NT - 25.11.1984, Blaðsíða 6
Ll
Sunnudagur 25. nóvember 1984
6
■ Dr. Guðrún Kvaran.
■ Dr. Guðrún Kvaran lauk
cand. mag. prófi í íslensku frá
Háskóla íslands 1969. Þá hélt
hún til Göttingen í Þýskalandi
þar sem hún hugði á frekara
nám í íslenskum fræðum. En
hún var óhress með kennsluna
í íslenskudeildinni og rakst
fyrir tilviljun á auglýsingu um
námskeið í hettetísku, sem er
elsta varðveitta indóevrópska
tungumálið.
Guðrúnu fannst hettetíska
svo skemmtilegt inál að
hún stundaði nám í því í ein
sjö misseri, snéri frá íslensku-
námi og fór í samanburðarmál-
fræði. I tengslum við hettet-
ískunámið var Guðrúnu boðin
forstaða við örnefnadeild Vís-
indafélagsins í Mainz sem er til
húsa í Göttingen og þar fæddist
hugmyndin að doktorsritgerð
hennar. Hún safnaði nöfnum
á öllum vötnum, lækjum og
ám í Slesvig-Holstein á Jótlandi
og var tilgangur rannsóknar-
innar að kanna hvort frum-
heimkynni Germana hafi verið
á þeim slóðum. Niðurstöðurn-
ar urðu þær að ólíklegt er talið
að svo hafi veriö. Eru nú
kenningar til um að þeir hafi
annað hvort komið frá Weich-
sel í Austur-Þýskalandi eða
frá Norðurlöndum.
Eftir að Guðrún kom heim
gerðist hún sérfræðingur hjá
Orðabók Háskólans og kennir
auk þess námskeið í hettetísku
við málvísindadeildina.
En hvað langaði Guðrúnu
að verða þegar hún yrði stór?
Ólíklegt er að hana hafi
dreymt um hettetísku og forn
germönsk örnefni á Jótlandi
sem lítil stelpa á Sóleyjargöt-
unni.
Mamma sagði að það hafi
verið tvennt sem mig langaði
til að verða þegar ég var sem
minnst sagði Guðrún þegar
NT hafði samband við hana í
vikunni. Mig langaði að vinna
í mjóikurbúð, sem var hér upp
á Laufásvegi og í Bernhöfts-
bakaríi. Það var gömul kona í
mjólkurbúðinni, sem var svo
flínk við að hella mjólkinni í
brúsana. Ausan snerti aldrei
brúsana, heldur kom mjólkin
niður í langri bunu. Mérfannst
þetta ógurlega flott og langaði
til að hella mjólk með jafn
faglegri bunu. í bakaríinu vildi
ég vinna af því mér fannst
lyktin þar svo góð. Það lá
loftræsting úr bakaríinu út á
götu þá eins og það gerir enn
og fannst mér ilmurinn ákaf-
lega góður.
Það fyrsta sem ég man sjálf
er að mig langaði að vir.na í
snyrtivöruverslun. Pabbi vin-
konu minnar átti snyrtivöru-
verslun og mér fannst allir
þessu litlu hlutir og prufurnar
í búðinni svo spennandi. Næsti
■ ...og skeljasafnið hennar, en lengi vel ætlaði hún að verða
skeldýrafræðingur.
draumur var að vinna í sælgæt-
isverksmiðju og sá draumur
rættist reyndar þegar ég var 10
ára. Pabbi þessarar sömu vin-
konu minnar átti sælgætisverk-
smiðju og framleiddi Pan
tyggjó. Við fengum vinnu við
það í akkorði að setja tyggjóið
í pakka, og vorum mjög vin-
sælar í skólanum en þangað
komum við með þvottapoka
fulla af tyggjóplötum.
Næst ætlaði ég að verða
skeldýrafræðingur. Ég gekk á
fjörur og safnaði skeljum og
kuðungum, fór til bátakarla og
sníkti ýsumaga. Ég var ákveð-
in í að verða náttúrufræðingur
allan menntaskólann, en svo
setti eg það fyrir mig að það yrði
svo dýrt að fara í nám til
útlanda. Námslánin voru kom-
in á þeim tíma, en ég var
hrædd við að taka lán, hélt að
ég gæti ekki greitt þau aftur.
Vinahópurinn fór mikið í ís-
lensku og elti ég þau í íslensku-
deildina.
■ Jón Örn Marínósson, lögfræðingur og tónlistarstjóri, les upp
úr Jónsbók fyrir alþjóð.
■ Jón Örn Marínósson tón-
listarstjóri útvarpsins varö að
hugsa sig lengi um áður en
hann gat svarað spumingunni um
hvað hann ætlaði að verða
þegar hann yrði stór. En þegar
hann tók til máls hafði hann
frá mörgu skemmtilegu að
segja eins og hans er von og
vísa. „Ég man eftir að sem
strákur var ég oft að gefa út
blöð fyrir sjálfan mig, svo ég
býst við að það það hafi verið
einhver fjölmiðlamaður í mér.
Þetta voru einhvers konar
vikublöð, og fyllti ég þau með
handskrifuðum greinum og
sögum og teiknaði í þau
myndir. I þetta eyddi ég drjúg-
um tíma, en það fékk enginn
annar en ég að lesa þau.
Jú, ég fékkst seinna við al-
vörublaðaútgáfu. Það átti að
heita að ég væri í ritnefnd
skólablaðsir.s í Hagaskólan-
um, mig minnir að það hafi
heitið Huginn eða Muninn. í
'Menntaskólanum í Reykjávik
sat ég í ritnefnd Skólablaðs
MR ogvar síðar ritstjóri þess
í fimmta bekk.
Þegar ég var lítill og ekkert
sjónvarpið þá dundaði ég mér
oft við að setja saman útvarps-
dagskrá og flutti hana siðan
yfir sjálfum mér. Ég var dag-
skrárgerðarmaðurinn og út-
varpsmaðurinn og svo varð
auðvitað að hafa tónlist í út-
varpinu og söng ég og glamraði
á píanóið á milli þátta. Svona
skemmti ég sjálfum mér, þetta
var einhver sérkennileg rás í
mér. Nei mig langaði aldrei að
leika í lúðrasveit, en mig
dreymdi um að stjórna hljóm-
sveit eins og svo margir.
Ég spila enn á píanó og hef
alltaf haft mikinn áhúga á
tónlist. Það fyrsta sem ég gerði
í útvarpinu var að flytja tónlist-
arþátt, sem hét „Sígild tónlist
fyrir ungt fólk", en það var
þegar ég var í 6. bekk í
menntó. Það má eiginlega
segja að ég hafi komið inn í
útvarpið á sama hátt og ég hef
endað.
En Jón Örn tók nokkur
hliðarspor áður en hann fór að
vinna fyrir tónlistardeildina.
Að loknu stúdentsprófi settist
Jón í lagadeild Háskóla íslands
og lauk þaðan lagaprófi 1974.
Það má segja að lögfræðiprófið
hafi verið útúrdúr hjá mér, eða
öllu heldur „lagakrókur". Þó
ég hafi aldrei unnið sem lög-
fræðingur þá hef ég aldrei séð
eftir því.
Laganámið gefur góðan
grundvöll undir ýmislegt og
temur og venur með manni
vissa tegund að hugsun, sem
hefur komið sér vel í mínu
starfi. Að loknu námi fékk ég
vinnu sem fréttamaður hjá út-
varpinu og var á fréttastofunni
í sex ár. Eg held að ég sé eini
fréttamaðurinn sem hefur farið
að vinna hér á tónlistardeild-
inni. Það má líkja starfi mínu
hér við starf ritstjóra á dag-
blaði, ég ákveð svona í stórum
dráttum tónlistardagskrána í
útvarpinu og svo er ég yfirmað-
ur 15 starfsmanna.
Þegar hliðsjón er höfð af
því, sem ég gerði mest af sem
krakki, þá hef ég á endanum
villst þangað sem hugur minn
stóð til.
Mér datt auðvitað aldrei í
hug að það yrði Jónsbók, sem
ég átti eftir að lesa yfir alþjóð,
en ég lét mig samt dreyma um
að lesa eitthvað frá sjálfum
mér. Þegar menn sitja mikið
við skriftir þá gerist það yfir-
leitt að þeir láta frá sér heyra1-.
- Og við skulum vona að Jón
haldi áfram sem lengst að láta
í sér lieyra.