NT - 11.12.1984, Page 22

NT - 11.12.1984, Page 22
 •■* ■<. *> . . „ ~T^ -^-, A".’ . 0HM ■■ ✓ '. - SS*PSSW%i: Pietro Mennea sést hér sigra í 200m hlaupi á Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980. Hann kom í mark rétt á undan Don Quarrie og Alan Wells. Til hliðar má sjá Mennea í keppni í Helsinki. Norrænar skíðagreinar: Skandinavar sigursælir - í 10 efstu sætunum í göngu ■ Skandinavar voru sigursæl- ir í fyrstu keppninni um heims- meistaratitilinn í norrænum greinum á skíðum. Keppni þessi var haldin á Ítalíu og voru Skandinavar í 10 fyrstu sætunum í 15 km. göng- unni. Norðmaðurinn Pal Gunnar Mikkelsplass var fyrstur, nærri hálfri mínútu á undan Kari Harkonen, Finnlandi. Svíinn Gunde Svan sem er Allt og ekkert Bergmann tapaði ■ Natalna Lupínó frá Frakklandi vann Ingrid Bergmans frá Belgíu sem er heimsmeistari í ^-72 kg flokki á alþjóðlegu judó- móti í Fuknoka í Japan um helgina. Lupínó vann Bergmans eftir aðeins 12 sekúndur í úrslitaglímunni. Marjol- en Van Unen Hollandi vann Gao Fenglian Kóna í úrslitum í +72 kg. flokki á stigum. Önnur úrslit urðu þau að brcska stúlkan Dawn Nethcrwood vann gullið í +66 kg. flokki og Gabi Ritschel frá V.Þýskal- andi í +61 kg. flokki. Um það bil 120 konur frá 20 löndum tóku þátt í þessu tvcggja daga móti. íshokkýmaður lést ■ Danskur íshokkí- leikmaður, Palle Schultz lést af áverkum sem hann hlaut í lcik. Slysið gerðist þannig að í leik Herlev og Rungsted sló félagi hans og samherji kylfu sinni óvart í hálsinn á Schultz með þeim afleiðingum að hann féll í valinn. Hann lést á sjúkrahusi nokkrum dögum eftir slysið. núverandi heimsmeistari í nor- rænni grein og olýmpíumeistari í 15 km göngu varð þriðji, aðeins þrem sekúndum á eftir Finnanum. Milljón dollara golfmót: Ballesteros varð töluvert ríkari - eftir sigur í mótinu ■ Severiano Ballasteros vann auðveldan sigur í milljón doll- ara golfmótinu sem haldið var í Sun City í Suður Afríku um helgina. Ballasteros fékk 300.000 dollara í verðlaun. Þrátt fyrir að hann púttaði tvisvar framhjá í síðustu um- ferðinni, og léki yfir pari í fyrsta sinn í tveimur keppnum í röð, var sigurinn aldrei í hættu. Ballasteros lék á 279 höggum. Nick Faldo frá Englandi var annar, sex höggum á eftir Ball- asteros og Lee Trevino USA þriðji á 286. Severiano Ballesteros varð öllu ríkari um helgina. NBA-boltinn - NBA-boltinn Atlanta Hawks - LA Clippers 101-89 Detroit Pistons - Denver Nuggets 122-115 Philadelphia 76 ers - LA Lakers 112-116 Chicago Bulls - New Yorks Knicks 95-93 Phoenix Suns - Kansas City Kings 121-113 San Antonio Spurs - Seattle Supersonics 117-114 Þriðjudagur 11. desember 1984 22 Pietro Mennea: Hefur yfirgefið hlaupabrautina Ólögleg lyf janeysla hluti af ástæðunni ■ ítalinn Pietro Mennea sem er ennfremur ljóst að þessi á heimsmetið í 200 metra hlaupi tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að hætta keppni. Prátt fyrir að íþrótta og ferðamálaráðherra Ítalíu, Lel- io Lagorio sendi honum skeyti og bæði hann að endurskoða afstöðu sína hefur það ekki haft tilætluð áhrif. Mennea sem er fyrrverandi Ólympíumeistari segist vera hættur fyrir fullt og allt. „Maður getur ekki hugsað sig um tvisvar á þessum aldri“ sagði Mennea sem er 32 ára. Mennea hefur áður hætt en hætti við að hætta fyrir 3 árum og kom aftur á hlaupabrautina. Hann var tvímælalaust besti íþróttamaður ítala á 12 ára tímabili og tók þátt í fernum Ólympíuleikum. Mennea sagði að það væri aldur sinn og einnig áhyggjur sem hann hefði af útbreiðslu ólöglegra lyfja meðal íþrótta- manna sem yllu þessari skyndi- legu yfirlýsingu. Hann sagði ennfremur að ákvörðunina hefði hann tekið strax eftir Ólympíuleikana í Los Angeles en þar lenti hann í 7. sæti í 200 metra hlaupinu öllum á óvart. „Svona íþróttamennska er ekki að mínu skapi. Mér er ljóst að árangri verður ekki lengur náð með þjálfun ein- göngu, heldur virðist nauðsyn- legt að taka ólögleg lyf til þess“ sagði hann og bætti við: „Ég gæti bætt heimsmet mitt ef ég tæki lyf en það geri ég ekki og mun aldrei gera. Mér afstaða gerir mig bæði gamal- dags og rómantískan. Ég ákvað að tilkynna þetta ekki fyrr en keppnistímabilið væri liðið þó ég hefði tekið ákvörðunina fyrr“ sagði Menn- ea. Mennea var spurður hvort hann ásakaði einhverja sér- staka íþróttamenn. „Ég ásaka engan. Ég vil ekki nefna nöfn, svo ekki spyrja mig um þau. En ég hef áhyggjur af þeim sem nota lyf. Kannski eru þeir ekki margir en þeir eru til og ég er áhyggjufullur útaf langtíma- afleiðingum þessarar lyfjanotk- unar“ sagði Mennea að lokum. Mennea, sem kallaður er „suðræna örin“ fæddist í borg- inni Barletta á Adríahafs- ströndinni 28. júní árið 1952. Hann byrjaði að keppa í heimahéraði sínu árið 1967 en tveimur árum seinna hófst ferill hans með landsliðinu. Sá ferill byrjaði ekki glæsi- lega, hann var dæmdur úr leik fyrir að þjófstarta tvisvar í 100 metra hlaupi í landskeppni við Sviss. Pessi 179 sm hái spretthlaup- ari kom fyrst verulega við sögu á Ólympíuleikunum í Múnchen árið 1972 þar sem hann lenti í þriðja sæti í 200 metra hlaup- inu. Hann náði ekki alveg sama árangri í Montreal 1976 en varð fjórði í sömu vegalengd. En keppnistímabilið þar á eftir hljóp hann á besta tímari- um yfir árið 20.11 sek í Mflanó og sigraði í því hlaupi sigurveg- arann frá ÓL í Montreal, Don Quarrie frá Jamaica. Mesta afrek Mennea kom áður en 12 mánuðir voru iiðnir frá því. í september 1979 setti hann núgildandi heimsmet í 200 metra hlaupi á heimsleikum stúdenta sem þá voru haldnir í Mexíkó Mennea hljóp á 19.72 sekúndum. Átta dögum áður, á sömu leikum, setti hann Evrópumet í 100 metra hlaupi, hljóp á 10.01 sek. Ferill Mennea náði hátindi sínum á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980. Þá vann hann 200 metrana, hársbreidd á und- an Alan Wells frá Englandi og Don Quarrie kom svo þriðji. Níu mánuðum seinna sagðist hann vera hættur. „Ég hef ekki úthald í að halda þessu áfram“ sagði hann þá. En 17 mánuðum seinna var hann kominn í eldlínuna aftur og hált áfram að skapa sér orð sem spretthlaupari á heims- mælikvarða. Nú er bara ein keppni eftir á ferli þessa vinsæla íþrótta- manns en það er „stórstjörnu- leikar“ sem haldnir verða í Tórínó 17. desember. Þar munu taka þátt ítalski hjól- reiðakappinn Francescó Moser sem á tvö heimsmet í hjólreið- um og vestur-þýski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu Karl- Heinz Rummenigge sem leikur með Inter Mílanó. Mennea ætti því að geta endað hlaupaferil sinn með sigri. Celtic-Rapid: Þegar orðið uppselt Leikið verður á Old Trafford ■ Það er nú uppselt á leik Celtic og Rapid Vín sem fram fer á Old Trafford, leikvangi Manchester United á morgun. Talsmenn Celtic segja að það sé meiri ásókn í miða á þennan ■ Þrír liðsmenn júgóslav- neska landsliðsins í júdó hafa verið settir í ævilangt bann vegna þess að þeir æfðu í Suður-Áfríku án opinbers leyf- is. Júgóslavar hafa engin póli- tísk samskipti við stjórnvöld í Suður-Afríku vegna kynþátta- haturs þeirra og vilja greinilega ekki að íþróttamenn þeirra geri það heldur. Eins og alkunna er eru Suð- ur-Afríkanar útilokaðir frá öll- um alþjóðlegum íþróttamótum leik en á þá tvo úrslitaleiki í Evrópubikarnum sem félagið hefur leikið. Celtic hefur selt 40.000 miða og United 12.000 og þar með er uppselt. Samtals verða 52.000 áhorfendur á vegna þessa máls. Eftir 5 klukkustunda langan lokaðan fund ákvað júgóslav- neska júdósambandið að úti- loka júdómennina, Vojo Vujo- vic, Davor Vukopera, ogDrag- an Vukovic vegna heimsóknar þeirra og æfingaferða til Suður- Afríku. Júdósambandið setti einn enn í bann, Radomir Kovace- vic í tvö ár fyrir að skipuleggja ferð hinna þriggja og láta undir höfuð leggjast að tilkynna það yfirvöldum. leiknum. Leikurinn fer nú fram í ann- að sinn, fyrri leikinn vann Celt- ic 3-0 en leika þurfti að nýju vegna þess að áhorfendur hentu drasli í leikmenn Rapid Vín. Celtic var neytt til að leika leikinn minnst 150 km frá Glasgow í refsingarskyni. Svo gæti því farið að Celtic komist ekki áfram vegna skríls- láta áhorfenda. Rapid Vín vann fyrir leikinn í Vínarborg með 3 mörkum gegn 1. Celtic nægir því að vinna 2-0 til að komast áfram. Heimsmeistarakeppni ■ Fyrsta heimsmeistar- akeppni landsliða skipuð leikmönnum 16 ára og yngri verður haldin í Kína frá 31. júlí til 11. ágúst á næsta ári að sögn Joao Havelange forseta FIFA. Keppnin verður tak- mörkuð við 16 lið. Júdó: ÞrírJúgóslavar - í lífstíðarbann vegna ferðar til S-Afríku

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.