NT


NT - 02.12.1984, Page 18

NT - 02.12.1984, Page 18
Sunnudagur 2. desember 1984 18 Stórmerkum þáttum um Tar- otspilin í Helg- arblaði NT ernú aðljúka. Einsog lesendum blaðs- ins er kunnugt er það Esther Vagnsdóttir sem hefur haft um- sjón með þess- um þáttum en hún vinnur að þýðingu rits um Tarotspilin á ís- lensku, sem væntanleg er á markaðinn inn- an skamms. Okkur þótti tilhlýðilegt að fá Esther til að leggja spilin fyr- ir NT og fá með þessu móti nokkra innsýn inn í hið ó- komna. Hvað segja Tarotspil- in um framtíð blaðsins? ■ Teningunum hefur verið kastað, spilin lögð á borðið og Magnús ritstjóri bíður spenntur eftir dómi véfréttarinnar. Hver verður framtíð NT? Djöfullinn kom upp en snéri öfugt Esther Vagnsdóttir lagði spálógn fyrir NT og framtíð þess Sumir hlógu aðrír ræsktu sig Því er ekki að leyna að andrúmsloftið á ritsjórninni var þrungið nokkurri spennu þegar Esther mætti með spilin. Sumir hlógu taugaveikluðum hlátri en aðrir ræsktu sig. Mik- ið hefur verið spáð bæði í fortíð og ekki síst framtíð blaðsins. Hvað mundu nú sjálf Tarotspilin segja? Ritvélarnar þögnuðu ein af annarri eftir að Esther og Magnús Ólafsson ritstjóri lokuðu sig af inni á skrifstofu ritstjórans. Að lok- um þagnaði pískur einstakra starfsmanna jafnvel meðal þeirra sem aldrei trúa neinu fyrr en þeir hafa rekið fingur- inn í sárið. Menn lögðu hrein- lega framtíð sína og blaðsins undir dóm örlaganna. Dómurinn hagstæður Það léttist þó andrúmsloftið á skrifstofu blaðsins þegar rit- stjórinn og spákonan birtust virðuleg á svip eftir að spilin höfðu verið lögð. Úr andliti Magnúsar mátti greinilega lesa sigur en þó voru augun fjarræn og allt að því angurvær. Sumir sögðu seinna að svipur ritstjór- ans hefði greinilega borið það með sér að hér fór maður sem á yfirskilvitlegan hátt hafði fengið að sjá það sem okkur hinum er hulið. Roðinn í kinn- unum og svipur á uppandliti sögðu þó það sem allir höfðu innst inni vonað heitt og inni- lega. Dómur spilanna hafði verið hagstæður. Þegar allt var um garð geng- ið og menn höfðu jafnað sig var Esther beðin að skýra út spálögnina og lýsa þeim spilum sem ritsjórinn hafði dregið fyr- ir hönd blaðsins. „Ég notaði spálögn sem í árþúsundir hefur verið notuð til að fá svö við ákveðinni spurningu. Þessi lögn er oftast kölluð Skeifan. í þessu sér- staka tilfelli var spurt um ástand og horfur blaðsins, og miðast því við ópersónulega afstöðu. Þessi spálögn er styttri en sú sem sýnd var í síðasta Helg- arblaði. Hér voru notuð aðeins sjö spil. j

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.