NT - 07.11.1984, Blaðsíða 28
Maturinn keypt-
ur í Hafnarfirði
en fötin í Reykjavík
Verslunarkönnun í Garðabæ:
■ Elsta hús Reykjavíkur var byggt á sínum tíma af Skúla fógeta.
Þar var lengi verslun Silla og Valda og seinna var þar rekinn
lciktækjasalur. Nú er verið að innrétta þar veitingastað.
NT-mynd: Kóbcrt
Elsta hús borgarinnar fær nýtt hlutverk
■ Elsta hús borgarinnar, Aðalstræti 10, er þessa dagana
að taka hamskiptum og breytast úr leiktækjasal yfir í
veitingahús. Ef að líkum lætur verður dyrunum lokið upp
fyrir svöngum og þyrstum höfuðborgarbúum þann 14.
desember nk.
Unnið er langt fram á kvöld
og um helgar til að staðurinn
verði tilbúinn í tæka tíð og eru
Jón Erlendsson vélstjóri og Er-
lendur Halldórsson flugmaður,
helstu hvatamenn að uppsetn-
ingu veitingahússins og munu
þeir standa fyrir hinum daglega
rekstri. Stofnað hefur verið
sérstakt hlutafélag sem stendur
að rekstrinum og hefur það'
húsnæðið á leigu en ekki fékkst
uppgefið í samtali við Erlend í
gær, til hversu langs tíma það.
væri. Sagði hann að innréttingár
hefðu verið unnar í samráði við
Húsfriðunarnefnd og hefðu þeir
áhuga á að koma húsinu sem
mest í sitt upprunalega horf.
Þær breytingar sem hefðu verið
gerðar á gluggum hefðu verið
gerðar í samráði við byggingar-
nefnd og hefði Húsfriðunar-
nefnd ekki hreyft andmælum,
' en lagst gegn því að sett yrði í
þá litað gler og hefði verið farið
að þeim óskum.
Ætlunin er að leggja áherslu
á matsölu og er stefnt að því að
vera með frekar fáa rétti en
góða og allt yfirbragð staðarins
á að vera sem óformlegast og
þægilegast. Ö1 verður á boðstól-
um, auk léttvíns og sterkra
drykkja og mun staðurinn geta
tekið á móti 140-150 manns
þegar hann verður kominn í
gagnið. Möguleikar eru fyrir
hendi til stækkunar á efri hæð-
inni ef svo horfir við og sagðist
Erlendur vonast til að þeim
tækist að reka þennan nýja stað
þannig að borin verði nokkur
virðing fyrir þessu elsta húsi
borgarinnar.
■ Garðbæingar kaupa nær
helminginn af daglegum
neysluvörum sínum - mat og
hreinlætisvörum - í stórversl-
ununum þrem í Norðurbæ
Hafnarfjarðar, nær fjórðung-
inn í verslunum í Reykjavfk og
aðeins rúman fjórðung í versl-
unum í eigin heimabæ, að því
er fram kemur í verslunar-
könnun sem gerð hefur verið í
Garðabæ, er náði til um 10.
hvers heimilis í bænum.
Ekki stafar þessi verslunar-
máti vegna þess að fólk versli
nálægt sínum vinnustað, þar
sem aðeins innan við 7% þeirra
sem sjá um matarinnkaup
heimila í Garðabæ hafa vinnu-
stað í Hafnarfirði. Raunar kom
í ljós í könnuninni að Garðbæ-
ingar fara lang oftast í verslun-
arferðir sínar heiman frá sér,
en í miklum minnihluta í leið
frá vinnustað.
Fatnað, skó, húsgögn,
heimilistæki og aðra slíka hluti
kaupa Garðbæingar hins vegar
að lang mestum hluta í Reykja-
vík, eða 77% hlutfall. Engar
slíkar verslanir eru í Garðabæ
nú. Að öðru leyti kaupa þeir
þessa hluti aðallega í Hafnar-
firði. Þó vekur athygli að um
2,2% af Garðbæingum telja sig
kaupa fatnað sinn erlendis.
Um 45% óska Garðbæinga
um aukna verslunarmöguleika
innan bæjar voru á sviði dag-
vöruverslunar, en um 55% lutu
að ýmiss konar annarri verslun
og þjónustu. Mest bar þar á
óskum um fatnaðar-, vefnaðar-
vöru- og hannyrðaverslun.
Reykjavík:
Synti yfir Dýrafjörd fyrir 45 árum:
Minnist ánægjulegs tíma
- segir Ólafur Gunnarsson 65 ára sundgarpur
sem lagði sömu vegalengd að baki í gær
1 „Þetta gengur vel, en ég mér eftir tveir á báti og ég man Kópavoginum og
„Þetta gengur vel, en ég
finn ég er farinn að verða
stífur", sagði Ólafur Gunnars-
son, aldraður sundkappi, í
stuttu spjalli við NT, er hann
blés mæðinni eftir 10(X) metra
vegalengd, en í gær vann hann
það afrek að synda 2000 metra
í nýju sundlauginni á Seltjam-
. arnesi. „Ég synti þessa vega-
lengd yfir Dýrafjörð sumarið
1939, fyrir 45 árum síðan og
synti þá til að spreyta mig“,
sagði Ölafur er hann var inntur
eftir því hvers vegna hann væri í
að leggja á sig þetta sund, „en
núna er ég að minnast ánægju-
legs tíma og geri þetta ein-
göngu fyrir sjálfan mig“, bætti
hann við en ekki var mikil
þreytumerki að sjá á honum
eftir að hafa verið að í hálfa
klukkustund.
Ólafur, sem fyllir 65 ár í
' dag, þreytti sundið undir hand-
leiðslu gamla sundkennara
síns, Viggós Natanelssonar,
sem kenndi honum fyrstu
sundtökin í sjó vestur í Dýra-
firði fyrir meira en hálfri öld
síðan. Síðar kenndi Viggó
honum á Núpi, þar sem Ólafi
fór fyrst verulega fram í sundi
að sögn Viggós, og það var
eftir Núpsdvölina sem Ólafur
lagði í Dýrafjarðarsundið.
Sjórinn var 8 gráður!
„Ég byrjaði að þjálfa þol-
sund á Núpi og Viggó tók vel í
þessa hugmynd mína“, sagði
Ólafur er hann var spurður
nánar um sundraun sína fyrir
45 árum síðan. „Þeir fylgdu
mér eftir tveir á báti og ég man
að kuldinn fór illa með mig, en
þá var sjávarhitinn ekki meira
en 8°! Ég synti yfir á 61 mínútu
og var allur dofinn og kaldur
er ég kom uppúr, en þó gat ég
hlaupið upp fjöruna og heim
til mín eftir volkið“.
„Ég synti nú bara áskýlunni,
eins og núna“, svaraði Ólafur,
þegar hann var spurður hvern-
ig hann hefði búið sig fyrir
sundið, „það þekktust ekki þá
þessi nýmóðins gallar en ég
smurði mig allan með svína-
feiti sem Viggó hafði fengið að
sunnan og held að það hafi
haft mikið að segja.“
Þetta gerði hann afi!
„Það væri ekki svo fráleitt að
endurtaka þetta eftir ein 5 ár ef
heilsan verður ekki farin að
gefa sig“, svarar hann að bragði
spurningu þess efnis hvort hann
gæti hugsað sér að endurtaka
þetta. „Það gæti skapað for-
dæmi fyrir aðra, ég á t.d. fjögur
barnabörn hérna á Nesinu og
það væri gaman ef þetta yrði
þeim hvatning til að gera það
sama einhverntímann seinna,
segjandi sísona. Ja, þetta gerði
hann afi, því ættum við ekki að
geta gert það líka?
Ólafur hefur verið mikið til
sjós, m.a. bryti á hafrannsókn-
arskipunum áður en hann kom
í land og nú starfar hann sem
gangbrautarvörður í Kópavogi.
Var hann í lokin spurður að því
hvers vegna hann synti í laug-
inni á Seltjarnarnesi en ekki í
Kópavoginum og svaraði hann
því til að þetta væri besta sund-
laugin á landinu sem hann hefði
komið í og vildi hann miklu
heldur synda hérna, seltan í
vatninu gerði það verkum að
það væri miklu léttara að synda.
Og þar með kvöddum við þenn-
an heiðursmann og sendir NT
honum árnaðaróskir í tilefni
dagsins!
Ólafur: „Ég synti nú bara á
skýlunni, eins og núna“. Hér
bregður Ólafur fyrir sig bak-
sundinu, sem er gott til að
hvílast, en að hans sögn er
miklu léttara að synda í nýju
lauginni á Seltjarnarnesi en
öðrum laugum vegna seltu-
magnsins í vatninu.
NT-myndir: Róbert
........... ■■■...............—'
■ ■ IEXIEX wH*wTm A
HRINGDU ÞÁ f SflVIA 68-65-62
Vid tökum vid ábendingum um fréttir allan sólarhringinn.
Greiddar verda 1000 krönur fyrir hverjja ábendingu sem leiðir
til fréttar í bladinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðír
til bitastædustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
Enn einn
pöbbinn!