NT


NT - 15.08.1984, Side 5

NT - 15.08.1984, Side 5
 Miðvikudagur 15. ágúst 1984 Markaðsverð á heyi: Viku þurrkur og það yrði á tombóluverði - segir f ramkvæmdastjóri Fáks, en heyverð er þegar komið undir framleiðslukostnað ■ „Við vitum af því að hægt er að fá hey á 3,50 til fjórar krónur kílóið komið til Reykavíkur og það er mikið framboð á heyi að norðan og austan. Ef það kæmi viku þurrkur á suðurlandi þannig að við næðum okkur uppúr rigningunni þá yrði hér hey á tombóluverði,“ sagði Örn Ingólfsson framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Fáks í samtaii við NT. Heyskap er víða lokið austan- og norðanlands en sums staðar slá menn aftur og ná þannig inn enn meiru. Heyfengur er þegar orðinn mikill vegna þeirra einmuna sprettu sem verið hefur í sumar. Öm sagði að af þessum lands- hlutum fengju þeir hjá Fáki 5 símtöl á degi hverjum þar sem hey er boðið til kaups. Heyverð virðist þegar komið undir útreiknað framleiðsluverð Búreikni- stofnunar sem er 3,80 kr. á hey á velli. Það sama og jafnvel lægra er nú boðið fyrir hey með flutningi til Reykjavíkur Friedman kemur ■ Milton Friedman, Nobelsverðlauna- hafi í hagfræði og jafnframt einn um- deildasti hagfræðingur síðari tíma, er væntanlegur til íslands 29. ágúst. Kemur hann á vegum viðskiptafræðideildar Háskóla íslands og Stofnunar Jóns Þor- lákssonar, og mun halda fyrirlestur í hátíðasal Háskólans um ríkisafskipti. Friedman starfar nú við Hoover stofn- unina, sem tengd er Stanford háskóla í Kaliforníu. Hann var iengi prófessor við Chicago-háskóla, og er höfuðleiðtogi svonefnds Chicago-skóla í hagfræði. Helstu rit Friedmans eru Peningasaga Bandaríkjanna, Neyslukenningin og Kapitalismi og frelsi. Ásgarðsmálin: Óskiljanleg af- staða hreppsins - Stefnir í dómsmál vegna 15 milljón- anna, segir Sigurður Blöndal skóg- ræktarstjóri „Þetta eru okkur mikil vonbrigði og algjörlega óskiljanleg þessi afstaða Grímsnesinga,“ sagði Sigurður Blöndal skógræktarstjóri þegar NT hafði sam- band við hann vegna kaupa Grímsnes- hrepps á jörðinni Ásgarði sem hafði annars verið arflcidd Skógræktinni að mestu leyti. „Ég sagði þeim að þeir hefðu getað sparað sér þessar 15 millj- ónir og allt hefði getað verið eins og það var í sátt og samlyndi. Það er beinlínis gert ráð fyrir því í erfðaskránni að búskapur haldi áfram á jörðinni og þó við hefðum náttúrlega orðið að taka einhvern hluta af landinu þá hefði búskapur alveg gengið. En það hljóp einhver tilfínningasemi í þetta hjá þeim.“ Aðspurður um það fé sem greitt hefur verið fyrir jörðina sagði Sigurður að náttúrlega reiknuðu þeir með að fá það í sinn hlut. „Okkur finnst rétt að við fáum þó þetta, altjent,“ sagði Sigurður en játti því jafnframt að honum sýndust yfirráð yfir þeim peningum stefna í dómsmál. Eins og fram kom í NT í gær er sú skoðun uppi meðal einhverra af' lögerfingjum Sigurliða Kristjánssonar sem átti Ásgarð að forsendur erfðagjaf- arinnar séu brostnar. Cabina rúmsamstæðan er komin Fæst í teak og beyki. Dýnustæröir 200x90 teak „ _ , 191 x92 í beyki Verð kr. 12.600.- 3 Húsgögn og ~ a Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 6-86-900 en það kostar með skipi 1 krónu frá Akureyri og aðeins minna en það með bíl úr Rangárvalla- og Arnessýsl- um. Örn kvaðst búast við að ef framboð yrði á heyi af Suðurlandi yrði verð þess ekki hátt, innan við þrjár krónur af teig, enda víðast um að ræða hrakinn og úr sér sprottinn heyfeng af þeim slóðum. Einn heimildarmanna NT hafði frétt af heysölu á Suðurlandi á þessu sumri þar sem kílóið gekk á þrjár krónur en annars er heysala sunnan og vestan lítil ennþá þar að heyskap er enn hvergi nærri lokið. Engu að síður óttast fæstir að hey- skortur verði meðal bænda þar eð spretta hefur verið með besta móti og því vísast að bændur nái nógu inn, svo fremi að einhvern tíma stytti upp. Fari svo að góður þurrkur komi á næstu dögum voru viðmælendur blaðsins sam- mála um að offramboð yrði á heyi sunnanlands og vestan rétt eins og í öðrum landshlutum og þá „tombólu- verð“ á heyinu eins og framkvæmda- stjóri Fáks orðaði það. TRAUSTIR HLEKKIR í SVEIGJANLEGRI KEÐJU Afgreiðslur okkar og umboðs- menn eru sem hlekkir í keðju. Samband við einn þeirra gefur möguleika á tengingu við alla hina og þar með geturðu notfært þér sveigjanlega þjónustu, bæði hér á landi og erlendis. Við bjóðum bílaleigubíla til lengri eða skemmri tíma og fjöldi afgreiðslustaða gerir viðskipta- vinum mögulegt að fá bíl - afhentan á einum stað og skila honum á öðrum. Borgarnes: 93- 7618 Húsavlk: 96-41260/41851 Blðnduós: 95- 4136 . VopnafjðrðOr: 97- 3145/ 3121 Sauðárkrókur: 95- 5223 Egilsstaðir: 97- 1550 Siglufjörður: 96-71489 Hðfn Hornafirði: 97- 8303/ 8503 - ■ -x ' ‘ * \ \ í.'-* 'S* interRent Reykjavík: Skeifan9 91-86915/31615 Akureyri: Tryggvabraut 14 96-23515/21715 Með vísan til tilkynningar Seðlabankans um vexti og verðtryggingu láns- og sparifjár frá 2. ágúst sl., hefur Alþýðubankinn ákveðið að frá og með 13. ágúst 1984 verði vaxtakjör bankans sem hér segir: INNLÁN: Nafnvextir Nafnvextir Ársávöxtun áöur nú nu 1. Almennar sparisjóðsbækur 15,0% 17,0% 17,0% 2. 3ja mán. sparireikn. m. uppsögn 17,0% 19,0% 19,9% 3. 12 mán. sparireikn. m. uppsögn ... 19,0% 23,5% 24,9% 4. 3ja mán. verðtr. reikningar 0,0% 2,0% 5. 6 mán. verðtr. reikningar 2,5% 4,5% 6. Innlánsskírteini m. 6 mán. uppsögn 21,0% 23,0% 24,3% 7. Stjörnureikningar 5,0% 5,0% 8. Ávisanareikningar 5,0% 15,0% 9. Hlaupareikningar 5,0% 7,0% 10. innlendir gjaldeyrisreikningar: - innstaeður í Bandaríkjadollurum . 9,0% 9,5% - innstæöur í Sterlingspundum ... 7,0% 9,5% - innstæður í Vestur-þýskum mörkum 4,0% 4,0% - innstæður í dönskum krónum ... 9,0% 9,5% ÚTLÁN: 1. Víxlar (forvextir) 18,5% 22,0% 2. Hlaupareikningslán 18,0% 22,0% 3. Skuldabréfalán 21,0% 24,5% 26,0% 4. Verðtryggð skuldabréfalán: - lánstími alit að 3 ár 4,0% 7,5% - lánstími minnst 3 ár 5,0% 9,0% 5. Endurseljanleg lán 18,0% 18,0% 19,25% 6. Dráttarvextir* 2,5% 2,75% ‘Gildir frá 1. september nk. Ath. Vextir eru breytilegir skv. ákvörðun bankaráðs Alþýöubankans hf en vextir á eldri lánum breytast ekki. Við gerum vei við okkar fólk Alþydubankinn hf.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.