þjóðir hafa
veitt gulllax í töluverðum
mæli og eru það þá helst
Rússar og Japanir sem hafa
veitt hann (Vilhelmína Vil-
helmsdóttir, 1976). Norð-
menn hafa veitt gulllax í
nokkur ár og í byrjun fór
mestur hluti aflans í mjöl-
framleiðslu. Frá 1978 hefur
afli Norðmanna aukist
verulega og hefur verið um
það bil 10.000 tonn síðustu
árin. Jafnframt því er nú
bannað að veiða gulllaxinn
til mjölvinnslu (Anon,
1982). ViðNoregergulllax-
inn svo til eingöngu veiddur
í botntroll og gefst vel með-
an fiskurinn heldur sig þétt
niður við botn. Skipin sem
stunda veiðarnar eru á milli
80-150 fet. Hundrað feta
bátur með 500 hestafla
aðalvél er útbúinn með
1260 möskva trolli og 1000
kg V-hlera. Möskvastærðin
er innan við 60 mm. Norð-
menn sem til þekkja
(Reppe 1984) álíta að mun
betri árangri mætti ná við
veiðarnar með flottrolli, en
gulllaxinn heldur sig oft
laust við botn og er oft á
slæmum botni fyrir togveið-
ar með botntrolli. Tilrauna-
veiðar hafa farið fram með
tveggja báta vörpu og með
netum (16, 17 og 18 um-
ferðir á alin). Fessar til-
raunaveiðar hafa gefið mis-
jafnan árangur.
Veiðarnar eru stundaðar
svo til eingöngu á hrygning-
artímanum apríl/maí eða í
um það bil 10 vikur. Aðra
hluta ársins er gulllaxinn
það dreifður, að ekki er
talið hagkvæmt að stunda
veiðar þá.“
NT mynd: Halldor
Frá mótmælastöðunni í Osló á 17. júní.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og féiagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm)
og Þórarinn Þórarinsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúli 15, Reykjavík. Sími:
686300. Auglýsingasími: 18300.
Kvöldsímar: 686387 og 686306.
Verð í lausasölu 25 kr.
Áskrift 275 kr.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent hf.
Dauðadæmdur
draumur um
sameinaða Evrópu
■ Svo virðist sem draumurinn um víðtækt og
virkt samstarf þjóða Vestur-Evrópu sé nú að
hverfa, ef marka má úrslit kosninganna til
Evrópuþings, sem fram fóru um síðustu helgi.
Kosningarnar hafa a.m.k. ekki hjálpað þinginu
í Strassburg til að ná fram sínum háleitu
markmiðum og í sumum löndum munu þær
skaða frekara samstarf þjóða Evrópu. Það er
einkum tvennt, sem ýtir undir þessa skoðun.
í fyrsta lagi var kosningaþátttakan nú mun
minni en fyrir fimm árum þeg'ar fyrstu beinu
kosningarnar til Evrópuþingsins voru haldnar.
Þetta sýnir ljóslega, að evrópskir kjósendur bera
ekki traust til þingsins í Strassburg eða þá að þeir
hafa ekki von um að þinginu verði ágengt á
komandi árum.
í öðru lagi hlutu þeir flokkar, sem eru á móti
enn frekari völdum Evrópuþingsins, stuðning
kjósenda um síðustu helgi. Nægir þar að nefna
kosningasigra græningjanna í Vestur-Þýska-
landi, þjóðernissinna í Frakklandi, kommúnista
á Ítalíu og Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Þeir sem mest hafa stutt samvinnu Evrópuríkja
verða nú að snúa sér að vörninni og verður þá
óhjákvæmilega lítið um framfarir. Þar eru þeir
Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, og
Mitterrand, forseti Frakklands, fremstir í flokki.
í Bretlandi mun Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra, reyna að berjast gegn Evrópu á
fjármálasviðinu til að vinna aftur glatað traust
breskra kjósenda.
Fyrir fimm árum var mikill hugur í þeim, sem
stóðu að fyrsta beina Evrópuþinginu í
Strassburg. Boðuð var sameiginleg lausn allra
Vestur-Evrópuríkja á aðkallandi vandamálum
eins og atvinnuleysi og jafnréttisbaráttu kvenna.
En á þessum fimm árum hefur nákvæmlega
ekkert raunhæft gerst hvorki í þessum málum né
öðrum. Að vísu hefur hið fjölmenntaða og stóra
starfslið þingsins unnið ötullega að margvíslegri
skýrslugerð um þessi vandamál og önnur. Liggja
nú fyrir ýtarlegar skýrslur um eðli vandamálsins
og eiginleika og á sumum stöðum hefur jafnvel
verið gefið til kynna að hægt væri að leysa þau.
Kjarni málsins er hins vegar að nákvæmlega
ekkert hefur verið gert, sem raunhæft getur
talist. Meðan þingið gerir ekkert annað en að
eyða milljónum og aftur milljónum í rándýra
skýrslugerð á það ekki annað skilið en þau
kosningaúrslit, sem það fékk um síðustu helgi.
Draumurinn um sameinaða Evrópu er óneit-
anlega fagur, en meðan aðstandendur hans gera
ekki meir en raun sýnir verður sá draumur
dauðadæmdur af kjósendum. Og réttilega svo.