NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 25.11.1984, Qupperneq 19

NT - 25.11.1984, Qupperneq 19
Sunnudagur 25. nóvember 1984 19 ACE oV WANDS. stundum er hægt að skyggnast fram í tímann - við náum sambandi við þá vitund sem nær út yfir stað og stund. En hvernig er hægt að ná sam- bandi við þessa visku sem að baki býr og leita svara við hinu ókomna? Hvernig er hægt að leiða fram þetta lögmál þannig að það nái að birtast í mynstri ytri raunveruleika - lífi okkar? Er þetta lögmál ef til vill annars eðlis en þau lögmál sem vísind- in viðurkenna og hafið yfir orsök og afleiðingu? höfum öll einhverntíma tekið eftir einkennilegum „tilviljun- um“ í lífi okkar þegar atvik tengjast á þann hátt að við höfum á tilfinningunni að eitt- hvert tilgangsríkt samhengi búi að baki. Petta þurfa þó alls ekki að vera örlagaríkir at- burðir - oft eru það einmitt hversdagslegustu kringum- stæður sem verða til þess að opna augu okkar fyrir því að það er eins og hulin hönd stýri ferðum okkar og athöfnum í þann farveg sem við síðar sjáum að myndar líkt og myn- stur í okkar eigin lífsvef. Hinn heimskunni sál- fræðingur dr. Carl G. Jung er frægur m.a. fyrir rannsóknir sínar og uppgötvanir á því fyrirbæri sem hann nefnir „synchronicity". Það merkir að tvö eða fleiri fyrirbæri eiga sér stað samtímis án þess að eiga sér neina sameiginlega orsök en skilja þó eftir sig einskonar „mynstur" eða til- gangsríkt samhengi. Og hann uppgötvaði einhvers konar „íögmál hins orsakalausa" sem sýndi að úr ólíkum og óskyldum þáttum, atvikum eða fyrirbærum skapast heild- armynd eða samræming allra þáttanna sem fela í sér ein- hvern innri „tilgang", innri „meiningu. Margt af því sem við köllum „tilviljun" fellur undir þetta lögmál sem liggur utan við mörk orsakar og af- leiðingar eins og við skiljum það. Kjarni þessa lögmáls er að það er skapandi - skapar ákveðinn tilgang úr samheng- islausum þáttum þar sem áður voru aðeins einkennilegar „til- viljanir" sem leiða f ljós þetta lögmál, hægt er einnig að laða það fram með ýmsum hætti og að spá í spil er ein þeirra aðferða. Margt annað hefur einnig verið notað svo sem telauf, teningskast, dýrainnyfli - í því skyni að laða fram æðri vitneskju. Á sviði eðlisfræði hafa menn nýlega gert uppgötvanir sem benda til þess að í innsta kjarna sé efnið óbundið lög- ntáli orsakar og afleiðingar og að það sem birtist í ytra formi sé ekkert annað samsöfnun líkindalögmála sem birtist í fram tákn hins tímalausa lög- máls og opna sýn inn á baksvið tlveru okkar þar sem margt er hulið. Þau eiga að ná yfir flest svið mannlegrar reynslu og höfða til mannlegra þátta sem flestir kannast við. Um leið benda þau á leiðir til þroska. Myndirnar sem fylgja þessum spilum eru sérlega hentugar og höfða til ímvnd- unaraflsins og þess vegna hef ég valið þau til kynningar hér. Hér á eftir fylgir einföld spila- lögn og skýringar við henni. Síðan eftirlæt ég þeim sem áhuga hafa að reyna á eigin spýtur að leggja spilin sjálfum sér og öðrum til gagns og ánægju. Þessi spilalögn nefnist kelt- neski krossinn og er mjög algeng. Eins og nafnið gefur til kynna eru spilin lögð í kross, fyrst lítinn en síðan annan stærri,loks eina spilaröð til hliðar. En áður en spilin eru lögð er venjan að viðhafa viss- ar reglur. Fyrst þarf að stokka spilin en líka er hægt að leggja þau á borðið og rugla þeim saman, því næst tekur spyrj- andinn spilin saman í einn stokk og skiptir þeim á eftirfarandi hátt: fyrst er tekinn hluti spil- 1. Það sem er. 2. Það sem mætir. 3. Það sem liggur til grundvallar 4. Það sem er nýskeð. 5. Það sem getur orðið. 6. Nálæg framtíð. 7. Það sem liggur í sjálfinu. 8. Áhrifin frá umhverfmu. 9. Von og ótti. 10. Það sem verður. föstu formi. í nútíma sálar- fræði er einnig að opnast nýr skilningur á eðli hins orsaka- lausa í sálarlífi mannsins. Þar sem men leituðu áður guðanna er nú leitað inn á svið hins ómeðvitaða þar sem lögmál orsaka og afleiðinga hverfur inn í þann veruleika sem er frumuppspretta alls. Tilveran er í eðli sínu ein heild full möguleika og vilji mannsins mótandi kraftur sem á rætur í frumorku eðlishvatanna Hann er endurnýjandi í eðli sínu en farvegur hans oft ó- meðvitaður. Framtíðin felur í sér samspil allra þeirra ótal þátta sem fortíðin hefur myndað. Nútíðin sýnir hvernig við höfum mótað þessa þætti og hvernig þeir hafa mótað okkur. Við höfum ákveðið val - frjálsan vilja til að gera þetta eða hitt, en erum þó að hluta bundin, stundum vegna vanans - vegna þess að við erum „programmeruð" á ákveðinn hátt við vissar aðstæður. í öðrum tilvikum erum við frjálsari - álítum okkur vera það - og valið er okkar. En af öllum möguleikum vekjum við aðeins einn eða engan. Hvaða stefnu við tökum er erfitt að vita en einhvers staðar leynast likindin - eða vissan - um hvað úr verður. Tilveran er full af táknum - vandinn er aðeins sá að kunna að lesa úr þeim - skilja hvert þau benda okkur. Tarotspilin eru ein þeirra leiða sem nota má til að leiða anna ofan af stokknum og lagður til hliðar, þá er hluti síðari bunkans lagður við hlið þeim næsta, lokserfyrsti bunk- inn lagður ofan á Itina tvo, þetta skal gert með vinstri hendi (sem stjórnast af hægri heilahelmingi, miðstöð innsæ- is). Einnig þarf að velja per- sónuspilið; kóngur táknar fullorðna karlmenn, riddari yngri menn, drottning kvenmann, gosar börn og ungl- inga. Þetta spil má spyrjandinn velja að vild og það er lagt fyrst niður. Síðan eru spilin lögð á eftirfarandi hátt, fyrsta spilið ofan á persónuspilið: Skýringar Spil nr. 1 táknar einhver sterk áhrif sem virka á persón- una í núverandi krigumstæð- um, almennt ástand og út- gangspunkt. Næsta spil, nr. 2 táknar andstæð áhrif en getur þó einnig táknað bein áhrif itins fyrra. T.d. sé nr. 1 Sjö Bikarar og nr. 2 Sprotaás, þá merkir það að óskir og vonir spyrjandans rætist í einhverju árangursríku verkefni sem hann tekur að sér sbr. fyrri spilaskýringar. Spil nr. 3 tákn- ar það sem liggur til grundvall- ar núverandi ástandi, sé það mannspil er líklegt að um áhrif ákveðinnar persónu sé að ræða. Trompspilin sem einnig eru notuð í spálögn eru alltaf mjög sterk spil og sýna áhrif sem ná dýpra en raðspilin. Þanníg gæti t.d. Trompkonung- ur táknað sterkan persónu- ieika sem átt hefði mikinn þátt í að móta personuna. Þrjú Sverð gætu Itins vegar táknað ástarsorg sem hefði mikil áhrif á persónuna. Spil nr. 4 er mjög tengt hinu fyrra nr. 3 og táknar nýliðin áhrif, oft ekki varanleg. Spil nr. 5 bendirá möguleika eða það sem gæti orðið en þarf þó ekki endilega að koma fram þótt pers. stefni að því nú. Spil nr. 6 sýnir eitthvað sem bráðlega mun mæta pers. en getur verið eitthvað sem ekki hefur varanleg áhrif t.d. ef nr. 6 er Tíu Sprotar (erfiðleikar) en spil nr. 10 er Þrír Bikarar, þá bendir það til tímabundinna vandræða. Spil nr. 7 táknar afstöðu pers. í vandamáli eða kringum- stæðum. T.d. sé spil nr. 1 Tíu Peningar og nr. 7 Atta Bikarar þá myndi það benda til þess að pers. leitar leiða til frelsis og endurnýjunar. Spil nr. 8 táknar umhverfis- áhrif en getur líka oft táknað áhrif frá pers. sjálfri. Sé það persónuspil gæti það táknað áhrif frá ákv. persónu. Annars oft heildaráhrif umhverfisins. T.d. myndi Sex Peningar hér tákna að pers. fær minna í sinn hlut en honum ber. Spil nr. 9. táknar þær vonir sem pers. gerir sér en er þó hrædd um að ekki rætist. T.d. myndu Fimm Sverð hér tákna átta pers. við ósigur. Spil nr. 10 táknar það sem koma skal og er oft mjög tengt hinum spilunum þannig að það verður að ráðast í samhengi. Stundum er útkoman ekki skýr og þá má leggja spilin á ný t.d. eina röð fimm spila neðan við persónuspil en einnig er að sjálfsögðu hægt að leggja nýjan kross.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.