NT


NT - 25.11.1984, Side 22

NT - 25.11.1984, Side 22
Sunnudagur 25. nóvember 1984 22 gistireglur — herbergisbúnaður — tíbeskur skóli — ástarbréf — tengdaforeldrar T\l skamms tíma máttu Kín- verjar ekki hjóöa útlendingum að búa heirna hjá sér. Þessi regla hefur stundum verið rök- studd með því að í hópi útlend- inganna kunni að vera njósnar- ar sem beri að varast. A síðustu árum hefur hún hins vegar verið útskýrð með því að segja aö Kínverjar búi almennt það þröngt og illa að slíkt sé ekki bjóðandi erlendum gestum, auk þess geti yfirvöld ekki ábyrgst öryggi útlendinga nerna þeir búi á viðurkenndum hótelum cða gististöðum. Að undanförnu hafa þessar gistireglur verið nokkuð á undanhaldi vegna aukinna samskipta Kínverja við aðrar þjóðir og gífurlegrar aukning- ar ferðamanna, erlendra nem- enda og annarra útlendinga í Kína. Þótt það sé auðvelt að þekkja Vesturlandabúa í Kína er líka erfitt að fylgjast með fcrðurn Japana og annarra As- íubúa í Kína, sérstaklega ef þeir kunna kínversku. Jap- anskir nemendur í Kína segjast löngu hættir að fara eftir reglum um það hvar þeir niegi búa eða hvert þeir rnegi ferðast. Þeir klæða sig bara eins og Kínverjar og fara svo þangað sem þeim sýnist, jafn- vel til Tíbet þótt það sé að mestu lokað fyrir útlending- um. Þwð liefur líka verið slakað á reglunum gagnvart Vestur- landabúum þannig að síðast- liðið sumar var í lagi fyrir þá að búa heima hjá Kínverjum í sumum borgum þótt svo virtist sem engar samræmdar reglur giltu um það fyrir allt landið. Pekingbúar töldu til dæmis öll tormerki á því að bjóða útlend- ingi að gista heima hjá sér,en í mörgum smærri borgum var það hins vegar allt í lagi þótt það væri óvenjulegt. Jtanyang-borg í Mið-Kína er greinilega einn af þeim stöðum þar sem útlendingar eru taldir meinlausir. Kunningi minn, Wang Fusheng, bauð mér að fyrra bragði að búa heima hjá sér þegar ég kom í heimsókn í borgina nú í sumar. Wang átti heima á skólalóð tíbeska þjóðarskólans í Xian- yang þar sem hann kenndi Tíbetum kínversku og kín- verskar bókmenntir. Par hafði hann stórt herbergi ásamt öðrum kennara sem flutti sig inn í annað herbergi þær tvær nætur sem ég var í Xianyang. Húsmunir voru allir hinir fá- brotnustu. Tvö skrifborð voru í herberginu og þrír stólar. Þvert yfir það var strengd þvottasnúra. Þar var einnig bókaskápur með nokkrum tugum bóka. Nokkur vaskaföt voru líka í herberginu og hita- brúsar sem eru ómissandi á öllum kínverskunr heimilum vegna hinnar miklu tedrykkju Kínverja og þess siðs þeirra að drekka heitt vatn þegar þeir eru þyrstir. í einu horninu var klæðaskápur með spegli og á veggjum voru myndir af kvik- myndaleikurum og almanök. Yfir rúmunum héngu flugna- net til að varna moskítóflugun- um aðgang að blóði íbúa þess. Gólf var einfalt steingólf. Vesturlandabúum kann að finnast framangreindur hús- búnaður helst til fábrotinn fyrir fullorðna karlmenn. En Wang kvartaði ekkert yfir því að sig vantaði teppi, þægindastóla, aukaherbergi, eigið salerni og baðherbergi, eldhús, sjónvarp, hljómflutningstæki eða aðra slíka hluti sem þykja nauðsyn- legir á Vesturlöndum. Og vissulega virtist hann vera við góða heilsu bæði andlega og líkamlega þótt hann hefði ekki þennan munað. / Xiahyang-borg og nágrenni búa engir Tíbetar og mörgum finnst það furðulegt uppátæki að reisa tíbeskan skóla í borg- inni. Það er samt ekki svo fráleitt þegar nánar er að gáð. Flestir Kínverjar búa á lág- sléttum og í dölum og þola illa þunnt loftið á hásléttunni í Tíbet. Tíbetar þola hins vegar mjög vel að koma í þykkara loft sem liggur nær sjávarmáli. í Tíbet er mikill skortur á menntuðu fólki þannig að til skamms tíma var útilokað að opna þar æðri menntastofnun með tíbeskum kennurum þar sem langskólagengnir Tíbetar voru það fáir. Þess vegna var ákveðið að stofna Tíbeska þjóðarskólann í Xianyang til að mennta Tíbeta sem síðar gætu snúið aftur til ýmissa starfa í Tíbet og m.a. starfað sem kennarar þar. Tí betar geta lært ýmsar grein- ar í skólanum, þ.á.m. læknis- fræði en mesti tíminn fer samt í að læra Pekingmállýskuna sem er hið opinbera ríkismál í Kína. Tíbeska er mjög frá- brugðin kinversku þótt rnálvís- indamenn haldi því fram að hún sé líklega fjarskyld henni. ■ Greinarhöfundur ásamt vini sínum Wang Fusheng, Kína, sumar 1984. NT-mynd:rb ■ Það fyrsta, sem þessi gamli maður gerði á hverjum morgni, var að æfa „skugg- altox". Hann heidur því fram að svona skugga boxæfingar séu nauðsynlegar til að halda góðri heilsu. Kína, sumar 1984. NT-mynd:rb ■ Nágrannakonur Wangs í Tíbeska þjóðarskólanum. Eins og sjá má á myndinni hafa Kínverjar enn mikil not fyrir þvottaföt. Kína sumar, 1984. NT-mynd:rb Kennararnir þar eru flestir Han. -Kínverjar sem er fjöl- mennasta þjóðarbrotið í Kína og aðeins fáir þeirra tala tí- besku reiprennandi. Wang Fusheng var hins vegar vel talandi á eina tíbesku mállýsk- una og því nokkuð vinsæll meðal nemenda sinna. En nú var Wang að hætta kennslu- störfum við skólann þar sem honum hafði tekist að fá kenn- arastöðu í heimahéraði sínu í Norðaustur-Kína. Mörgum tí- besku nemendunum þótti það mjög leitt og einn þeirra hafði meira að segja gefið Wang hvíta slæðu sem er mesti virð- ingarvottur sem Tíbetar geta sýnt nokkrum manni. .Aðalástæðan fyrir því að Wang hafði ákveðið að segja skilið við Xianyang var sú að forcldrar hans vildu að hann kæmi aftur heim í átthagana. Þau höfðu meira að segja fund- ið fyrir hann eiginkonu sem hafði verið bekkjarsystir hans í gagnfræðaskóla. Hún hafði víst verið ákaflega ástfangin af honum allt frá því að þau voru saman í bekk en Wang fullyrti að hann hefði aldrei rennt grun í það þangað til foreldrar hans fengu hann til að skrifast á við hana fyrir nokkrum árum. Þá hefði hún skrifað honum eldheit ástar- bréf sem hefðu eftir nokkurn tíma líka kveikt í honum. Hann hefði því látið undan og þau hefðu síðan útvegað sér giftingarvottorð síðastliðið sumar. En þar sem þau byggju ekki enn í sömu borg væri varla hægt að tala um að þau væru gift. Wang sagði að síðastliðið haust, þegar hann dvaldist um tíma á heimili tengdaforeldra sinna, hefðu þau ekki einu sinni fengið að búa í sama herbergi þar sem tengdaföður hans fyndist að þau væru ekki raunverulega gift fyrr en gift- ingarveisla með öllum vinum og ættingjum hefði farið fram. Einu sinni hafði konan hans stolist til að gista í herbergi með Wang á heimili foreldra hans sem ekki eru eins íhalds- söm. Næst þegar Wang hitti tengdaföður sinn spurði hinn síðarnefndi hann að því alvar- legur í bragði hvort það væri satt að dóttir sín hefði gist hjá honum, fyndist honum slíkt og þvílikt virkilega við hæfi? Wang varð víst fátt um svör. (framhald) Ragnar Baldursson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.