NT - 11.12.1984, Síða 21
Ki'pAi'aeÍ
W------------
Nóbelsverðlaunin:
Útlönd
Seifert minnist þeirra
sem aldrei f á verðlaun
Stokkhólmur-Rcutcr
■ Karl Gústaf Svíakonungur
afhenti í gær nóbelsverðlaun í
bókmenntum, eðlisfræði, efna-
fræði, læknisfræði og hagfræði
við hátíðlega athöfn í hljómleika-
höllinni í Stokkhólmi.
Jaroslav Seifert, sem hlaut
bókmenntaverðlaunin þetta
árið, átti ekki heimangengt frá
Tékkóslóvakíu vegna slæmrar
heilsu. Hann er 83 ára gamall. í
stað hans tók við verðlaununum
Jana dóttir hans. í stuttu ávarpi
sem flutt var á frönsku, varð
dóttur Seifert tíðrætt um alla þá
sem mega bíta í það súra epli
að hljótaekki nóbelsverðlaunin
- þeim vildi hann senda kveðjur
sínar við þetta hátíðlega tæki-
færi. Hann gerði sér vel grein
fyrir því að þeir hlytu ekki alltaf
frægðina sem ættu hana skilda.
„Því hugsar hann á þessari
stund um aila þá, sem ólíkt
honum hafa aldrei fengið verð-
laun, jafnvel þótt þau væru
miklu smávægilegri - verðlaun
sem hefðu getað verið kórónan
á lífsstarfi, sem er miklu erfið-
ara en hans eigið, oftlega mark-
að sorgum og þjáningum.
Nóbelsnefndin sagði að yfir-
bragð verðlaunanna hefði sjald-
an eða aldrei verið alþjóðlegra
en þetta árið. Hún verðlaunar
nú átta manns frá sjö iöndum.
Verðlaunin í læknisfræði
hlutu þetta árið Niels Jerne frá
Danmörku, Georges Koehler
frá Vestur-Þýskalandi og Cesar
Milstien, Argentínumaður sem
hefur breskan ríkisborgararétt.
Þeir hljóta verðlaunin fyrir
rannsóknir á sviði ónæmisfræði.
Carlo Rubbia frá Ítalíu og
Simon van der Meer frá Hol-
landi deildu með sér nóbels-
verðlaununum í eðlisfræði. Þeir
hafa unnið að rannsóknum við
evrópsku kjarnorkurannsókn-
arstöðina í Genf.
Það vekur athygli að þetta
árið er aðeins einn verðlauna-
hafi frá Bandaríkjunum. Það
er Bruce Mcrrifield, sem hlýtur
verðlaunin í efnafræði fyrir nýj-
ungnar á sviði lífenfnafræði.
Nóbelsverðlaunin í hagfræði
hlýtur þetta árið Sir Richard
Stone frá Bretlandi, fyrrum
samstarfsmaður hins áhrifa-
mikla hagfræðings Johns Mayn-
ard Keynes.
Þriðjudagur 11. desember 1984 21
■ Það vekur athygli að í hópi verðlaunahafa þessa árs er
aðeins einn Bandaríkjamaður. Sá heitir Bruce Merrifield og hlýtur
verðlaunin í efnafræði. Hann sést hér taka við verðlaununum úr
hendi Karls Gústafs Svíakonungs í hljómleikahöllinni í Stokkhólmi.
Símamynd-fOI.FOTO
Hvaðá
samlokan
að heita
- niður með
„frenskuna“!
■ Það fer ekki fram hjá nein-
um sem kemur til Parísar að á
öðru hverju horni blasa við
svokallaðar „drugstores", þar
sem hægt er að kaupa allt milli
himins og jarðar og hugsanlega
eina „sandwich" eða eitt par af
„jeans“.
Þessi fyrirbæri heita víst á
íslensku „lyfjaverslun“, „sam-
loka“ og „gallabuxur". En það
er nú af því að við íslendingar
erum stundum svo duglegir við
að íslenska alþjóðaheiti og er-
lend nafnorð.
Frökkum, sem eru aðallega
stoltir af sínu göfuga tungumáli,
þykir hins vegar ekki nóg að
gert. í Frakklandi er nú mikið
rætt um „Franglais“ (samansett
úr orðunum Francais og Angla-
is, eða ensku og frönsku)
kannski mætti kalla það
frensku, enskuskotna frönsku,
sem þrátt fyrir heldur slælega
enskukunnáttu meðal-Frakka
ríður mjög húsum.
Nú vilja nokkrir þingmenn
sósíalista láta setja opinbert
bann við vöruheitum, tegundar-
heitum og nöfnum, sem runnin
eru úr öðrum tungumálum og er
þessu náttúrlega einkum stefnt
gegn enskunni.
Að vísu geta einstaklingar,
sem eru mótfallnir slíkum er-
lendum heitum, nú höfðað mál
finnist þeim brotið freklega
gegn franskri tungu, en þing-
mennirnir vilja að hið opinbera
taki af þeim ómakið. Síðustu
árin hafa einstaklingar höfðað
mál af þessu tagi - til að mynda
gegn Parísaróperunni og ýmsum
alþjóðlegum skyndibitastöðum
sem hafa hreiðr&ð um sig í París
Og hvað myndi svo „sandwich"
heita á frönsku.
Hið virta dagblað Le Monde
gerðist léttlynt og benti á að það
myndi vera franskara að segja
„deux morceaux de pain avec
quelque chose au milie“ (tvær
brauðsneiðar með einhverju í
milli). En óneitanlega yrði það
ekki alveg eins hnitmiðað, sagði
blaðið.
■ Maður sem talaði bjagaða norsku hringdi í gær á skrifstofu Dagbladet í Osló og sagði að sprengju
hefði verið komið fyrír í hátíðarsal háskólans, þar sem afhending fríðarverðlauna Nóbels stóð yfir.
Lögeglan brá skjótt við og lét rýma salinn og mátti þar víkja úr sæti stórmenni mikið, þar á meðal
Ólafur Noregskonungur. Eftir árangurslausa sprengjuleit hélt athöfnin áfram rúmrí klukkustund síðar.
Hér sést fyrírgefinn hátíðarsalurinn á meðan á sprengjuleitinni stóð. Símamynd-Polfoto.
Friðarverðlaun Nóbels:
Grobachev
á uppleið
Moskva-Rcuter
■ Enn þykjast menn fá
staðfestingar á sterkri stöðu
Mikhails Gorbachevs meðal
Kremlverja eftir vangaveltur
fyrir rúmum mánuði um að
hann kynni að hafa fallið í
ónáð. Nú þykjast Kremlar-
rýnendur sjá að hann hafi
náð góðum tökum á stöðu
hugmyndafræðings Komm-
únistaflokksins, sem þykir
mjög áhrifamikið embætti.
í gær ávarpaði Gorbachev
svokallað hugmyndafræði-
þing og þrátt fyrir að í ræð-
unni væru að sögn vestrænna
sendimanna engar mark-
verðar nýjungar þykir hún
gefa vísbendingu um frama
Gorbachevs.
Gorbachev hvarf augum
almennings um tíma, en
skaut aftur upp kollinum á
þingi Æðsta ráðs Sovétríkj-
anna í lok nóvember og sat
þá nálægt Konstantín Chern-
enko. Síðan þá hefur Gor-
bachev verið mikið í fjöl-
miðlunum og velta menn því
nú fyrir sér hvort hann hafi
skotið helsta keppinauti sín-
um Grigory Romanov ref
fyrir rass.
í ræðunni sagði Gorbac-
hev meðal annars að æskilegt
væri að enn yrði hert á þeim
efnahagsendurbótum sem
hófust í tíð Yri Andropovs,
en Gorbachev var skjól-
stæðingur hans. Samkvæmt
þeim á að gefa fyrirtækjum
meiri sjálfstjórn og verka-
mönnum meiri hvatningu til
að gera vel.
Gorbachev kemur til Bret-
lands á laugardaginn og mun
eiga viðræður við Margret
Thatcher forsætisráðherra
og Geoffrey Howe utanríkis-
ráðherra.
Stöðva varð verðlaunahátíð-
ina vegna sprengjuhótunar
Tutu, „maður sem hefur aldrei lært að hata“
Osló-Reuter
■ Skuggi féll á afhendingu
friðarverðlauna Nóbels í Osló í
gær þegar Desmond Tutu, verð-
launahafi, Ólafur Noregskon-
ungur, ríkisstjórn Káre Willoch
og fleira stórmenni neyddist til
að yfirgefa hátíðarsa! háskólans
í Osló í skyndingu vegna
sprengjuhótunar.
Hlé varð að gera á athöfninni
í 90 mínútur. Hún hélt svo
áfram eftir að lögreglan hafði
rannsakað húsakynnin. Egil
Aarvik, formaður norsku nób-
elsnefndarinnar, harmaði þessa
atburði og sagði að í framtíðinni
yrði öryggisgæsla hert til muna.
Tutu sagði að sprengjuhótunin
sýndi örvæntingu þeirra sem
væru á móti friði og mikilvægi
friðarverðlaunanna.
Sprengjuhótunin mun hafa
borist Dagbladet í Osló og var
þar á ferðinni maður sem talaði
bjagaða norsku.
Desmond Tutu, biskup frá
Suður-Afríku, sagði í ræðu sinni
að hann tæki við verðlaununum
fyrir hönd allra þeirra sem þjáð-
ust í föðurlandi og fyrir hönd
allra þeirra sem tryðu á réttlæti,
frið og sáttfýsi. Hann sagði að
verðlaunin sýndu að málstaður-
inn væri réttlátur og að mann-
gildið myndi á endanum verða
ofan á í Suður-Afríku og annars
staðar í heiminum.
Tutu sagði að friðarverðlaun-
in þetta árið væru mikið sigur-
tákn fyrir alla þá sem búa við
kúgun.
„Ný von hefur verið kveikt í
brjóti þeirra milljóna, sem eru
þöglar, kúgaðar og pyntaðar af
valdasjúkum harðstjórum,
þeirra sem ekki njóta sjálfsögð-
ustu mannréttinda í Suður-Am-
eríku, Suð-Austur Asíu, víða í
Afríku og handan járntjalds-
ins.“
Tutu ætlar að verja verð-
launafénu, rúmri einni og hálfri
milljón sænskra króna, til að
styrkja svört ungmenni í Suður-
Afríku til mennta.
Egil Aavik formaður nóbels-
nefndarinnar sagði að Tutu væri
einn þeirra manna sem hefðu
„aldrei lært að hata“.
„A þessum degi kvikna hjá
okkur sársaukafullar minning-
ar, ekki aðeins vegna þess sem
hvíti maðurinn hefur gert og
gerir enn, heldur einnig vegna
þess sem hann hefur vænrækt
að gera allt fram á þennan dag.“
Venjan er sú að nóbelsnefnd-
in norska bjóði fulltrúa frá landi
verðlaunahafans að vera við-
staddur athöfnina. í fyrra lét
enginn fulltrúi sjá sig frá Póll-
andi, en þá fékk Lech Walesa
verðlaunin. Að sögn norska
utanríkisráðuneytisins var eng-
um fulltrúa frá Suður-Afríku
boðið þetta árið.
Suður-Afríkustjórn hefur
ekki tjáð sig um verðlaunaveit-
inguna.
Flýja
stríð
í Zaire
Lusaka-Reuter
■ Meira en þúsund
flóttamenn hafa að undan-
förnu flúið frá Zaire yfir til
Zambíu vegna harðra bar-
daga í Shaba-héraði í Zaire
á milli uppreisnarmanna
og stjórnarliða.
Ríkisstjórn Zaire segir
að uppreisnarmennirnir
komi frá Tanzaníu.
Stjórnvöld í Tanzaníu
neita því hins vegar að
þau séu í nokkru sam-
bandi við uppreisnar-
mennina. Zairestjórn seg-
ist hafa fellt 122 óvinaher-
menn sem hafi haldið
Moba-borg í Suður-Zaire
í tvo sólarhringa í síðasta
mánuði.