NT - 22.06.1984, Blaðsíða 4

NT - 22.06.1984, Blaðsíða 4
Föstudagur 22. júní 1984 4 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: „Atvinnurekendur eru að grafa sjálfum sér gröf“ með þeim yfirborgunum sem tíðkast ■ „Þaðhefurorðiðmikiömis: sig í íslensku efnahagskerfi. í heilu atvinnugreinunum eru menn yfirborgaðir, einkum þeir sem betur mega sín“, sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, í Vest- mannaeyjum í fyrrakvöld. „Ég álít að vinnuveitendur séu að grafa sjálfum sér gröf með þeim yfirborgunum sem eiga sér stað“. Steingrímur lýsti þeim verk- efnum sem blasa við ríkisstjórn- tekst að bæta laun þeirra lægst launuðu eins og Verkamanna- sambandið hefur sett fram kröfur um“, sagði Steingrímur Hermannsson á opnum fundi í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld, „en erfiðleikarnir eru þeir að kostnaðurinn kemur helst niður inni. Það væri í fyrsta lagi að treysta þann árangur sem hefði náðst í baráttunni við verðbólg- una. í öðru lagi að halda áfram að vinna að hjöðnun hennar. Þá þyrftu stjórnarflokkarnir að koma sér saman um aðgerðir er miðuðu að nýsköpun íslensks efnahagslífs. Hann kvað það hafa verið stórt skref hjá ríkis- stjórninni að gefa fyrirfram út línu um gengisþróun. Að gengi yrði að hámarki breytt um 5% á þessu ári. Við það ætlaði á greinum sem ekki þola hann, eins og t.d. fiskvinnslunni. Ann- ars er það grundvallaratriði að aðilar vinnumarkaðarins komi sér sjálfir saman um kaup og kjör.“ Eins og kunnugt er hefur Framkvæmdastjórn Verka- ríkisstjórnin aðstanda. Það væri hins vegar svo að gengi íslensku krónunnar væri of lágt skráð gagnvart þjónustu og verslun. A þessu ári hefði meðalgengi íslensku krónunnar gagnvart er- lendum gjaldmiðlum lækkað um 2,56%. Steingrímur áréttaði það að ríkisstjórnin hefði sett sér það markmið að verðbólgan yrði 10-11% ílok þessa ársogaðþví markmiði væri unnið. mannasambandsins sett fram þá skoðun að lægstu laun þurfi að hækka um 5-6% 1. septem- ber til þess að ná kaupmætti febrúarsamninganna, en for- mannafundur sambandsins tel- ur þessa hækkun þurfa að vera um 8%. ■ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra NT mynd Ella Louisa Matthí- asdóttir: Milljóna- salaá Kjarvals- stöðum Forsætisráðherra um lægstu launin: Fagna því ef það tekst að bæta þau ■ „Ég fagna því mjög ef það Söf n og sýningar: Stofnun Árna Magnússonar: ■ Um þessar mundir stendur yfir handritasýning í Árna- garði og mun hún verða opin í sumar á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum kl. 14-15. Á sýningunni er úrval íslenskra handrita sem smám saman erú að berast heim frá Danmörku. Þar á meðal er Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók, Gráskinna, blöð úr Króksfjarðarbók o.fl. Enn- fremur er sýnd frumútgáfa Guðbrandsbiblíu frá 1584 sem á fjögur hundruð ára afmæli um þessar mundir. 10 gestir á Kjarvalsstöðum: ■ Ákveðið hefur verið að framlengja sýningu 10 gesta Listahátíðar að Kjarvals- stöðum til júlí loka. Sýningin verður opin alla daga kl. 14-22, fram til 29. júlí. , Listasafn fslands: ■ Á sunnudaginn er síðasta tækifærið til að sjá verk hol- lenska listamálarans Karels Appel í Listasafni íslands. Á sýningunni eru alls 48 verk og eru flest þeirra unnin í olíu en einnig akrýlmyndir, grafík og myndir unnar í blandað efni. Sýningin verður opin um helg- ina frá kl. 13.30-22.00. Hún verður ekki framlengd. Ásmundarsalur: ■ Opnuð hefur verið sýning á verkum hjónanna Carmen og Elin Cornell en þau eru arkitektar og sýna að þessu sinni teikningar og hugmyndir að byggingum á Norður- löndum og í Kanada. Þar á meðal eru verðlaunateikningar af miðbæjarskipulagi í Vest- mannaeyjum, en þau hjón unnu í samkeppni sem efnt var til 1977. Norræna húsið: ■ Dagana 25. júní til 9. júlí verður sýning í anddyri Norr- æna hússins, á búningateikn- ingum úr tveimur kvikmynd- um sem teknar hafa verið hér- lendis. Það er sænski búninga- hönnuðurinn Ulla - Britt Sö- derlund sem sýnir skissur að búningum sem hún gerði fyrir kvikmyndirnar „Rauða skykkjan" og „Paradísar- heimt." Sumarsýning ■ Sumarsýning Norræna hússins fjallar að þessu sinni um ísland, land og þjóð, séð með augum íslenskra grunn- skólanemenda. Sýningin er ár- angur samstarfs við Félag ís- lenskra myndmenntakennara um sumarsýningu hússins í ár. Viðfangsefnið er hvernig ís- lensk börn skynja landið sitt, náttúruna og fólkið en þáttak- endur eru 4-14 ára börn úr 16 grunnskólum landsins. Sýning- in stendur frá 23. júní til 22. júlí og verður opin daglega frá kl. 14-19. ■ Sláttur grænna svæða í höfuðborginni er í fullum gangi og þrátt fyrir stórvirk tæki, hafa státtumcnn ekki undan sprettunni. NT-mynd Róbert ■ Louisa Matthíasdótt- ir, sem tekur þátt í sam- sýningu íslenskra mynd- listarmanna á Kjarvals- stöðum, hefur snert rétta strengi í hjörtum listunn- enda. Flest, ef ekki öll málverk hennar á sýning- unni, 50 talsins, eru seld nú þegar. Verk Louisu eru af mörgum stærðum og kosta þau frá 60 þúsund upp í um 300 þúsund krónur stykkið. Það er Knútur Bruun í Listmunahúsinu, sem hefur annast milli- göngu um sölu verkanna fyrir Louisu Matthíasdótt- ur. ______r Útivistarsvæðin 331 hektari: Heyin fara að mestu forgörðum ■ „Öll grænu svæðin, sem við erum með í hirðingu, voru 331.22 hektarar um síðustu ára- mót“, sagði Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri Reykjavíkur, þegar hann var spurður um stærð grænu svæðanna í höfuð- borginni. Þetta eru útivístarsvæði, þar með taldir skrúðgarðar, en ekki leikvellir, skólalóðir eða lóðir stofnana og fyrirtækja. Stærsta græna svæðið er Laugardalur- inn. Hafliði sagði, að byrjað hefði verið að slá bletti þessa þann 9. maí síðastliðinn og hefðu sláttu- menn ekki undan vegna mikillar sprettu. Skipta þó státtuvélar borgarinnar tugum. Lítið af heyinu, sem kemur af grænu blettum borgarinnar er nýtt. „Við reynum að losna við það sem hægt er. Við látum hesta- menn nýta það, sem þeir hafa ágirnd á. Hinu er hent“, sagði Hafliði. ■ Rut Rebekka Sigur- jónsdóttir sýnir verk unnin með silkiþrykki og í akrýl í bókasafninu í Mosfells- sveit. Þetta er fyrsta einka- sýning Rutar og stendur hún til 29. júní og er opin kl. 13-20 virka daga og 14-19 um helgar. Rut stund- aði myndlistarnám í Mynd- listarskóla Reykjavíkur og í Myndlista- og handíða- skóla íslands. ÆttarmótaðReykjum ■ Ættarmót afkomenda hjónanna Ingigerðar Eiríksdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar bónda og smiðs að Reykjum á Skeiðum verður haldið 14. júlí nk. að Reykjum. Dagskrá mótsins er í undirbúningi en ákveðið er að hittast að Reykjum kl. 11.00 fh. og verður staðurinn skoðaður og minningarsteinn um þau hjónin afhjúpaður. Æskilegt er að allir ættingjar mæti og mikilvægt er að þátttaka tilkynnist til Ingvars Þórðarsonar á Reykjum, sími 99-6551, fyrir 1. júlí nk. I ár eru 60 ár liðin frá því að síðast var haldið ættarmót að Reykjum. Tónlist: Kjarvalsstaðir: ■ { vikunni framundan verð- ur efnt til raf - og tölvutónleika á Kjarvalsstöðum. Þar verður kynning og sögulegt yfirlit yfir íslenska tæknitónlist. Flutt verða verk eftir ýmsa þekkta höfunda innlenda. Tónleikarn- ir verða haldnir miðvikudaginn 27. júní, fimmtudaginr. 28. júní, föstudaginn 29. júní kl. 27.00 og endurteknir kl. 20.30 og síðan á laugardaginn 30. júní kl. 15 og 17. Ný efnisskrá verður á hverjum degi. Þor- steinn Hauksson hefur undir- búið tónlistardagskrána. Einsdæmi endurreist: ■ í sumar verður hljómsveit- in Einsdæmi endurreist, en hún starfaði á Austurlandi á árum áður. Hjómsveitin hefur aðsetur á Seyðisfirði og mun þaðan koma og leika á dans- leikjum víða um Austurland í sumar. I hljómsveitinni eru: Ólafur Már Sigurðsson, Gylfi Gunnarsson, Grétar Örvars- son, og Árni Áskelsson. Sumarstarf hljómsveitarinnar hefst um þessa helgi með dans- leik í Herðubreið, Seyðisfirði á föstudagskvöld og Félags- lundi, Reyðarfirði á laugar- dagskvöld.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.