NT - 30.08.1984, Síða 10
Fimmtudagur 30. ágúst 1984 10
NEYTENDA
SÍÐA í NT
Neytendablaðið
i nýjum búningi
■ Blað Neytendasamtak-
anna, Neytendablaðið, er
komið út í breyttu formi.
Framvegis er ætlunin að blaðið
komi út tíu sinnum á ári og í
dagblaðsbroti. Útgefendur
segja tilganginn með breyting-
unni fyrst og fremst þann að
koma blaðinu örar út, vekja
meiri áhuga á samtökunum og
einstökum neytendafélögum
og koma félagsmönnum í virk-
ari tengsl við samtökin.
Neytendablaðið er 12 síður
að stærð og auglýsingar taka
ekki mikið rúm í blaðinu
(u.þ.b. 1 síða samanlagt). í
blaðinu er nokkuð fjallað um
sölu kartaflna en einnig er þar
að finna fjölmargar greinar um
ýmis hagsmunamál neytenda.
Nefna má greinar um sparnað
í heimilisrekstri, afgreiðslu-
tíma verslana, verð sólarlanda-
ferða, verðmerkingar o.s.frv.
Neytendablaðið er sent
öllum félögum Neytendasam-
takanna auk þess sem jtessu
tölublaði er dreift ókeypis í
sýningarbás samtakanna á
Heimilissýningunni í Laugar-
dalshöll. I framtíðinni er mein-
ingin að blaðið verði einnig
selt í lausasölu.
Verðskipting á erlendum vörum:
Innkaupsverðið
aðeins brot af
heildarsummunni
■ Það er ýmislegt sem hleðst
ofan á verð innflutts varnings
áður en hinn íslenski neytandi
fær liann í hendur og dregur
upp budduna sína til að borga.
Skýringarmyndirnar hér til
hægri eru sýnishorn úr Neyt-
endablaðinu nýja sem sagt er
frá annars staðar á síðunni.
Myndirnar sýna hvernig
verð fjögurra vörutegunda
skiptist milli ýmissa aðila. Eins
og sjá má er hið raunverulega
innkaupsverð vörunnar í
mörgum tilvikum aðeins lítill
hluti heildarverðsins. Aftur á
móti tekur ríkið í sumum til-
vikum meira en helming heild-
arverðsins í sína varðveislu.
Myndirnar eru unnar af
Verðlagsstofnun.
■ Nú fer neytendasíðan af
stokkunum hjá NT. Það hefur
frá upphafi verið stefna hjá NT
að veita lesendum sínum sem
besta og fjölbreyttasta þjón-
ustu og neytendasíða er sjálf-
sagður liður í þeirri viðleitni,
enda neytendur fjölmennasta
stétt landsins þar eð sennilega
má telja alla landsmenn til
hennar á einn eða annan hátt.
Það er líka stefna neytenda-
síðunnar að fjalla um neyt-
endamál í víðum skilningi og
aðstandendur hennar vonast
til að hún muni aldrei falla í þá
gryfju að birta aðallega matar-
uppskriftir.
Með þessu er þó ekki verið
að hafa horn í síðu matar-
uppskrifta og ef lesendur eiga
í fórum sfnum uppskriftir að
sérstaklega ódýrum máltíðum,
þá eru þær vel þegnar.
Sparnaður er gulls ígildi,
einkum á þessum síðustu og
verstu tímum þegar kaupmátt-
ur er lægri en verið hefur um
langan tíma og heimilisút-
gjöldin þar af leiðandi óyfir-
stíganlegri en nokkru sinni,
a.m.k. fyrir þá sem ekki hafa
úr öðru að spila en lágum
dagvinnutekjum.
Neytendasíðan vill gjarnan
hjálpa lesendum sínum að
spara og öll sparnaðarráð frá
lesendum eru því vel þegin.
Má þá einu gilda hvort um er
að ræða sparnað í matarinn-
kaupum eða einhverju öðru.
Skrifið neytendasíðunni bréf-
korn og látið vita af hugmynd-
um ykkar um sparnað.
Lesendur neytendasíðunnar
mega þó ekki ætlast til allt of
mikils af henni í byrjun því að
sjálfsögðu verður að reikna
með nokkrum byrjunarörðug-
leikum, bæði í efnisvali og
efnisöflun og það má segja að
þetta verði nokkurs konar til-
raunastarfsemi til að byrja
með. Fyrst um sinn er þó
ætlunin að neytendasíðan
verði í blaðinu þrisvar í viku;
á mánudögum, fimmtudögum
og föstudögum.
Ríki
Flutningsaðili
Innkaupaverð
Cheerios
Verð til neytenda 100%
Til umboðsaðila 14%
Til ríkis 36%
Til flutningsaðila 15%
Innkaupsverð 35%
Umboðsaðili
Ríki
Flutningsaðili=
Innkaupsverð
100%
15%
52%
3%
30%
Frystikista
Verð til neytenda
Til umboðsaðila
Til ríkis
Til flutningsaðila
Innkaupsverð
Innkaupsverð
100%
26%
43%
6%
25%
íö
•VSV-Vj
ry.'VVS
' - '
.Í'A
v N.' _ \
Ný bifreið
Söluverð
Til umboðsaðila
Til ríkis
Til flutningsaðila
Innkaupsverð
-VLVf/'
V-/T'I
Umboðsaðili
Rfki
"Flutningsaðili"
Innkaupsverð
Hjólbarðar
Smásöluverð
Til umboðsaðila
Til ríkis
Til flutningsaðila
Innkaupsverð
100%
26%
40%
6%
28%
Ekki hægt að hringja
„kollekt“ alls staðar
- samningar í gildi við um 25 lönd
■ - Ég ætla að fá kollekt til Kúlúsúk, takk.
- Nei, því miður. Það er ekki hægt lengur. Grænlendingar
sögðu upp samningnum í fyrra.
■ Margur íslendingurinn
hefur þurft að bregða á það
ráð eftir að hafa lent í kröggum
erlendis að hringja „kollekt"
heim til ættjarðarinnar þ.e.
láta greiða símtalið heima.
Þetta hringingaform er þó alls
ekki jafn sjálfsagt og auðvelt
og margur heldur. Um þessi
símtöl gilda samningar milli
einstakra landa og samkvæmt
upplýsingum varðstjóra á tal-
sambandinu við útlönd hefur
ísland gert slíka samninga við
um 25 ríki.
Frá Norðurlöndunum öllum
er hægt að hringja „kollekt“ til gildi, eru þeir gagnkvæmir. Holland
íslands og sama gildir um flest þ.e. þá er hægt að hringja írland
önnur ríki í Vestur-Evrópu „kollekt“ í báðar áttir. ísrael
auk þess' sem ísland hefur Hér fer á eftir listi yfir þau Ítalía
samninga um þessi mál við ríki sem hægt er að hringja Júgóslavía
nokkur ríki utan Evrópu, þar „kollekt“ til - og frá: Kanada
á meðal Ástralíu, Bandaríkin Alaska Kýpur
og Kanada. Ástralía Lúxemburg
Meðal Vestur-Evrópuríkja Belgía Noregur
sem ekki eru til samningar við Danmörk Nýja Sjáland
eru Spánn, Vestur-Þýskaland, England Portúgal
Austurríki og Grænland sem Finnland Puerto Rico
öll hafa sagt upp samningun- Færeyjar Sviss
um. Frakkland Svíþjóð
í þeim tilvikum sem samn- Grikkland Tékkóslóvakía
ingar um þessi símtöl eru í Hawai USA