NT - 25.11.1984, Blaðsíða 14

NT - 25.11.1984, Blaðsíða 14
Sunnudagur 25. nóvember 1984 14 Vogarskálar réttlætisins og hjarta kærleikans Enn eru gömiustúkusiðimirí fullu gildi á fundum góðtemplara ■ „Þegar við erum sestir hér inn og búnir að loka að okkur erum við komnir í aðra veröld,“ segir Guðlaugur Sigmundsson, sem ber titilinn „Stórgæslumaður ungmennastarfs,, innan ís- lensku stórstúkunnar. Við erum staddir í samkomusal stúkunnar í Templarahöllinni í Reykjavik. Hér eru fjögur hásæti, eitt við hvern vegg, og hvert er merkt sérstöku tákni. Við vogarskálar réttlætisins á stórtemplar sæti, við hjarta kærleikans, stór-vara-templar, við akkeri vonarinnar fyrrverandi stór-templar og við kross trúarinar situr stór-kapellán. Þessi skipan gildir þegar Stórstúkan heldur hér fundi sína, en séu það umdæmisstúkurnar eru nöfnin önnur. 1 ^jfc r aPý'l tsÆ ■ Þeir Guðlaugur Sigmundsson, stórgæslumaður ungmennastarfs, Hilmar Jónsson, stórtemplar og Kristinn Vilhjálmsson, stórgæslumaður unglingastarfs við fána Stórstúku Islands. Sumirkallaþá„staðnaðasérvitringa“ - aðrirsegjaþáhafaeinu raunhæfu lausnina 0 Barátían gegn áfengisbölinu er ekki ný á Islandi, þótt í áranna rás hafí komið fram nýjar hugmyndir og samtök sem talið hafa sig kunna betri leiðir en þær gömlu. Hér er sagt frá elstu bindindissamtökunum, sem sumir saka um íhaldssemi og Útlitið er svart -segir Hilmar Jónsson, stórtemplar ■ „Við teljum náttúrlega að ástandið í áfengismálunum sé slæmt og útlitið svart,“ segir stórtemplar góðtemplarareglunnar, Hilmar Jónsson. „Það sem öðru fremur þarf að gerast er að breyta almenningsálitinu og það gerist ekki nema fjölmiðlar vinni að því. Þegar samningar við Reykjavíkurborg voru undirritaðir hér á dögunum varð endilega að birta mynd af samningsaðilum með vínglas í hendi, þar sem þeir skáluðu fyrir árangrinum. Þetta er auðvitað ekkert annað en dulbúin auglýsing fyrir áfengisneyslu.“ Hilmar Jónsson og samstarfsmenn hans, sem fræddu okkur um málefni góðtemplarahreyfingarinnar, hafa lagt á borðið fyrir framan okkur ýmsa bæklinga sem reglan hefur gefið út til nota í baráttu sinni. Þar á meðal er bæklingurinn „Þitt líf - þitt tækifæri“,sem fjallar um áfengi og kannabisefni og reglan dreifir nú á vegum samtakanna „Átak gegn áfengi“, sem stofnuð voru á barnaárinu 1979. Þar eru 35. félög og samtök aðilar að. „Við erum nú á leið á ráðstefnu norður á Akureyri þar sem þessum bæklingi verður dreift,“ segir Hilmar,“ en fyrri bæklingur sem við dreifðum er nú nær á þrotum. Þessi áróður er ein helsta leiðin sem við getum beitt, en á móti kemur það hve áróðurinn fyrir áfengisneyslu er sterkur. Fólkið er ekki móttækilegt fyrir bindindisboðskapnum um þessar mundir og það er eins og menn loki augunum fyrir stöðnun, - semsé góðtemplarareglunni. Þeir halda enn fast við siðakerfi „stúkunnar", kjósa sér stórtemplar og bera gullsaum- þá sannfæringu sína að eina verulega árangursríka leiðin sé aða borða um axlir eftir virðingarstiga, líkt og gerist í ýmsum áfengisbann, líkt og var hér á fyrri árum og benda á margt máli launhelgum og leynifélögum. Hér er rætt við ýmsa framámenn sínu til stuðnings. Þeir starfa líka enn samkvæmt fastmótuðu góðtemplarareglunnar um starfsemi hennar og sjónarmið. afleiðingum drykkjuskaparins. Gott dæmi er matarolíueitrunin á Spáni fyrir nokkrum árum, þar sem nokkrar manneskjur létu lífið. Fjölmiðlar sögðu rækilega frá þessu máli, en um hitt er þagað að mestu hvílíkur fjöldi deyr árlega af völdum sjúkdóma sem beint má rekja til áfengisnautnar." ✓ Astandið hefur hríðversnað „Ástandið hérlendis hefur hríðversnað eftir að bjórlíkið svonefnda kom til sögunnar. Menn höfðu þóst finna huggun í því að neyslan hér væri nokkru lægri á mann en í nágrannalöndunum. Með öðrum orðum, - meðan eymdin er ekki mest hér, þá er allt í lagi. En með bjórlíkinu eykst neyslan enn. En einna verst er að bindindishugsjónin á ekki nægilega sterk ítök í yfirvöldum í landinu. Hún á t.d. verulega sterkari ítök meðal stjórnmálamanna í Noregi en hér og þar hefur einn flokkanna, Kristilegi flokkurinn, bindindismálið á stefnuskrá sinni. Norski verkamannaflökkurinn hefur líka stutt bindindis- málin mikið og fyrrum forseti Stórþingsins, Guttorm Hansen, var templari. Við söknum líka stuðnings verkalýðshreyfingarinnar, sem er okkur velviljuð, en lítið meira. Þegar samtökin „Átak gegn áfengi“ voru stofnuð vildi t.d. BSRB ekki vera með vegna dálítils kostnaðar sem af þessu leiddi. Þá hefur það gert okkur og fleiri samtökum erfitt fyrir þegar bæjarfélög tóku þá stefnu árið 1967 að styðja æskulýðsráð á allan hátt með fjárframlögum og annarri aðstoð, en láta frjáls samtök, eins og bindindishreyfinguna og skátahreyfinguna sitja á hakan- um. Okkur finnst að áratuga starfsemi okkar sé lítil viðurkenning sýnd með þessum ráðstöfunum og þetta veldur auðvitað veru- legum aðstöðumun til þess að ná til ungs fólks.“ Gagnrýni „Já, það er rétt. Góðtemplarareglan hefur fengið ýmsa gagnrýni fyrir að starfa ekki í takt við tímann, þar á meðal frá öðrum áfengisvarnarsamtökum, einsogSÁÁ. En SÁÁ hefur líka fengið sína gagnrýni. Margir félagsmenn í SÁÁ neyta til dæmis víns. Það gera félagsmenn í AA samtökunum hins vegar ekki, en þess má geta að góðtemplarar áttu mikinn þátt í stofnun AA samtakanna og siðir hjá A A eru á ýmsan hátt líkir okkar siðum. Samt er á ýmsan hátt samstarf milli SÁÁ og okkar þótt skoðanamunur sé verulegur. Við höfum gagnrýnt SÁÁ fyrir að þeir hafa énga afstöðu tekið til myndunar áfengisstefnu, þeir hafa ekkert lagt til þeirra mála og það ber að harma um svo fjölmenn samtök. Góðtemplarahreyfingin mun áfram hafa veigamiklu hlutverki að gegna bæði hérlendis og með öðrum þjóðum. Hún starfar nú í 22 löndum og þegar íslenska góðtemplarareglan hélt upp á hundrað ára afmælið komu hingað fulltrúar í heimsókn frá flestum þessara landa. ■ Hilmar Jónsson, stórtemplar við stórtemplarssætið í fundar- salnum í TemplarahöUinni. Borðið prýða vogarskálar réttlætisins og hið alsjáandi auga ásamt fundarstjórnarhamri.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.