NT - 07.11.1984, Blaðsíða 7
Vettvangur
Miftvikudayur 7. nóv«mber 1984 7
kostnaður og að verulegur sam-
dráttur hefur orðið í afla á
ýmsum verðmestu fisktegund-
um og flestar rekstrarvörur og
sú þjónusta sem sjávarútvegur-
inn þarf á að halda hefur
fengið að hækka langt umfram
það sem eðlilegt getur talist og
síðast en ekki síst hafa margar
af útflutningsafurðum lækkað
í verði á heimsmarkaðnum,
auk þess er um sölutregðu að
ræða. í sjávarútveginum liggja
margir ónýttir vaxtarmögu-
leikar eins og ónýttir fiskistofn-
ar og hægt er að auka til muna
verðmæti þess afla sem um
borð í fiskiskipin kemur. ís-
lendingar eru meðal fremstu
þjóða heims á sviði sjvarút-
vegs, þjóðin býr yfir mikilli
þekkingu og reynslu á þessu
sviði. Mjög mikilvægt er því að
gera þetta hugvit þjóðarinnar
að útflutningsvöru. Þó að
ástandið í sjávarútvegi sé víða
bágborið, er það hvergi verra
en í okkar kjördæmi. Vegna
seiða og smáfiskadráps er nú
svo komið að stærsti hluti lítils
þorskstofns er fjögurra ára
fiskur. Sá fiskur heldur sig á
uppeldissvæðunum, og gengur
ekki á suður og suðvesturmið,
þess vegna hlýtur að koma að
því innan tíðar að á þeim
miðum veiðist eingöngu ufsi
og karfi. Það hlyti að hafa
alvarlegar afleiðingar fyrir
kjördæmið.
Sú stétt sem hvað dýpstan
skilning hefur sýnt á þeim
efnahagserfiðleikum sem
þjóðin á við að etja er sjó-
mannastéttin, það er líka sú
stétt sem sýnt hefur nú í verki
að hún er tilbúin til að færa
fórnir í baráttunni við verð-
bólguna. Það er því sanngirn-
ismál að sjómenn fái samsvar-
andi hækkun á sínum launum
um áramót þegar fiskverð
verður ákveðið eins og aðrar
stéttir hafa nú samið um.
Einnig þarf kauptrygging að
hækka all verulega umfram
almennar launahækkanir.
Kjördæmisþingið vill benda
á eftirfarandi atriði til að vinna
sjávarútveginn út úr þeim erf-
iðleikum sem hann býr nú við:
- Stöðugt verðlag, en ein meg-
in forsenda þess er stöðugt
gengi.
- Aukin verðmætasköpun,
með bættri fiskmeðferð og nýt-
ingu á fiskúrgangi sem hingað
til hefur verið hent.
- Leitað verði leiða til að spara
bæði í útgerð og fiskvinnslu.
Svokallað kvótakerfi er mikil-
vægt skref í þessa átt.
- Rannsaka þarf nýtingar-
möguleika þeirra fisktegunda
hér við land, sem ekki hafa
verið nýttar hingað til.
- Stórauka þarf rannsóknir á
nytjastofnum og afla sem
gleggstra upplýsinga um á-
stand þeirra og lífríki sjávar-
ins, þannig að auðveldara
verði að segja fyrir um af-
rakstursgetu þeirra.
- í framtíðinni er nauðsynlegt
að sníða stærð fiskiskipastóls-
ins skilyrðislaust við að jafn-
vægi ríki milli afkastagetu
flotans og afrakstursgetu fiski-
stofnanna.
- Meta þarf afraksturgetu fiski-
stofnanna u.þ.b. fimm ár fram
í tímann og á grundvelli þess
mats verði síðan fiskveiði-
stefna hvers árs mótuð.
- Miða þarf afkastagetu fiski-
skipastólsins við þessa fimm
ára áætlun og þó að eitt árið
verði afrakstursgeta stofnanna
meiri en afkastageta flotans
þá skuli ekki hækka aflamörk-
in heldur leyfa einhverju að
lifa áfram og stækka.
- Ekki skal gengið útfrá því
sem vísu að hefðbundnar
vinnsluaðferðir séu þær einu
sem henta okkar hagsmunum.
Við fjárfestingu í fiskvinnslu
skal þess gætt að hún þjóni
sem best framtíðarhagsmun-
um þjóðarinnar. Stefnt skal að
frekari fullvinnslu alls sjávar-
fangs. Þá er lífefnaiðnaður
mjög athygli- og áhugaverður
í því sambandi.
- Kanna ber hvort ekki sé
markaður fyrir okkar sjávaraf-
urðir elendis, verkaðar á ann-
an hátt en gert hefur verið
hingað til t.d. ferskfisk. En til
þess að örva útflutning á ísl.
sjávarafurðum þá þarf að heim-
ila öðrum seljendum en hefð-
bundnum og lögbundnum
sölusamtökum sölu á ísl. sjá-
varafurðum erlendis.
- Leggja skal áherslu á það á
næstunni að hefja útflutning á
tækniþekkingu og reynslu sem
til er í atvinnulífinu og þá
sérstaklega á sviði sjávarút-
vegs.
Kjördæmisþingið lýsir yfir
stuðningi sínum við þær hug-
myndir sem liggja að baki
kvótakerfinu sem tekið var
upp á þess ári.
Kjördæmisþingið varar
mjög við þeim sölum sem átt
hafa sér stað á kvótum milli
landshluta og telur það í and-
stöðu við réttlætiskennd
manna að einstakir útgerðar-
menn geti notfært sér almanna-
eign sem féþúfu.
■ Úr sýningu Nemendaleikhússins á „Grænfjöðrungi“: Hópurinn er
merkilega jafnvígur.
Ævintýraleikur í Lindarbæ
Nemendaleikhúsið: GRÆN-
FJÖÐRUNGUR. Ævintýra-
legur skopleikur eftir Carlo
Gozzi í leikgerð Benno
Besson. Þýðandi: Karl Guð-
mundsson. Leikstjóri: Haukur
J. Gunnarsson. Leikmynd:
Guðrún Sigríður Haraldsdótt-
ir. Sýnt í Lindarbæ.
■ Að loknu verkfalli færist
leiklistarlífið í algleyming í
skjótri svipan, - hver frumsýn-
ing rekur aðra svo að leikdóm-
ari hefur vart undan. Á
fimmtudagskvöld sýndi Nem-
endaleikhúsið ævintýraleik
ítalsks átjándu aldar skálds í
nútímaleikgerð svissnesks
leikhússmanns. Að sýningunni
standa 4. bekkjar nemar Leik-
listarskóla fslands og hefst með
henni áttunda starfsár skólans.
Ýmsar sýningar Nemendaleik-
hússins á liðnum árum hafa
verið rómaðar, en ég hef
hvergi nærri allar séð.
Skemmst er frá því að segja að
sýningin á Grænfjöðrungi
bendir síst til þess að lægð sé í
starfsemi skólans. Þar virðistj
vel unnið og góðs að vænta um
áhrif skólans á íslenskt leikhús-
líf.
Leikritið byggir að nokkru
á hinni gömlu gamanleikjahefð
Commedia dell’Arte og sam-
kvæmt henni bera leikendur
grímur. En leikstjórinn, Hauk-
ur J. Gunnarsson, hefur farið
sína leið í uppsetningunni og
gerir grein fyrir henni í leik-
skrá sem raunar er óvenju
vönduð. Hann segir: „Sá heim-
ur sem leikritið gerist í á meira
skylt við „Þúsund og eina nótt“
og þjóðsögurnar, þetta er
heimur ævintýranna þar sem
allt getur gerst, ekkert er
ómögulegt. Ég hef því ekki
séð ástæðu til þess að reyna að
endurskapa Commedia
dell’Arte leikhefðina, heldur
hef ég leitast við að finna
sýningunni sjálfstæðan stíl sem
undirstrikar í senn hið mann-
lega og hið ofurmannlega í
innihaldi leikritsins."
Haukur er smekkvís leik-
stjóri og kunnáttusamur eins
og hefur mátt sjá af þeim
sýningum sem hann hefur áður
sett á svið. Sjónrænt var sýn-
ingin einkar falleg, margar
sviðsmyndir og uppstillingar
hreint augnayndi og bera
handaverkum Guðrúnar Sig-
ríðar leikmyndasmiðs fagurt
vitni. Túlkun leikstjórans á
innviðum verksins er kannski „
fremur umdeilanleg, og skal
þó játað að torvelt getur verið
að átta sig á hvaða pól á að
taka í hæðina gagnvart verki
sem svo er til komið. Hvað um
það: ég hygg að áhorfendur
hafi skemmt sér vel en sýningin
hefði vel mátt vera styttri.
Það kemur fyrir lítið að
rekja efni leiksins hér. Ég
myndi fullt eins vísa til Grimms
ævintýra og Þúsund og einnar
nætur. { sjónarmiðju eru systk»
in tvö tiginborin sem vondir
menn bera út og alþýðufólk
bjargar og elur upp; drottning
sem múruð er inni undir vaski
og grænn fugl heldur lífinu í;
galdrabrögð og myndastyttur
sem öðlast líf, - illvirkjar
hljóta að sjálfsögðu makleg
málagjöld og ástin fær farsæla
framrás að lokum.
Svo er að sjá sem Benno
Besson hafi „realíserað“ hið
gamla ævintýraverk Gozzi,
tekið manngerðir ævintýranna
og fært þær niður á jörðina,
skerpt og ýkt ýmsar ástríður
og hneigðir, en sjálfselska og
eigingirni er það sem harðast
rekur gangverk atburðanna,
klækir og bragðvísi, illgirni og
græðgi. Þetta er heldur kald-
ranaleg mannlífsmynd og fjarri
því að hetjuljóma stafi af
neinni persónu að hætti ævin-
týranna. Þessi sambreysking-
ur, fegruð ævintýramynd og
hrjúft raunsæi, er það sem
gerir verkið sérkennilegt og í
spennunni milli þessa kviknar
það til lífsins.
Ég get varla farið að gefa
hinum ungu leikendum ein-
kunnir; hópurinn er merkilega
jafnvígur þótt sumum hætti til
að ofgera eins og verða vill, og
má vera að leikstjóri hefði átt
að tempra leikmátann. Nöfn-
in skulu hér nefnd: Alda Arn-
ardóttir, Barði Guðmundsson,
Einar Jón Briem, Jakob Þór
Einarsson, Kolbrún Erna Pét-
ursdóttir, Rósa Þórsdóttir, Þór
Tulinius og Þröstur Leó Gunn-
arsson. Einna bestan skopleik
þótti mér Barði sýna í hlut-
verki hins auma kóngs Tar-
talja.
Tveir atvinnuleikarar taka
þátt í sýningunni, Jón Hjartar-
son og Ragnheiður Steindórs-
dóttir, og má segja það til
hróss leiknemunum að þau
skáru sig ekki úr en skilúðu þó
sínu eins og vænta mátti. Karl
Guðmundsson hefur þýtt leik-
inn á lipurt mál sem á stöku
stað er þó fullnútímalegt, en
vel má vera að slíkt sé að rekja
til leikgerðar Besson. - Áhorf-
endur tóku leiknum vel á
frumsýningu og má spá honum
góðu gengi. Og sjálfsagt að
halda á honum sýningar fyrir
börn.
Gunnar Stefánsson
h
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð
Sigurðsson
Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson
Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm).
Fréttastjóri: Kristinn Haltarímsson
Innblaðsstjóri: Oddur Ólafsson
Tæknistjóri: Gunnar Trausti
Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300
Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um
helgar.
Áskrift 275 kr.
Setning og umbrot: Tœknideild NT. Prentun:
Bladaprent h.f.
Kjarabarátta
samanburðarins
■ í kjarabaráttu bítast launþegar annars vegar
og eigendur fjármagnsins hins vegar um hvernig
þjóðartekjurnar eigi að skiptast milli þeirra. Þegar
kakan stækkar er deilt um hve stóran hluta af
stækkuninni hvor aðili eigi að fá og þegar hún
minnkar hve stóran hlut hvor á að taka á sig.
Slík barátta um skiptingu kökunnar er ekkert
nema eðlileg. Hið hættulega er hins vegar, ef
baráttan leiðir til þess að kakan stækki minna en ella
eða minnki hraðar en ella á samdráttartímum. Slík
staða getur t.d. komið upp þegar stuðst er við ranga
viðmiðun og þegar ekki er tekið tillit til einstakra
atvinnugreina innan hagkerfisins. Þar sem velgengi
hinna ýmsu atvinnugreina hagkerfisins er mjög
mismunandi, gæti slík kjarabarátta leitt til gjald-
þrota, atvinnumissis og að lokum til lækkunar
þjóðartekna, sem síðan kemur niður á okkur öllum.
Kjarabaráttan undanfarnar vikur hefur leitt í Ijós,
að á núgildandi kerfi eru mjög margir annmarkar. Er
þá sama hvort litið er á málið frá sjónarhóli
atvinnurekenda, launþega eða allrar þjóðarinnar.
Lítum nánar á nokkur atriði í þessu sambandi.
Kjarabaráttan á íslandi er fyrst og fremst saman-
burðarbarátta, þar sem hópur launþega ber saman
kjör sín við annan hóp. Kröfur eru síðan byggðar á
þessum samanburði og þegar líður á baráttuna,
miðast kröfurnar við þá samninga, sem aðrir
launþegar hafa gert og skiptir þá engu hvort þeir séu
í óskyldri atvinnugrein, sem býr við allt önnur kjör.
Gott dæmi um þetta er samningur bókagerðamanna
og BSRB samningurinn í kjölfar hans.
Það sem hér hefur verið sagt felur í raun í sér, að
kjarabarátta launþega tekur ekki mið af afkomu
þeirra greinar, sem þeir starfa í. Viðmiðunin er fyrst
og fremst kjör annarra launþega án tillits til afkomu
greinarinnar. Dæmi um þetta eru kröfur sjómanna.
Þær eru mótaðar eftir því sem hefur gerst í landi og
taka ekki mið af þeim samdrætti og þeim erfiðleikum,
sem nú blasa við útgerðinni.
Eitt mikilvægasta atriði kjarabaráttu eru verkföll
og beiting þeirra. í skák gildir sú hugsun, að hótun
er sterkari en hin raunverulega framkvæmd hennar.
Sama hugsun gildir um verkföll, en því miður virðast
allir ekki hafa áttað sig á þessu, eins og verkfall
bókagerðarmanna sýnir ef til vill best.
Víða erlendis hafa menn fengið raunverulegar
kjarabætur ár eftir ár án þess að til mikilla verkfalla
komi, eins og t.d. í Vestur-Þýskalandi, Sviss og
Austurríki.
Með þessar vangavehur í huga, verðum við að telja
brýnt að veigamiklar umbætur verði gerðar á
núgildandi aðferðum kjarabaráttunnar. Kröfur þarf
nauðsynlega að miða við afkomu þeirra greina, sem
viðkomandi launþegar starfa í. Ymsar hugmyndir
hafa komið upp í þessu sambandi eins og t.d. sú, að
starfsmenn einstakra fyrirtækja myndi með sér
sjálfstæð verkalýðsfélög. Við slíkri útfærslu ber að
vara, því hún veikir um of samningsstöðu launþega.
Hins vegar er grunnhugmyndin góð, þ.e. að afkoma
einstakra greina hagkerfisins verði notuð sem við-
miðun í kjarasamningum.