NT - 11.12.1984, Side 16

NT - 11.12.1984, Side 16
Rás 2-kl. 16. Þjóðlagaþáttur HRÍM kemur í heimsókn Þriðjudagur 11. desember 1984 16 Sjónvarp Hlustendur svara spurningu í Músík og meðlæti vafa um hverjum bæri sá titill, Bogdan Kowalzyck, landsliðs- þjálfara í handknattleik var kosinn með yfirgnæfandi yfir- burðum og kemur hann til viðtals í þáttinn í dag. Sá er galli á gjöf Njarðar, að Bogdan er álíka vel að sér í íslensku og Páll í pólsku, og hefur það ekki dugað til að hann hefur stuðst við pólskan lingua- phone. Prándur Thoroddsen hefur því verið fenginn til að túlka á milli þeirra Páls og Bogdans. A þriðjudögunt er Páll alltaf með símatíma á meðan á út- sendingu stendur og segist hann stundum leggja einhverja spurningu fyrir hlustendur, sem þeir hringja svo inn svörin við. Ekki alls fyrir löngu hljóð- aði spurningin þarinig: Með hverjum viltu hclst eyða einum sólarhring, einum degi og einni nótt. Nú ætlar hann að halda áfram á svipaðri braut. en í þetta skipti hljómarspurningin þannig, sé henni beint til karla: Hvað þarf kona að hafa til að bera til að vera eftirsótt: Kon- urnar svara samsvarandi spurningu: Hvað þarf karl að hafa til að bera til að vera eftirsóttur? Páll segir fólk ákaflega dug- legt að hringja og taka þátt í gamninu og sé það af öllum aldursflokkum. „Svo verð ég náttúrlega með músík aðallega. Það verður jólamúsík. Svo er mikið að gerast í poppinu og mikið af nýrri músík, þannig að hún verður áberandi,1' segir Páll. ■ í kvöld kl. 20.00 verður fluttur sjötti og síðasti þáttur framhaldsleikritsins Antílópu- söngvarans í útvarpinu. Pessi þátturheitir„Græni dalurinn". Þeir sem hlustuöu á síðasta þátt muna að þá dvaldist Hunt- fjölskyldan í vetrarbúðum Indi ánanna og fékk að taka þátt í hinum miklu haustveiðum Pey- út-ættbálksins. Toddi var með flokki Indíána, sem hafði um- kringt stóran antílópuhóp, sem Numrni hafði seitt til þeirra með söng sínum. Leikendur í þessum 6. og síðasta þætti leikritsins eru: Steindór Hjörleifsson, Krist- björg Kjeld. Hákon Waage, Jónína H. Jónsdóttir, Stefán Jónsson, Þóra Guðrún Þórs- dóttir. Árni Benediktsson. Þórhallur Sigurðsson og Jó- hann Örn Hreiðarsson. Leik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson og tæknimenn eru Friðrik Stef- ánsson og Hörður Jónsson. ■ Páll Þorsteinsson spreytir sig kannski örlítið á pólsku í þættinum í dag. Hann treystir þó ekki pólskukunnáttu sinni meira en það að hann fær Þránd Thoroddsen til að túlka samræður sínar og Bogdans Kowalzyck landsliðsþjálfara í handknattleik, „mann nóvembermánaðar." ■ Þriðjudagsmorgunþáttur Rásar 2 kallast Músík og með- Iæti og stjórnandi hans er Páll Þorsteinsson. Páll segir þáttinn bera merki þess aðsl. þriðjudagvarkosinn „maður nóvembermánaðar." Hlustendur voru ekki í neinum ■ Kristján Sigurjónsson sér um Þjóðlagaþátt á Rás 2 kl. 16.00 í dag. „Þessi þáttur verður rneð svoíítið sérstöku sniöi," sagði Kristján umsjónarmaður Þjóðlagaþáttarins. Ég fæ til mín í heimsókn þrjá liðsmenn úr Þjóðlagatríóinu Hrím, en Hrím var að gefa út plötu um þessar mundir, og heitir platan Möndlur. Þau koma i þáttinn og við spilum lög af þessari nýjtt plötu, en auk þess koma þau með hljómplötur með músík. sem þau hlusta rnikið á og hafa dálæti á. Það veröur spjall og tónlist, - nokkurs konar „hringborö." Meðlimir þjóðlagatríósins Hrím heita: Matthías Krist- iansen, Hilmar J. Haukssonog Vilma Young frá Hjaltlands- eyjum." ■ Kristján Sigurjónsson. ■ Flutt verða sönglög eftir Jón Leifs á tónlcikunum í kvöld. Tvennirtímarí þýskri tónlist ÞINGSJAl - kemur í stað „Harmleiksins í Varsjá" ■ Kl. 22.20 í kvöld átti að vera á dagskrá „Harmleikur- inn í Varsjá", sem var bresk heimildamynd, er lýsir atburð- um í Varsjá haustið 1944. Þeirri rnynd verður nú frestað, en hún víkur nú fyrir ÞINGSJÁ, sem er í umsjá Páls Magnússonar. ■ I kvöld kl. 22.35 verður útvarpað frá tónleikum ís- lensku hljómsveitarinnar í Bústaðakirkju sunnudaginn 25. nóv. sl. Var yfirskrift tón- leikanna Tvennir tímar. Á efnisskrá er germönsk tónlist frá tvennum tímum, annars vegar verk eftir Mozart og Dimler frá 19. öld og hins vegar verk sem samin eru um og cftir aldamótin síðustu. Þá voru líkn flutt sönglög eftir Jón Leifs, sem var lengi við nám og störf í Þýskalandi. Stjórnandi er Kurt Lewin. Einleikari er Sigurður I. Snorrason á klarinettu. Söngv- ari er John Speight og píanó- leikari Anna Guöný Guöm- undsdóttir. Kynnir er Ásgeir Sigurgestsson. ■ Antílópur í dýragarði. Líklega fá þær þó ekki að hlaupa þar, eins og í heimahögum sínum. Síðasti þáttur Antílópusöngvarans: „Græni dalurinn“ ■ Páll Magnússon, frétta- maður. Utvarp kl. 22.20: Utvarp kl. 22.35: Þriðjudagur 11. desember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorö - Bjarni Guö- leifsson á Möðruvöllum talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Músin i Sunnuhlíð og vinir hennar" eftir Margréti Jónsdóttur. Siguröur Skúlason les sögulok(7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Man ég það sem löngu leið“ Ragnheiöur Viggósdóttir sér um þáttinn 11.15 Við Pollinn Umsjón: Ingimar Eydal. (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 13.30 „Þýskt og danskt popp“ 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Miðdegistónleikar Parísar- hljómsveitin leikur „Lærisvein galdrameistarans'', hljómsveitar- verk eftir Paul Di.kas; Jean-Pierre Jacquillat stj. 14.45 Upptaktur - Guömundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veöurlregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Antilópusöngvarinn" eftir Ruth Underhill. Leikgerð: Ingebrigt Davik. 6. þáttur og siðasti þáttur: Græni dalurinn. Áöur útvarpað 1978. Þýðandi: Siguröur Gunnars- son. Leikstjóri: Þórhallur Sigurös- son. Leikendur: Hákon Waage, Steindór Hjörleifsson, Kristbjörg Kjeld, Jónína H. Jónsdóttir, Þór- hallur Sigurðsson, Stefán Jónsson, Þóra Guörún Þórsdóttir og Árni Benediktsson Jóhann Örn Hreiðarsson. 20.30 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum Umsjón: Gunn- vör Braga. Kynnir: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 21.05 islensk orgeltónlist Ragnar Björnsson leikur 21.30 Útvarpssagan: Grettis saga Óskar Halldórsson les (12). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morqundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Frá tónleikum Islensku hljómsveitarinnar i Bústaða- kirkju í sl. mán. Stjórnandi: Kurt Lewin. Einleikari: Siguröur I. Snorrason. Einsöngvari: John Speight. Píanóleikari: Anna Guðný Guðmundsdóttir. Kynnir: Ásgeir Sigurgestsson. 23.30 Tónleikar 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 11. desember 10:00-12:00 Morgunþáttur Músikog meðlæti. Stjórnandi: Páll Þor- steinsson. 14:00-15:00 Vagg og velta Létt lög leikin af hljómplötum. Stjórnandi: Gísli Sveinn Loftsson. 15:00-16:00 Með sínu lagi Lög leikin af islenskum hljómplötum. Stjórn- andi: Svavar Gests. 16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur Komiö viö vítt og breitt í heimi þjóðlaga- tónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 17:00-18:00 Fristund Unglingaþátt- ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson. Þriðjudagur 11. desember 19.25 Sú kemur tíð. Fjórði þáttur. Franskur teiknimyndaflokkur i þrettán þáttum um geimferðaævin- týri. Þýðandi og sögumaður Guðni Kolbeinsson. Lesari með honum Lilja Bergsteinsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Augiýsingar og dagskrá 20.40 Rauði kross Islands 60 ára. Um þessar mundir eru liðin sextíu ár frá því að Rauöi kross íslands var stofnaður. Samtökin hafa af þvi tilefni látið gera þessa stuttu mynd sem lýsir hinu fjölþætta starfi sem nú fer fram á vegum þeirra. 21.15 Njósnarinn Reilly 10. Sam- tökin Breskur framhaldsmynda- flokkur i tólf þátlum. Reilly heldur áfram afskiptum sínum af baráttu rauðliða og hvítliða, innan Sovét- ríkjanna sem utan. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.20 Þingsjá. Umsjónarmaður Páll Magnússon fréttamaður 23.10 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.