NT - 06.12.1984, Qupperneq 2
ÁBÓT
Mér sýnist allt vera
á leið til andskotans“
Fimmtudagur 6. desember 1984 2
Baldur Kristjánsson prestur hjá Óháða söfnuðinum.
- segir Baldur Kristjánsson
prestur hjá Óháða söf nuðinum
■ „Mér sýnist |)jóðfélagið
vera á hraðri leið til andskot-
ans. Efnishyggjan tröllríður
hér húsum og það cr auðgild-
ið sem ræður ferðinni, ekki
manngildið. Menn eru nietnir
eftir ytri umbúðum en ekki
eftir innra manni. Það er hafið
til vegs sem fánýtt er en ekki
það sem er grundvallandi og
þroskandi,“ sagði Baldur Krist-
jánsson prestur í Óháða söfn-
uðinum, þegar við spurðum
hann hvernig hann kynni við
aðfaratíma jólanna eins og
hann nú gcrist.
Baldur sagði ennfremur að
Islendingar svo og aðrar
Vesturlandaþjóðir ættu að
far'a að athuga sinn gang livað
þetta lífsgæðakapphlaup
sncrti. „Vesturlöndin eru
hnignandi mcnningarsamfé-
lög sem mega til með að fara
að opna meir fyrir vitræna
hugsun og nýjan mannskiln-
ing ef ekki á illa að fara.“
Aðfaratími jólanna er raun-
ar í sama stíl og allt okkar líf,
og kemur þar betur fram en
aðra daga okkar efnislegi hugs-
unarþáttur."
Helgihald hjá okkur um
jólin veröur með alveg lilið-
stæðu fyrirkomulagi og hjá
hinni almennu þjóðkirkju.
Við erum fríkirkjusöfnuður
og eini meginmunur sent er á
okkar söfnuði og þjóðkirkj-
unni er sá að við crum
■ Kirkja Óháða safnaðarins.
skipulagslega sjálfstæöur
söfnuður og greiöum okkar
presti sjálf laun“, sagði Baldur
og bætti því við að þeir yrðu
með guðsþjónustur á þessum
hefðbundnu tímum um jólin.
„f>að verða messur á aðfanga-
dag og jóladag og svo aftur
á nýja árinu á gamlársdag o
nýjársdag.“
- segir Guðni Einarsson hjá Hvítasunnusöfnuðinum
Leggjum mikla áherslu á jólahald
■ „Við erum kristin og
höldum upp á jólin af þeini
sökum. Við erum að fagna
komu Krists og minnumst
þcss að þá kviknaði Ijós
heimsins. Við leggjum
áherslu á að fólk haldi jól, og
niinnist þessa að Guð gaf það
besta og stærsta sem hann
i átti,son sinn. Með því að gefa
þessa jólagjöf opnaði Guð
milliliðalaust samhand í gegn-
um son sinn til sín,“ sagði
Guðni Einarsson starfsmaður
í Hvítasunnusöfnuðinum.
Guðna fannst það sorglegt
að mjög margir hreinlega
glötuðu Jesú í jólaösinni og
gleymdu þeim tilgangi sem
jólin hefðu að gegna í trúnni.
„Það cr einnig alvarlegur
hlutur að á mörgum uppeldis-
stofnunum cr verið að endur-
vekja Grýlu og Leppaluða
um jól, í stað þess að leggja
áhersluna á ða kenna börnun-
um aö á jólunum komi Jesús
Kristur“. Guðni vildi meina
að með þessu væri verið að
innprenta fólki þjóðtrúna og
væri þettá visst afturhvarf til
miöaldamyrkursins.
■ í Hvítasunnusöfnuðinn
gengur fólk ekki nema að það
sé trúað, segir Guðni Einars-
son starfsmaður hjá söfnuðin-
um.
„Biblían er nokkurskonar
handbók, og við trúum því að
Biblían sé handbók skapar-
ans og við leitumst við að
fylgja þeim staðreyndum sem
Biblían ber á borð fyrir
okkur“. Að lokum sagði
Guðni að það sem skildi Hvíta-
sunnusöfnuðinn frá þjóð-
kirkjunni væri fyrst og fremst
það að söfnuðurinn er
söfnuður trúaðra. „Fólk hef-
ur ekki gengið í söfnuðinn
nema að það sé trúað. Við
trúum því að hið biblíulega
módel sé að fyrst tekur fólk
trú og síðan skírist einstak-
lingurinn til kristinnartrúar."