NT - 02.12.1984, Blaðsíða 6

NT - 02.12.1984, Blaðsíða 6
Sunnudagur 2. desember 1984 6 Eru Islendingar hamingjus ■ Daniel Teague NT mynd Sverrir Islendingar kvarta ekki /Jandaríkjamaðurinn Daniel Teague er lögfræðingur að mennt. Á háskólaárum sínum í Seattle kynntist hann konu sinni dr. Laufeyju Steingrímsdóttur næringafræðingi og dósent sem er Islendingum að góðu kunn fyrir sína ágætu sjónvarpsþætti. Daniel og Laufey fluttu til íslands 1979 og starfar Daniel sem sölustjóri fyrir Norður-Ameríku hjá fyrirtækinu Hildu h.f. Zíaniel varð fyrstur á vegi okkar og þcgar hann var spurð- ur hvort honum þætti íslend- ingar hamingjusamari en Bandaríkjamenn svaraði hann á eftirfarandi hátt: Ég er ekki viss um hvað íslendingar meina í þessu sam- hengi þegar þeir segjast vera hamingjusamir. En ég ímynda mér af því sem ég þekki þá að þeir segi jú, jú, þegar þeir eru spurðir þessarar spurningar af ókunnum manni. En það er eitt sem einkennir íslendinga, þeir kvarta ekki. Pað er eitt- hvað í þjóðarsálinni sem er andsnúið kvörtunum, þeir þegja og halda frekar áfram en að kvarta. Bandaríkjamenn kvarta frekar en þegja. A nnars þekki ég þetta frá: bandaríska sjóhernum. Ég var á herskipi einu sinni og þá var! aldrei kvartað nema ef um ■ Það er fátt sem vakið hefur jafn mikla athygli að undanförnu og könnun Hagvangs á viðhorfum og gildismati íslendinga. Það kom til dæmis mörgum á óvart nú á síðustu og verstu tímum að heyra að íslendingar reyndust flestum þjóðum hamingjusamari. Víða var deilt um ágæti könnunarinnar, hvort rétt hafi verið spurt eða rétt hafi verið svarað og verður sennilega seint úr því skorið. Til að fá meiri breidd í umræðuna þá ræddi NT við fimm útlendinga frá flmm mismunandi löndum, sem hafa verið búsettir á íslandi um árabil og spurði þá álits á nokkrum niðurstöðum könnunarinnar. virkilegt vandamál var að ræða. Samfélagið var svo lítið að það er ekki hægt að vera sífellt að kvarta. Eg ímynda mér að þetta hafi verið svipað hér á bóndabæjunum í gamla daga, það þýddi ekki að kvarta daglega um hluti, sem ekki var hægt að breyta. Auðvitað heyri ég fólk tala um að erfitt sé að eignast íbúð, að vöruverð sé of hátt og launin of lág, en það er yfirleitt ekki mikið kvartað og kann ég vel að meta það. Fólk virðist tala lítið um trúmál hér. í Bandaríkjunum eru trúmál ríkur þáttur í lífi almennings og sértrúarsöfnuð- ir margir. Maður verður oft fyrir óþægindum og ágangi af fólki sem boðar sértrú sína og treður í mann alls kyns bulli eins og ég kalla það. •Bandaríkjamenn líta barneignir utan hjónabands mjög illum augum, en það fer svolítið eftir þjóðfélagsstéttum hvernig þeir bregðast við þeim. Þegar ég var að alast upp var það oft sagt að þeir ríku sendu dætur sínar í fóstureyðingu, en nú geta fleiri en hinir ríku gert það. Fólki var líka oft ýtt út í hjónaband og var þetta falið þannig, en það varð oft til þess að fólk giftist sem ætlaði sér ekki að giftast og skildi svo seinna. Nú, svo tíðkaðist það líka að gefa barnið. Ég held að þetta hafi breyst á seinni árum, konur reyna frekar að ala upp börnin einar, gefa þau síður og láta ekki neyða sig í hjóna- band. En það er tvímælalaust ennþá skömm að eíga barn utan hjónabands í Bandaríkj- unum. Þegar þú varst í mennta- skóla var engin stúlka ófrísk og átti barn? Það voru 800 krakkar sem útskrifuðust með mér og ég man bara eftir því að ein stelpa varð ófrísk og fékk fóstureyðingu. Slíkt var venjulega vel falið, en það spurðist samt út. Nú eru íslendingar frjáls- lyndari en Bandaríkjamenn hvað viðkemur barneignum utan hjónabands, hefur þú orðið var við að þeir væru þröngsýnni en Bandaríkja- menn á öðrum sviðum? iVei, ég held að það sé ekki. Ég hef reyndar hitt þröngsýnt fólk hér eins og í Bandaríkjunum. Munurinn er bara sá að hér talar maður við alls konar fólk úr öllum áttum, sem maður gerir ekki á sama hátt íBandaríkjunum. Égheld að það sé eins þar og hér, sumir eru frjálslyndir, aðrir íhaldssamir og enn aðrir aftur- haldssamir. En íslendingar eru mjög lokaðir og mun ófúsari til að tjá sig um persónuleg mál en Bandaríkjamenn. En þeir eru miklu viljugri að ræða stjórn- mál en Bandaríkjamenn. Það er erfitt að segja hvað kom mér mest á óvart í fari íslendinga. En ég man hvað það sló mig og mér fannst gaman að sjá þegar ég kom hingað fyrst í heimsókn fyrir 15 árum að fólk á öllum aldri og öllum stéttum gat talað saman um málefni, sem báðir þekktu og höfðu gaman að ræða um. Það gerist ekki svo glatt í Bandaríkjunum að fólk á ólíkum aldri og stéttum geti gert það sama. Þó svo þeir reyni að tala saman er það meira til að fylla þögnina með hljóðum. Þegar ég spurði Daniel hvort ekki mætti birta nafn hans og mynd með viðtalinu sagði hann hlæjandi, æi nei, ég er einn af þessum Bandaríkja- mönnum, sem ekki vill láta skoðanir sínar í ljós. En ég sagði að það þýddi ekki neitt, nú yrði hann að haga sér eins og íslendingur og féllst hann þá á það. & ■ Miriam Rubner og dóttir hennar Jael 7 ára NT mynd Róbcrt íslendingar eru bjartsýnismenn IMiriam Rubner er fædd og uppalin á einum elsta kibbútznum í ísrael, Merchavia nálægt Nazaret sem settur var á stofn árið 1911. 1976 fór hún til Þýskalands og kynntist þar manni sínum Friðrik Adólfssyni verkfræðingi. Þau fluttu til íslands 1977 og eiga tvö börn, Jael 7 ára og Kjartan Jónatan 5 ára. 99 Eg var svolítið hissa að heyra að (slendingar teldu sig svona hamingjusama. Það er óskaplega erfitt að skilgreina hugtakið hamingja. Hvernig mundir þú gera það?“ spurði Miriam blaðamann og varð fátt um svör. „En ég hef það á tilfinningunni að fslendingar séu miklir bjartsýnismenn - og hverjir aðrir en bjartsýnis- menn gætu búið á íslandi," bætir Miriam við og hlær. „Ég get alls ekki sagt af hverju þessi bjartsýni stafar, en hún er alla vega ekki trúarlegs eðlis." ,,/sraelsmenn eru líka bjartsýnismenn, en það er rnjög erfitt að bera þessar tvær þjóðir saman. íslendingar hafa búið á íslandi öldum saman og eru meira og minna skyldir. ísrael er svo ung þjóð og þar býr fólk, sem hefur flust þang- að alls staðar að, frá Banda- ríkjunum, Evrópu og Norður- Afríku. Það býr í sama landi og er sömu trúar en það er ekki alltaf nóg til að tengja það Saman. /sraelsmenn eru líka mjög bundnir af sögu sinni og þeir hafa átt í stríði árum saman. Þeir eru stöðugt að verja land- ið sitt og það er bjartsýnin, vonin og trúin á lífið sem hvetur þá áfram. Þó allir ísra- elsmenn séu ekki trúaðir þá trúa þeir því flestir að það sé einhver æðri máttur sem verndar þá. Fjölskyldutengslin eru sterk meðal gyðinga Það er ekki talið æskilegt að konur eigi börn í ísrael án þess að vera giftar, þó það gerist rneira núna en áður fyrr. Fjölskyldan er svo mikilvæg og fjölskyldutengslin svo sterk meðal gyðinga og hafa allir sínum skyldum að gegna í barnauppeldinu. Svo það er ekki talið gott að barn fari á mis við föður sinn, þó auðvitað sé rnikið af ungum ekkjum með börn í ísrael. íslendingar viðkvæmir fyrir gagnrýni Það er erfitt að svara því hvort íslendingar séu þröng- sýnni en ísraelsmenn á öðrum sviðum en hvað við kemur barneignum utan hjónabands. En það er ekki óeðlilegt að íslendingar sem aldrei hafa verið annars staðar en á íslandi verði þröngsýnir. Víðsýni öðl- ast maður með því að ferðast um heiminn og hitta mismun- andi fólk og kynnast ólíkum sjónarmiðum. Ég vil alls ekki segja að íslendingar séu í eðli sínu þröngsýnir, en lega lands- ins býður upp á það. En það er eitt sem er ólíkt með íslendingum og fsraels- mönnum, ísraelsmenn eru mjög gagnrýnir á sjálfa sig. Það er mannlegt að gera mis- tök og allt í lagi finnst mér að gagnrýna og benda á það sem • miður fer. En íslendingar eru mjög viðkvæmir fyrir gagn- rýni, en hvað það er sem veldur, því get égekki svarað.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.