NT - 27.11.1984, Blaðsíða 1

NT - 27.11.1984, Blaðsíða 1
■ Bronco jeppinn fannst mannlaus um hádegisbilið í gær. Þegar síðast fréttist til ungmennanna höfðu þau átt í brösum vegna bilana í bílnum. NT-mynd: Árni Bjama Þriggja ungmenna og tveggja vélsleðamanna leitað í nótt Þyrlan varð frá að hverfa sökum veðurs spár áætluðu að ýtan næði að skálanum um fimmleytið í nótt. Sjá nánar bls. 2 ■ Verðlagsráð telurauglýs- ingu frá Sól hf. um að gefa Fiat Uno einhverjum kaup- anda Soda Stream vélar, brjóta í bága við góða við- skiptahætti og óhæfilega bæði gagnvart neytendum og samkeppnisaðilum. Þar sé verið að örva sölu á einni vöru með því að gefa kaup- endum hennar von um að eignast alveg óskylda vöru. Davíð Scheving Thor- steinsson hjá Sól hf. lýsti furðu sinni á þessari afstöðu Verðlagsráðs og kvaðst ekki geta séð neitt saknæmt við það að hafa í gleði sinni yfir að hafa selt 20 þúsund Soda Stream vélar frá því Sól hf. byrjaði með þessa vöru, hafa áicveðið að gefa einhverjum af viðskiptavinum sínum, nýjum og gömlum, bifreið í jólagjöf. Kvað hann þau lög sem vitnað væri til í frétta- tilkynningu Verðlagsráðs, um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta við- skiptahætti nr. 55 frá 1978 minna sig einna helst á sögu Orwells um félaga Napóleon þar sem segi: „Öll svín eru jöfn en sum svín eru jafnari en önnur.“ Sagði hann að í hinu íslenska lýðveldi ættu allir að vera jafnir fyrir lögum og væri ekki hægt að mismuna fólki, eins og gert hefur verið með setningu þessara laga. Undirstrikaði hann að bíllinn yrði gefinn, þó hann yrði að fara á Litla-Hraun fyrir vikið, enda væri þess ekki krafist í sam- þykkt Verðlagsráðs, að hann hætti við gjöfina. - segir Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvstj. ■ Með jarðýtu í broddi fylk- ingar ösluöu leitarmenn í átt að sæluhúsinu við Hlöðufell í nótt, í von um að finna þar imgmeiin in sem leitað er, og tvo snjó sleðamenn sem ekkert hefu spurst til síðan í gær. Ungmenn anna er saknað síðan á sunnu dag en bifreið þeirra fannst mannlaus á Laugdælaafrétti gær. Leitarmennirnir tveir sem saknað er, lögðu af stað í átt að skálanum laust upp úr hádegi í gær. Talstöðvarsamband rofn- aði fljótlega við þá, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir annarra leitarmanna til að kalla þá upp. Færð spilltist verulega strax upp úr hádegi og síðdegis var ekki lengur snjósleðafært á þessum slóðum. Þá fínkembdu gangandi leitarmenn fjöll næst byggðum en sú leit hafði engan árangur borið, þegar NT fór í prentun í ■ Legið yfir kortunum í leitarstöðinni í Miðdal í gær, þaðan sem leitinni var stjórnað fram undir kvöld. Þá var stjórnstöðin flutt niður á Laugarvatn í barnaskólann þar. NT-mynd: Amí Bjama nótt. Þá var einn hópur leitar manna enn að brjóta sér leið frá Kaldadal að sæluhúsi við Kerl- ingu sunnan undir Skjaldbreið. Ofsaveður skall yfir leitar- svæðið á sunnudagskvöld og rénaði ekki fyrr en leið á gær- daginn. Snemma í gærdag kom þyrla Landhelgisgæslunnar til leitar, en varð frá að hverfa sökum slagviðrisogþoku. Hafði veðrið þá máð burt öll spor ungmennanna frá bílnum, þannig að þefvísi sporhunds sem björgunarsveitirnar höfðu sér til aðstoðar, kom ekki að haldi. Helstar vonir eru bundnar við að ungmennin hafi náð að Hlöðufellsskálanum en það er röskur þriggja tíma gangur í góðu færi, frá staðnum þar sem bifreið þeirra fannst. Hins vegar var kolófært að skálanum fyrir öll farartæki nema-jarðýtuna sem mjakaðist áfram en átti í sífelldum töfum. Bjartsýnustu Bíllinn verður gefinn þó ég verði að fara á Litla-Hraun! Bæjarstarfsmenn: Segja upp samningum Verkfall gæti skollið á í febrúar ■ Nú um mánaðamólin rennur út frestur fyrir þau bæjarstarfsmannafélög sem samþykktu sáttatil- löguna í október, eða sögðu aldrei upp launalið- um samninga, til að segja upp launaliðum samninga. Samkvæmt þeim samn- ingi sem var í gildi, þ.e. febrúarsamningnum, eru launaliðir samningsins lausir 1. janúar, og þar sem sáttatillagan fól ekki í sér neina breytingu á því atriði stendur það óbreytt. Búast má við að Starfs- mannafélag Akraness, Keflavikur, Suðurnesja, Ólafsfjarðar og Neskaup- staðar segi upp nú fyrir mánaðamótin. í Garðabæ standa nú yfir viðræður milli bæjar- stjórnar og starfsmanna- félagsins, en eins og fram kom í fréttum var samið þar m.a. um að samning- urinn væri endurskoðaður með tilliti til þess sem um semdist annars staðar. Þá má búast við að sömu félög scgi einnig upp aðal- kjarasamningi, því verði það ekki gert fyrir áramót framlengist hann um tvö ár. Gangi samningavið- ræður treglega á þessum stöðum gæti verkfall skoll- ið á í febrúarbyrjun.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.