NT - 07.11.1984, Blaðsíða 26

NT - 07.11.1984, Blaðsíða 26
26 íþrótftir Miðvikudagur 7. nóvember 1984 HM í knattspyrnu: Rush verður með - gegn íslendingum - Robson velur gegn Tyrkjum ■ Jakob Sigurðsson mótið. ■ einn af piltunum sem fara á Norðurlanda- NT-mynd Ella NM-unglinga: Sterkt lið frá íslandi ■ Ian Rush, markaskorarinn mikli hjá Liverpool er aftur kominn í landslið Wales og leikur því gegn íslandi í lands- leik þjóðanna í Cardiff 14. þessa mánaðar. , Við þessar fréttir þyngist1 vissulega róðurinn fyrir okkurl menn en þess ber að geta að[ íslenska landsliðið hefur hafti góð tök á Walesbúum í síðustu leikjum þjóðanna og er skemmst að minnast sigursins í sumar á Laugardalsvellinum. íslenska landsliðið kemur saman í London á sunnudaginn 11. nóv. og hefur því 3 daga til undirbúnings fyrir leikinn. Landslið Wales er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Neville Sout- hakk, Everton og Alan Dibble, Luton. Aðrir leikmenn: Neil §latter, Bristol Rovers, Jeramy Charles, QPR, Kevin Ratcliff, Everton, Kenny Jackett, Watford, Kevin Philip, Man. City., Robby James, QPR, Brian Flynn, Burnley, Mickey Thomas, Chelsea, Ian Rush, Liverpool, Mark Hughes, Man. Utd, Alan Davis, Man. Utd., Neil Vaugh- an, Cardiff, Alan Curtis, Sout- hampton, Peter Nicholads, C. Palace. Bobby Robson, landsliðsein- valdur Englands hefur tilkynnt 23 manna landsliðshóp fyrir landsleikinn gegn Tyrkjum sem leikinn verður í Tyrklandi þann. 14. nóvember næstkomandi. Viv Anderson hjá Arsenal er kominn í hópinn á nýjan leik en félagi hans Graham Rix datt hinsvegar út. Stöðu hans tekur Steve Hunt, WBA. Mel Sterland, Sheffield Wed. er meiddur og einnig Mike Duxbury Man. Utd. þannig að Viv Anderson áþ góða möguleika á að komast í liðið. Landsliðshópur Englands er svipaður þessum leikmönnum:: Barnes, Peter Withe, Mark Chamberlain. ■ Mark Tjallanna. Hateley - skorarí ■ Ian Rush - verður með. Markverðir: Peter Shilton og Gary Bailey. Varnarmenn: Mike Duxbury, Viv Anderson, Kenny Samson, Alan Kennedy, Terry Butcher, Mark Wright, Terry Fenwick, Dave Watson. Miðjuleikmenn: Gary Stevens, Remi Moses, Steve Williams, Bryan Robson, Ray Wilkins, Steve Hunt. Sóknarleikmenn: Paul Mar- iner, Tony Woodcock, Trevor Francis, Mark Hateley, John ■ íslenska unglingalandslið- ið í handknattleik, skipað leik- mönnum 21 árs og yngri tekur þátt í Norðurlandamótinu sem haldið verður í Danmörku um næstu helgi. íslensku strákarnir sem hafa æft undir stjórn Bogdans eru bjartsýnir um góðan árangur á mótinu, eru m.a. nýbúnir að sigra Dani með 5 marka mun á sterku móti í V-Þýskalandi. íslenska liðið leikur við Svía á föstudaginn, Finna og Norð- menn á laugardaginn og síðan við Dani á sunnudag. ' Landsliðshópurinn er skip- aður eftirtöldum leikmönnum: Jakob Sigurðsson, Val II. Jakob Jónsson, K.R. Guðmundur Hrafnkelsson, UBK. Geir Sveinsson, Val. Júlíus Jónsson, Val. Valdimar Grímsson Val. HcrmundurSigmundsson, Stjörnunni Sigurjón Guðmundsson, Stjörnunni Karl Þráinsson, Víkingi Siggeir Magnússon, Vikingi Magnús Ingi Stefánsson, HK Sigurjón Sigurðsson, Haukum Snorri Leifsson, Haukum Birgir Sigurðsson, Þrótti Gylfi Birgisson, Þór Ve. Leiðrétting ■ Vegna misskilnings var ranglega farið með nafn á einum leikmanni í liði ÍR í körfuknattleik í blaðinu á mánudag. Þar1 var Björn Steffensen kall- aður Kristján. Er Björn beðin velvirðingar á þess- um mistökum. Hann átti skínandi leik með ÍR og vonandi að nafnarugl- ingurinn hafi ekki dregið hann neitt niður. Kambaboðhlaup ■ Kambaboðhlaupið 1984 fór sveinaflokki en hann náði best- fram á sunnudagsmorgninumí ,'um tíma allra í hlaupinu, hljóp 4. nóvember í nokkuð kaldrifQá 31.51 mín. Greinilega mikið iraróhressir ■ Stjóri írska landsliðs- ins í knattspyrnu, Edin Hand er ákveðinn í því að gera breytingar á liði sínu „ fyrir landsleikinn gegn Dönum í heims- meistarakeppninni sem fram á að fara þann 14. j nóvember í Kaupmanna-j höfn. Hand sagði þegar hann tilkynnti hópinn að hann myndi örugglega gera, einhverjar breytingar. „Ég tel að við séum nógu góðir til að komast í úrslitin en tapið gegn; Norðmönnum setti mikið farg á okkur“ sagði Hand. Ein breyting hefur þó orðið vegna meiðsla, bakvörðurinn frá Norw- ich John Devine sleit lið- bönd í ökkla og er því sjálfkrafa úr leik. Hópurinn sem var valinn fyrir leikinn gegn Dönum: Márk- verðir: McDonagh, Bonner. Aðrir leikmenn: Beglin, Hughton, Lawrenson, O’Leary, Moran, McCarty, Whelan, Grealish, Brady, Daly, Sheedy, Robinson, Stap- leton, Walsh, Galvin, O’Cal- laghan. austanatt. Að þessu sinni luku 9 sveitir hlaupinu og þar af voru tvær einvörðugu skipaðar læknum. A-sveit Í.R. kom fyrst í mark á tímanum 2:10,46 klst en þá sveit skipa þeir Mikko Háme, Hafsteinn Óskarsson,. Steinn Jóhannsson og Sighvat- ’ ur Dýri Guðmundsson. Athygli vakti góður árangur Steins Jóhannssonar sem er í Iþróttaþing ÍSÍ: 90 þúsund iðkendur hlaupaefni þar á ferð. B-sveit I.R. kom næst á tímanum 2:25,27 klst. í henni hlupu þeir Guðmundur Ólafs- son, Ásgeir Halldórsson, Kristján Asgéirsson og Bessi Jóhannsson. ; í þriðja sætfkom svo A-sveit FH með Sigutó P. Sigmunds- son innanbo|ðs á tímanum 2:28,31 klst., fjórða varð sveit Ármanns á 2:28,53 klst., fimmta varð |veit skipuð FH- .sveinum eingöngu á 2:34,15, sjötta B-sveit|lækna á 2:38,57 sjöunda A-^veit lækna á 2:43,59, áttunjja varð Bræðra- sveitin, skipuð 4 bræðrum á 2:45,47 klst. óg í níunda sæti lenti eina kvennasveitin sem tók þátt í hlaupinu á 3:07,36 klst. ■ 57. fþróttaþing ÍSÍ var haldið 29. og 30.september en ekki hefur reynst unnt að gera því skil vegna verkfalla og plássleysis. Um 140 fulltrúar sóttu þingið víðsvegar að af landinu. Þá var á þinginu fjöldi gesta. Sveinn Björnsson, forseti ÍSf, setti þingið og fjallaði í stórum dráttum um starf íþrótta- hreyfingarinnar. í tölu hans kom m.a. fram að fjöldi iðk- enda íþrótta á íslandi væri um 83 þúsund manns auk þess sem að um 6500 manns sætu í nefndum og ráðum á vegum íþróttahreyfingarinnar. Hann sagði að á síðustu 10 árum hefði þátttakendafjöldinn auk- ist um 30 þúsund manns. Sveinn kom líka inn á fjármálahlið íþróttahreyfingarinnar og sagði að rekstur hennar á síðasta ári hefði numið um 146 milljónum króna.. Þá lýsti Sveinn sig ánægðan með frammistöðu íþróttámanna íslands á Ó1 í Los Angeles og hvað árangur góðan. Sveinn minntist að lok- um á starf íslenskra getrauna og hvatti til að teknar væru upp. talnagetraunir (lotto). Á íþróttaþingi var Bjarna Friðrikssyni júdómanni og verðlaunahafa á ÓL í sumar afhent afreksmerki ÍSI. Þá var íþróttabandalagi Vestmanna- eyja færður „Guðlaugsbikar- inn“ sem ÍSÍ gaf til að minnast afreks Guðlaugs Þ. Friðþórs- sonar sem vann það mikla afrek að bjarga sér á sundi eftir sjóslys þann 11. mars sl. Mörg mál lágu fyrir íþrótta- þingi og samþykktar margar tillögur og verður nú minnst á nokkrar þeirra: Samþykkt var að fela fram- kvæmdastjórn ÍSÍ að hrinda sem fyrst í fremkvæmd talna- getraunum (lotto), í samstarfi við íslenskar getraunir eða á annan hátt. Skorað var á öll aðildarfélög að leggja aukna áherslu á sölu getraunaseðla til að auka tekjur sínar. ■ Hugo Gatti hinn btríki mark- vörður Boca. Skorað var á fjárveitinga- valdið að hækka verulega styrk til ÍSÍ og einnig var skorað á Norðurlandaráð að stórauka styrk Norræna menningamála- sjóðsins til íþróttalegra sam- skipta Norðurlandaþjóðanna. Ákveðið hefur verið að koma á stofn íþróttaminjasafni og var því beint til aðildarfélaga að þau styrkti safnið með því að senda gripi.sem falla myndu að safninu, til ÍSÍ. Þá var skorað á íslenska fjölmiðla að greina í ríkara mæli frá og kynna íþróttastarf barna og unglinga. Fagnað var byggingu íþrótta- húss að Laugarvatni og hvatt til • að íþróttakennaraskóla fslands yrði gert kleift að vaxa og þróast á eðlilegan hátt. Skorað var á Reykjavíkur- borg að hrinda í framkvæmd samþykkt samstarfsnefndar um „Líf í borg“ sem gerð var árið 1980 um að leggja trimmbrautir fyrir skíða- og göngufólk í Laugardal. Talið er fyllsta þörf á því að herða eftirlit með lyfjamisnotk- un innan íþróttahreyfingarinn- ar. Þá var lögð fram fjárhags- áætlun Iþróttasambandsins. Niðurstöðutölur fyrir árið 1985 eru 19.732.000. I framkvæmdastjórn ÍSÍ til næstu tveggja ára voru einróma kjörnir: Sveinn Björnsson forseti, Hannes Þ. Sigurðsson, Alfreð Þorsteinsson, Þórður Þorkels- son og Jón Á. Héðinsson. í varastjórn voru kosin: Astbjörg Gunnarsdóttir, Elías Hergeirsson, Gylfi Ingv- arsson, Hafsteinn Guðmunds- son og Ögmundur Guðmunds- son. Ensk úrslit ■ Tveir leikir fóru fram í 4. deild í Englandi í gær. Úrslit uröu þessi: Hartlepool-Exeter 1-1 Port Vale-Southend 4-1 Allt í rúst ■ Eitthvert frægasta knatt- spyrnulið í Argentínu, Boca Juniors.er nú á barmi þess að fara í hundana. Skuldir liðsins eru nú svo miklar að það á á hættu á að miása leikvöll sinn í hendurnar á lánadrottnum og hefur ekki getað borgað leik- mönnum laun í mánuð að minnsta kosti. Auk þess skuld-. ar félagið leikmönnum bónusa og aðrar aukagreiðslur. Leik- menn hafa nú: neitað að spila fyrr en þeim hefur verið borgað. Tloca, sem var stofnað af ítölskum innflytjendum árið 11905, hefur lengi verið einn vinsælasti knáttspyrnuklúbbur T' Argentínu pg hefur unnið næst flesta meistaratitla, eða 15 stykki. Liðinu hefur þó hrakað hrikalega eftir að það seldi Di- ego Armandq Maradona til Barcelona árið 1982. Boca var með Maradona í láni frá Arg- entinos Juniors , svo mestur hluti þeirra stóru upphæðar sem Boca fékk fyrir Maradona fór til Argentinos Juniors. Nú er svo komið fyrir félag- inu að það hefur þurft að leita á náðir argentínska knatt- spyrnusambandsins til að biðja um hjálp. Ef ekkert verður að gert er nánast víst að lána-1 drottnar Boca munu gera félag- ið gjaldþrota. Leikmenn segja að þeim verði aldrei borguð laun sem geti haldið í við verðbólguna í Argentínu en hún er nú um 700 prósent (og svo kvartar landinn). Þeir hafa gert kröfur- um að fá laun er miðist við verðbólguna en það vill stjórn' félagsins ekki heyra minnst á. Það getur því farið svo að Boca fari á hausinn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.