NT - 07.11.1984, Blaðsíða 23

NT - 07.11.1984, Blaðsíða 23
 Bandaríkjamenn: Losa sig við álver ■ Eitt stærsta álfyrirtæki Bandaríkjanna, Martin Mar- iettasamsteypan, tilkynnti í síð- asta mánuði að það ætlaði að selja ijögur stærstu álver sín Comalcu Ltd., stærsta álfram- leiðanda Ástralíu. í fréttinni seg- ir einnig að Martin Marietta muni tapa talsvert á viðskiptun- um. í staðinn ætlar Martin Mar- ietta að einbeita sér að ábata- samari framleiðslu á sviði flug- og geimtækni og vígbúnaðar. Martin Marietta er annað stóra bandaríska álfyrirtækið sem losar sig við stóran hluta álvera sinna á skömmum tíma. I byrjun október leyfðu banda- rísk yfirvöld álfyrirtækinu Atl- antic Richfield að selja mestan hluta álframleiðsLutækja sinna í liendur kanadíska fyrirtækinu Alcan. Bandarískur áliðnaður á nú í miklum erfiðleikum vegna verð- falls og lítillar eftirspurnar. Af sömu ástæðu hafa stór álfyrir- tæki í Noregi nýlega ákveðið að minnka framleiðsluna verulega. Miðvikudagur 7. nóvember 1984 23 Kólumbía: 50.000 manns missa heimili sín í flóðum ■ Meira en 30.000 sikkar neyddust til að leita skjóls í flóttamannabúðum í Nýju-Delhi þar sem hindúar kenndu þeim um morðið á Indiru Gandhi. Hér sjást flóttamennirnir teygja sig eftir mat sem verið er að koma með í búðirnar. Símamynd-POLFOTO Bogotu-Kcuter. ■ Um 40 til 50 þúsund manns hafa misst heimili sín í miklum flóðum í Kólumbíu sem urðu þegar fljótið Cauca flæddi yflr bakka sína í Antipquia-héraði í vesturhluta landsins. Að minnsta kosti 32 hafa drukknað. Ríkisstjórn Kólumbíu hefur lýst yfir neyðarástandi vegna flóðanna sem stafa af miklum rigningum að undanförnu, þeim mestu á undanförnum tíu árum. Veðurstofan í Kólumbíu spáir því að rigningarnar muni halda áfram fram í nóvember. Mikið ræktunarland hefur lent undir vatn í flóðunum. A Magdlena-svæðinu er þannig Eining Indlands í hættu ■ Eins og fram hefur komið í fréttum þykir nú fullvíst að öfgasinnaðir andstæðingar Indiru Gandhi í röðum sikka hafi skipulagt morðið á henni. Þeir töldu Indiru sinn versta fjandmann þar sem hún hafði beitt sér af mikilli hörku gegn hreyfingu þeirra fyrir auknu sjálfræði og sjálfstæði þeirra svæða þar sem sikkar eru hvað fjöl- mennastir. Þótt Indiru hafi verið lýst sem miklum friðarboðbera á alþjóða- vettvangi var hún ávallt óhrædd við að beita valdi innanlands gegn óvinum sínum og þeim öflum sem hún taldi ógna ein- Japan: Vandamál vegna góðrar uppskeru ingu Indlands. Indira taldi sjálf- stæðishreyfingu sikka mjög hættulega fyrir framtíð ríkja- bandalagsins á Indlandi. Ef sikkum hefði tekist að auka sjálfstæði sitt má heita öruggt að önnur þjóðernisbrot hefðu fylgt í kjölfarið. Slíkt hefði því getað leitt til þess að Indland, hefði liðast sundur. Harkalegar aðgerðirstjórnar- innar í Delhi gegn sikkum og afskipti hennar af stjórn ýmissa ríkja á Indlandi, þar sem and- stæðingar Kongressflokksins sitja við völd, öfluðu Indiru mikilla óvinsælda meðal mikils hluta Indverja. Andstæðingar hennar, sem löngum hafa verið sundraðir, stefndu að samein- uðu átaki gegn Kongressflokkn- um og Indiru Gandhi í komandi kosningum á Indlandi. Þeir töldu að óánægja með stjórn hennar væri orðin það mikil að þeim gæti jafnvel tekist að fella hana. Morðið á Indiru Gandhi hef- ur magnað mjög þjóðernisdeil- ur á Indlandi. Hindúar kenna sikkum um morðið og æstur múgur hefur gert aðsúg að sikkum og jafnvel pyntað og myrt þá. Sikkar í Nýju-Delhi hafa neyðst til að leita skjóls í sér- stökum búðum til að komast hjá limlestingum. Samkvæmt opinberum tölum hafa um fimm hundruð manna látið lífið í kynþáttaóeirðum í Nýju Delhi að undanförnu en ekki er ólík- Iegt að mannfallið sé vanmetið í þeim tölum. Ofsóknir hindúa gegn sikkum nú hljóta að leiða til enn sterkari samkenndar og þjóðerniskenndar hjá sikkum. Slíkt ýtir undir sjálfstæðiskröfu þeirra og eykur hættuna á þeirri sundurlimum Indlands sem Indira barðist gegn. Þótt morðið á Indiru hafi þannig orðið til að auka þjóðem- ismótsetningar á milli sikka og hindúa má búast við mikilli fylgisaukningu Kongressflokks- ins vegna morðsins. Andstæð- ingar Indiru eiga nú erfiðara með að ráðast á stefnu hennar þótt þeir láti ekki af andstöðu sinni viðstjórnina í Nýju-Delhi. ■ Hrísgrjónauppskeran í Jap- an var mjög góð í ár og mun betri en hún hefur verið að undanfömu. í fljótu bragði mætti ætla að japönsk stjómvöld gleddust yflr þessari góðu upp- skeru þar sem hrísgrjón er ein mikilvægasta matvælategundin í Japan. En staðreyndin er sú að stjórninni eru síður en svo vel við þessa miklu uppskeru þar sem hún neyðir hana til að stórhækka þá upphæð sem ætl- uð var til að greiða hrísgrjón niður. Undanfarin fjögur ár hefur japanska stjórnin greitt þeim bændum háar upphæðir sem hafa fallist á að hætta hrísgrjóna- rækt. Á síðasta ári hafði þessi stefna leitt til þess að það land- svæði, sem notað var til hrís- grjónaræktunar, hafði dregist saman um 20 prósent. Það ár voru Japanir hins vegar svo óheppnir að stór hluti upp- skerunnar reyndist óhæfur til neyslu vegna þess að of mikið hafði verið notað af skordýra- eitri. Það varð því að flytja inn mikið af hrísgrjónum frá Suður- Kóreu bændum til mikillar skapraunar. Þrátt fyrir niðurgreiðslurnar er hrísgrjónaverð í Japan mun hærra en almennt heimsmark- aðsverð. Sumir hafa sett fram þá skoðun að skynsamlegast væri fyrir stjórnina að hætta niðurgreiðslunum. Slíkt myndi þýða að bændur fengju lægra verð þar sem þeir gætu ekki hækkað verð til neytenda án þess að slíkt kæmi niður á neyslunni enda hefur nú um nokkurn tíma dregið úr hrís- grjónaneyslu í Japan. Lágt verð til bænda myndi svo aftur fæla þá frá hrísgrjónarækt. Stjórnin hefur samt hingað til ekki viljað fallast á þá leið. Hún heldur því fram að niðurgreiðslur séu nauðsynlegar til þess að tryggja að Japanir séu sjálfum sér nógir um matvælaframleiðslu. Flestir aðrir halda því hins vegar fram að niðurgreiðslur stjórnvalda á hrísgrjónum stafi af því að Frjálslyndi flokkurinn í Japan, sem fer með stjórn landsins, sé hræddur um að missa atkvæði bænda ef hann hættir þeim. Maðurinn eldist um milljón ár! ■ Nýir fornleifafundir í Síberíu benda til þess að mannkynið hafí byrjað að nota eld fyrir meira en 1.5 milljón árum sem er milljón fyrr en áður var talið. Samkvæmt Tass-fréttastofunni í Sovétríkjunum hafa um 1.500 steináhöld og aðrir munir fundist í Austur-Síberíu nálægt þorpinu Dering-Yryakh. Við aldursgrein- ingu reyndust munirnir 1,5 til tveggja milljón ára gamlir. Hiti í Síberíu á þessum tíma var jafnvel enn lægri en hann er nú, eða um 4 stigum kaldara. Menn á þessum slóðum hljóta því að hafa verið búnir nokkuð sæmilegum klæðn- aði og hafa notað eld til að hlýja • sér því annars hefðu þeir króknað í hel. Aids algengur sjúkdómur? ■ Nýjar rannsóknir í Vestur- Þýskalandi benda til þess að sjúk- dómurinn Aids, sem ræðst á ónæmiskerfi líkamans og brýtur það niður, sé mun útbreiddari og breið- ist örar út en áður var talið. Prófessor Meinrad Koch, sér- fræðingur í vírusafræðum við heil- brigðisráðuneytið í Vestur-Berlín telur að á næstu sex árum gætu um 10.000 manns látist af völdum þessa sjúkdóms í Vestur-Þýskalandi. Hann segir að rannsókn, sem náði til 1.500 manna, sýni að mjög hátt hlutfall kynhverfra og eiturlyfja- sjúklinga sýni merki um að hafa fengið vírusinn sem talinn er valda Aids. Síberíumaðurinn, sem smíðaði þessi verkfæri, hefur greinilega verið uppi á svipuðum tíma og hinn frumstæði Australopithccine- maður, sem fundist hefur í Afríku- og talið er að nútímamenn eigi ættir að rekja til. Nú hefur mannfræðingurinn, Richard Leakey, sem er forstöðumaður Þjóðminjasafnsins í Kenya, einnig skýrt frá því að hann hafi fundið heillega beinagreind af „Hinum upprétta manni“ (Homo erectus) talið að vatn hafi flætl yfir um 100.000 hektara. Fyrir síðustu Itelgi skýrði varnarmálaráðu- neyti Kólumbíu frá því að þá þegar væru skemmdir vegna ilóðanna metnar á nærri þrjár milljónir dollara en það var áður en Cauca-fljót flæddi út yfir bakka sína. Egypskir skrið- drekar Kairo-Keuter ■ Varnarmálaráðherra Egyptalands, Abdel-Hal- im Abu Ghazala, hefur skýrt frá því að Egyptar hyggist byggja skriðdreka- verksmiðju á næstu árum og þeir geti hafið skrið- drekaframleiðslu árið 1988 eða 1989. Verksmiðja þessi mun kosta Egypta sem svarar um 720 milljón bandarísk- um dölum. Þeir hafa að undanförnu lagt mikla áherslu á að framleiða sem mest af eigin vopnum. Um tíma voru Egyptar aðal- lega háðir Sovétmönnum um vopnabúnað en fyrir tíu árum snéru þeir sér til Vesturlanda. Þeir flytja nú árlega inn vopn að verðmæti um einn milljarð dollara. Mest frá Banda- ríkjunum. Notaði eld fyrir 1,1 milljón árum sem sé 1.6 milljón ára gömu Homo erectus var mun þróaðri ei Australopithecine-maðurinn o| hann er talinn beinn forfaðir nú tímamanna. Fram til þessa hefur almenn verið álitið að maðurinn hafi þró ast á heitum svæðum í Austur-Af ríku og síðar farið til annarr staða. Hann hafi ekki komið ti kaldra og lítt byggilegra staða fyr en síðar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.