NT - 06.12.1984, Qupperneq 4
Fimmtudagur 6. desember 1984 4
Jólablað I
Úr Reykjavíkurlífinu
1834-1835
Frásögn Dillons lávarðar
Fyrir hundrað og fimmtiu árurn
var það fátítt, og þótti stórvið-
burður, ef erlendir ftrðamenn
komu hingað til lands, hvað þá höföu
hér vetursetu. Haustið 1834 bar einn
slíkan gest hér að garði; það var
enskur aðalsmaður Arthur Dillon að
nafni. Hann hafði víða farið og fýsti
nú að kanna ísland; gerði hann því
ferð sína til Kaupmannahafnar, en er
þangað kom, voru öll íslandsför farin.
Ekki vildi hann samt hætta við förina,
og loks fékk hann far meðherskipi,
sem sent var til þess að sækja Friðrik
erfðaprins (síðar Friðrik 7.), en hann
hafði dvalist hér á landi um sumarið í
einskonar útlegð. Á skipinu var annar
farþegi sem Dillon nafngreinir ekki,
en það var Tómas Sæmundsson. Um
sumarið farast Dillon þannig orð:
Ég hitti samferðamann um borð,
sem ég ræddi oft við á leiðinni, og
fræddi hann mig mikið um landið.
Hann var íslendingur, sem hafði skar-
að fram úr á æskuárum í Bessastaða-
skóla og sfðan lokið besta prófi við
háskólann í Kaupmannahöfn. Eftir
að hann lauk námi sínu, tók hann sér
ferð á hendur um mestan hluta Evr-
ópu, hafði farið um Frakkland, Ítalíu
og Grikkland og verið skamma stund
í Englandi. Að launum fyrii astundun
hans hafði Danakonungur veitt hon-
um Breiðabólstað, sem er talið feit-
asta brauð á Islandi. Hann hafði ekki
verið heima í nokkur ár. Það hlýtur
að hafa verið sérstaklega skemmtileg
tilhugsun fyrir hann að koma heim
með háskólapróf og kominn í tiltölu-
lega góða stöðu, þar sem hann for að
heiman fátækur stúdent, einn síns liðs
með litla framavon. Hann skildi ensku
og frönsku sæmilega vel, en þegar ég
komst að raun um að hann talaði ágæt-
lega ítölsku, kaus ég heldur að tala við
hann á því máli, sem var orðið mér
mjög tamt eftir níu ára dvöl í Toscana.
Þeir lögðu af stað 10. ágúst 1834 og
voru 3 vikur á leiðinni. Dvaldist
Dillon hér árlangt og fór ekki fyrr en
3. sept. 1835.
Um dvöl Dillons hér segir svo
meðal annars í Sögu Reykjavíkur
eftir Klemens Jónsson:
- Madama Ottesen var einhver
nafntogaðasta kona í bænum um
allan fyrri hluta aldarinnar. Hún var
fædd í Kaupmannahöfn 1800 (d. 26.
jan 1878), og mun aldrei hafa lært
íslensku almennilega á barnsaldri,
því málfæri hennar var jafnan mjög
dönskuskotið, alt hálfdanska, er hún
þýddi jafnóðum á íslensku, og eru
margar sögur til um hana. Hún lifði
aðallega á veitingasölu og var þá oft
sukksamt í húsum hennar. 1835 dvaldi
hér um vetrartíma enskur aðalsmað-
ur, að nafni Arthur Dillon, þá ungur
að aldri. Hann bjó hjá madömu
Ottesen og átti dóttur með henni,
Henriettu að nafni, síðari konu P.
Levinsens faktors í Keflavík og
Reykjavík. Dillon vildi eiga madöm-
una og sótti um leyfi til þess til
cancelísins, að mega kvongast henni
án svaramanns. En því var neitað,
meðal annars vegna stöðu hans á
Englandi. Til sárabóta lét Dillon
byggja húsið nr. 2 í Suðurgötu og gaf
henni það, og þar hafði hún veitingar
og píuböll og verður enn getið. Húsið
í Suðurgötu er nú á Árbæjarsafni.
Þó að Dillon kvarti undan kuldun-
um hér, lét hann það ekki aftra sér frá
að fara til Lapplands og dveljast þar
vetrarlangt. Um þessar ferðir gaf
hann út bók í 2 bindum árið 1840: A
Winter in lceland and Lapland, og er
fyrra bindið um ferð hans hingað til
lands. Ferðasaga hans ber því vitni,
að hann hefur lagt stund á að kynnast
högum og háttum þjóðarinnar og
viljað segja sem réttast frá.
Hér verða birtir nokkrir kaflar úr
bókinni, en hún er alllöng, 304 bls.
Þegar herskipið var farið og ég
orðinn einn, fór ég að litast um og
hefja viðbúnað undir veturinn. Það,
sem bagaði mig einna mest, var
fáfræði mín bæði í dönsku og ísl-
ensku, en bæði þessi mál eru töluð í
Reykjavík, og ég komst brátt að raun
um, að enginn kunni ensku, að einum
eða tveim mönnunr undanteknum.
Ég átti því ekki annars kost en að læra
dönsku eins fljótt og auðið væri, því
að mér skildist, að hún væri miklum
mun auðveldari. í þessu skyni matað-
ist ég með sýslumanni einum í ná-
grannasýslu, sem varð að dveljast í
Reykjavík þennan vetur. Mötunautur
minn var greindur maður og fjörugur,
fann ef til vill fullmikið til sýslumanns-
tignar sinnar og vildi, að aðrir litu eins
á, en öllu samanlögðu skemtilegur
félagi. Við töluðum í fyrstu saman á
latínu, og við daglega iðkun varð
okkur brátt léttara að orða hugsanir
okkar. Dálitlum stirðleika olli það, að
við höfðum mismunandi framburð,
fiví að íslendingar bera fram eins og
talar. En ekki leið á löngu áður en
við hættum við hið lærða mál og
vorum sammála um að tala dönsku,
og við það mál héldum við síðan,
meðan við vorum saman.“
Það er svo sem auðvitað, að matar-
æði okkar var ekki sérlega ríkmann-
legt, hvorki að efni né matreiðslu;
samt var viðurværið fyrstu 2 mánuð-
ina eins gott og búast mætti við hvar
sem væri annars staðar á Norðurlönd-
um. En þegar vetraði, tók mjög að
rýrna um aðföngin. Nýtt kjöt hvarf
smám saman; í stað þess kom hangi-
kjöt, sem særði tunguna, og dagleg
neysla þorsks, án nokkurs útáláts
annars en soðsins af honum, gerði
miðdagsverð okkar heldur en ekki
fábreytilegan. Einstaka sinnum var
okkur gætt á söltuðum laxi eða kjöti
af nýbornum kálfi, en venjulega var
slíkt lostæti ekki á borðum nema á
tyllidögum.
Samt tók þetta langt fram viðurværi
alþýðunnar; verður auðvitað að gera
ráð fyrir, að mataræði hennar hafi
verið eftir fátækt híbýlanna og
óbrotnu líferni hennar yfirleitt. Hert-
ur þorskur, ósaltaður, er aðalviður-
væri alþýðu manna; hann kemur í
stað brauðs, sem menn bragða
sjaldan, og er etinn hrár og smjör við,
eftir að hann hefur verið barinn
rækilega með þungri steinsleggju.
Þannig tilreiddur er hann í sjálfu sér
engan veginn ólystugur, og ef nýtt
1) sýslumaður þessi var Stefán Gunnlaugs-
son, síðar bæjarfógeti í Reykjavík.
■ Innandyra er sama starf-
semi og Ottesen rak,það er að
segja veitingasala.
smjör eða saltað væri haft við honum,
en ekki súrt, eins og altaf er, væri
þessi matur ekki aðfinsluverður.
Að menn taka súrt smjör fram yfir
saltað hlýtur að stafa af því, að salt er
aðflutt vara, það er hnossgæti, sem
fáir einir upp til sveita geta veitt sér.
Það er að minsta kosti víst, að salt er
jafnvel mjög lítið notað til þess að
varðveita kjöt, því að það er jafnan
reykt til vetrarins, og fiskurinn aðeins
flattur og þurkaður úti. Þó að brauð
sé ekki etið utan Reykjavíkur, þá
hafa menn rúggraut einu sinni á dag
og stundum flatbrauð úr sama efni.
Vindmyllur eru fáar; ef til vill eru
myllurnar í Keflavík og Reykjavík
bestar; og þar sem vatnsafl er hvergi
hagnýtt, þó að þess sé alstaðar nægur
kostur í fossum og flúðum, verða
bændur að notast við handkvarnir til
þess að mala kornið; er það bæði
miklu erfiðara og tímafrekara, auk
þess sem kornið malast ver.
Skortur á grænmeti og nauðsyn
íslendinga á að lifa eingöngu á mat-
■ Húsiðsem Dillon lávarður
reisti fyrir maddömu Ottesen
og dóttur þeirra. Húsið stóð
áður við Suðurgötu, en var síð-
an fært á Árbæjarsafnið.
Dillons húsið í Arbæjarstifni
■ Dillonshúsiðsemáður
stóð við Suðurgötu, er nú
komið á Árbæjarsafnið,
og hefur verið notað
undanfarin ár sem kaffi-
stofa fyrir gesti safnsins,
eins og sést á meðfylgjandi
mynd.
Húsið var reist árið 1835
af lávarðinum Arthúr Dill-
on sem dvaldist hér það
árið. Dillon lét reisa þetta
hús handa maddömu Ott-
esen, og gaf henni það
undir veitingaaðstöðu og
sem íbúðarhúsnæði handa
henni sjálfri og dóttur
þeirra. Dillon vildi fá að
kvænast maddömunni, og
sótti um leyfi til þess hjá
kanselíinu, en var synjað,
á þeim forsendum, að
hann væri af of góðum
ættum til þess að giftast
svaramanns laus. Það var
fyrst og fremst ástæðan
fyrir því að hann byggði
þetta hús fyrir þær
mæðgur, og gaf þeim það.
Maddama Ottesen rak
húsið sem veitingahús og
hélt þar píuböll, við góðan
orðstír.