NT - 11.12.1984, Blaðsíða 20
nr Þriðjudagur 11. desember 1984 20
LlL Útlönd
Bólivía:
■ Fernando Cardenal, jesúíti og menntamálaráðherra. Lætur kirkjan nú enn frekar til skarar skríða
gegn andófs- og stjórnmálalderkum í Suður-Ameríku.
Nicaragua:
Jesúítar reka Cardenal
- fjúka fleiri klerkar?
Kóm-Reuter
■ Jesúítareglan kaþólska tii-
kynnti í gær að hún hefði ákveð-
ið að vísa Fernando Cardenai,
menntamálaráðherra
Sandinistastjórnarinnar í
Nicaragúa, úr reglunni. Ástæð-
an er sú að Cardenal hefur ekki
hlýtt fyrirskipunum yfirmanna
reglunnar um að láta af em-
bætti.
Johannes Gerhartz, aðalritari
og talsmaður reglunnar, sagði
að yfirmaður jesúíta í Mið-Am-
eríku hefði tilkynnt Cardenal
þessa ákvörðun 4. desember
síðastliðinn.
Gerhartz sagði í gær að þrátt
fyrir að Cardenal væri vísað úr
Jesúítareglunni, þýddi það ekki
að hann hefði verið sviptur leyfi
til að gegna preststörfum. Hann
þarf að fá leyfi frá biskupi til að
starfa sem prestur. Það gæti þó
orðið erfitt fyrir Cardenal, því
Miguel Obando Y Bravo, erki-
biskup í Managuá er á öndverð-
um meiði við hann í stjórnmál-
um.
Spenna hefur farið vaxandi
milli Cardenal og yfirmanna
hans í Jesúítareglunni síðan
Cardenal var skipaður mennta-
málaráðherra í Nicaragua í júlí.
Þá lýsti Peter-Hans Kolven-
bach, æðsti yfirmaður Jesúíta •
því yfir að það færi ekki santan
að vera ráðherra og reglubróðir
og varaði Cardenal við því að
þetta gæti haft alvarlegar af-
leiðingar.
Hinn 10. ágúst kom svo yfir-
lýsing frá Vatíkaninu þar sem
Cardenal og þrem öðrum prest-
um í Nicaragua var tjáð að það
samræmdist ekki kirkjulögum
að þeir gegndu opinberum em-
bættum. Prestarnir létu sér þó
ekki segjast og sendinefnd frá
Nicaragua sem heimsótti Vatí-
kanið í september tókst ekki að
miöla málum.
Jóhannes Páll páfi er mótfallinn
því að prestar taki beinan þátt í
stjörnmálum, ekki síst prestar
hins nýja tíma í Suður- og
Mið-Ameríku. Gerhartz sagði
þó að þessi ákvörðun væri ekki
runnin undan rifjum páfa.
Hinir prestarnir þrír eru Ern-
esto Cardenal, bróðir Fernand-
os sem gegnir embætti menning-
armálaráðherra, Miguel d’Esc-
oto utanríkisráðherra og Edgar
Parrales, sendiherra hjá sam-
tökum Ameríkuríkia. Þeir til-
heyra öðrum kirkjureglum og
ekki er enn vitað hvort kirkjan
mun taka sömu afstöðu í máli
þeirra.
Jesúítar hafa löngum haft
mikil áhrif í Nicaragua, líkt og í
fleiri ríkjum álfunnar, meiri en
tlestar aðrar kirkjureglur. Flest-
ir Jesúítar i Nicaragua munu
hafa stutt Sandinista frá því að
uppreisn þeirra hófst á síðasta
áratug - enda er aldalöng hefð
fyrir því að Jesúítar fari aðra
leið en Páfagarður og taki virk-
an þátt í þjóðfélagsmálum.
180 hallar*
byltingar
á 159 árum
I.a Papz-Reulcr
■ Herinn í Bólivíu hefur stað-
ið að 180 hallarbyltingum frá
því að Bólivía varö sjálfstætt
ríki fyrir 159 árum.
Nú sem fyrr stendur herinn
tilbúinn til að grípa inn í ef hann
telur borgaralega ríkisstjórn Si-
les Zuazo forseta ófæra um að
leysa vandamál ríkisins. Pegar
verkalýðsfélögin í Bólivíu lýstu
yfir allsherjarverkfalli fyrir
skömmu skipaði æðsti yfirmað-
ur hersins, Jose Olvis Arias,
hershöfðingi, herforingjum að
ræða hugsanlegar aðgerðir hers-
ins til að bregðast við verkfall-
inu.
Allsherjarverkfalliö leystist
samt án þess að herinn gripi inn
í. Vcrkalýðsfélögunum var lof-
að 756% launhækkun og stjórn-
völd lofuðu að halda verði 10
mikilvægra fæðutegunda stöð-
ugu. Stjörnvöld lofuðu einnig
að útvega vinnu fyrir 39.000
manns á næsta ári og byggja
ódýrar verkamannaíbúðir.
Herinn í Bólivíu bíður nú
átekta í von um að hinni borg-
aralegu stjórn takist að laga
efnahagsástandið eitthvað.
Siles Zuazo hefur lofað að
halda nýjar kosningar 16. júní á
næsta ári þótt kjörtímabili lians
verði þá ekki enn lokið.
Italía:
Smygluðu heróíni með skó-
fatnaði til Bandaríkjanna
Flórens-Reuter
■ 63 menn Itafa verið ákærðir
fyrir að smygla heróíni frá Ítalíu
til Bandaríkjanna á árunum
1981 til 1983.
ítalski dómarinn, Robertu
Mazzi, fyrirskipaði réttarhöld í
máli mannanna eftir eins árs
málsrannsókn. Þeir eru allir
taldir tengjast mafíunni á Sikil-
ey.
Málsrannsókn hófst eftir að
82 kíló af heróíni fundust kyrfi-
lega falin innan um skófatnað í
gámum á leið til Bandaríkj-
anna. Skömmu eftir að heróínið
fannst var maðurinn, sem send-
ingin var stíluð á í Bandaríkjun-
um, Antonio Turano, kyrktur
með píanóstreng. Ýmsir hátt-
settir mafíuforingjar eru meðal
hinna ákærðu, Tommaso Spa-
daro, foringi mafíunnar í Pal-
ermo er ásakaður um að hafa
skipulagt smyglið og eigandi
skóverksmiðjunnar er einnig í
sakborningahópnum.
Nagasaki:
Kjarnorkuveldin hætti tilraunum
Nagasaki-Reutcr
■ Embættismenn í japönsku
borginni Nagasaki hafa skorað
á fimm helstu kjarnorkuveldin
að hætta tilraunum með kjarna-
vopn.
Nagasaki var því sem næst
gjöreytt í bandarískri kjarn-
orkuárás árið 1945. íbúar borg-
arinnar hafa verið framarlega í
baráttunni gegn auknum kjarn-
orkuvígbúnaði í heiminum.
Borgarstjórinn í Nagasaki,
Hitoshi Motoshima, og forseti
borgarráðsins, Konosuke Ha-
yashi, skrifuðu undir áskorun-
ina fyrir hönd borgarstarfs-
manna Nagasaki. Hún er stíluð
á stjórnvöld í Bandaríkjunum,
Sovétríkjunum, Bretlandi,
Frakklandi og Kína.
Veikindi vegna skordýra
eiturs algeng í Brasilíu
Sao Paulo-Reuter
■ Mörg þúsund landbún-
aðarverkamenn veikjast árlega
af völdum eiturefna sem notuð
eru til skordýraeyðingar eða
áburðar í Brasilíu og tugir eða
jafnvel hundruð manna látast.
Ekkert heildaryfirlit er til
yfir slys af völdum eiturefna í
Brasilíu en í Parana-fylki, sem
er mikilvægasta landbúnaðar-
héraðið í Brasilíu, hafa 64
látist og þrjú þúsund veikst
vegna eitrunar frá skordýra-
eitri og áburði.
Brasilía flytur meira inn af
alls konar eiturefnum, sem
notuð eru í landbúnaði. en
nokkurt annað þróunarland.
Efnin eru framleidd í ýmsum
iðnaðarlöndum þar sem notk-
un þeirra er oft bönnuð. Nú
hafa umhverfisverndarmenn í
Brasilíu fengið því framgengt
að 13 fylki þar í landi hafa sett
lög sem banna notkun á efnum
séu þau bönnuð í heimalandi
fyrirtækisins sem framleiðir
þau.
Nýlega neyddist herstjórnin
í Brasilíu til að draga tíma-
bundið til baka tillögur að
ríkislögum sem hefðu ónýtt
strangar reglur ýntissa fylkja
gegn notkun hættulegra eitur-
efna. Umhverfisverndarmenn
líta á þetta sem mikilvægan
áfangasigur í baráttunni gegn
eiturefnunum. Stjórnin mun
samt ekki hafa gefist upp við
að koma á þessum lögum, sem
umhvérfisverndarmenn segja
að séu tilkomin vegna þrýst-
ings frá alþjóðafyrirtækjum
sem framleiða efnin.
■ Þessi mynd var tekin af Marcosi forseta Filippseyja ásamt
eiginkonu hans skömmu áður en hann veiktist svo hastarlega af
inflúensu að hann þorði ekki að hætta sér út fyrir dyr hallar sinnar.
Hann mun nú hafa náð sér að mestu andstæðingum hans til sárrar
gremju enda er varla hægt að segja að Marcos sé mjög vinsæll heima
fyrir um þessar mundir.
Filippseyjar:
Marcos sýnir á sér
magann í sjónvarpi
Umsjón: Ragnar Baldursson og Egill Helgason
Manila-Rcuter
■ Ferdinand Marcos, forseti
Filippseyja, sýndi sjónvarps-
áhorfendum maga sinn og
bringu þegar hann mætti á fyrsta
ríkisstjórnarfund sinn í langan
tíma nú um síðustu helgi.
Að undanförnu hefur verið
uppi þrálátur orðrómur um að
Marcos hafi gengist undir upp-
skurð og sé að dauða kominn.
Orðrómurinn komst á kreik
vegna langrar fjarveru hans frá
stjórnarstörfum. Marcos vildi
greinilega kveða niður þennan
orðróm þar sem hann hóf ríkis-
stjórnarfundinn með því að
lyfta upp skyrtunni til að sýna
ráðherrunum að hann væri ekki
með neinn skurð eftir uppskurð.
Sjónvarpið á Filippseyjum gerði
þessari heilsusýningu forsetans
rækileg skil.
Marcos sagðist aðeins hafa
verið með slæma inflúensu
ásamt asma og ofnæmi sem
hefði komið í veg fyrir að hann
kæmi fram opinberlega. Hann
sagði „Það er kominn tími til að
við snúum fréttunum við og
sýnum öllum að við erunt ekki
dauðir“, um leið og hann sýndi
þjóðinni bringspalirnar.
Náttúrulækningamenn:
Laukur gott kvefmeðal
Madrid-Ri'uter
fyrirlestrum á alþjóðaþingi
nátt úrulækningamanna í Madrid í
síðustu viku voru m.a. haldnir
fyrirlcstrar um hollustu lauka og
þá sérstaklega hvítlauks.
Dr. Lilianc Nasi frá Sviss sagði
t.d. að í hvítlauk væru olíur sem
hjálpuðu til að halda blóðþrýstingi
niðri og minnkuðu líkur á kvefi
hjá þeim sem borðuðu hann reglu-
lcga. Hún sagði ennfremur að
hægt væri að bæta slæman hósta
með því að bera laukáburð á
brjóst sjúklingsins.
Vesturþýski læknirinn, Franz
Morell, hélt einnig fyrirlestur um
litanotkun við lækningar. Litir
hafa lengi verið notaðir t.d. i
Egyptalandi hinu forna og Ind-
landi til að lækna ýmsa sjúkdóma.
Dr. Morell sagði að tilraunir sem
gerðar hefðu verið að undanförnu
með litalækningar lofuðu góðu.
Rauðir litir væru góðir fyrir
hjartað, blátt getur bætt lungun,
gult hefur áhrif á magakirtilinn og
grænt á lifrina og gallblöðruna.
■ Borgarstarfsmaður í Nagasaki sinnir sárum fórnarlamba kjarn-
orkusprengjunnar daginn eftir árás Bandaríkjamanna á borgina
þann 9. ágúst 1945. Eftirlifandi íbúar Nagasaki og Hiroshima, sem
einnig varð fyrir kjarnorkuárás, eru eindregnir andstæðingar
kjarnorkuvígvæðingar stórveldanna.