NT


NT - 15.08.1984, Síða 25

NT - 15.08.1984, Síða 25
Miðvikudagur 15. ágúst 1984 25 Hætta Kínverjar æviráðn- ingu? ■ Kínverjar víkja nú stöðugt lengra af braut hefðbundins ríkissósial- isma. Svo virðist sem þeir ætli meira að segja að hætta æviráðningu á ríkis- starfsmönnum. Mörg fyrirtæki og stofn- anir hafa kvartað yfir þessu kerfi sem gerir það að verkum að þau sitja oft uppi með óhæfa starfs- menn án þess að geta vikið þeim úr starfi. Sumir verkamenn hafa líka látið freistast til lélegra mæt- inga og að vinna illa þar sem þeir vita að þeir eru öryggir í störfum sínum. Nú hafa sum ríkisfyrir- tæki fengið l&yfi til að lausráða starfsfólk með ákveðnum skilyrðum til skamms tíma í senn þann- ig að því má segja upp ef það stendur sig ekki í störfum sínum. Stjórnvöld stefna að því að fjölga mjög slíku starfsfólki á næstunni. Þetta fyrir- komulag hefur þegar leitt til aukinna afkasta í við- komandi fyrirtækjum sem fyrir bragðið hafa líka get- að hækkað laun starfs- mannanna. Hið nýja fyrirkomulag hefur þótt takast svo vel að jafnvel er rætt um að taka það upp í kínverskum háskólum við ráðningu kennara. Chongging-há- skóli í Suður-Kína hefur t.d. þegar fengið leyfi til að stokka upp hluta af starfsliði skólans og ráða fyrirlesara eftir þörfum hinna ýmsu dcilda. Þetta þýðir m.a. að kennarar, sem hafa litla kennsluhæfi- leika eða litla faglega þekkingu, verða að láta sér nægja að starfa sem aðstoðarmenn fyrirlesara og bæti þeir ekki störf sín missa þeir stöður sínar að ári liðnu. Þessar breytingar hafa hingað til mætt lítilli sem engri andstöðu meðal starfsmanna viðkomandi fyrirtækja eða stofnana þar sem þau hafa leitt til aukins sveigjanleika við starfsval og hækkaðra launa. Margir mennta- menn og aðrir starfsmenn með sérþekkingu hafa kvartað yfir því að hæfi- leikar þeirra nýtist ekki í þeim störfum sem þeim hafa verið fengin. Fram til þessa hefur verið næstum því ómögulegt fyrir þá að skipta um starf en sveigj- anlegra ráðningarkerfi mun gera þeim kleift að sækja um störf sem henta þeim vel. Þannig nýtist sérþekking þeirra mun betur. í mörgum greinum sem birst hafa að undanförnu í kínverskum blöðuni er því haldið fram að núver- andi kerfi æviráðningar hafi leitt til mikillarsóunar á menntuðum starfs- mönnum. Nú sé kominn tími til að breyta því þar sem Kína þurfi á öllum sínum menntamönnum og sérfræðingum að halda við hina hröðu uppbyggingu landsins. Æviráðninga- kerfið virðist því á hrað fara undanhaldi í Kína. Kínverjar og Indverjar hefja samvinnu um te- söluogteræktun ■ Hópur indverskra embættis- manna fór nýlega til Kína til að semja um samvinnu um tesölu og rannsóknir á sviði teræktunar og teframleiðslu. Kínverjar munu hafa tekið málaleitun Indverjanna vel enda er líklegt að samvinna þessara þjóða geti leitt til að heimsmarkaðsverð á tei hækki en það þýðir aftur meiri gjaldeyris- tekjur fyrir þær. Indverjar hafa að undanförnu einnig rætt við yfirvöld á Sri Lanka um teræktunar- og tesölusam- komulag en meginið af öllu tei í heiminum er ræktað í Kína, á Sri Lanka og Indlandi. Takist þessum þjóðum að koma sér saman um sameiginlega markaðsstefnu er ekki ólíklegt að þær hefji meiri- háttar áróðursherferð til að auka teneyslu í heiminum en slíkt gæti leitt til áróðursstríðs við kaffi- framleiðendur. Kjarn- orku- birgi yfir tölvur? Washington-Reuter ■ í skýrslu sem ríkisstjórn Bandaríkjanna lét gera kemur fram að nokkrar öflugar kjarn- orkusprengjur í háloftunum gætu gert varnarkerfi Banda- ríkjanna óvirkt þar sem þær myndu valda svo sterku rafseg- ulsviði að það myndi rugla allan rafeindabúnað á jörðu niðri á svæði sem gæti náði til Banda- ríkjanna allra. I skýrslunni er lagt til að Bandaríkjamenn búi sig þess vegna undir hugsanlega kjarn- orkuárás með því m.a. að útbúa sérstök skýli sem væru kopar- húðuð í von um að það geti komið í veg fyrir truflandi áhrif rafsegulsviðs á stjórnbúnað bandarískra kjarnorkuvopna. En það er nauðsynlegt að stjórnbúnaðurinn og tilheyrandi tölvur geti starfað eðlilega til þess að Bandaríkjamenn geti svarað með gagnárás. Meðal þeirra vandamála sem rafeindasérfræðingar áttu við að stríða þegar þeir unnu umrædda skýrslu er að allar kjarnorkutil- raunir í andrúmsloftinu hafa verið bannaðar. Menn vita því í rauninni ekki hvað rafsegulsvið sem myndast i kjarnorku- sprengingum í andrúmsloftinu, er sterkt né heldur hvernig best væri að verja tækjabúnað fyrir því. ■ Kóreanskir fangar ganga út í frelsið eftir sakaruppgjöf stjórnar- innar í gasr. Símamynd-POLFOTO ■ Stjórnvöldum í Suður-Kór- eu er nú mjög annt um að geta sér gott orð erlendis í kjölfar þess að þeim hefur verið falið að sjá um Ólympíuleikana eftir fjögur ár. Sakaruppgjöf 1.730 fanga í gær í tilefni af þjóðfrels- isdeginum er tvímælalaust liður í tilraunum stjórnarinnar til að sýna útlendingum að lýðfrelsi sé að aukast. Sakaruppgjöfin er líka merki um sterka stöðu stjórnarinn'ar innanlands enda hefur henni að mestu tekist að koma í veg fyrir að sterk og sameinuð stjórnar- andstaða yrði til. Sautján hundruð föngum sleppt í Suður-Kóreu ■ Verkamenn í Gdansk skreyta með blómum minnismerki um þá sem féllu í óeirðum við lögregluna fyrir fjórtán árum þegar verkamenn í skipasmíðaverksmiðjunum í Gdansk fóru í verkfall til að mótmæla verðhækkunum á matvælum. Símamynd-POLFOTO Fjögur ár f rá óeirðunum í Gdansk Gdansk-Reuter ■ Yfir 2000 manns sóttu í gær messu í pólsku borginni Gdansk til að minnast þess að þá voru fjögur ár liðin frá því að verkamenn við skipasmíða- stöðvarnar þar í borg hófu mótmælaaðgerðir sem leiddu til stofnunar óháðra verkalýðs- félaga. Lech Walesa var meðal kirkjugesta en hann var æðsti leiðtogi óháðu verkalýðsfélag- anna sem nú eru bönnuð. Fólkið klappaði undir mess- unni þegar presturinn, faðir Henryk Jankowsky, sagði að kirkjan myndi ekki draga til baka kröfur sínar um mannlegt þjóðfélagskerfi í Póllandi. Eft- ir messuna ræddi Walesa við prestinn á heimili hans. Um 150 manns kom þá saman fyrir utan húsið þar sem Walesa var. Fólkið hrópaði nafn hans en fór samt í burt eftir að presturinn bað það um að halda til síns heima. Pólska stjórnin sleppti ný- lega úr haldi fjölda pólitískra fanga sem tengdust hinum óháðu verkalýðsfélögum. Margir þeirra segja að skoðan- ir sínar séu enn óbreyttar og eru þeir nú að velta því fyrir sér hvernig best sé að hefja nýja sókn fyrir auknum lýð- réttindum í Póllandi. Verkamenn í Gdansk minnt- ust þess líka í gær að þá voru liðin fjórtán ár frá því að hópur verkamanna lét lífið í óeirðum við lögregluna vegna verðhækkana á matvælum. Meðal annars voru blómsveig- ar lagðir á minnismerki þeirra sem féllu í þessum átökum. Los Angeles: „Hetjan“ kom sjálf sprengjunum fyrir Vildi vekja á sér athygli Los Angeles-Reuter. ■ Það hefur nú komið í ljós að lögreglumaðurinn James Pearson, sem „uppgötvaði" sprengju á bíl tyrkneskra íþróttamanna, hafði sjálfur komið henni fyrir. Pearson, sem er 40 ára gamall, vildi vekja athygli á því hvað hann væri góður lögreglumaður með þessum hætti. Hannþreifsprengjuna og hljóp með hana 55 metra vegalengd burt frá mann- fjöldanum áður en hann fleygði henni frá sér. Við rannsókn kom í Ijós að úti- lokað var að sprengjan hefði verið á bíl Tyrkjanna þegar hann kom inn á flugvöllinn. Hún hlaut því að hafa verið sett á bílinn inni á flugvellin- um en þá voru lögreglumenn þeir einu sem hefðu getað gert það. Við yfirheyrslur viður- kenndi Pearson verknaðinn og sagði að ætlun sín hefði verið að vekja athygli yfir- manna sinna í lögreglunni á sér. Ekki er hægt að segja annað en að honum hafi tekist það. Pearson á níu ára feril í lögreglunni og hefur þótt starfa þar með ágætum. Fyrst eftir að hann „bjargaði-1 Tyrkjunum frá sprengjunni var honum veitt heiðursorða og bæði tyrknesk yfirvöld og bandarísk hrósuðu honum fyrir hugrekkið. Brandarasmíð Reagans: Hættuleg og ábyrgðarlaus - segir v-þýskt blað London-Reuter ■ Fjölmiðlar bæði í Vestur- og Austur-Evrópu, fordæmdu Reagan Bandaríkjaforseta í gær fyrir að hafa sagt frekar óheppi- legan brandara um Sovétríkin þegar forsetinn var að prófa hljóðnema fyrir útvarpssend- ingu. Sovéskir fjölmiðlar hafa ekki minnst á atvikið en Pólverjar, Heimsmet í rakstri London-Reuter. ■ Breskur rakari komst í heimsmetabók Guinness í gær þegar hann rakaði 235 menn með rakhníf á einum klukkutíma. Rakarinn, sem heitir Gerry Harley notaði 12 hárbeitta rakhnífa og ■ sagðist eftir törnina aðeins hafa skorið einn mann- anna 235. Harley á einnig metið í hraðrakstri með rakvél en það er 987 kjammar á klukkutíma. sem urðu fyrir barðinu á kírnni- gáfu Reagans árið 1982, sögðu að nú hefði Reagan aftur gefið yfirlýsingu sem hæfði alls ekki stöðu hans sem leiðtoga risa- veldis. í hljóðnemaprófuninni, sem barst óvart til eyrna frétta- manna, sagðist Reagan hafa verið að enda við að skrifa undir lög sem myndu gera Rússa óskaðlega í framtíðinni. „Við byrjum að sprengja eftir fimm mínútur!“ I hljóðnemaprófun árið 1982 kallaði Reagan pólska leiðtoga afdankaða ónytjunga. Vestur-þýska blaðið Frank- furter Rundschau sagði í gær að suma hluti gætu menn í opinber- um stöðum, og þá sérstaklega forseti voldugasta ríkis heims, ekki haft í flimtingum, ekki einu sinni í einrúmi. „Það er ekki hægt að afsaka þetta síð- asta dæmi um kímnigáfu Banda- ríkjaforseta. Orð hans eru hættuleg og ábyrgðarlaus,“ sagði blaðið. Franska blaðið Le Matin gagnrýndi Reagan einnig en sagði að hann væri í góðum félagsskap. Því þegar Pompidou fyrrum forseti Frakka heimsótti Moskvu árið 1970, bað Brésnev hann um að ýta á hnapp einn og sagði síðan: „Nú varstu að eyða París!“

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.