NT - 25.11.1984, Blaðsíða 18
Aö leggja spilin
Að spá í spil þykir ef til vill
fjarstæðukennd og frumstæð
athöfn á þessum tímurn vísinda
og raunsæis. En á öllurn tínrurn
hefur búið með mönnum for-
vitni um hið ókomna - um
framtíðina og þeirra eigin þátt
í henni. Og á öllurn öldum
hafa verið til mcnn scm gátu
séð franr í tímann og skildu æ
meira en flestir aðrir um þau
huldu lögmál sem ráða tilveru
rnanna. Smánr saman þróuðust
ýmsar aðferðir við að ráða gát-
una um hið ókomna. Ein
þeirra var stjörnuspekin þar
sem því var haldið fram að líf
manna stjórnaðist af gangi
himintungla og afstöðu þeirra
hvers til annars. Og vísindin
uppgötvuðu ýmis lögntál unr
tengsli hnatta á milli, þyngdar-
aflið, ýmis orku- og bylgjusvið
sem stöðugt eru að verki unr
hinn víða alheim og senda
áhrif sín til jarðar. Ekki er
langt síðan menn uppgötvuðu
áhrif sólgosa á líf manna; þeir
fundu að furðulega mikil fylgni
var á milli meiriháttar sólgosa
annars vegar og óróa á jörðu
niðri, óeirða og styrjalda á
umliðnum öldum og allt fram
á okkar dag. Vísindamönnum
er ijóst að enn hefur aðeins
verið uppgötvað brot þeirra
’ósýnilegu orkusviða sem að
yerki eru í hinum víða alheimi
og þá ekki síður þau öfl sem í
manninum búa. Frá ómunatíð
hafa menn leitað ásjár guð-
anna sem þeir þóttust vita að
byggju annaðhvort í huldu-
heimi eða í himneskum sælu-
reit ofar skýjum. -Og menn
færðu óspart fórnir til að mýkja
skap þeirra og tryggja góða
uppskeru eða holl ráð. í
Grikklandi hinu forna voru
ákveðnir helgidómar notaðir
til að spyrja guðina ráða og
leita svara við hinu ókomna.
Og á öllum öldum hafa menn
skynjað að ákveðin lögmál
stjórna lífi þeirra - ekki aðeins
þau ytri lögmál sem ráða vexti
og náttúrlegum fyrirbærum -
heldur innri lögmál sem tengja
menn ósýnilegunr böndum og
ráða örlögum þeirra. Og um
leið hafa menn skynjað að
einhversstaðar býr dulin vitn-
eskja sem endrum og eins
brýst fram á yfirborðið og
veitir innsýn inn í hulin lönd
hins andlega, þangað sem svo
fáum veitist innganga í lifanda
lífi.
Stundum koma fyrir atvik í
lífi okkar þegar við skynjum
glampa þess raunveruleika
sem ríkir ofan þess takmark-
aða raunveruleika sem við byg-
gjum tilveru okkar á. Þá verð-
ur okkur Ijóst að heimur okkar
er takmarkaður og að til er
einhver vitund sem veit allt
sem gerist í lífi okkar og við
getum raunverulega leitað til
því að við erum tengd þessari
vitund á órjúfandi hátt og þau
tengsli verða ekki rofin. Þetta
er einmitt ástæðan fyrir því að