NT


NT - 25.11.1984, Page 4

NT - 25.11.1984, Page 4
Sunnudagur 25. nóvember 1984 4 M Nýlega kom út í Bandaríkjunum bók eftir Dr. Christa Kamenetsky sem fjallar um þýskar barnabókmenntir á tímum nasista. Christa Kamenetsky er prófessor í enskum bókmenntum við Michigan háskóla, en erþýsk að uppruna oggekkí barnaskóla í Pýskalandi fyrir stríð. Nasistar álitu að eitt það mikilvægsta í starfi þeirra væri að mennta ungu kynslóðina í réttum anda, þvi það væri hennar hlutverk að fullkomna Þriðja ríkið. Var mikil vinna lögð í að endursemja kennslubækur og fékk Hitler til þess blinda kerfís- menn, sem fylgdu hugmyndum hans í einu og öllu. Kamenetsky kannaði þessar bækur og eru niðurstöður rann- sókna hennar vægast sagt óhugnanlegar. Þarsem engin gagnrýni né mótstaða var fyrir hendi tókst að innræta gyðingahatur, andúð á einstaklingshyggju, og kristilegum hugmvndum meðal þýskrar æsku. Þeim var samtímis kennt að virða alræði ríkisins og samfélgs yfír einstaklingnum, en tilgangur yfírvalda var að koma á þjóðfélagi, þar sem allir voru steyptir í sama mót, hugsuðu eins og óskuðu þess hins sama. Börnunum var ekki aðeins bannað að hafa vissar hugmyndir, heldur voru þeim gefin skýr fyrirmæli um hvernig þau áttu að hugsa, hvers konar tilfínningar væru réttar og hvernig þau ættu að umgangast aðra. Endanlegt takmark var að einangra börnin frá umheiminum, loka þau inni í veröld, þar sem aðeins viðmið og skoðanir yfírvalda voru þekkt. I bókum þessum er að finna undarlegt samansafn goðsagna um hið aríska hreina blóð og hina göfugu fósturjörð, um heiður, tryggð, fórnir, baráttu og vinnu. Framtíðrsýnin varbjört oghrein. Börnin, bláeygð, Ijóshærð og heilbrigð, gengu saman fagnandi á vit náttúrunnar tæru og hreinu. Mynd þessi var algjörlega andstæð þeim heimi sem börnin bjuggu í. Nasistar höfðu hvorki tíma né getu til að fullkomna draum sinn. Börnin, sem hlutu þessa fræðslu, lifðu viðárásir, fjöldamorð og stríð og glötuðu endanlega voninni og trú sinni á lífíð. Og 40 árum eftir fall Þriðja ríkisins á þetta fólk enn við sálræn vandamál að stríða. Það er enn að reyna að skilja hvernig sæmilega siðmenntuð og menningarleg þjóð, sem þýska þjóðin var, hafí getað látið jafn brjálaðan mann og Hitler blekkja sig. Children ‘s literature in Hitler's Germany The Cultural Policy ofNation- al Socialism, eftir Christa Kamenetsky, Ohio University Press. Þýskar barna bókmenntir MÞýsk barnaleikföng frá tímum Hitlers. uieeo v-bar SNJOKEÐJUR fyrir fólksbíla, jeppa, sendibíla og vörubíla getum sett upp keðjur á traktora og vinnuvélar með stuttum fyrirvara. Undirbúið ykkur fyrir veturinn, hafið keðjurnar til. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633 FINNSKIR SAMFESTINGAR HEILFÓÐRAÐIR - HLÝIR - STERKIR - LIPRIR - LAGLEGIR Útsölustaðir: Ellingsen — Mikligarður — Sport — Últíma — Útilíf - Vinnan — Sjóbúðin, Grandagarði — Byggingavöruverslun Sambandsins — Verslun Einars Þorgilssonar, Hafnarfirði — Axel Sveinbjörnsson, Akranesi og kaupfélögin um land allt. VEL BÚINN TIL ALLRAR ÖTIVINNU

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.