NT - 11.12.1984, Qupperneq 10
o
LAUSN
OÁTUNNAR
ÞoritíÍHD Jódiiod
á UllMtöfcum
Gátan leyst
í Borgarfirði
■ Hörpuútgáfan á Akranesi
hefur sent frá sér bókina „Lausn
gátunnar" eftir Þorstein Jóns-
son á Úlfsstöðum.
í bókarkynningu segir:
Þorsteinn Jónsson er 88 ára
að aldri og hefur búið nær allan
sinn aldur á Úlfsstöðum í Borg-
arfirði. Hann er nýhættur
búskap, en býr enn að Úlfsstöð-
um ásamt konu sinni, Áslaugu
Steinsdóttur. Samhliða búskap
hefur hann fengizt við ritstörf
og Ijóðagerð. „Lausn gátunnar"
er fimmta bók Þorsteins; safn
ritgerða og smágreina sem birst
hafa í blöðum og tímaritum á
undanförnum 30 árum. Þor-
steinn hefur um langt árabil
reynt að vekja menn til umhugs-
unar um Nýalskenningar Helga
Pjeturss. og ritar mjög í anda
þeirra. Einnig víkur hann að
eigin hugsunum og athugunum
varðandi þróun lífsins, eðli
skyggnigáfu, íslenskar fornbók-
menntir og ýmislegt annað.
„Lausn gátunnar" er 157 bls.
Þorsteinn Þorsteinsson sá urn
útgáfuna. Káputeikningu gerði
Þorsteinn S. Víkingur. Bókin er
prentuð og bundin í prentverki
Akraness hf.
Músinsem
spilaði á píanó
■ Músíkalska músin eftir Þó-
rönnu Gröndal hlaut viður-
kenningu í samkeppni um smá-
sögur handa börnum sem Sam-
tök móðurmálskennara efndu
til í fyrra. Þetta er saga um litla
mús, sem settist að í píanói og
spaugileg atvik sem af því
hlutust. Bókin er með stóru
letri og aðgengileg ungum les-
endum. Margrét Magnúsdóttir
myndlistarnemi myndskreytti
bókina og er stór litrík klippi-
mynd á hverri opnu. Bókin er
innbundin og í stóru broti.
Músikalska músin er unnin að
öllu leyti í Prentsmiðjunni Hól-
um hf.
1500
STUIXNA-OC piæNaANÖfN :
MfB SKVWNOUM
KARI.SK3URBIÖRNSSON
IÚKSAMAN
SETBENG
Hvað þýða
nafngiflirnar?
■ Setberg hefur gefið út bók-
ina „Hvað á barnið að heita?"
eftir séra Karl Sigurbjörnsson. í
bókinni er að finna 1500
stúlkna- og drengjanöfn með
skýringum.
Enga gjöf gefum við börnum
okkar, sem er varanlegri en
nafnið. Það fylgir einstaklingn-
um frá vöggu til grafar og svo
lengi sem hans er minnst.
Hvað á barnið að heita? er
spurning sem allir verðandi for-
eldrar velta fyrir sér meðan
beðið er komu Itins nýja ein-
staklings, og komast ekki hjá
því að svara, þegar hann er í
heiminn kominn. Þessi bók er
ætluð til aðstoðar foreldrum við
val á nafni handa börnum
sínum. Og eins og fyrr segir er
birt skrá yfir 1500 íslcnsk
mannanöfn og gerð grein fyrir
merkingu þeirra eftir því sem
unnt er. Mörg nafnanna hafa
íslendingar borið svo lengi sem
byggðhefurveriðílandi. Onnur
eru tilkomin í nútímanum. Ætti
hér að vera að finna allflest
nöfn, sem notuð eru um þessar
mundir, og nothæf mega teljast.
í bókinni er einnig fjallað um
lög, reglur og siðvenjur, sem
varða nafngjöf og skírn í ís-
lensku þjóðfélagi og tíndur til
margvíslegur fróðleikur úr
Skjaldborg:
Gamansögur
af læknum
■ Læknabrandarar heitir bók,
sem Skjaldborg hefur gefið út.
Þar er að finna á 3. hundrað
skopsagna um lækna og sjúkl-
inga á Islandi. 1 bókinni eru
sagðar sögur af 62 nafngreind-
um læknum. Ólafur Halldórs-
son safnaði sögunum saman.
Ólafur hefur starfað sem
læknir m.a. í Vestmannaeyjum,
Bolungarvík og á Akureyri og
undanfarin 40 ár hefur hann
safnað skrýtlum um lækna og
sjúklinga, og er bókin ávöxtur
þeirrar iðju.
í Skriðuhreppi foma
Eiður á Þúfnavöllum:
Sagt frá bú<
skap í Skriðu-
hreppi forna
■ Bókaútgáfan Skjaldborg á
Akureyri hefur gefið út bókina
Búskaparsaga í Skriðuhreppi
forna, og er hún 3. bindið í
ritsafni Eiðs Guðmundssonar á
Þúfnavöllum.
Bók þessi er framhald annarr-
ar með sania nafni og er haldið
áfram að segja frá búendum í
Hörgárdal. Jafnframt hefur
bókin að geyma frásöguþætti
unt nokkra menn, sem hafa
búið þar, eða tengjast dalnum á
einhvern hátt.
Árni J. Haraldsson bjó bók-
ina til prentunar.
ÍSLENSKIR
SAGNAÞÆTTIR
Skrýtnir karlar
og fleira til
■ Þriðja bindi íslenskra sagna-
þátta Gunnars Þorleifssonar er
nú komið út, fjölbreytt úrval ú.
íslenskum fróðleik. Meðal efn-
isþátta í þessu bindi eru meðal
annars þjóðlífsþættir og kafli
um sérkennilega menn. Bókin
endar á vísu sem einn þessara
karla gerði um afa sinn, Evert
sterka á héraði:
Embætti sér aldrei kaus,
eða heppni stóra,
oftast var hann iðjulaus,
eins og kengilóra.
Töff týpa
á föstu
■ í nýrri bók Andrésar Ind-
riðasonar. Töff týpa á föstu,
gerir hann unglingana að yrkis-
efni. Elli sæti verður töff týpa á
föstu, eins og nafn bókarinnar
ber með sér. En þó er ekki allt
sem sýnist, og Elli uppgötvar að
það gengur fleira í sætar stelpur
en töff gæjar sem allt geta og
þora.
Útgcfandi bókarinnar er Mál
og menning.
Örlög og
ævintýri
■ Örlög og ævintýri hetir ný
bók eftir Guðmund L. Frið-
finnsson, óvenjuleg bók og
vönduð að efni segir á bókar-
kápu. í bókinni er að finna
margskonar þjóðlegan fróðleik,
æviþætti, munnmæli og þjóð-
sögur, ættfræði og skýtlur.
Margar myndir eru í bókinni,
meðal annars af bæjum eins og
þeir litu út fyrir aldamótin.
Nútímaleg
Snorra-Edda
■ Mál og menning hefur sent
frá sér fyrstu sígildu ugluna í
nýjum flokki af pappírskiljum.
Fyrir valinu varð Edda Snorra
Sturlusonar eftir handriti Kon-
ungsbókar sem mun geyma upp-
haflegustu gerð textans. Heimir
Pálsson annaðist útgáfuna,
skýringar og nafnaskrá fylgja.
í formála segir Heimir: „Þessi
útgáfa Snorra-Eddu er ekki
fræðileg útgáfa í þeim skilningi
að sérstakar rannsóknir hand-
rita hafi verið gerðar til undir-
búningshenni. Hún erlestrarút-
gáfa ætluð íslenskri alþýðu og
því er allur texti færður sem
næst nútíma stafsetningu og frá-
gangi."
Edda skiptist í fjóra hluta. I
Prologus eða formála er sagt frá
sköpun heims að heiðnum á-
trúnaði, í Gylfaginningu er
goðafræðin sett fram, í Skáld-
skaparmálum segir frá heitum
og kenningum í skáldskap og í
Háttatali skilgreinir Snorri eina
hundrað bragarhætti.
Bókin er 258 bls. Heimir
Pálsson setti textann en að öðru
leyti var bókin unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf. Kápu gerði
Sigurður Ársiannsson.
Vítahringur
njósna og
gagnnjósna
■ Hjá Máli og menningu er
komin út bókin Ögnarráðuneyt-
ið (The Ministry of Fear), ein
þekktasta spennusaga Grahams
Grecne. í þýðingu Magnúsar
Kjartanssonar.
Söguhetjan, Arthur Rowe,
er dagfarsprúður maður með
erfiða fortíð. Af einskærri til-
viljun rekst hann inn á úti-
skemmtun til að hafa ofan af
fyrir sér, en óðara fara furðuleg-
ir hlutir að gerast: Hann er
óafvitandi kominn inn í víta-
hring njósna og gagnnjósna í
seinni heimsstyrjöldinni miðri.
Og þótt hann vilji feginn sleppa
heidur tilhugsunin um Önnu
honum föstum í atburðarásinni.
Sagan er afar vel upp byggð og
mannlýsingar vandvirknislega
unnar, bæði aðalpersóna og
aukapersónur.
Ógnarráðuneytið er 211 bls.
og fyrsta Náttuglan í nýjum kilju-
flokki Máls og menningar. Hún
er unnin að öllu leyti í prent-
smiöjunni Odda, Anna V.
Gunnarsdóttir gerði kápu.
Þriðjudagur 11. desember 1984 10
Fyrsta
leikuglan
■ Út er komin hjá Máli og
menningu fyrsta leikuglan í hin-
um nýja kiljuflokki forlagsins,
og er það leikritið Milli skinns
og hörunds eftir Ólaf Hauk
Símonarson.
Verk Ólafs Hauks er þríleik-
ur, settur saman af hlutunum
„Milli skinns og hörunds",
„Skakki turninn í Písa" og
„Brimlending". Fyrstutvö verk-
in voru framlag Þjóðleikhússins
til listahátíðar í vor, en síðan
hefur Ólafur Haukur bætt við
þriðja verkinu og hefur leikritið
verið sýnt í heild í Þjóðleikhús-
inu í haust og vakið mikla
athygli. í miðju þessa leikrits er
íslensk fjölskylda, þó öðrum
fremur faðirinn Sigurður, sjó-
maður af harðasta skólanum.
Er verkið borið uppi af harðvít-
ugum átökum hans við syni sína
tvo, en fjöldi annarra persóna
kemur við sögu í þessu drama.
Milli skinns og hörunds er
174 bls. að stærð, og er bókin
unnin að öllu leyti í prentsmiðj-
unni Hólum hf. Kápu hannaði
Sigurður Ármannsson, en ljós-
mynd á forsíðu tók Jóhanna
Ólafsdóttir á sýningu. Útgáfan
er gerð í samvinnu við Bandalag
íslenskra leikfélaga.
MarcoPölo
'Richmi Humble
Bók um
Marco Polo
■ Bókaútgáfan Örn og Örlyg-
ur hefur sent aftur á markað
bókina Maco Polo eftir Richard
Humble í þýðingu Dags Þor-
leifssonar en bókin kom fyrst út
hjá forlaginu 1982. För Marcos
Polo til Kína og margra annarra
landa, sem tók næstum aldar-
fjórðung, varð að vonum fræg;
stuttorð en furðu nákvæm
ferðasaga hans hefur verið með-
al helstu sígildra verka í þeirri
grein bókmennta allar þær sex
aldir og hálfri betur sem liðnar
eru frá dauða höfundarins.
Hin endurútgefna bók um
svaðilfarir og ævintýri Marcos
Polo er í bókaflokknum Fröm-
uðir sögunnar og ríkulega
myndskreytt. í bókinni segir frá
ástæðunum til leiðangursins
mikla í austurveg, skelfilegum
vonbrigðum og mistökum leið-
angursmanna, stöðugum mann-
raunum og lífshættum, sem eltu
þá á röndum svo að segja alla
leiðina til hirðar Kúbilaís stór-
kans í Peking. Einnig segir frá
einstökum frama og starfsferli
Marcos í þjónustu stórkansins
og ferðinni til Evrópu, sem varð
ekki síður erfið og hættuleg en
austurferðin. Þegar heim kom.
höfðu ættingjar Marcos þar fyrir
löngu talið hann af.
Bókin um Marco Polo er
filmusett og umbrotin í Prent-
stofu G. Benediktssonar en
prentuð og bundin á Bretlandi.
Bcrgsveinn Skúlason
Þarabföð
Þættír frá Breiðafirði
Fast þær
sóttu sjóinn
S Enn sendir Bergsveinn
Skúlason frá sér bók um mannlíf
fyrri tíma í Breiðafirði. Það eru
Þarablöð, 200 síðna mynd-
skreytt bók og efnið fjölbreytt.
Fremst er kaflinn „Fast þær
sóttu sjóinn", þar sem sagt er frá
breiðfirskum sjósóknarkonum.
Af öðru efni má nefna að í
bókarlok er slætt upp efni af
minnisblöðum Jóns Kristins Jó-
hannssonar frá Skáleyjum.
Kristján Karhson
Kvæði 84
Uppspretta
nýrra
hugmynda
■ Út er komin hjá Almenna
bókafélaginu ný ljóðabók eftir
Kristján Karlsson sem nefnist
Kvæði 84. Er þetta 4. ljóðabók
skáldsins.
Kristján er eitt af sérstæðustu
skáldum okkar, nýr og ferskur
og er óhætt að segja að ljóð
hans séu uppspretta nýrra hug-
mynda og nýrra aðferða í
skáldskap.
I einni af fyrri Ijóðabókum
sínum segir Kristján Karlsson
að „kvæði sé hús sem hreyfist."
Hann hefur ennfremur látið svo
um mælt að „kvæði eigi hvorki
að vera flöt rökræða né blaut
dula, það verður að rísa af
pappírnum af eigin rammleik.
Ef það gerir það ekki væri efni
þess betur komið í öðru formi.
Hugsun kvæðis og tilfinning er
ekkert annað en kvæðið sjálft:
hús þess."
Kristján Karlsson er eitt af
sérstæðustu skáldum samtím-
ans, ef til vill nokkuð seintek-
inn, en þeim mun stórkostlegri
við nánari kynni. Ljóðagerð
hans verður sennilega ekki lýst
öllu betur í örfáum orðum en
með þessum ljóðlínum úr síð-
ustu bók hans, New York:
Ljóðið ræður, þess ræða
er frjáls
þess rök skulu geyma yður
litla stund.