NT - 19.12.1984, Page 1

NT - 19.12.1984, Page 1
Félagsdómur hefur úrskurðað: Borgin braut ekki samnmgana ■ Félagsdómurhefurúrskurð- að að Reykjavíkurborg hafi ekki verið skyldug til að greiða laun út fyrirfram fyrir þann tíma sem borgarstarfsmenn höfðu boðað að þeir færu í verkfall. BSRB kærði borgarstjórann í Reykjavík, fyrir hönd Reykja- víkurborgar til Félagsdóms fyrir að greiða aðeins út laun fyrir fyrstu 3 daga októbermánaðar, á þeirri forsendu að það hefði verið brot á kjarasamningum. Dómur Félagsdóms féll á þá leið að svo hefði ekki verið. Hliðstætt mál verður flutt fyr- ir Félagsdómi í dag en það höfðuðu blaðamenn á hendur Félags íslenskra blaðaútgefenda fyrir að greiða ekki fyrirfram út laun fyrir allan októbermánuð þar sem verkbann var boðað 4. október. Dómur Félagsdóms og for- sendur BSRB og Reykjavíkur- borgar eru reifaðar á blaðsíðu 4. Vinsælustu bækurnar: Á Gljúfra- steini enn í efsta sæti ■ Bók Eddu Andrés- dóttur og Auðar Laxness, Á Gljúfrasteini, er enn í efsta sæti listans yfir mest seldu innlendar bækurnar fyrir þessi jól, samkvæmt könnun Kaupþings, sem birt var í gær. Könnunin nær til vikunnar 10.-15. desember. Alistair MacLean er enn sem fyrr söluhæsti höfundur er- lendur. Bók Eðvarðs Ing- ólfssonar, Fimmtán ára á föstu, er í efsta sæti bóka handa börnum og ungling- Sjá nánar listann í heild á bls. 2. Ný skýrsla Seðlabanka um vaxtahækkun: Mætir verulegri andstöðu, einkum í Framsóknarf lokki „Ef ég væri söngvari, myndi ég syngja Ijóð mín.“ - sjá viðtal við Matthías Johannes* sen á bls. 5. Lýkur Reagan ferli sín- um sem friðar- höfðingi? - sjá Vettvangsgrein Þóararins Þórarins- sonar á bls. 6*7 Ekki búist við vaxtahækkun fyrir áramót ■ í nýrri skýrslu Seðlabankans, sem væntanlega verður rædd í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna í dag, heldur bankinn fast við fyrri tillögur um að vextir af afurðalánum hækki úr 18 í 25% og að bankar hafi áfram frjálsræði til að ákveða vexti af almennum skuldabréfum, en það þýðir að þeir muni hækka verulega. Mikil andstaða er gegn þessum tillögum í þingflokki Framsóknarflokksins og er ekki búist við því að ráðherrar hans leggi blessun sína yfir vaxtahækkun a.m.k. ekki að svo komnu máli. Efasemda gætir einnig í þingliði Sjálfstæðisflokksins. þannig að þeir verði alltaf 5% yfir skuldabréfavöxtum bank- anna. t»á verði sú regla tekin upp frá byrjun næsta árs að vextir af almennum skuldabréf- um sem gefin voru út fyrir 11. ágúst sl. fylgi meðalvöxtum af nýjum skuldabréfum á hverjum tíma. Röksemdir bankakerfisins eru í stuttu máli þær að hindrað verði að vextir verði neikvæðir með vaxandi verðbólgu þar sem slíkt kalli á aukna eyðslu og þar lántökur. Röksemdirþeirraserr eru á móti vaxtahækkun ert hins vegar þær að vaxtabyrðin é almenning og fyrirtæki sé allt ol mikii og hafi verið allt of mikil undanfarna mánuði; úr henni þurfi að draga og auk þess myndi vaxtahækkun nú aðeins magna verðbólguna. í þessari nýju skýrslu, sem barst viðskiptaráðherra í fyrra- dag, dregur Seðlabankinn nokkuð í land frá fyrri tillögum sem dagsettar eru 6. desember sl., en ekki þó í neinum grund- vallaratriðum. Auk ofangreindra tillagna um hækkun útlánsvaxta af afurðalánum og almennum skuldabréfum leggur bankinn til að vextir af verðtryggðum útlánum verði lækkaðir um 3% og verði 4% af lánum allt að 2'/í> ári, en.5% af lánum sem eru til lengri tíma. Vextir af almennu sparifé verði hækkaðir um 7%. Tekið verði upp breytt fyrirkomulag dráttarvaxta, ■ Mikið fjör er nú í sölu jólatrjáa, enda ekki nema 5 dagar eftir til hátíðarinnar miklu. Þessi mynd var tekin á einum útsölustaðnum í gær. NT-mynd svemr. Jólatrén renna út ■ Jólatréssalan er nú komin í fullan gang, samkvæmt upplýs- ingum, sem NT fékk hjá nokkr- um útsölustöðum í gær. Sums staöar er meira að segja búið að fá aukasendingar til þess að hægt sé að anna eftirspurninni. Vinsælustu tegundirnar í ár virðast vera íslenskt rauðgreni vann sinn fyrsta Sjá bls. 27 og Normannsþinur frá Dan- mörku. Þá er dönsk fura sömu- ieiðis nokkuð vinsæl, enda búin þeim eiginleika, eins og Nor- mannsþinurinn, að hún fellir ekki barr. íslensku rauðgreni- trén sem íbúar höfuðborgar- svæðisins skreyta híbýli sín með um hátíðarnar eru komin úr Þjórsárdal, Skorradal og Hauka- dal. Alls eru 10-12 þúsund tré felld á landinu í þessum tilgangi. Eftirsóttustu stærðirnar af trjám eru frá 1.25 m upp í 1.75 m. Verð trjánna er nokkuð mismunandi eftir tegundum, en það er þó hið sama á útsölu- stöðunum. Þannig kostar rauð- greni 1.25-1.50 m að hæð 735 krónur, sama stærð af Nor- mannsþin kostar 1010 krónur, sem er hið sama og í fyrra og furutré kostar 960 krónur. Til þess að trén haldist sem fallegust yfir jólin er mönnum ráðlagt að láta þau standa vel í vatni. Þá þarf að skera til stilk- inn og setja bakteríudrepandi efni í vatnið.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.