NT - 15.08.1984, Side 26
Miðvikudagur 15. ágúst 1984 26
Heimilistæki sem henta öllum hvaö viðvíkur verði og gæðum.
Við bjóðum upp á hagkvæmar lánagreiöslur og að sjálfsögöu
staðgreiðsluafslátt.
Husqvarna
Husqvarna-lánin
Leið að nýju eldhúsi.
ÁSKRIFTASÍMAR NT
686300-18300
Úrval af skrifborðum,
bókahillum og skrifborðs-
stólum fyrir skólafólk.
Joker skrifborðið kostar aðeins kr.
3.850.- með yfirhillu.
Vandaðir skrifborðsstólar á hjólum.
Verð frá kr. 1.590.-
Húsgögn og
& & & Suðurlandsbraut 18
innrettmgar simi 6-86-900
■ Með blómvönd frá menntamálaráðherra í annarri hcndinni og verðlaunapening frá
Olympíuleikunum í hinni. Bjarni Friðriksson júdómaður við komuna til landsins í gær.
NT-mynd: Róbert.
„Þetta er
engu líkt“
■ Þráinn Hafsteinsson var
fararstjóri og aðstoðarmaður
frjálsíþróttafólksins á ÓL.
Þráinn átti upphaflega að
keppa á leikunum en gat það
ekki vegna meiðsla. NT spurði
Þráinn hvernig væri að vera á
Ólympíuleikum. „Þetta er
engu líkt,“ sagði hann „aðstað-
an og allt annað var tíl fyrir-
myndar og ekkert skorti.“
„Það sem kom mér mest á
óvart á þessum leikum er að
Bjarni skyldi vinna til verð-
launa og ég tel það frábæran
árangur." Um frammistöðu
frjálsíþróttafólksins sagði Þrá-
inn að hún væri mjög þolanleg
yfir höfuð og hann var mjög
ánægður með frammistöðu Ein-
ars Vilhjálmssonar. „Ég gerði
mér vonir um að hann yrði í
einu af sex efstu sætunum og
það rættist.“
Olympíufararnir
komu heim í gær
■ Snemma, í gærmorgun komu
íslensku Ólympíufararnir til lands-
ins eftir vel heppnaða Ólympíuleika
í Los Angeles. Á þessum Ólympíu-
leikum komst íslendingur á verð-
launapall í annað sinn síðan íslend-
ingar hófu þátttöku á Ólympíu-
leikum. Þetta var Bjami Friðriksson
júdómaður en hann hreppti brons-
verðlaun í 95 kg flokki.
Árangur íslensku keppendanna
var nokkuð góður í heild. Hand-
knattleiksliðið varð í 6. sæti og tryggði
sér þátttöku í A-keppni Heimsmeist-
arakeppninnar, Einar Vilhjálmsson
varð í sjötta sæti í spjótkasti, Oddur
Sigurðsson komst í milliríðla í 400m
hlaupi, sundfólk okkar setti nokkur
íslandsmet og hinir íslensku kepp-
endurnir stóðu sig með sóma og báru
íslendingum gott vitni.
Er vélin lenti með íþróttafólkið
tóku á móti þeim m.a. Ragnhildur
Helgadóttir menntamálaráðherra og
forvígismenn íþróttahreyfingarinnar
auk útvarps-, sjónvarps- og blaða-
manna. NT lét sig ekki vanta á
staðinn þrátt fyrir að ekki væri
klukkan margt. Náði blaðamaður
tali af nokkrum Ólympíufaranna .
„Besti
árangur
íslands"
■ „Árangur íslendinga á ÓL er
mjög góður og reyndar sá besti frá
upphafi og ég er mjög ánægður með
heildar útkomuna,“ sagði Sveinn
Björnsson forseti ISI og fararstjóri á
Ólympíuleikunum í samtali við
blaðamann NT við heimkomu ís-
lensku íþróttamannanna í gærmorg-
un.
„íslendingar eru ein af rúmlega 40
þjóðum sem vinna til verðlauna en
alls um 100 þjóðir vinna ekki til
neinna verðlauna svo mér finnst sem
við höfum sannað mjög tryggilega
þátttöku okkar á Ólympíuleikum.
Arangur handknattleiksliðsins, Ein-
ars og Odds svo maður tali ekki um
Bjarna er mjög góður og ég er
ánægður með frammistöðuna í
heild,“ bætti Sveinn Björnsson við.
Aðspurður um minnisstæðasta at-
vikið á nýliðnum Ólympíuleikum
sagði Sveinn að það hefði verið
ógleymanlegt í höllinni þar sem
Bjarni Friðriksson var að keppa.
„Er hann keppti við bandaríska
meistarann þávoru allir áhorfendur,
eins og í öðrum greinum, með sínum
manni og ætlaði höllin að springa
en svo smá fjaraði það út er Bjarni
lagði Bandaríkjamanninn. Síðan
lagði hann hvern kappann af öðrum
og það var stór stund að sjá íslenska
fánann dregin að húni við verðlauna-
athöfnina,“ sagði Sveinn Björnsson.
„Náðum okkar
takmarki“
■ Sigurður Gunnarsson var fjórði
markhæsti leikmaður handknatt-
leikskeppninnar á Ólympíuleikun-
um og stóð sig með afbrigðum vel í
keppninni. Hann var spurður hvort
hann væri ekki Ijómandi ánægður
með frammistöðu sína á leikunum.
„Ég er það vissulega, en þetta var
þó fyrst og fremst sigur liðsheildar-
innar. Við náðum okkar takmarki
' og ég vil meina einu stigi betur því
við höfðum ekki gert ráð fyrir að fá
stig á móti Júgóslövum. Hins vegar
hefði verið skemmtilegra að vinna
Svíana þarna í restina," bætti Sigurð-
ur við og brosti.
„Ef við hefðum sigrað Júgóslava í
fyrsta leiknum þá hefði þetta orðið
allt önnur keppni og ómögulegt að
segja til um hvað hefði gerst,“ sagði
Sigurður Gunnarsson.
„Fengum
lánaðan bát“
■ íslendingar sendu nú í fyrsta
skipti siglingamenn til keppninnar á
Ólympíuleikum. Fyrir valinu urðu
Frá Eiríki Hmnannssyni íþróttafréttamanni NT á
Suðumesjum
■ Njarðvíkingar unnu Einherja
með þremur mörkum gegn engu í 2.
deildinni í knattspyrnu í Njarðvík í
gærkvöld og bættu þannig þremur
mikilvægum stigum í söfnunina fyrir
1. deildarsæti.
Heimamenn komu ákveðnir til
leiks og sýndu góða knattspymu
framan af. Þeir tóku forystuna strax
á 5. mín. með föstu skoti Kristins
Guðbjartssonar, eftir sendingu frá
Jóni Halldórssyni, sem hafði leikið
vörn Einherja grátt. Kristinn bætti
þeir félagar Jón Pétursson og Gunn-
laugur Jónasson. Þeir stóðu sig með
mildlli prýði og þá sérstaklega fyrstu
keppnisdagana. NT spurði Jón hvort
íslenskir siglingamenn hefðu eitt-
hvert eríndi á Olympíuleika?
„Það er dálítið erfitt að dæma um
það,“ sagði Jón. „Það verður bara
að koma í ljós hverju sinni hvort rétt
sé að senda siglingamenn út.“
„Við fengum lánaðan bát og síðan
þurfti að setja á hann nýjan búnað
og breyta honum dálítið og það var
það sem tók dálítinn tíma. Annars
eru þessir bátar mjög svipaðir að
sigla þeim svo það háði okkur ekki
mikið,“ sagði Jón.
Aðspurður um aðstöðuna á
keppnisstaðnum sagði Jón að hún
hefði verið mjög góð allt hefði verið
til alls þarna. „Við höfðum sérstakt
viðgerðartjald sem við gátum notað
til að ganga frá bátnum fyrir hvern
dag og aðstæður voru allar mjög
góðar.“
Þess má geta að Jón og Gunn-
laugur höfnuðu í 23.sæti í keppninni,
en voru um tíma mun ofar.
fljótlega við öðru marki með hörku-
skalla frá markteig miðjum. Ekkert
mál enda óvaldaður og Hreiðar
markvörður sem jarðfast bjarg á
línunni.
Eftir þetta misstu Njarðvíkingar
tökin á leiknum og Einherjar sóttu í
sig veðrið. Þeim tókst þó ekki að
koma tuðrunni í netið.
í síðari hálfleik tókst UMFN að
bæta þriðja markinu við er Jón
Halldórsson skoraði snaggararlega
á 75. mín. eftir sendingu frá Frey
Sverrissyni. Þannig var lokastaðan
3-0 fyrir Njarðvík.
2. deildin í knattspyrnu:
GóðursigurUMFN