NT - 11.12.1984, Side 8
Ásmundur Eiríks-
son Ásgarði
Dáinn 27. september 1984
Fæddur 2. apríl 1921 -
Þaö var miöur dagur í mars
1979, undirritaður hafði undan-
gengna daga legiö á gjörgæslu-
deild Borgarspítalans í Reykja-
vík eftir skurðaögerð, en nú var
vcrunni þar lokiö. Rúnri mínu
var ckið niður á stofu 104, eða
með einhverju öðru númcri og
þar átti cg að vera næstu daga.
Það var eins og aö detta niður
í aðra tilveru aö koma þarna
inn. Þetta varsexeðasjömanna
stofa, og þar voru í þetta sinn í
gangi hara háværar umræður,
og untræðuefnið var úr sveitum
austan Hellisheiðar, ckki langt
frá mínum heimaslóðum, eins
og gerist ef grannar hittast
eystra. Ég var í sannleika sagt
mjög undrandi á þessu hispurs-
lausa tali inná sjúkrastofu og fór
að reyna að átta mig á öllum
aðstæðum.
í rniðri stofu á einum rúm-
stokknum sat alklæddur maöur,
hann stakk í stúf viðsjúklingana
livíta og veiklulega, þéttholda
veðraða andlitið með tvær
dökkar rákir niður frá nefinu,
kontu kunnuglega fyrir sjónir.
Allt hiö teprulausa tal manns-
ins um tímana tvenna fyrr og
nú, við bústörf og ferðalög, um
ntenn og málefni, og margt og
margt var mér endurkoma úr
náhvítum heimi læknavísind-
anna. Þetta var varla venjulcg
sjúkrastofa, fannst mér, þessi
maður sem sat þarna á rúm-
stokknum og gaf þeirn sem í
rúminu lá í nefið, var einn af
íhúum stofunnar. Hann varekki
kominn úr ferðafötunum enda
nýkominn heiman að. Hér yrði
bara gott að vcra meö svona
mönnunt sent áttu tal santan,
íslenskir sveitamenn í húð og
hár.
Þessi maður sem gcröi í því
að létta hér andrúmsloftið var
Ásmundur Eiríksson, kynni
okkar hófust við þessar aðstæð-
ur, og við hann myndaöist ntjög
tljótt cins og lcyndur þráður,
sem smá styrktist með meiri
kynnum.
Hann hafði meiri fótavist cn
við hinir og gckk á niilli rúm-
anna, fann alltaf eitthvað til að
tala um, vissi hvernig hentaði
að tala við þennan og hvernig
hinn, og gat á þann hátt stytt
tímann fyrir hverjum ogeinum.
Hann var óþreytandi í því að
segja þeint sem hafði misst mál-
ið að hluta að honum væri að
fara fram í að tala.
Hann var óþreytandi í því að
sópa af koddanunt hjá gamla
manninum hlinda, og bjóða
honum í nefiö, og þakklæti
gamla mannsins aö skilnaöi var
tjáð með heitu hjarta.
Þannig voru mín fyrstu kynni
af Ásmundi og því ekki að
undra að ég vildi halda þcini
áfrarn. Sá þráður sem myndað-
ist þarna á spítalanum var eins
og taug á milli jöklafara sem
vita hvað hún' gildir, slitnaði
vitanlega ekki þó við kæmumst
í hlýrra umhverfi.
Marga sunnudaga mátti ég
upplifa það aö heyra hina kunn-
uglegu rödd hans í símanum,
„nei komdu blessaður" og síðan
var talað um svo margt sent við
höfðum áhuga á.
Mcð þeirri sömu elju og að
ganga á milli sjúkramanna til að
létta undir með þeim, var Ás-
mundur tengiliður á rnilli okkar
sent vorum á sömu stofu á
Borgarspítalanum þessa útmán-
aðardaga. Hann var sífellt að
spinna þann þráð sem þar
myndaðist, nú síðast í sumar er
við hittumst þrír og ókum hér
um sveitir.
En nú cr eins og orðið hafi
kaflaskil í tilverunni, þegar Ás-
mundur er allur. Mér kom hann
fyrir sjónir scnt einn af horn-
steinum íslenskra bænda. Þéttur
á velli og í lund. Lét skoðanir
sínar ófeiminn og hispurslaust í
Ijós, hvort heldur voru lleiri eða
færri sem á hlýddu, geröi gaman
að þvf sent mátti og gott úr
flestu.
Sá þráður sent var milli Ás-
ntundar og samferðamanna
hans virðist nú brostinn. Hann
var vitanlega sterkastur viö cig-
inkonu og börn, sem hann talaöi
svo oft um og sagöi frá af
innilegri gleði, eins og hann
tæki þátt í öllu því sem þau
geröu.
Við vonum að þráðurinn
verði aftur saman hnýttur. Og
viö biðjum að sá scm það gerir,
geymi vel þann sem genginn er,
og veri meö konu Itans og
börnum.
Við hjónin vottum þeim okk-
ar dýpstu samúð.
Grétar Haraldsson.
Hann lést 27. sept s.l. Útför
hans var gerð frá Selfosskirkju
laugardaginn 6. okt. að við-
stöddu ntiklu fjölmenni. Jarð-
sett var á Búrfelli, sóknarprest-
ur sr. Rúnar Þór Egilsson
jarðsöng. Kirkjukör Selfoss-
kirkju söng undir stjörn Glúms
Gylfasonar organista og Guð-
mundur Þ. Gíslason söng ein-
söng.
Asmundur var fæddur í Búr-
fellskoti 2. apríl 1921, sonur
hjónanna Guðbjargar Jónsdótt-
ur, ættaðri úr Landeyjum og
Eiríks Ásmundssonar frá
Neðra-Apavatni í Grímsnesi,
bónda í Búrfeliskoti og síðar á
Helgastöðum í Stokkseyrar-
hreppi.
Vegna veikinda móður Ás-
mundar buðu Guðrún Gísla-
dóttir og Guömundur Ólafsson
bóndi í Ásgarði að annast hið
nýfædda barn unt einhvern tíma
og þannig varð það að Ásmund-
ur flutti að Ásgarði aðeins
þriggja nátta gamall.
Upphatlega átti dvölin aðeins
að vera um skamman tíma, en
svo fór að hann ílentist á þessum
stað og átti þar heima alla ævi.
Guörún og Guömundur í Ás-
garði áttu eina dóttur, Guð-
björgu, sem var tvítug stúlka
þegar Ásntundur kom á heimil-
ið. Hún og allt heimilisfólk í
Ásgaröi fagnaði þessum unga
sveini, sent kom svo óvænt inn
á heimilið og leit Guðbjörg á
hann sem fóstbróður sinn alla
tíð.
Eftir venjulegt barnaskóla-
nánt lá leið Ásmundar í íþrótta-
skótann aö Haukadal. Þar hygg
ég að hann hafi fengiö áhugann
á félagsmálum, því brátt var
hann kominn í forystusveit
Umf. Hvatar og starfaði þar í
stjórn næstu 20 árin.
Árið 1941 byrja Untf. Hvöt
og Urnf. Biskupstungna á árlegu
samstarfi um íþróttamót. setn
hleypir miklu lífi í starfsemi
þessara félaga, því eftir íþrótta-
æfingar og keppnir sumarsins
hélt þessi hópur áfram að koma
saman og snýr sér að leiklist yfir
vetrartímann.
Mörg stór og viöamikil leikrit
voru æfð og sýnd hér í byggðar-
laginu á þessum árum og fór
Ásmundur jafnan meö stór
hlutverk, sem okkur yngri fé-
lögunum verða minnisstæð.
Hann átti auðvelt með aö hrífa
aðra með sér til slíkra verka, en
var jafnan leiðtoginn, sem starf-
ið snerist um. Af öðrum störf-
um í ungmennafélaginu beitti
hann sér fyrir gerð íþróttavallar
á Borg 1950 og var svo hvata-
Þriðjudagur 11. desember 1984 8
maður að byggingu félagsheim-
ilisins að Borg og formaður
byggingarnefndar á meðan hús-
ið var í byggingu á árunum
1959-1966. Mikilsjálfboðavinna
var við þessar framkvæmdir og
Ásmundur fremstur í tlokki
þegar kallað var til starfa, auk
þess að útvega efni og ráða
smiði til verksins.
En Grímsnesingar kveðja
hann til frekari starfa, hann
verður hreppsnefndarmaður og
oddviti sveitar sinnar frá árinu
1972 til dauðadags. í oddvitatíð
Ásmundar á hann þátt í bygg-
ingu sundlaugar við Ljósafoss,
sem var vígð 1975, umfangs-
miklum endurbótum á skóla-
húsnæði Barnaskólans við
Ljósafoss og byggingu leitar-
mannahúss í Kringlumýri , auk
annarra framfaramála sveitarfé-
lagsins. Allt reikningshald var í
bcsta lagi og samskipti við
okkur, sent njótum verka hans
með ágætum. Oddvitastarf í
Grímsnesi er nokkuð frábrugð-
ið því sem gerist í sveitarfélagi
meö um 300 íbúa, þarsem mikil
sumarhúsabyggð hefur risið inn-
an marka sveitarfélagsins. Við-
skiptamenn sveitarfélagsins eru
um 11 hundruö, þannig að í
mörg horn er að líta. Fyrir öll
þessi miklu störf sem Ásmundur
hefur innt af höndum fyrir okk-
ur og sveitarfélagið þökkum við
af alhug.
Það var árið 1946 sem Ás-
mundur tekur við búi í Ásgarði
og gerist bóndi. Alla tíð rak
hann gott og afurðasamt bú og
sérstaka ánægju liafði hann af
hestum og átti jafnan góða reiö-
hesta, scm hann naut í ríku
mæli þcgar stund gafst til.
Á fyrstu búskaparárum sín-
um stundaði hann sláturhúsa-
vinnu á haustin, eins og svo
margt fólk úr sveitum. Hann
var ágætur fláningsmaður og
var eftirsóttur til þeirra starfa
og naut þeirra af gáska og gleði,
því hann varð vinmargur hvar
sem hann fór.
Árið 1952 kvænist Ásmund-
ur, Sigríði Eiríksdóttur frá
Langholti í Hraungerðishreppi,
ágætri konu sem staðið hefur
við hlið manns síns af mikilli
prýði. Þau voru mjög samhent
alla tíð og fljötlega byrjuðu þau
á uppbyggingu í Ásgarði, íbúð-
arhús, fjós, hlöður og fjárhús
rísa hvert af öðru, jafnhliða
mikilli ræktun.
Þau eignuðust 8 börn: Eygló
Lilja, húsfreyja í Keflavík gift
Hermanni Brynjólfssyni. Gunn-
ar kjötiðnaðarmaður á ísafirði,
býr með Þórdísi Ásgeirsdóttur,
Eiríkur, trésmiður, starfar á
Selfossi, stúlka dó í bernsku,
Guðmundur, bílasmiður í
Reykjavík, Margrét stúdent,
Áslaug nemandi í Mennta-
skólanum á ísafiröi og Kjartan,
nemandi í Héraðsskólanum á
Laugarvatni.
Ég hef með þessum línum
stiklað á nokkrum staðreyndum
úr lífshlaupi Ásmundar í Ás-
garði. Margs er að minnast og
margt er enn ósagt, hans stærsta
hamingja var eiginkonan, sem
stóð sem klettur við hlið hans í
blíðu og stríðu.
Sigga mín, megi góður Guð
<gefa þér og fjölskyldunni allri
styrk í ykkar miklu sorg.
Böðvar Pálsson
Aldrei finnur maður eins
átakanlega til vanmáttar síns
gagnvart örlögunum eins og
þegar manni berast svipieg tíð-
indi óvænt. Þannig fór mér þeg-
ar ég frétti að mágur minn,
Ásmundur Eiríksson. væri
allur.
Það var erfitt að sætta sig við
þá tilhugsun, að aldrei framar
mundi þessi önnuni kafni
bóndamaður snarast hér inn úr
dyrunum, glaður og reifur,
hressilega spjallandi um ólík-
ustu mál, reyndaroftastá hraöri
ferð því hann þurfti mörgerindi
að reka. Aldrei framar ntundi
hann taka á móti okkur sem
gestum sínum i Ásgarði, hress í
bragði og glaðlega rabbandi um
daginnog veginn. Aldreiframar
mundu þau systkinin, kona mín
og hann, reyna í sameiningu að
rekja skyldleikatengsl við fjar-
skylda ættingja, en hann var
áhugasamur í þeim efnum og
fróður, vissi deili á ótrúlegum
fjölda fólks. Þar þurfti raunar
engin skyldleikatengsl til, mað-
ur sem tók jafn virkan þátt í
fjölbreytilegu félags- og fram-
kvæmdastarfi hlaut að kynnast
fjölmörgu fólki. Og ég hygg að
ég megi fullyrða, að Asmundur
Eiríksson var vel kynntur mað-
ur og átti ákaflega víða vinsæld-
unt að fagna. Það kom m.a.
glöggt í Ijós við útför hans sem
gerð var frá Selfosskirkju að
viðstöddu gífurlegu fjölmenni.
Ásmundur var fæddur í Búr-
fellskoti í Grímsnesi 2. apríl
1921. Var hann fjórða barn
hjónanna Guðbjargar Jónsdótt-
ur og Eiríks Ásmundssonar,
sem þar bjuggu þá, en þau
eignuðust sex börn. Þriggja
nátta gömlum var Ásmundi
kontið í fóstur að Ásgarði, til
hjónanna Guðrúnar Gísladótt-
ur og Guðmundar Ólafssonar
og þar átti hann heima æ síðan.
Ásmundur ntun hafa alist upp
viö svipuð kjör og allur þorri
ungmenna í sveitum landsins á
þeim árum, unnið algengsveita-
störf, strax og aldur leyfði.
Hann naut venjulegrar barna-
fræðslu þeirra tíma og var síðan
einn vetur í Haukadalsskóla.
Minntist hann námsins þar jafn-
an með ánægju og taldi sig hafa
haft ómælt gagn af því. Ás-
mundur tók viö búi í Ásgarði af
íósturforeldrum sínum árið
1946, og árið 1952 kvæntist
hann eftirlifandi konu sinni, Sig-
ríði Eiríksdóttur frá Langholti f
Flóa, hinni ágætustu konu, sem
reyndist honum samhentur og
traustur lífsförunautur. Þeim
Sigríði og Ásmundi varð átta
barna auðið, og eru sjö þeirra á
lífi, öll hið mannvænlegasta
fólk. Þau eru: Eygló Lilja, bú-
sett í Keflavík, Gunnar, kjöt-
iðnaðarmaður á ísafirði, Eirík-
ur, trésmiður á Selfossi, Guð-
mundur, bifreiðasmiður í
Reykjavík, Margrét, stúdent,
Áslaug og Kjartan Már. Tvö
yngstu systkinin eru við nám,
Áslaug í Menntaskólanum á
ísafirði og Kjartan Már í 9.
bekk grunnskóla á Laugarvatni.
Auk barna þeirra hjóna áttu
önnur börn og unglingar athvarf
hjá þeim í lengri eða skemmri
tíma, og það fólk hefur viðhald-
ið tengslunum við heimilið
dyggilega, bæði með heimsókn-
um og ýmiss konar aðstoð við
búskapinn. Sýnir það hlýjan
hug þessa fólks í garð heimilis-
ins. Eins og fyrr segir var Ás-
mundur mikill félagsmálamaður
og það hlóðust á hann ýmis störf
félagslegs eðlis. Slíkt verður
oft, þegar t hlut eiga menn eins
og hann, uppörvandi og dríf-
andi athafnamenn. Honum var
einkar lagið að vekja áhuga
annarra fyrir ýmsum félagsleg-
um framkvæmdum sem byggð-
arlagið varðaði og var sjálfur
jafnan reiðubúinn að leggja
hönd á plóginn til framdráttar
málefnum, sem honurn þóttu til
heilla horfa. Oddviti Grímsnes-
hrepps var Ásmundur frá 1972
til dauðadags.
Þegar foreldrar Ásmundar
hættu búskap fór Eiríkur, faðir
hans, að Ásgaröi, og var þar
heimilismaður um langt árabil,
orðinn aldraður og farinn að
heilsu síðustu árin. í Ásgarði
átti og heinta dóttir fósturfor-
eldra Ásmundar, Guðbjörg
Signý. Hún átti við vanheilsu að
stríða síðustu ár sín þar og var
rúmföst um tíma. Af franian-
sögðu verður Ijóst að Ásgarðs-
heimilið var stórt og mikil
ábyrgð hvíldi á þeim hjónum,
Sigríði og Ásmundi. Kunnugir
hafa sagt mér, að bæði börn og
gamalmenni hafi notið hlýrrar
umhyggju á heimilinu, enda
húsmóðirin einstök mannkosta-
kona.
Það var ríkur þáttur í fari
Ásmundar að leitast við að rétta
uppörvandi hjálparhönd, þeim
sem honum fannst þurfa þess
með, víkja góðu að þeim og
gleðja þá á einhvern hátt. Sýnir
það hvern mann hann hafði að
geyma. Öllurn, sem til þekktu,
mátti ljóst vera að síðustu árin
gekk Ásmundur ekki heill til
skógar, þótt lítt gerði hann úr
því sjálfur og væri hress í við-
móti sem jafnan fyrr.
Ásmundur hlaut hinstu hvílu
í Búrfellskirkjugarði við hlið
foreldra sinna. Mikið fjölmenni
fylgdi honum til grafar.
Við fráfall Asmundar er
þungur harmur kveðinn að Ás-
garðsfjölskyldunni sem sér á
bak ástríkum og umhyggjusöm-
um eiginmanni og föður. Þótt
mér sé fullljóst að fátækleg orð
hrökkva skammt til að sefa
þann harrn, lýk ég þessum
kveðjuorðum með því að votta
Sigríði, systkinunum og tengda-
börnum innilegustu samúð
mína og míns fólks.
í okkar huga verður jafnan
bjart yfir minningunni unt Ás-
mund í Ásgarði.
B.G.
JóhannesJónsson
frá Asparvík
Fæddur: 25. desember 1906
Dáinn: 20. nóvember 1984.
Langl lil veggja, lieiðið Iwtl,
liugann eggja brötm sporin.
Hefði ég tveggja numna mált,
nmndi ég leggjast út á vorin.
Stefán frá Hvítadal.
Þegar hagyröingur er kvadd-
ur hinstu kveöju, þá er þessi
ágæta vísa vel viðeigandi. Auk
þess eiga skáldið og hagyrðing-
urinn sama forföður galdra-
manninn Jón Glóa í Goðdal, ef
til vill hefur hagmælskan erfst
frá honum.
Vissulega er langt til veggja
víða við Húnaflóa og brött eru
spor genginna kynslóða upp
Éyjahyrnu eða Kaldbakshorn-
ið.
Ábyggilega þarf tveggja
manna mátt tii þess að leggjast
út á vorin. Því norður á Strönd-
um gustar oft köldu frá Ishafinu.
Jóhannes er fæddur á Svans-
hóli í Bjarnarfirði, og ólst þar
upp, þar til foreldrar hans hófu
búskap í Asparvík við norðan-
verðan Bjarnarfjörð, en strand-
Iengjan norðan Bjarnarfjarðar
nefndist Balar og eru þar nú öll
býli í eyði, en á uppvaxtarárum
Jóhannesar var hvert kot setiö.
Faöir Jóhannesar var Jón
Kjartansson Guðmundssonar
bónda á Skarði í Bjarnarfirði og
Guðrúnar Sigfúsdóttur, en hún
var m.a. systir Bjarna Sigfús-
sonar á Klúku, en sonur hans
var Bjarni bóndi á Bólstað í
Steingrímsfirði.
Móðir Jóhannesar var Guð-
rún Guðmundsdóttir Pálssonar
í Kaldbak, sem sagt Pálsættin.
Jóhannes stundaði á unglings-
irum öll þau störf er þá tíðkuð-
ust til sjós og lands. Skólagang-
an var lítil, en eðlisgreindin var
alveg frábær. Hann skrifaði
fagra rithönd og íslenskt mál
hafði hann fullkomlega á valdi
sínu, hvort heldur var í ræðu
cöa riti.
Sagði manna best frá og
kryddaði oft sögur sínar með
snjöllum kveðskap. Hann var
frekar lágur vexti, mátti kallast
fríður sýnum, ljúfmannlegur og
mesta prúðmenni til orðs og
æðis.
Engan mann veit ég, sem
hefði átt betur skilið að geta
notið æðri menntunar en hann.
Ungur að árum hóf Jóhannes
sambúð með Elínbjörgu Sigurð-
ardóttur, en hún var eitt hinna
skapheitu og dugmiklu Brúarár-
systkina og vitanlega af Pálsætt-
inni.
Strandamenn hefðu orðið að
leita sér kvonfangs í öðrum
landsfjórðungum. til þess að
komast hjá, að eiga blessaðar
frænkurnar og svo mun enn
vera á þeim slóðum.
Sambúðin stóð í 4 ár. Ljúf-
mennið og skapkonan áttu ekki
samleið lengur. Þau eignuðust
einn son Inga Karl, f. 11. sept-
ember 1928 mikinn sómadreng
sem fékk notið þeirrar
menntunar er faðir lians fór á
mis við.
Fátt held ég að hafi glatt
Jóhannes minn meir. Þann 5.
ágúst 1935 giftist Jóhannes Soff-
íu Valgeirsdóttur frá Norður-
firði, en ein langamma hennar
var Vilborg Jónsdóttir Stóru-
Ávík systir Páls á Kaldbak.
Þau eignuðust ekki barn en
fórstruðu systur mína Sólrúnu
frá fæðingu hennar 24. ágúst
1936. Jóhannes og Soffía ólu
Sólrúnu upp sem sína eigin
dóttur, en kappkostuðu að gott
samband héldist milli okkar
systkinanna og er það vel.
I fyrstu bjuggu þau á Hafnar-
hólmi en fluttu úr að Drangsnesi
1942. Jóhannes stundaði sjó-
mennsku og alla verkamanna-
vinnu í heimahögum. Síðast
voru þau hjónin búsett í Kópa-
vogi.
Þegar suður kom fékk Jó-
hannes meiri tíma til þess að
sinna hugðarefnum sínum. Hann
starfaði mikið í Átthagafélagi
Strandamanna var í ritnefnd
Strandapóstsins og birti í hon-
um fjölda greina, vísur og
kvæði.
Þessar ritsmíðar eru allar
mjög vel unnar og honum til
mikils sóma. Að lokum bið ég
þess að Drottinn himinhæða
styrká Soffíu mína og alla aðra
nánustu ættingja í söknuði
þeirra.
Ég vona að verða maður til þess
að efna loforðið sem Jóhannes
tók af mér fyrir nokkru síðan.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi.
Blessuð sé minning Jóhannes-
ar frá Asparvík.
Ingimar Elíusson