NT


NT - 02.12.1984, Síða 15

NT - 02.12.1984, Síða 15
Sunnudagur 2. desember 1984 15 salnum, sem var alls ekki í byrjun. Þetta var mjög skrítin og skemmtileg upplifun. við rætt fram og aftur um leik og leiklist. Dreymirum að vinna í úra• og skartgripa■ verslun Leiklistarstarfið er mjög krefjandi ogþað myndast mjög sterk persónuleg tengsl milli fólks. Pað er því mikil hætta á að einangrast og því alveg nauðsynlegt að gera eitthvað allt annað af og til, fara á sjóinn, kynnast nýju fólki. Mig dreymir t.d. um að vinna í úra- og skartgripaverslun. Þegar ' þú kemur inn í bakarí, tísku- verslun eða plötubúð, er það ekki svo frábrugðið öðru senj þú þekkir. En úra- og skart- gripaverslanir eru allt öðruvísi. Þar ríkir svo mikil þögn, þar er allt svo rólegt og fíngert, og afgreiðslufólkið er svo kurteist og hefur svo mikinn tíma fyrir þig. Þessi heimur er svo ólíkur þeim sem ég bý í. Nú svo langar mig voða mikið til að leikstýra. Leik ekki tilað verða dáð stjarna - Jú, vissulega er ég ánægð með þá dóma, sem ég hef fengið fyrir leik minn í Petru von Kant, þó mér finnist það stundum einum of mikið hrós. Maður leggur sig alla frani á æfingum og vonar heitt og innilega að einhver trúi á þetta og þegar það tekst er maður að vonum ánægður. En ég veit ekki hvort þessi velgengni mín í Petru von Kant eigi eftir að hjálpa mér á framabrautinni. Ég er ekki að leika til að verða dáð stjarna á stalli, heldur af því ég hef fundið ntig á þessu sviði og langar að tjá og túlka og hafa samband við fólk á þennan hátt. Það var brýnt fyrir okkur frá upphafi í Leiklistarskólan- um að við væruni að útskrifast út í atvinnuleysið svo við gengum út frá því strax að það biði enginn eftir manni með tilboð. Það eru fáir sem hafa áhyggjur af því að fá ekkert að gera og sitja við símann og bíða. Það er samt alveg lífs- nauðsynlegt að leika af og til og ég held að þetta verði til þess að fólk fer oft að gera eittnvað sjálft. Einleikur í bígerð - Já, er það satt að þú og Karl séuð með í bígerð einleik fyrir þig sem Egg-leikhúsið ætlar að setja upp? Ja, María dregur seiminn, það er kannski ekkert leyndarmál. Karl skrif- aði þennan einleik fyrir mig þegar ég var í Leiklistarskólan- um og ætlar hann að endur- skrifa hann, og við síðan að vinna hann í samvinnu við Viðar Eggertsson. Já, þetta er sennilega næsta stóra verkefn- ið mitt. En stærsta verkefnið núna er auðvitað að ljúka við húsið. Ég leit á klukkuna og fékk samviskubit yfir því að hafa tafið Maríu svona lengi frá smíðunum. En María sagði að þetta væri allt í lagi með sömu hógværð og fyrr, en ég kunni ekki við annað en að kveðja og þakka fyrir mig, þó ég viti að María hafði frá miklu meira að segja. I.D.B. Erfittað leika í tveim leikritum samtímis - Mér líkar voða veL við Petru en hún er ekki gallalaus manneskja. Ég hef nú suma af hennar göllum en svo er hún líka ólík mér. Við erum báðar miklar tilfinningaverur, það getur verið mjög erfitt, þegar illa gengur, en er ofsalega gott þegar straumarnir eru jákvæð- ir. Petra gerir allt til að hafa líf sitt skipulegt og læra af mis- tökum sínum, en henni tekst það alls ekki. Hún er mjög kröfuhörð við sjálfa sig og alla í kringum sig og fyrir vikið kannski oft tillitslaus. En það er líka fólkinu í kringum hana að kenna, þeir hafa sett hana á stall. Mér finnst alltaf erfiðara og erfiðara að leika Petru ég er alltaf að finna á henni nýja fleti og um leið á sjálfri mér. Og með hverri sýningu skynja ég líka sterkara hennar tilfinning- ar og viðbrögð. Svo er það líka voða erfitt að vera í tveim krefjandi hlutverkum í einu. Það tekur tíma að losa sig úr einni rullu og koma sér inn í aðra. Það skapast svo mikil togstreita og maður verður hræddur um að gera hvorugt nógu vel. Yfirvöid ættuað skammast sín - Það er rangt að afskrifa Alþýðuleikhúsið, sem eitthvað sérleikhús fyrir menntamenn og listamenn. Gestir Alþýðu- leikhússins er fólk úr öílum stéttum og á öllum aldri, frá pönkurum upp í gamalmenni. Það er sárgrætilegt að Alþýðu- leikhúsið hafi verið tekið út af fjárlögum í ár. Svo lengi sem fólk er viljugt að vinna við leikhús og leggur líf og sál í það, og svo lengi sem fólk sækir sýningarnar, á þessi starfsemi rétt á sér. Yfirvöld ættu að skammast sín að tala alltaf um leikhús sem Það er greinilegt að fólk hefur mikla þörf á þeim tjáskiptum sem eiga sér þar stað. María Sigurðardóttir leikkona var að saga og negia pegar ^ — s Gottaðbúa með leikara - Nei, það er alls ekki erfitt að búa með manni, sem er í sömu grein, það er reyndar mjög gott, kannski alveg nauð- synlegt sagði María, þegar ég spurði hvernig það væri að búa með Karli Ágústi. Þegar mað- ur er að æfa hlutverk getur maður orðið alveg óþolandi í lengri tíma. Til að ná tökum á rullunni þá þarf maður að kafa svo djúpt í tilfinningar annarra og um leið sjálfs sín. Maður þarf að leita uppi þætti sem maður á sameiginlega með manneskjunni, sem leikin er og oft eru þetta eiginleikar sem hafa blundað djúpt og verða; skyndilega ríkjandi. Þannig- getur maður orðið allt önnur manneskja og alveg óþolandi í þokkabót, sérstaklega rétt fyr- ir frumsýninguna. Ég held að maki, sem ekki er leikari ætti kannski erfiðara með að skilja og umbera þetta. Svo getum

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.