NT - 27.11.1984, Page 4

NT - 27.11.1984, Page 4
 fíF Þriðjudagur 27. nóvember 1984 4 lil |> Fréttir ■ Hinum slösuðu var safnað á einn stað þar sem hlynnt var að þeim og skyndigreining fór fram. Yfirstjórn á slysstað var í bifreiðinni til vinstri á myndinni, en mörgum þótti hún ekki vera sem skyldi. Hópslysaæfing á Keflavíkurflugvelli: Flutningur slasaðra tók allt of langan tíma og skyndihjálpin var í molum ■ „l’egar á heildina er litið er ég ánægður með hvernig tókst til. Það er enn verið að vinna úr niðurstöðum og við munum að sjálfsögðu endurskoða núgild- andi áætlun, sem er frá 1982, í Ijósi þess er kann að koma fram. Æfing sem þessi er haldin til að leiða í Ijós galla og má því segja að hún hafi vissulega verið árangursrík,“ sagði Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, í samtali við NT, um nýafstaðna hóp- slysaæfingu sem Almannavarnir Suðurnesja og Keflavíkurvallar stóðu að. Fram hefur komið í fréttum að ýmsir þættir við æfinguna hafi verið í molum og meðal þess sem til var tekið var flutn- ingur slasaðra á sjúkrahús. Sagði Pétur að vissulega hefði það tekið of langan tíma að koma hinum „slösuðu" undir læknishendur, en þar hefði ein- ungis verið um tæknilegt atriði að ræða. Slysið hefði verið svið- sett úti á víðavangi og aðeins ein akbraut niður að slysstaðnum. Þeir hefðu hins vegar yfir að ráða jarðýtu og tæknibúnaði sem á augabragði gæti rutt slóða fyrir sjúkrabíla og björgunar- sveitir, ef um raunverulegt slys væri að ræða, en hefðu talið ástæðulaust að fara út í að spilla gróðri að óþörfu. Mest um vert hefði verið að þessi tækjabúnað- ur hefði verið kominn á réttum tíma á vettvang og því nýtan- legur ef raunverulegt slys bæri að höndum. Annað sem gagnrýnt hefur verið við þessa hópslysaæfingu er yfirstjórn björnugnaraðgerða á slysstað. Þótti mörgum sem lítið samband og samræming væri milli einstakra þátta. Upp- lýsti Pétur að fjarskiptasam- band væri við alla aðila sem að björgunarstarfinu stæðu og í þessu tilfelli hefði bilað stöð , þannig að það hefði riðlað skipulaginu, en hins vegar væri agi ekki neitt vandamál og allir hlýddu fyrirskipunum. Einnig hefur verið minnst á að skyndihjálpin hafi verið í molum og kvartað yfir því að læknar og hjúkrunarfólk væri ekki áberandi merkt, þannig að ekki væri neitt vafamál hvaða störfum það gegndi. Sagði Pétur að þau mál yrðu m.a. tekin til endurskoðunar, en hitt væri Ijóst að frumgrein- ing á slysstað væri alltaf gróf slysagreining og vissum ann- mörkum háð. Hjá því yrði aldrei komist. Það væri aldrei fyrr en slasaðir væru komnir á sjúkra- hús sem hægt væri að ákveða endanlega hvernig meðhöndlun þeir ættu að fá. Pétur undirstrikaði að gildi æfingarinnar hefði legið í því að sjá hversu vel menn skiluðu sér á vettvang og hefði það verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu mikill áhugi hefði verið fyrir henni. Það hefði komið einna best fram í þeirri reiði sem braust fram meðal manna er þeir komust ekki nægilega fljótt á slysstað til að verða að liði. Vildi hann þakka öllum þeim er þátt tóku í hópslysa- æfingunni fyrir fórnfúst starf um leið og hann áréttaði, til að leiðrétta hugsanlegan misskiln- ing, að þessi hópslysaæfing hefði verið takmörkuð við Suðurnes vegna þess m.a. hversu stutt væri síðan hópslysa- æfing var haldin á Reykjavík- urflugvelli með þátttöku sjúkra- húsa og björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu. ■ Slökkviliðsmenn voru fyrstir á staðinn og aðstoðuðu við að ná slösuðum farþegum úr brakinu eftir að þcir höfðu slökkt eldinn. NT-myndir: Sverrir Græna brúðkaupsveislan 3 frábærir einþáttungar í Bæjarbíói Hafnarfirði. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Veisluna eftir Ferenc Molnár. Leikfélag Mosfellssveitar sýnir: Ferðin til skugganna grænu, eftir Finn Methling. Leikfélag Kópavogs sýnir: Brúðkaupsveislan, eftir Dorothy Parker 2. sýning þriðjudag kl. 20.30 3. sýning fimmtudag kl. 20.30 Miðasala í Bæjarbíói frá kl. 18.00 sýningardagana. Sjáumst. Ólympíumótið í skák: Jóhann tefldi skák sína af gífurlegri hörku gegn Sax Sigurskák Helga Ólafssonar gegn Hort birt í heild ■ íslendingar gátu vel við unað að ná jafntefli við Ungverja í 7. umferð Ólympíuskákmótsins í Saloniki í Grikklandi. Að vísu varð undirritaður að bíta í það súra epli að tapa á 1. borði fyrir Portish. Ég lenti í hálfgerðu heimabruggi hjá Portish og fór illa út úr byrjuninni og varð að gefast upp eftir 30 leiki. í rauninni var útlitið held- ur ekki gott í öðrum skákum íslendinganna. Jón L. virtist vera að tapa á fjórða borði, Jóhann var með erfiða stöðu gegn Sax og Margeir hékk á jafntefli með þráskák. En undir lok fyrstu setu lék andstæðingur Jóns af sér og tók þann kost að bjóða jafn- tefli þó hann væri enn með betri stöðu. Jóhann náði mótspili gegn Sax og þegar skákin fór í bið sáum við að hann var kominn með mun betra tafl. Liðs- stjóri Ungverjanna, Forin- tos, kom samt að máli við Kristján Guðmundsson, liðs- stjóra íslensku sveitarinnar, í hléinu og bauð jafntefli fyri'r hönd Sax. En þegar við fórum að skoða skákina virt- ist hún vera gjörunnin hjá Jóhanni svo jafnteflisboðinu var hafnað. En þegar tekið var til við skákina aftur kom í ljós að Sax hafði leikið biðleik sem við höfðum ekki komið auga á og reyndist vera mjög öfl- ugur, Jóhann fór við það úr jafnvægi og valdi vafasamt framhald, neyddist m.a. til að fórna skiptamun. En þeg- ar leið á skákina kom í ljós að útreikningar Jóhanns voru réttir, og hann stýrði liði sínu örugglega til sigurs. Ungverjarnir voru satt að segja mjög miður sín eftir þessa viðureign, höfðu reikn- að með að vinna okkur stórt. En þeir tóku úrslitunum karl- mannlega og Sax sagði á eftir að Jóhann hefði teflt sína skák af gífurlegri hörku. Sigurganga Sovétmanna heldur áfram og í 7. umferð sigruðu þeir Júgóslava 3-1. Á fyrsta borði vann Beljavski Ljubovich og er hann nú búinn að vinna allar sínar skákir og raunar búinn að leggja alla sterkustu skák- menn utan Sovétríkjanna á mótinu. Bandaríkjamenn og Rú- menar gerðu jafntefli, 2-2, og staðan í viðureign Tékka og Englendinga er 11/2-1 1/2 og einni skák er ólokið. Hol- lendingar töpuðu fyrir Kín- verjum 2 1/2-1 1/2 en Svíar unnu Chilebúa stórt, 3 1/2- 1/2. Staðan er þá sú að Sovét- menn eru efstir með 22 1/2 vinning . Svíar eru komnir í 2. sæti með 19 vinninga og Tékkar eru í 3. sæti með 18 1/2 og biðskák. Englendingar eru í 4. sæti með 18 vinninga og biðskák og íslendingar eru í 5.-9. sæti með 18 vinn- inga ásamt Ungverjum, Bandaríkjamönnum, Rú- menum og Frökkum. í kvennaflokki gekk ís- landi einnig vel í 7. umferð. Liðið tefldi við Itali og vann, 3-0. Þar hafa Sovétmenn einnig forustu. Helgi Ólafsson vann Tékk- ann Vlastimil Hort í viður- eign íslendinga ogTékka í 5. umferð. Skák þeirra fer hér á eftir. Hvítt: Helgi Svart:Hort Móttekið drottningarbragð 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 dxc4 4. Rc3 a6 (Þetta afbrigði sem Hort tefl- ir byggist á að reyna að halda í peðið á c4. Honum tekst það raunar en hvítur fær í staðinn nokkurt frumkvæði. Það vill nú svo til að Helgi hafði hugboð um að Hort myndi tefía þetta afbrigði og var því undirbúinn) 5. e4 b5 ‘ 6. eS Rd5 7. a4 Rxc3 8. bxc3 Dd5 9. g3 Bb7 10. Bg2 Dd7 11. Ba3 Bd5 (Svartur reynir að halda stöðunni lokaðri en það tekur tíma og hvítur fær að þróa stöðu sína á meðan). 12. 0-0 Rc6 13. Hel g6 14. Bc5 Hd8 15. axb5 axb5 16. Rg5 Bxg2 (Staðan er nú mjög tvísýn en Hort hafði þegar hér var komið notað mikinn tíma. Næsti leikur Helga er öflugur millileikur. í stað þess að drepa biskupinn aftur leikur hann ). 17. e6! fxe6 18. Kxg2 Dd5t 19. Df3 . Helgi Olafsson skrifar um skák (Hvítur er tveim peðum und- ir en vegna þess hve menn hans eru virkir er óhætt að fara út í endatafl. Hanngetur auðveldlega náð þessum peðum aftur) 19. ... Dxf3 20. Kxf3 Hd5 21. Rxe6 Kd7 22. He2 Bh6 23. Hael Ha8 24. g4 Bg5? (Hort er greinilega hræddur um að biskupinn lokist inni og vill ekki leyfa hvítum að leika g-peðinu áfram til g5. En eftir þennan leik virðist svo sem allir möguleikar svarts séu úr sögunni. Hann hefði þurft að leika hér Hb8 og hefur þá möguleika á mótspili með því að færa b- peðið áfram ). 25. Rxg5 Hxg5 26. Bxe7 Hd5 27. Bc5 b4 28. Ke4 Hg5 29. cxb4 Hxg4t 30. Kd5 Hb8 31. Kxc4 Hxd4t (Hort sér að hann getur ekki varist í þessari stöðu með því að sitja aðgerðarlaus og kýs því að fórna skiptamun). 32. Bxd4 Hxb4t 33. Kc5 Hxd4 34. He7t! Rxe7 35. Kxd4 Kd6 36. Ke4 Ke6 37. He3 c6 38. Hh3 h5 39. Kd4 h4 40. Ke4 g5 Hér fór skákin í bið og það kom í ljós að vinningurinn var auðveldur en Hort tefldi samt áfram) 41. f4 Kf6 42. fxg5 Kxg5 43. Hc3 Kg4 44. h3t Kg5 45. Hc5t Kf6 46. Kf4 Rg6t 47. Kg4 Re5t 48. Kxh4 Kf5 49. Kg3 Ke4 50. h4 Kf5 51. h5 Kf6 52. Kh4 Rf3t 53. Kg4 Re5t 54. Hxe5t Og svartur gafst upp. Helgi Ólafsson

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.