NT - 07.11.1984, Blaðsíða 4

NT - 07.11.1984, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 7. nóvember 1984 4 Menning ■ Listasafn íslands er aldar- gamalt í ár. Um bæinn ganga sögur af afmælispartíi sem hald- ið var í Ráðherrabústaðnum fyrir nokkru. Aðalræðuna flutti menntmálaráðherra að sjálf- sögðu. Pað sem er ekki jafn- sjálfsagt er að hún mun að mestu hafa fjallað um Hjemmet. Á tímamótum sem þessum hlýtur að vera fjallað um það sem skiptir mestu máli fyrir safnið. Skildi það nú eiga að einbeita sér að lágmenning- unni? Hvernig væri að Morgun- blaðið birti þessa merku ræðu svo lýðnum mætti vera Ijóst hvern hug stjórnvöld bera til Listasafns íslands. Þótt afmælisveislan fari eitthvað á milli mála þá er afmælissýningin falleg. Leifur Breiðfjörð sýnir um 30 glerverk og vinnuteikningar. Einar og sér eru teikningarnar ágætar en við hlið glerverkanna eru þær dauflegar. Þetta sérst sérlega vel á Norðurljósa-myndun- um.Teikningarnar gætu í besta falli verið frjálsleg útfærsla á línuriti yfir fjárveitingu til menningar- og menntamála nú seinustu árin, en glerverkin eru með virkilegri norðurljósa- sveiflu. Ég gæti vel hugsað mér að skoða þessi verk á miðnætti í myrkvuðu Listasafninu næst þegar norðurljósin sveifla sér um himinhvolfið. Glerverk upp- lýst af tungli, stjörnum og norðurljósum! Ljósið sem skín í gegnum glerið er afgerandi fyrir glerverkin. Gluggapóstur sem kemur þvert á verk og hindrar Ijósið getur lagt verkið í rúst. Og Esjan í baksýn getur gert önnur vek enn fallegri en þau væru án Esjunnar. Mynd- efnið í þessum verkum er aðal- lega úr náttúrunni eins og eftir- farandi nöfn á verkum bera með sér: Mánasilfur, Snæblóm, Eldgjá, Jarðeldar og Sjávar- brot. I heild er þessi sýningeins Mozart lagði M.M. Norðurljós 2 heitir þessi glermynd eftir Leif Breiðfjörð. Gegnsær óður til lífsins konar óður til lífsins og náttúr- unnar. Það er eitthvað svo spir- itúelt við glerið. Hversdagsleg vandamál verða hallærisleg og léttvæg á svona sýningu. í Norræna húsinu er sýning á verkum sem eiga það sameigin- legt með glermyndunum að þau byggjast á sterkum útlínum og innan þessara útlína eru tiltölu- lega einlita fletir. Það er Kjureg- ej Alexandra sem sýnirsaumað- ar myndir í floskennt efni, skinn og glansandi efni sem ég kann ekki að nefna. í hennar mynd- um er fólk og dýr og blóm. Þetta er hlýlegur myndheimur og ein- hver hippatilfinning í honum. Ég man líka ekki betur en Kjuregej hafi leikið í söng- leiknum Hárið í Glaumbæ hérna um árið. Elsta myndin á sýningunni er frá því 1981 og er greinilega byrjandaverk. En nú Saumuð mynd eftir Kjuregej Alexandra. þrem árum seinna er Kjuregej að gera verk sem eru skemmti- leg blanda af naívisma, hippalist og ákveðnum anga kvennalist- ar. Svala Sigurleifsdóttir. ■ Laugardagskvöldið 3. nóv- ember kepptu Marilyn Monroe og Amadeus Mozart um hylli Reykvíkinga, því Kammer- músíkklúbburinn stóð fyrir tónleikum á Kjarvalsstöðum þar sem þrjú verk Mozarts voru flutt fyrir troðfullu húsi. Á sama tíma var Marilyn Monroe í sjónvarpinu - andi og efni tók- ust á eina ferðina enn, með greinilegum sigri hins fyrr- nefnda. Fyrst léku Martial Nardeau (flauta), Rut Ingólfsdóttir (fiðla), Helga Þórarinsdóttir (lágfiðla) og Nora Kornblueh (selló) flautukvartett í D-dúr K. 285. Mér fannst þetta einn sá fínasti Mozart sem ég hefi lengi heyrt: Nardeau er afburða- flautuleikari, enda sagður tals- verður spámaður í föðurlandi sínu Frakklandi, þótt ástin hafi teygt hann hingað til dvalar. Rut er einn vor albesti kammer- spilari, og í heild var kvartettinn frábærlega vel lluttur, með full- komnu jafnvægi milli hljóðfær- anna, og tærum tóni og glitar- andi tækni flautuleikarans. Næst fluttu Kjartan Óskars- son (klarinetta), Helga Þórar- insdóttir og Hrefna Eggerts- dóttir (píanó) „Kegelstatt-tríó- ið“ í Es-dúr K. 498, geysilega gott kammerverk. Kjartan er menntaður í Vínarborg og sér- hæfður í Mozart - tónn hans er sagður ekta Vínartónn - en flutningur var of órólegur, og ójafnvægi milli hljóðfæranna; tríóið söng ekki almennilega. Hrefna Eggertsdóttir heyrðist mér vera góður kammerspilari sem mikils megi vænta af í Lærdómur Petru Alþýðuleikhúsið: BEISK TAR PETRU VON KANT. Höfundur: Raincr Werner Fassbinder. Þýðing: Böðvar Guðmundsson. Leikmynd og búningar: Guðrún Erla Geirs- dóttir. Leikstjórn: Sigrún Val- bergsdóttir. Sýnt á Kjarvals- stöðum. ■ Alþýðulcikhúsið virðist hafa tekið ástfóstri við hinn látna þýska kvikmyndagerð- armann og leikskáld Fassbind- er: í fyrra var það leikrit um kvennakúgun, Kaffitár og frelsi, núna Beisk tár Petru von Kant. Enn er leikhúsið á hrakhólum og verður að láta sér nægja fundarsal á Kjarvals- stöðum sem er einkar óhentug- ur til leiksýninga. Raunar var mesta furða hvernig tókst að koma sýningunni fyrir, en áhorfendur sitja tveim megin við sviðið. Má þakka útsjónar- semi Sigrúnar leikstjóra og Guðrúnar Erlu leikmynda- smiðs að þetta skyldi þó takast bærilega. Það telst til nokkurra tíðinda að konur eru í öllum hlutverk- um í leiknum, og tilfinninga- samspil kvenna er viðfangsefn- ið. Én - hvers vegna þessi tryggð við Fassbinder? Enginn efast um frægð og ágæti manns- ins á vettvangi kvikmyndanna, en ég fæ með engu móti séð að hann hafi verið svo snjallt og frumlegt leikskáld að ástæða sé til að leggja sérstaka rækt við hann. Það er að minnsta kosti ekki Ijóst af þeim tveim leikritum sem Alþýðuleikhús- ið hefur sett á svið. Hin beisku tár Petru von Kant fjallar um tískuhönnuð- inn Petru, með misheppnuö hjónabönd að baki, konu sem lagt hefur metnað sinn í starfið, en býr við tilfinninga- lega ófullnægju, vanrækir dótt- ur sína, fyrirlítur móður sína, hefur aðstoðarstúlku sem hún nýtir eins og rakka. Nú hittir konan stúlku af alþýðustétt, lata og menntunarlausa, en dáindis laglega. Skemmst af því að segja að Petra verður gripin slíkri ofurást á stúlk- unni, Karin, að hún vill fá hana til eignarhalds. Þegar það mistekst liggur Petru við sturl- un um skeið. Að endingu er þó svo að sjá sem hún hafi náð áttum, hefur þá látið af sinni taumlausu eigingirni og farin að hafa áhuga á sambandi við annað fólk sem byggist á öðru en eign og yfirdrottnun. Þetta leikrit er skýrt og vel samið, ekki vantar það, rökrétt og bláþráðalaust í byggingu. Og síst skortir dramatísk átök og spennu sem svo er nefnt. Samt lét sýningin mig merki- lega ósnortinn, og skrifa ég það engan veginn á reikning kvennaliðs Alþýðuleikhússins sem skilaði sínu verki af aug- ljósri alúð og áhuga. Það sem skortir til að gera verkið áhrifa- ríkt er blátt áfram innra líf, innri spenna. Þetta ersjálfvirkt leikverk, tilbúningur í eigin- legri merkingu orðsins. Petra von Kant getur ekki haft eðlilegt tilfinningasam- band við annað fólk vegna eigingirni sinnar. Hún lendir í kreppu og lærir betri siði; á- horfandinn sér allt fyrir frá upphafi: Spurningin er aðeins hvort höfundur leyfir sér þá bjartsýni að láta Petru bjargast á land. Og þannig fer. Haft hefur verið á orði að Petra sé Fassbinder sjálfur: ekki veit ég það, enda má slíkt einu gilda. En hún er listamað- ur, kröfuhörð og lætur sér ekki nægja að fylgja borgaralegu ■ Ástkonuna í rúminu leikur Erla B. Skúladóttir og Petra von Kant sem María Sigurðardóttir leikur NT mvnd Árni Bjarna hegðunarmynstri eins og vin- kona hennar Sidanie. Hún kveðst ekki skilja hvers vegna fólk þurfi stöðugt að finna upp á einhverju nýju þegar það sem fyrir er hefur reynst vel. Petra sættir sig ekki við slík- an smáborgaraskap, hún hafn- ar líka trúarlegri lausn móður sinnar, bindur sig í fullkominni örvæntingu við aðra mann- eskju sem auðvitað reynist þess ekki verð og sýnir henni miskunnarleysi, enda segir hér: „Manneskjan er slæm. Hún þolir allt. Manneskjan er hörð og þjösnaleg og enginn er ómissandi. Enginn. Þú verður að læra það.“ Þessi mannlífsmynd er sem fyrr sagði upp dregin af kunn- áttu og leikni. Aðeins gengur höfundur alltof langt í að troða henni upp í augu áhorfandans. Verkið er allt á ytra borði, opinberast í orðræðum persón- anna, löngum samtölum þar sem konurnar rekja ofan af tilfinningalífi sínu og sál- kreppu, - það seinna á aðeins við Petru, því hinar eru fram- hliðin tóm. Jafnvel Petra sem er þó möndull verksins og burðarás er furðu flöt persónu- gerð þrátt fyrir allt sitt magn- aða sálarstríð. María Sigurðardóttir er ung leikkona sem ég hef ekki séð í stóru hlutverki fyrr. Hún fór með hlutverk Petru von Kant af miklum þrótti, en hlutverkið er kröfuhart, jafnt um túlkun framtíðinni. Eins og kunnugt er skifaði Mozart klarinettuverk sín þrjú fyrir vin sinn Anton Stadler, en þetta tríó samdi hann sérstaklega með píanó- nemanda sinn Franciscu von Jacquin í huga, en sjálfur spilaði hann á lágfiðluna. Sú rödd er enda sögð vandasömust í tríó- inu. Helga Þórarinsdóttir er sí- vaxandi hljómlistarmaður, enda spilar hún mikið: varla er svo flutt hér kammerverk af ís- lenskum tónlistarmönnum að Helga sé þar ekki. Síðast var svo píanókvartett í Es-dúr K. 493, sem Hrefna, Rut, Helga og Nora Kornblueh fluttu snyrtilega, en náðu ekki hæð flautukvartettsins, enda varla hægt svo ágætur sem hann var. Tónleikar þessir voru ann- ars afar ánægjulegir, því gagn- stætt því sem sumir halda, að Mozart sé skemmtilegur að spila en leiðinlegur að hlusta á, þá er vel-fluttur Mozart (sem að vísu er því miður alltof sjaldgæft að heyra, mest vegna þess að marg- ir telja sig geta slumpast í gegnum hann með lítilli æfingu) - velfluttur Mozart er fegursta og skemmtilegasta tónlist sem til er. Og Kammermúsíkklúbb- urinn, sem aðeins telur hið besta nógu gott, heldur áfram að vera kjölfesta lifandi kammertónlist- ar í landinu. 5.11. Sigurður Steinþórsson. skapbrigða og hreinlega líkam- legt úthald. María leiddi í Ijós allt sem höfundur hefur lagt til hlutverksins á ákjósanlegan hátt, og verður gaman að fylgj- ast með þessari álitlegu leik- konu í framtíðinni. Aðrar leikkonur áttu léttara um vik í sínum yfirborðslegu hlutverkum og skiluðu þeim eins og til stóð. Ástkonan Kar- in Thimm, Erla B. Skúladóttir, og vinkonan Sidanie von Grasenabb, Edda V. Guð- mundsdóttir: Hvort tveggja ungar leikkonur sem koma vel fyrir án þess að af framgöngu þeirra verði mikið ráðið hvers þær eru megnugar. - Kristín Anna Þórarinsdóttir lék móð- ur Petru, lítið hlutverk sem hún fór smekkvíslega með, afbragðsgóð framsögn hennar naut sín vel. Dóttirin Gabriele var leikin af Vilborgu Hall- dórsdóttur, sannfærandi stelpukrakki, og sérkennilegt og vel mótað var gervi hinnar þögulu aðstoðarstúlku Mar- lene sem Guðbjörg Thor- oddsen fór með, og var raunar eitt eftirminnilegasta hlutverk í sýningunni, kannski vegna þess að þar hafði áhorfandinn möguleika á að geta í eyðurn- ar. Ég hef áður látið í Ijósi þá ósk að Alþýðuleikhúsið mætti starfa áfram þrátt fyrirörðugar aðstæður. Sú ósk skal ítrekuð hér um leið og ég vænti þess að leikhúsið leiti næst á önnur mið en nú hefur verið gert, til verkefna sem færðu leikendum betri tækifæri og áhorfendum minnisverðari skáldskapar- reynslu en hér var að hafa. Gunnar Stefánsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.