NT


NT - 25.11.1984, Page 7

NT - 25.11.1984, Page 7
Sunnudagur 25. nóvember 1984 7 pappír og dagblöð. Og ckki var það heldur gróðasjónarmið, sem réðu, því engir peningar fóru yfir borðið hjá okkur. Ég held að það hafi verið samfé- lagið við fólk, sem gerði búðar- starfið svo heillandi. Eftir að ég komst af búðar- stiginu var ég lengi óráðin með hvað ég vildi verða. Maður má alls ekki vanvirða störf ann- arra, en ég man að sem ung- lingur vann ég oft á stöðum þar sem allur dagurinn gekk út á og það komst í mat og kaffi. Éghugsaði þá með mér, að ég vildi vinna við eitthvaö sem væri tilgangur í. Það var ekki fyrr en ég var komin í sjötta bekk í menntaskólanum að ég ákvað að fara í guðfræði. Ég ætlaði mér aldrei að gerast prestur, ég fór í guðfræði af því mér fannst gaman að spekúlera í lífinu og tilverunni og fást við eitthvað sem gat gefið mér fyll- ingu og víkkaði sjön- deildarhringinn. En viðhorf mitt breyttist mikið þegar líða tók á námið, því meira sem maður lærir í guðfræði því meiri þörf hefur maður til að vinna fyrir kirkjuna. Börn sækja sér yfirleitt fyrir- myndir úr lífinu í leikjum sínum. Við vorum kannski allt- at' í búðarleik vegna þess að það voru eintómar konur inn- an við búðarborðið. Núna vinn ég mikið með gömlu fólki og hef ég oftar en einu sinni heyrt þessa setningu af vöruni gam- alla kvenna: „Þegar ég var lítil langaði mig til að verða prestur." Það sem mér finnst svo merkilegt er að á þeim tíma hafði presturinn svo mikið vaid í svcitinni og það vur óhugsandi að kona yrði nokkurn tímann prestur, en samt létu þærsigdreyma um að komast í hans stöðu. Nú er það orðið svo algengt að konur séu prestar að það tftá vel vera að ungum stúlkum þyki það ekkert merkilegl lengur, sagði séra Solveig að lokum. • Séra SolveiftLáta Gubmundsdótór. ■ Séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir lauk prófi frá Guðfræðideild Háskóla ís- lands 1983 og var vígð til prests sama vor. Eftir vígsluna gerðist hún aðstoðarprestur í Bú- staðakirkju. „Ég ætlaði að verða búðar- kona, sagði séra Solveig, þegar NT ónáðaði hana í Bústaða- kirkjunni, þar sem hún var önnum kafin við safnaðarstörf. Við versluðum ekki með sæl- gæti, svo það var ekki draum- urinn um að geta borðað gottið í búðinni, sem réði þessu. Við vorum bara að pakka inn alls konar dóti og bókum í hvítan ■ Össur Skarphéðinsson fiskeldisfræðingur og ritstjóri. ■ Að lokum ræddi NT við Össur Skarphéðinsson rit- stjóra Þjóðviljans til að kanna hvað doktorinn í fiskeldis- fræði, sem nú situr í ritstjóra- stói ætlaði sér að veröa. Þegar ég var lítill þótti ég fremur frekur til fjörsins og til að hafa einhvern hemil á því var ég sendur í sveit að Rauða- nesi í Borgarfirði, þar sem smiðja Skallagríms stóð. Þar var ég í sjö sumur og fannst mér mikið til bóndans koma og vildi verða bóndi eins og hann. í þessari sveit voru allir ofstækisfullir framsóknarmenn og dýrkuðu Halldór E. og var ég sjálfur framsóknarmaður til 12 ára aldurs. Faðir minn cr líka lærður búfræðingur frá Hvanneyri og ætlaði ég á þann hátt einnig að feta í fótspor hans. Þegar ég var unglingur fannst foreldrum mínum enn erfitt að eiga við mig og var ég sendur á Hlíðardalsskóla og var í ein þrjú ár hjá Sjöunda- dags Aðventistum. Þetta voru ákaflega erfið ár og þar tapaði ég niður bóndaáhuganum. Kannski að það hafi verið vegna þess að á Hlíöardals- skólanum vorum við látin vinna tvo tíma á dag, meðal annars hlaupa í kringum beljur og var ég hundlciður á því. Eftir að ég lauk landsprófi frá Hlíðardalsskóla fór ég í MR og eftir fyrsta veturinn fór ég á sjó vcstur á Ísaíjörð og fékksjómannsbakteríu. Éghef hvergi kunnað eins vel við mig eins og á sjónum nema hér í ritstjórastól Þjóðviljans. Þessi störf eiga það sameiginlegt að þeim fylgir mikill öldugangur og í báðum störfum verða menn að læra að stíga ölduna, það er ég búinn að finna. Nú, á Halanum veiddi ég þorska, en hér á Þjóðviljanum veiði ég sálir til fylgis við okkar stefnu. Ég var á sjó öll sumur sem ég var í menntaskóla og var staðráðinn í að gerast fiski- fræðingur. Ég sótti um skóla í Bretlandi og svo gerði stúlkan, sem seinna varð konan mín, en við fengum skólavist hvort í sínum skólanum. Það kom auðvitað ckki til greina að vera ckki á sama stað, ástin var svo heit, þannig að við fórum vest- ur á ísafjörð og kenndum við ganfræðaskólann þar. Upp úr Íiví fór ég í h’ffræði við Háskóla slands og fór síðan til Bret- lands til náms í fiskeldi. Það var mikið um fiskeldi talað og hélt ég að það yrði nóg fyrir mig að gera þegar ég kæmi heim með doktorspróf upp á vasann. En ég hef ekkert feng- ið að gera enn í mínu fagi. Ég vann eitt sumar sem blaðamaður á Þjóðviljanum þegar ég var í Háskólanum og svo sendi ég þeim greinar frá Bretlandi. Eg var beðinn að koma hingað í sumar og ætlaði að gera það meðan ég væri að líta í kringum mig eftir vinnu. En þar sem enga vinnu var að fá og mér bauðst þriggja ára vist í ritstjórastól þá sló ég til, en draumurinn er enn að starfa við fiskeldi.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.