NT - 22.06.1984, Blaðsíða 8

NT - 22.06.1984, Blaðsíða 8
Föstudagur 22. júní 1984 8 Ml Sjötugur: Ragnar Stef ánsson í Skaftafelli Pað var á miðju sumri 1972 að leið mín lá í fyrsta sinn í Skaftafell til móts við félaga mína nýkjörnu Náttúruvernd- arráði. Eg kom að austan land- leiðina, en þeir í flugi að sunnan í Fagurhólsmýri, - tvö ár þá enn í það að lokið væri brúargerð á Skeiðarársandi og engin telj- andi ntannvirki risin vegna ferðamannaaðstö'ðu í Skafta- felli. Þá lútti ég þau Ragnar og Laufeyju í Hæðum, kvöldið áður en aöalhópurinn kom, og það var margt rætt áður gengið var til náða. Övissa ríkti um hvað nýir húsbændur þjóð- garðsins '\ Skaftafelli hygðust fyrir, og ég fann aö undir niðri gætti nokkurs kvíða hjá fólkinu í Hæðum. Ragnar hafði þá samkvæmt kaupsamningi frá árinu 1966 lifstiðarábúð á þess- ari föðurleifð, þar sem forfeður hans liafa búiö urn aldir. Hann stundaöi hefðbundinn búskap í Skaftafelli, og þaö var ekki ýkja margt sem minnti á að stofnað hefði veriö til þjóðgarðs á jörð- inni 5 árum áður. Fyrir umsjón með þjóðgarðinum haföi Ragn- ar aðeins lítilsháttar þóknun og hugmyndir um framtíðarskipu- lag voru lítt mótaðar. Ferða- mannastraumur fór vaxandi og Ijóst að hann myndi margfaldast við lúkningu vegarinsyfirSkeið- arársand. Hvernigátti aöbregð- ast viö þeirri þróun? Hvaða áhrif hefði hún á náttúruvernd í Skaftafelli og mannlíf í Öræfum? Þessar spurningar voru áleitnar og fyrir fáa skiptu svörin meira máli en fólkið sem búsett var á býlunum tveimur í Skaftafelli, Hæðum og Bölta. Það varð viðfangsefni mitt næstu árin að lcita svara við þessum spurningum sem trún- aðarmaður Náttúruverndarráðs í samvinnu við heimamenn. Þar mæddi mest á Ragnari Stefáns- syni, sem settur var í tvöfalt hlutverk heimamanns og bónda annars vegar og þjóögarösvarð- ar hins vegar. Það var við þessar aðstæður sem ég kynntist Ragn- ari og hans fólki, og þau kynni urðu náin og treystust með hverju ári. Þeir urðu margir dagarnir sem ég dvaldi í Skaftafelli og gekk með Ragnari ogsamverka- mönnum um þjóðgarðslandiö, mörg kvöldin sem setið var í stofunni á Hæðum yfir teikning- um, uppdráttum og hugmynd- um um skipulag þjóðgarðsins, allt frá þjónustumiðstöð niðri á sandi tií göngidciða inn um Skaftafellsheiðl og Morsárdal. Önnur viðíangsefni enn n:í- komnari heímafólki voru líka á dagskrá. Breytingar á búskaparhátt- um, nýr samningur um réttindi og skyldur þjóðgarðsvarðar, hvað ætti að standa af húsum og girðingum, hvað að hverfa cða breytast í samræmi við nýtt hlutverk Skaftafells. Ég hygg að á fáa íslenska bændur hafi í seinni tíð verið lagt að svara jafn mörgum spurningum á skömmum tíma og Ragnar í Skaftafelli og aðlag- ast stórfelldum breytingum heima fyrir. Þetta próf stóðst hann af mikilli prýði til ómetan- legs ávinnings fyrir þjóðgarðs- hugmyndina, en án þess að missa sjónar á hag sinna nánustu ogsveitarinnar. Þarkom honum aö haldi ágæt greind og yfirsýn. samhliða ríkum tilfinningum og næmleika fyrir því, hvaða leiðir séu helst færar. Reynsla vatna- mannsins sem oft þurfti að þræða yfir Skciðará eða sneiða fyrir liana á jökli hefur komið Ragnari að góöu haldi, einnig við aðrar aðstæður. Hann átti milli þess að velja aö halda sínu striki sem bóndi á ættarsetri og láta óskir náttúru- verndarmanna lönd og leið, eða taka undir kvaðningu þeirra. Ragnar valdi síðari kostinn, og ég vona að hann telji sig ekki þurfa að sjá cftir því þegar á heildina er litið. Skaftafell er nú fremst í röð íslenskra þjóðgarða og á hvergi sinn líka. Ferðamenn innlendir og crlendir róma staðinn og þá aðstöðu sem þeim hefur verið sköpuð til að njóta náttúru svæðisins. Svör hafa verið veitt viö mörgu af því sem í óvissu var fyrir 10-15 árum og fáir hafa lagt meira af mörkum við að móta þau og núverandi svipmót þjóðgarðsins en Ragnar í Skaftafelli. Ég hef margt að þakka Ragn- ari og hans fólki nú þegar hann stendur á sjötugu. Fátt hefur veitt mér meiri ánægju en að vinna með honum að málefnum þjóðgarðsins um 6 ára skeið. Gestrisni og glaðværð á heimil- inu í Hæðum líður þeim ekki úr minni sem notið hefur. Frásagn- ir bóndans og þekking á liðinni tíð bera vott um glöggskyggni og tengsl þess manns sem á djúpar rætur í Skaftafelli. Bestu hamingjuóskir og kveðjur frá okkur Kristínu fylgja þessum línum til ykkar Ragnars og Laufeyjar og auga- steinsins Önnu á merkisdegi í lífi bóndans. Megi framtíðin verða ykkur gjöful og björt cins og vormorgunn, þegar horft er út yfir grænar brekkur og svart- an sand >frá Hæðum. Hjörleifur Guttormsson t Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát móður okkar Sigrúnar Jónsdóttur frá Tungufelli Hlöðver Magnússon Sverrir Magnússon ■ Ekki verður annað sagt en að hlutur íslendinga í hljóm- leikum Listahátíðar liafi verið mjög góður þótt hann væri að því leyti frábrugðinn hlut er- lendra listamanna, að ekkert heyrðist nú frá íslensku tónlist- arfólki sem ekki hefði mátt lieyra hvenær sem var; hins vegar voru tónleikar Luciu Val- entini Terrani einstæðir og hvorki Lundúnafílharmónían né Modern Jazz Ouartet koma hér endranær, svo dæmi séu nefnd. Á hinn bóginn var Mús- íkhópurinn, nýleg sarntök ungra íslenskra tónskálda og hljóðfæraleikara undir stjórn Einars Jóhannessonar klarin- ettuleikara, einn til þess að hefja á loft merki framúrstefnu- og nútímatónlistar á Listahátíð 1984, og það svo rækilega að cinna helst minnti á dauðastríð Musica Nova um árið. Munur- inn var þó sá, að þessir tónleik'ar Músíkhópsins voru haldnir fyrir sæmilega fylltu húsi áhuga- manna á ýmsum aldri, ekki síst ungs tónlistarfólks sem trúir á framtíðina og möguleikana, en fyrir 20 árurn voru allir að drep- ast úr leiðindum yfir kjánagang- inum. Og 1965-70 var cinmitt sérlega leiðinlegur tími í nú- tímatónlist, eins konar vendi- punktur þar sem Ijós varð sá misskilningur smáskálda að hávaði, tilviljanakenndar smá uppákomur og smekkleysur hefðu eitthvað með tónlist að gera. Frá þessum tíma eru ein- mitt tvö verkanna sem flutt voru í Bústaðakirkju, Hymnos fyrir klarinctt og píanó og Eight songs for a mad king, bæði eftir Bretann Peter Maxwell Davies. Fyrra verkið er tileinkað Alan Hacker klarinettista, sem hingað kom ekki allsfyrir löngu, og í vandaðri tónleikaskrá (sem vareinsdæmi-á Listahátíð 1984) er haft eftir honum að tónskáld- ið „gjörnýti tónsvið og tjá- ningamöguleika nútíma klarin- etts og píanós". Eg hef áður pirrast á bullinu í þessum hljóð- færaleikara; vafalaust ei það rétt að í þessu. verki eru bæði hæstu og lægstu tónar hvers hljóðfæris, en ég er ekki sam- mála því að tónlist vsem er laus við að vera falleg eða skemmti- leg hafi „gjörnýtt tjáningasvið nútíma klarinetts og píanós" - og þaðjafnvel þótt sjálfur Einar Jóhannesson legði sigallan fram ásamt píanistanum David Knowles. Eight songs for a mad king er sérstakt og óneitanlega dálítið óvenjulegt: John Speight, baritonsöngvari, syng- ur og leikur Georg III Breta- kóng, sem bilaðist á geðsmun- um, en verkið á að Iýsa geðveikis- köstum hans. Svo er að skilja að höfundur telji að kóngurinn hafi m.a. reynt að kenna finkum sínum að syngja Há'ndel (þess má raunar geta, að páfagaukur hér í bænum syngur iðulega Eine kleine Nachtmusik eftir Mózart, auk þess sem hann er sagður hafa „músíserað" með Jean-Paul Rampal flautuleikara - en það er önnur tegund af fugli). Finkurnar léku hljóðfæra- leikararnir: Einar Jóhannesson, Bernard Wilkinson, Guðný Guðmundsdóttir og Carmil Russill, en Árni Áskelsson (slagverk) og David Knowles (hljómborð) léku einnig með. John Speight flutti þetta með miklum tilþrifum, en verkið er alltof öfgafullt með þrotlausum hávaða og gargi til þess að mér líkaði það — slíkur ungæðishátt- ur væri meira í stíl við uppfærslu eigin verks í breskum yfirstéttar- heimavistarskóla. (Ekki þarf að taka fram, að þetta eru mínar einkaskoðanir, og sumum þótti þetta dæmalaust sniðugt og áhrifamikið). Áskell Másson er meðal vorra afkastamestu tónskálda um þessar mundir, og á tónlcik- unum voru tvö verk eftir hann: Unnur Sveinbjarnardóttir flutti Kadenzu fyrir einleiksvíólu, og þótti mér það hápunktur tón- leikanna, og Einar Jóhannes- son, Guðný Guðmundsdóttir og Unnur Sveinbjarnardóttir fluttu eftir hann Tríó fyrir klarinettu. fiðlu og lágfiðlu, sömuleiðis hið ágætasta verk. Hinn fjölhæfi John Speight átti að lokum eitt verk, Sóló fyrir einleiksflautu, sem Bernard Wilkinson flutti af sinni vanalegu snilli. Það virðist eiga ennþá fremur við um „núti'matónlist" en hina eldri, að hún stendur og fellur með hljóðfæraleiknum: miklir hljóðfærasnillingar geta enda gert listaverk úr jafnvel hvers- dagslegum efniviði, endá verður því líklega ekki neitað að nú- tímatónlist gerir allt aðrar, og að sumu leyti víðtækari, kröfur til flutnings sem stundum nálg- ast leik (í hefðbundnum skiln- ingi) og mímuleik í viðbót við hljófæraleikinn. Umverkinsjálf vill oft verða erfiðara að dæma, því flest þeirra heyrir maður ekki nema einu sinni á ævinni, en sumt sem þarna heyrðist vildi ég gjarnan heyra aftur. Sigurður Steinþórsson ■ Sveinbjörg Hallvarðsdóttir Níræð á morgun ■ Á morgun, laugardaginn23. júní, verður níræð Sveinbjörg Hállvarðsdóttir, Reynisholti, Mýrdal, V,- Skaftafellssýslu. Hún. tekur á móti gestum í félagsheimilinu Eyrarlandi, Reynishverfi, frá kl. 14- 19. í fyrsta skipti á íslandi: Alþjóðlegar sumarbúðir barna ■ Frá sumarbúðum CISV í Svíþjóð sumarið 1982, en eins og sjá má voru þar mætt til kynningar og leikja börn af mismunandi kynþáttum og ólíku þjóðerni. ■ í sumar verða starfræktar í fyrsta skipti hér á landi Alþjóð- legar sumarbúðir barna á vegum CISV samtakanna, sem eru al- þjóðasamtök sem vinna að kynningu á milli landa, alþjóð- legum skilningi og friði í heimin- um. Eru samtök þessi óháð trúmálum. stjórnmálum og lit- arhætti og allt starf þeirra er unnið í sjálfboðavinnu. Að sögn Gunnars Sigurjóns- sonar hjá CISV verða sumar- búðirnar starfræktar að Hlíðar- dalsskóla í Ölfusi, dagana 9. júlí - 5. ágúst, og hefur skólinn verið tekinn sérstaklega á leigu í því skyni. Þar koma sama 11 ára börn frá 11 - 12 þjóð- löndum. fjögur börn frá hverju landi ásamt fararstjóra, og dvelja við leiki og hópstarfsemi. „Opinn dagur" er fastur liður á svona mótum, en þá kynná börn sín lönd. Að þessu sinni koma þátttakendur frá Mexico, Costa Rica, Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Frakklandi, Bretlandi, Danmörku, Noregi. Færeyjum og íslandi, og jafnvel Grænlandi. CISV á íslandi kost- ar rekstur búðanna og nýtur til þess stuðnings fyrirtækja og stofnana, en hóparnir sem koma verða sjálfir að greiða ferða- kostnað til og frá Islandi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.