NT - 02.12.1984, Blaðsíða 8

NT - 02.12.1984, Blaðsíða 8
Sunnudagur 2. desember 1984 8 ■ Fyrir nokkru var hópi íslenskra bladamanna boðið að skoða Schiphol-flugvöll í HoIIandi. Það var Arnarflug sem stóð að þessu rausnarlega boði, en nú eru að verða tvö ár síðan félaginu var veitt leyfí til reglulegs áætlunarflugs þangað. Flugvöllur þessi er engin smásmíði þó vægt sé til orða tekið. Við hann vinna hvorki meira né minna en 28 þúsund manns og um tíu milljónir farþega fara um völlinn árlega. Hann er þó á engan hátt fullnýttur þar sem hann er talinn geta tekið við nær helmingi meiri umferð eða um 18 milljónum farþega á ári. íslendingar velkomnir Það var tekið á móti okkur íslend- ingum af sannri hollenskri gestrisni þessa dagstund sem við dvöldumst á Schiphol. A blaðamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni kom greinilega fram að íslendingar eru síður en svo litnir hornauga á Schiphol. Á þessum tveimur árum sem Arnarflug hefur flogið til Amst- erdam liefur farþegum þangað fjölg- að jafnt og þétt og það virtist ekki hafa farið framhjá hinum hollensku yfirmönnum flugvallarins. „Viðleggj- um áherslu á að laða hingað til okkar lítil flugfélög sem stór og reynum jafnframt að gera öllum jafn hátt undir höfði,“ eins og einn fulltrúi flugvallarins orðaði það. „Arnarflug er félag sem er í örum vexti og íslendingar hafa svo sannarlega kunn- að að meta þá þjónustu sem við bjóðum hér uppá.“ Flugbraut á hafsbotni Orðið Schiphol þýðir ekki skiphóll eins og ætla mætti eftir orðsins ■ Á hvcrjum degi fara nú um 500 til 1000 flugvélar um völlinn og hann er í hópi þeirra allra stærstu í Evrópu. Á síðastliðnu ári komu 10 milljónir manna til Schiphol. hljóðan, heldur „skipavíti". Flug- völlurinn dregur nafn sitt af miklunt flóa sem var þar sem hann er nú í eina

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.