NT - 11.12.1984, Síða 24
HRINGDU
Við tökum við ábendingum um fréttir alian sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NTSíðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
„Staðan
mjög
slæm“
■ „Bogdan Iandsliðs-
þjálfari hefur kvartað
mikið undan því að áætl-
anir okkar nái ekki nógu
langt fram í tímann varð-
andi landslciki og undir-
búning landsliðsins fyrir
A-keppnina í Sviss 1986,
og það er réttmæt gagn-
rýni. Hins vegar er það
afskaplega erfitt fyrir
okkur, þegar fjárhags-
staðan cr eins og hún er.
Við verðum að taka
ákvörðun í hverju slíku
máli þegar við sjáum
hvort við getum það fjár-
hagslega,“ sagði Jón Er-
lendsson hjá Handknatt-
leikssambandi íslands í
samtali við NT í gær.
Jón var spurður hve
slæm staðan værí og sagði:
„Ég get sagt það eitt að
hún er mjög slæm, ég vil
ekki nefna neinar tölur.
Leikirnir við Svía voru
svolítil hjálp, en þetta er
óhemju stórt dæmi, og
óhemju erfitt.“
Anton
ráðinn
þjálfari
■ „Við væntum mikils
af Antoni, hann er mjög
reyndur og vel menntað-
ur þjálfari,“ sagði Hilmar
Sigurðsson formaður
knattspyrnudeildar
Stjörnunnar í Garðabæ í
samtali við NT í gær, en
Stjaman hefur ráðið Anton
Bjarnason þjálfara nieist-
araflokks síns.
í sumar verður tekinn í
notkun annar tveggja
upphitaðra grasvalla í
hjarta Garðabæjar. „Við
teljum okkur hafa bæði
aðstöðu og efnivið til að
gera stóra hluti,“ sagði
Hilmar Sigurðsson.
■ íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik hafa staðið í ströngu upp á síðkastið, leikið 9 landsleiki á 13 dögum. En puð er enn framundan, íslandsmót, þá Evrópuleikir
og landsleikir. Steinar Birgisson sem á myndinni stendur í ströngu gegn Svíum, er einn þeirra sem fær allan skammtinn, íslandsmót, landsleiki og Evrópuleiki í kaupbæti.
Aðrir landsliðsmenn í Víkingi fá sama skammt, sem og Krístján Arason (til vinstrí á myndinni) og aðrir landsliðsmenn í FH. NT-mnynd Sverrir.
Hlé á landsleikjum en ekkert frí hjá landsliðsmonnum: ^
PUDID HELDUR AFRAM
- Íslandsmótiðáfullaferðjþrírleikirínæstuviku- svo Evrópukeppni og landsleikir
■ Nú er lokið einni lengstu
lotu sem íslenskt handbolta-
landslið hefur lokið á stuttuin
tíma; íslenska landsliðið hefur
leikið 9 leiki á 13 dögum. Og
puðið er ekki úti hjá landsliðs-
mönnunum. Nú tekur íslands-
mótið við, þá Evrópukeppni
félagsliða og síðan fleiri lands-
leikir. íslandsmótiö er svo
skammt á veg komið í hand-
knattleiknum, að leikir verða
mjög þétt settir áfram að næstu
Evrópulcikja og landsleikja-
hrotu.
Strax í kvöld hefjast leikir í 1.
deild karla í handknattleik, og
á morgun eru þrír leikir. Fjórir
leikir eru um helgina og aftur
fjórir í byrjun næstu viku. Sjálf-
Svig í heimsbikarkeppninni:
Zurbriggen vann!
Pirmin Zurbriggen frá Sviss eftir sigurinn í gær. Til vinstrí er Ivano Edelini frá Ítalíu sem varð
þriðji og til hægrí er Paolo de Chiesa frá Ítalíu sem varð annar. Símamynd Polfoto.
■ Svisslendingurinn Pirntian
Zurbriggcn hefur nú tekið for-
ystu í heimsbikarkeppni
karla í alpagreinum skíða-
íþrótta. Zurbriggen vann í gær
sinn fyrsta sigur í svigi í heims-
bikaríceppni, en hann er einn
sterkasti stórsvigsmaður
heims, og mjög góður í bruni.
Hann hefur hinsvegar aldrei
þótt á heimsmælikvarða í svigi.
„Petta er brjálæðislegasti
dagur lífs míns, ég trúi því
ekki að ég hafi unnið svig i
heimsbikarkeppni“, sagði Zur-
briggen eftir keppnina.
Zurbriggen á nú möguleika
á að vinna sigra í þremur
aðalgreinum heimsbikar-
keppninnar og endurtaka þar
með afrek Frakkans Jean-
Claude Killy frá árinu 1967.
Zurbriggen hefur fimm sinnum
sigrað í keppni í heimsbikar-
keppninni, alltaf í stórsvigi.
Hann er nú efstur í heims-
bikarkeppninni í samanlögð-
um greinum, hefur 64 stig, en
annar er ftalinn Robert Erlac-
her með 50 stig.
Næstir á eftir Zurbriggen í
sviginu í Sestriere á Ítalíu í gær
voru þrír ítalir, Paolo de Chi-
esa, Ivano Edalini og Oswald
Toetsch. Marc Girardelli frá
Lúxemborg og Svíinn Ingemar
Stenmark féllu úr keppni.
sagt verður reynt að ná landslið-
inu saman til æfinga þó stopult
verði, og æfingar félagsliða
verða að líkindum strangar.
íslandsmótið verður keyrt
áfram á mesta mögulega hraða
fram í janúar, þá leika tvö
íslenk lið í 8 liða úrslitum Evr-
ópukeppna, FH í meistara-
keppninni og Víkingur í bikar-
keppninni. Fyrri leikur liðanna
á að fara fram á bilinu 7.-13.
janúar, og hinn siðari 21.-27.
janúar.
Þá kemur næsta hrota lands-
liðsins, liðið heldur út til Frakk-
lands 29. janúar, og leikur þar
fjóra leiki á fimm dögum, í
keppni þar sem Frakkar tefla
fram tveimur liðum, Ungverjar
verða með og Tékkar.
Að lokum er jafnvel í ráði að
Júgóslavar komi hingað í febrúar
og leiki tvo til þrjá leiki. Ekki
hefur þó verið endanlega gengið
frá því hvort af verður, fjárhags-
hliðin er ófrágengin.
Eftir leikina við Júgóslava, ef
af verður, heldur íslandsmótið
áfram. Eina sjáanlega smugan
fyrir hvíld er í kringum jólin, og
ekki er ólíklegt að landsliðið æfi
eitthvað þá.