NT - 02.12.1984, Blaðsíða 5

NT - 02.12.1984, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2. desember 1984 5 — ásamt flamenkodansi, helstu uppi- stöðuna í yfirborðsmenningu/ómenn- ingu þjóðar sinnar. Hvorttveggja væri hluti af Spáni kastaníuskellunnar og bjöllubumbunnar - sama Spáni og nú er reyndar seldur sólóðum ferða- mönnum fyrir klingjandi gjaldeyri. Iistlista... L/nnendur nautaatsins - baráttu skynseminnar/mannsins við blint afl náttúrunnar//nautsins - segja það list lista, því að hér séu nær allar listir samankomnar í einni; litir málverks- ins, hreyfingar dansins, stellingar höggmyndirnar, hljómur tónlistar- innar, spenna leiksýningarinnar... Atið sé fegurð, geðshræring, eitthv- að ósnertandi, hverfult eins og andar- takið, sköpun sem fæðist og deyr í fæðingu og hinn einni sanni harm- leikur, enda háskinn óloginn, blóðið ekki blek né dauðinn plat. Það hafi og blásið málurum og skáldum andagift í brjóst: Goya, Picasso, García Lorca, Alberti, Hem- ingway... ísskápar fullir af frystu ofbeldi... Það sé hræsni að vera á móti atinu - hvaða dýr fái dýrlegri dauða en ýgt atnautið? Hræsniaðvera á móti atinu á tímum pyntinga, efnavopna, kjarn- orkuflauga, heimsvaldastefnu, stríðs, þjóðarmorða, dýragarða, hungurs, ofáts, ofbeldis... Og lifum við ekki á ofbeldi? Eru ísskápar okkar ekki fullir af frystu ofbeldi? Er hvítt kjötið í barnamatarkrukkum velferðarinnar ekki afraksturinn af hræðilegum blóðsúthellingum? Hvort er meira ofbeldi, barátta manns og bola, þar sem hvor getur banað hinum, eða dauði lambsins, sem fær rafmagns- skot í hausinn? Við lifum á ofbeldi, en kjósum að loka augunum fyrir því; döpur augu, dofið hjarta. dýrkaður guð og deyddur... iVautaatið er stærsta skáldskapar- og lífslind Spánar og nautatorgið eini staðurinn, sem menn sækja í þeirri fullvissu að sjá dauðann vafinn blind- andi fegurð, sagði skáldið Federico Garcá Lorca (1898-1936). Atið er trúarharmleikur, sagði hann, þar sem guð er dýrkaður og honum fórnað, líktog í messugjörðinni. Nautið er tákn hins dýrkaða guðs, sem deyddur er í fórn. Spánn er eina landið, þar sem dauðinn er þjóðarsjónleikur, þar sem dauðinn blæs í ómlangar básúnur á hverju vori. frjómáttur, kynorka, getnaðargeta... (Tppruni atsins týnist í tímans móðu. Kríteyingar, etrúskar, róm- verjar, márar, íberar, ke!tar...veiði- list, guðsdýrkun, hjátrú, reiðlist. Atið gæti verið bein afleiðing veiða á hinu ýga nautakyni Íberíu/Spánar. Nautið/brúðkaupsbolinn hafi og verið tákn frjómáttar, kynorku, getnaðar- getu, sem menn/íberar töldu sig öðl- ast með því að berjast við dýrið og drepa það. Síðaritímanautaat væri þá afbökun þessara siða. Um aldir var barist við naut af hestbaki. Það er enn gert. Nútíma- nautaat, þ.e. að fótgangandi maður etjist við bola, verður þó ekki til fyrren á 18. öld. iVú ru er nautaat stundað í ýmsum löndum; á Spáni, í Portúgal (þar sem nautunum er ekki fargað) í S-Frakk- landi, Venesvelu, Mexíkó. Kólomb- íu, Bólivíu, Perú... XLin 440 nautaöt fóru fram á Spáni 1984 og hátt í 3000 naut voru vegin, en alls munu um 4000 nautahátíðir (spánverjar kalla atið þjóðhátíð/la fiesta nacional) af ýmsu tagi - ung- nautaat, kálfahlaup, nautaat af hest- baki, trúðsýningar ofl - hafa verið haldnar. dautt hold ogblóð... iS'tundum banar nautið nauta- bananum. Nú síðast 26. september, er Francisco Rivera „Paquirri", 36 ára gamalreyndur nautabani, lést af hornstungusárum, sem hann hlaut í Pozoblanco/Hvítabrunni, smábæ skammt norðan Kordóvuborgar. Þetta var síðasta nautaatið hans á Spáni í ár - daginn eftir ætlaði hann til Ameríku - síðara nautið hans á atinu. Allt gekk vel í fyrstu. Paquirri sveiflaði klútnum af kunnáttu og blóðstokkið nautið rótaðist í kringum hann, en skyndilega krækti það öðru horninu í vinstra læri hans, hóf hann á loft og hristi einsog tusku í nokkrar sekúndur. Klukkan var 19:20. Paq- uirri lést rúmum tveimur stundum síðar í Kordóvu eftir einsoghálfs tíma ferð í sjúkrabíl um hlykkjóttan fjallveg. Hjartað bilaði. iJundurtætt læri, rifinn nári, blóð - mikið blóð - sáust í sjónvarpi daginn eftir. Einhver hafði verið með sjár- tæki*/video og myndbundið horn- stunguna og Paquirri, er hann var borinn helstunginn af velli, en þó stappandi stálinu í þá, sem í kringum hann voru. .Paquirri var jarðaður í Sevilju tveimur dögum eftir dauða sinn. Móðursjúkur mannfjöldinn - 100 þúsund - hreif kistuna úr höndum ættingja fyrir framan nautatorgið og bar hana með hrópum: torero, torero/ nautabani heiðurshring um það og síðan útum aðalhliðið, en nautabanar njóta slíkrar sæmdar þá aðeins, að þeir hafi þótt sérlega lagnir við atið. Þetta var einsog helgiganga á páska- viku, þegar seviljumennberalíkn- eski Meyjarinnr Þjáðu úr kirkju um götur borgarinnar, nema hvað María Mær er úr tré, en Paquirri var af holdi og blóði, dauðu holdi og blóði. *sjá:kvk, sbr ratsjá, Gr. höf.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.