NT - 22.06.1984, Blaðsíða 26

NT - 22.06.1984, Blaðsíða 26
Viking mot medalj? •RUDKO'I I - Mch! clt .ast pá 92,42 i Austin, cxas i början av april ick isiándske ’vikingcn’* Kinur Vil- ijalmsson upp I topp i rcts viirldsstatístik i pjut. Fftersom en rad arldskastare sannolikt ommcr att utebli fr&n ^os Angcles, framstár ien 24-árjgc Texas- tudentcn soin cn av se- eraspiraulcrna i sin .ren. 'ilhjalmssou var riia pá Ijol- rcti vðildstina mcd 90,66. lan var darmcd ivá placcringar l'tcr. Kcnih Kldebrínk. Ársbás- ii notcradcs vid kampcn 4ordcn-tJSA i Stockholms Sia- iion júsi iiman VM i Hel.sing ors. -'al í VM slog det emctleröd tim för islanníngcn, som bara •lc'v 13;e. Detra benxidc, cnligl ránarcn Tiijj Hamilton, pá irutin. Vilhjalinssoji vill vara láitrc förberedd í sommar föt • larar han i iidníngcn Track íf icld Ncws. INGA PRÖBLHM Ocksii nir jag.vaimei upp si- iiulc'iai jag ait det gailcr OS. ag ár van vid ait kasta flera ipprSvnmingska.si, mcn hu be- rönsar jag nng till tvð...l Hel- ingfors kanske jag liadc för nánga uppvarinningskast. Jlöver detia tiar Viltijalmsson ii atman mctod för ati incmali örbereda sig pá ÍdfhátlantJena Los Angdcs. Han iSnkci sig in olíka lcknikdctaljer oéh fdre tðiler sig hur lum ska uifora iem. Diirför Hai han setl cu Jtftngtl filmr «ncc’ otika kasta.re. Mc'íi jag ftr vjínstcrliam, sá jag i»r vímt j>á tllmerna o«:h íitrai iá t*n spegelhHd av ciem. Pá sá ált ha! jag intc haft nágia aohk'm ati saita img i sarmna ítuanoii tom ka:«taren ná iil • Einar VUhjabnsson, Island - medaljaspirant i spju OS. h'og ser han ul som cn viking? idrottsman: han ár (aiatids hit- tills ende olymj’iskc mcdaljör genom silvermedaljen i OS i Mclbournc 1956. Orcncn vai trestcg. t.inge Vilfjiaímsson. •som dr ic- gciaiidc a?netikansk xiudent- másiare, rii hosati i t-óivmtt Stai>:rii;5 och siudcrar i Tcsas Haii anser ati íie antctik<m >ka kast.'irna iiáiiar fel. . A>v«>: iýs>><msií I:t»v>Iftw*fclía;»s; SLA RKKORD Málet i OS? - Att förhatira milt personli rekord... Dei bordc föislá gnnska ián kauskc rcmav jHf ritedalj. varsra konkutremerha lorck amciíkanjirna íbf a ‘Jöm Pet noi'f), finfiúnláma sarm vust 'k.:i uck (íorri)uiu. Och ti:n ligtVis Kcnttl littlcbnnk. Sti '<•>-..- iv*.i/.r S/t;,'U>i»i í ' lit Föstudagur 22. júní 1984 26 Einar Vilhjálmsson Víkingur í verðlaunaleit ■ Hann berst víða hróður okkar ágæta afreksmanns, Ein- ars Vilhjálmssonar. Þessi úr- klippa hér til hliðar er úr sænsku blaði og fjallar hún um íslenska „víkinginn“ sem nú er einn aifremsti spjótkastari heims. f greininni er m.a.talað um að Einar sé níundi á lista yfir bestu spjótkastara í heimi og þá er minnst á að Einar sé sonur Vilhjálms Einarssonar þess er unnið hefur til einu verðlaunanna sem Islendingar hafa fengið á Olympíuleikum til þessa og varp- að fram þeirri hugmynd hvort sonurinn muni ekki líka vinna til verðlauna á OL. Einar segir í greininni þegar hann var spurður hver stefnan væri á Olympíuleikunum. „Ég stefni að því að bæta mitt pers- ónulega met“. Evrópukeppnin í Frakklandi Urslitin að hefjast Einar Vilhjálmsson. Nú erlokið riðlakeppni Evr- ópukeppninnar í knattspyrnu og standa fjórar þjóðir eftir og munu leika tii úrslita um Evrópu- Olympíuleikar fatlaðra í New York: Sigrún hlaut bronsverðlaun ■ Sigrún Pétursdóttir hlaut bronsverðlaun í 25 m baksundi á Óiympíuleikum fatlaðra sem nú eru haldnir í New York í Bandaríkjunum. Sigrún hlaut tímann 33,99 sek. en keppendur í þessari grein voru 7. Lokastaðan í riðlunum Jónas Óskarsson varð fimmti í 100 m bringusundi, fékk tím- A-riðill: Frakkland . . Danmörk . . . Belgía....... Júgóslavia . . B-riðill: Spánn ....... I’ortúgal . . V-Pýskaland , Kúmenía . . . ,3 3 0 0 9-2 6 .3 2 0 1 8-3 4 3 1 0 2 4-8 2 3 0 0 3 2-10 0 3 1 2 0 3-2 4 3 1 2 0 2-1 4 3 1112-23 3 0 1 2 2-4 1 Platini efstur ■ Markaskorarar í riðlakeppninni á EM í knattspyrnu: 7 mörk Michel Platini (Frakklandi) 3 mörk Frank Arnesen (Danmörku) 2 mörk Preben Elkjær (Danmörku), Rudi Vöil- er (V-Þýskalandi) 1 mark Klaus Berggreen (Danmörku), Ladislau Boloni (Rúmeníu), Kenneth Brylie (Dan- mörku), Francisco Car- rasco (Spáni), Jan Ceul- emans (Belgíu), Marcel Coras (Rúmeníu), Luis Fernandez (Frakklandi), Alain Giresse (Frakk- landi), Georges Grun (Belgíu), John Lauridsen (Danmörku), Antonio Maceda (Spáni), Tam- agnini Nene (Portúgal), Carlos Santillana' (Spáni), Milos Sestic (Júgóslavíu), Antonio Sousa (Portúgal), Drag- an Stojkovic (Júgósl- avíu), Ervin Vanden- bergh (Belgíu), Frank Vercauteren (Belgíu). lAskoraði9 ■ ÍA vann Víking 9-1 í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu á Akranesi í gærkvöld. Laufey Sigurð- ardóttir skoraði 4, Ragn- heiður Jónasdóttir skor- aði einnig 4 og Pálína Þórðardóttir gerði 1. Jóna Bjarnadóttir skor- aði mark Víkings úr þeirra eina upphlaupi í leiknum. Þá léku einnig KR og Valur í 1. deild kvenna. KR sigraði 1-0 með marki Kristrúnar Heimisdóttur. Völsunga- sigur ■ Völsungur sigraði KS í bikarkeppninni í gærkvöld, 2-1 eftir fram- lengingu. Helgi Helgason og Jónas Hallgrímsson skoruðu mörk Völsungs, en Óli Agnarsson skoraði fyrir KS. ann 1:37,32, keppendur voru 18. Snæbjörn Þórðarson varð 11. af 18 í 100 m skriðsundi fékk tímann 1:11,20 mín. Jónas varð 13. af 23 í sömu grein, fékk tímann 1:13,74 mín. Oddný Óskarsdóttir varð 5. í 25 m baksundi og í 100 m bringusundi varð hún þriðja af þrem með tímann 3:35,13. Fleiri voru skráðir í sundið en mættu ekki, þar sem þær kepptu í næsta sundi á undan. Eysteinn Guðmundsson varð 14. af 16 í 100 m skriðsundi. í landsliðakeppni kvenna kepptu þrjú lönd. ísland varð í þriðja sætinu eftir hörku keppni við Bretland, töpuðu þeim leik 3-2. í liðinu voru þær Hafdís Ásgeirsdóttir og Hafdís Gunn- arsdóttir. Þátt í leikunum taka 2000 þátttakendur frá 54 þjóðum. „Þessi árangur íslensku kepp- endanna er betri en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona“, sagði Arnór Pétursson formað- ur íþróttafélags fatlaðra í sam- tali við NT í gær, en Arnór er staddur í New York með ís- lensku keppendunum. Evrópukeppnin í kvennaknattspyrnu: ísland ekki með ■ „Ég harma þessa afstöðu stjórnarinnar og er henni að sjálfsögðu mjög mótfallinn,“ sagði Árni Þorgrímsson for- maður kvennanefndar KSÍ og varaformaður KSÍ, í samtali við NT í gær, um þá ákvörðun stjórnar knattspyrnusambands- ins að taka ekki þátt í Evrópu- keppni kvennalandsliða sem hefst á þessu ári. „Ég vona að þetta verði ekki til þess að ríða kvennaknatt- spyrnunni að fullu, en þetta er mjög svekkjandi fyrir landsliðs- konurnar okkar,“ sagði Árni. Þessi keppni hefur einu sinni áður verið haldin og þá var ísland meðal þátttökuríkjanna. Ákvörðun KSÍ frá því í gær er endanleg, þannig að undir- skriftasöfnun landsliðskvenna verður ekki tekin til greina. Það er eins og svo oft áður peningahliðin sem setur strik í reikninginn hjá íþróttafólkinu, en hve lengi eiga þau mál ein- göngu að bitna á kvenfólkinu. Alltaf fá karlmennirnir að taka þátt í sínum mótum þrátt fyrir að árangurinn sé oft á tíðum ekki til útflutnings. mcistaratitilinn. Ekki eru þetta allt þjóðir sem menn töldu líklegasta kandidata,en allt get- ur gerst í knatspyrnu sem og öðrum íþróttum. Af þessu fjórum þjóðum þá efast enginn um að Frakkar og Danir eiga svo sannarlega heima í úrslitunum. Frakkar unnu A-riðilinn afar sannfær- andi og fengu fullt hús stiga. Að vísu var sigur þeirra á Dönum dálítill heppnissigur en þegar frá líður verður ekki spurt að því. Danir unnu mjög sannfær- andi sigra á Júgóslövum og Belgum, og hafa komið á óvart með frábærri frammistöðu þrátt fyrir að hafa misst Allan Simon- sen, meiddan, strax í fyrsta leik. Danir og Frakkar leika svip- aða knattspyrnu sem byggist mjög á sterkri liðsheild frekar en tveim eða þrem stjörnuleik- mönnum. Að vísu má deila um hversu mikið franska liðið treystir á Platini, en heildin er þó í fyrirrúmi. í B-riðli gerðist það sem ekki var talið fyrirfram að myndi gerast þ.e. V-Þjóðverjar féllu úr keppninni með því að hafna í þriðja sæti í riðlinum á eftir þjóðunum tveim frá fberíu- skaga, Spánverjum og Portúg- ölum. Þetta er þó ekki eins óvænnt og margir vilja halda fram því það er greinileg hnignun hjá Þjóðverjunum í knattspyrnunni og áttu þeir í erfiðleikum í undankeppninni og strax í fyrstu leikjum Evrópukeppn- innar. Á morgun leika svo Frakkar og Portúgalir annan undanúr- slitaleikinn en hinn fer fram á sunnudag og eigast þá við Danir og Spánverjar. Er það spá blaðamans NT að það verði Frakkar og Danir sem leiki til úrslita og er vonandi að sá leikur verði betri en opnunar- leikur keppninnar sem var á milli sömu þjóða. Ovett keppir á Bislett ■ Breski Ólympíu- meistarinn í 800 m lilaupi Steve Ovett mun keppa í 1500 m hlaupi á Bislett leikunum í frjálsum íþróttum sem haldnir verða í Osló í iok þessa mánaðar. Þar mun Ovett mæta Marokkómanninum Said Aouita, sem varð þriðji í 1500 m á heimsleikunum í Helsinki í fyrra, einu sæti á undan Ovett. Ovett hefur neitað að taka þátt í 800 m hlaupinu í Cristal Paiace um næstu helgi, en þar verða þeir Steve Cram og Alberto Juantorena meðal kepp- enda. Ovett ætlar ekki að keppa í 800 m hlaupi fyrr en hann hefur verið val- inn í OL lið Breta í greininni. Ovett hefur þegar verið valinn til þess að keppa í 1500 m fyrir hönd Breta í Los Ange- les. Brady til Inter ■ ítalska knattspyrnu- félagið Inter Mílanó stað- festi í gær að það hefði gengið frá samningum við Sampdoria um kaup á írska landsliðsmanninum Liam Brady. Italskar fréttastofur segja að Inter verði að greiða um 1,6 milljón dollara (ca. 48 millj. ísl. kr.) fyrir Brady. Júgóslavar í steininn ■ Tuttugu manna hóp- ur júgóslavneskra knatt- spyrnumanna, dómara og forráðamanna knatt- spyrnuliða, hafa verið dæmdir í 3 og 18 mánaða fangelsi fyrir mútur, skjalafals og misnotkun á opinberum sjóðum. Dómurinn var kveðinn upp í borginni Tetevo í Suðausturi- Júgóslavíu og leikmennirnir sem mál- inu tengjast eru leikmenn með 2. deildarliðinu Ta- teks Tetevo. Þeir fengu 12 til 18 mánaða fangelsis- dóma. Tíu dómarar víðs vegar að úr Júgóslavíu fengu fangelsisdóma frá 3 uppí 7 mánuði. Þá voru nokkrir framkvæmda- stjórar knattspyrnuliða tengdir málinu og fengu þeir svipaða dóma. Kvöldspörk Hart barist í leik KA og Þróttar um síðustu helgi NT-mynd Gylfi Kristjánsson ■ í kvöld fer fram einn leikur í 1. deild og eigast við á Akur- eyri KA og Breiðablik. Fyrir leikinn er KA í fímmta sæti í deildinni með 9 stig, en Breiða- bliksmenn eru neðstir ásamt KR og Val með 6 stig. Það er því stutt á milli þcssara liða og með sigri í kvöld þá kæmust Blikarnir upp að hliðinni á þeim norðanmönnum. Það verður því hart barist á Akureyri og ómögulegt að spá um úrslit frekar en í öðrum leikjum í deildinni. KA-menn munu brydda uppá ýmsu skemmtilegu fyrir áhorfendur og mun kántrí- stjarnan Hallbjörn Hjartarson mæta á svæðið og skemmta fyrir leik og í hlé. Þá mun Sigurður Bjarklind, fallhlífarstökkvari koma ofan úr háloftunum og lenda á vellinum með knöttinn sem keppt verður með rétt áður en leikurinn hefst. • Einn leikur verður í þriðju deild og eigast Grindvíkingar og Stjörnumenn við í Grinda- vík. Verður þetta hörku leikur og mikið í húfi fyrir bæði liðin. f fjórðu deild verða 7 leikir. Árvakur og Hafnir keppa á Háskólav., Haukar og Aftur- elding á Hvaleyrarholtsv., Augnablik og Víkverji í Kópa- vogi, Ármann og Drangur á Melavelli, Stokkseyri og Hvera- gerði á Stokkseyrarv., Drangur og Eyfellingur í Vík og Þór Þ og Léttir í Þorlákshöfn. Allir ofantaldir leikir hefjast kl. 20:00.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.