NT - 19.12.1984, Side 2
Miðvikudagur 19. desember 1984
Framfærsluvísitalan hækkar um 4,85% í desember:
Mælir 76,5% verðbólgu
■ Framfærsluvísitalan hefur
hækkað um 4,85% á einum
mánudi, þ.e. frá nóvemberbyrj-
un til byrjunar desmebermán-
aðar. Hækkun þessi samsvarar
76,5% hækkun á heilu ári, þ.e.,
ef verðhækkanir væru jafn mikl-
ar í hverjum mánuði og þær
voru nú.
Um % af hækkuninni eru
vegna verðhækkana á matvör-
um og aukins bifreiðakostnað-
ar. Af þessari 4,85% hækkun
vísitölunnar er 1,6% vegna auk-
ins kostnaðar við fjölskyldubíl-
inn, þar af rúmur helmingur
vegna verðhækkunar á bílum
og tæpur heimingur vegna
hækkunar á bensínverði. Þá
stafar 1,4% af hækkuninni af
hiekkun matvöru, þar af um
helmingur vegna búvöruhækk-
ana en hinn helmingurin af því
að annars konar matvara hefur
hækkað. Um 1,85 eru síðan
vegna verðhækkana á ýmsum
öðrum vörum og þjónustu.
Framfærsluvísitalan í des-
emberbyrjun reyndist sam-
kvæmt útreikningi kauplags-
nefndar. vera 117,2 stig (var
111,8 stig í nóbvemberbyrjun),
sem þýðir að vörur og þjónusta
sem vísitalan mælir hafa hækk-
að um 17,2% síðustu 10 mánuð-
ina, frá byrjun febrúar 1984.
Harður
árekstur
í Garði
■ Harður árekstur varð
í Garðinum á Reykjanesi
í gærdag þegar fólksbíll og
ruslabíll skullu saman.
Var ökumaður fólksbíls-
ins fluttur á sjúkrahús en
fékk að fara heim eftir
skoðun. Fólksbíllinn
skemmdist mjög mikið og
var fluttur af vettvangi
með krana.
Nýr bóksölulisti frá Kaupþingi:
A Gljúfrasteini
ennþá söluhæst
- spennubækur hæstar þýddra bóka
■ Kaupþing birti í gær 2. lista sinn yfir
mest seldu bækur á jólamarkaðnum í ár.
Nær listinn yfir vikuna 10.-15. desember.
Það vekur athygli, að á listanum yfir 15 mest
seldu frumsömdu íslensku bækurnar eru
aðeins 3 skáldsögur. Þá er athyglivcrt, að
vinsælustu erlendu bækurnar eru spennu-
15 mest seldu frumsömdu íslensku
bækurnar vikuna 10. til 15.12.1984.
1. Á Gljúfrasteini, Edda Andrésdóttir
2. Guðmundur skipherra Kjærnested,
Sveinn Sæmundsson
3. Jón G. Sólnes, Halldór Halldórsson
4. Ekkert mál, Njörður P. Njarðvík
og Freyr Njarðarson
5. Við Þorbergur, Gylfi Gröndal
6. Alfreðs saga og Loftleiða,
Jakob F. Ásgeirsson
7. Eysteinn - í baráttu og starfi,
Vilhjálmur Hjálmarsson
ð. Og árin líða, Halldór Laxnes
9. Landið þitt, Þorsteinn Jósepsson og
Steindór Steindórsson
10. Lífið er lotterí, Ásgeir Jakobsson
11. Með kveðju frá Dublin,
Árni Bergmann
12. Ágúst á Brúnastöðum,
Halldór Kristjánsson
13. Gefðu þig fram Gabríel,
Snjólaug Bragadóttir
14. Hátt uppi, Bryndís Schram
15. íslensk knattspyrna,
Víðir Sigurðsson
10 mest seldu þýddu bækurnar
vikuna 10. til 15.12.1984.
1. Dyr dauðans Alister Maclean
eða ástarsögur.
Á Gljúfrasteini er enn í efsta sætinu og
því næst koma tvær aðrar ævisögur. Fyrsta
skáldsagan á listanum, Ekkert mál, er í
fjórða sæti. Listi Kaupþings lítur annars
þannig út.
2. í næturvillu Desmond Bagley
3. Átök í eyðimörk Hammond Innes
4. Treystu mérástin mín
Theresa Charles
5. í gildru á Grænlandsjökli,
Duncan Kyle
6. Sigur ástarinnar Bodil Forsberg
7. Kyneðli og kynmök A.K. Ladas,
B. Whipple og J.D. Perry
8. Spilabókin
(þýð.: Guðni Kolbeinsson)
9. Systurnar frá Greystone
Victoria Holt
10. Ást og hatur Erling Poulsen
10 mest seldu barna- og unglinga-
bækurnar vikuna 10. til 15.12.1984.
1. Fimmtán ára á föstu,
Eðvarð Ingólfsson
2. Töfftýpa á föstu, Andrés Indriðason
3. Sjáðu Madditt, það snjóar
Astrid Lindgren og llon Wikland
4-5 Júlíus Klingsheim/Jakobsen
4-5 Tröllabókin Jan Lööf
6. Bróðir minn Ijónshjarta
Astrid Lindgren
7. í ræningjahöndum,
Ármann Kr. Einarsson
8. Veiran Tome og Jan Ry
9. Veistu svarið Axel Ammendrup
10. Með víkingum Peyo
Chicken-King í Suðurveri
■ Chicken-King - kjúklinga-
kóngurinn - er nýr skyndibita-
staður í Suðurveri við Stigahlíð.
Kóngurinn býður upp á djúp-
steikta kjúklingabita með krydd-
mylsnu frá Chicken King, en
það er einmitt þessi mylsna,
gerð samkvæmt leyniformúlu,
sem er samnefnari staða með
Chicken King nafninu.
'Sverrir Þorsteinsson á kjúkl-
ingastaðinn í félagi við fjöl-
skylduna. Hann sagði NT að
eignarfyrirtæki Chicken King,
Barbecue King, væri bandarískt
fyrirtæki, sem samt sem áður
byggði aðallega á markaðnum í
Evrópu. Til dæmis væru áttatíu
og þrír Chicken King matsölur
í Flollandi. Staður Sverris er
fyrsti Chicken King matsalan á
Norðurlöndum.
Chicken King er í sama hús-
næði og Hlíðagrill var í áður, en
þann veitingastað rak Sverrir
einmitt síðustu sextán ár.
■ . í kjúklingastaðnum við opnunina: Sverrir Þorsteinsson, Anna
Karen Sverrisdóttir og Stuart Green, sölufulltrúi Barbecue King.
NT-mynd: Árni Bjama
„Ekki samur eftir
slíka lífsgöngu“
- sagði María Jóhanna Lárusdóttir
um friðargöngu í Bandaríkjunum
Frá frcttarítara NT í Gnúpverjahreppi,
Guðmar Guðjónssyni
■ „Það verður enginn samur
maður eftir að hafa tekið þátt í
lífsgöngu scm þessari," sagði
María Jóhanna Lárusdóttir í
ræðu sem hún flutti á aðventu-
kvöldi í félagsheimilinu Árnesi.
Sagði María þar m.a. frá því
þegar hún tók þátt í friðargöngu
í Bandaríkjunum.
Það var friðarhópur kvenna í
Gnúpverjahreppi sem gekkst
fyrir aðventukvöldinu, sem
hófst með ávarpi Bjarnheiðar
Guðmundsdóttur. Síðan flutti
María ræðu sína sem vakti
mikla athygli áheyrenda. Þá
komu piltar frá Skálholtsskóla
með uppákomu. Síðan stýrði
Gylfi Jónsson skólastjóri í Skál-
holti fjöldasöng.
Husqvarna Optima
Husqvarna Optima er fullkomin
saumavél, létt og auðveld í notkun.
Husqvarna Optima hefur alla
nytjasauma innbyggða.
Husqvarna Optima saumar allt frá
þynnsta silki til grófasta striga og
skinn.
Husqvarna Optima óskadraumur
húsmóðurinnar
Verð frá kr. 12.000.- stgr.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200
(h) Husqvarna
Landssamband vörubifreiðastjóra:
Heimamenn sitji
fyrir vinnunni
Telja framkvæmd útboða á vegum hins opinbera
tilræði við afkomuskilyrði landsbyggðarinnar
■ Óánægja er ríkjandi meðal vörubif-
rciðastjóra vegna þeirrar þróunar sem
hefur orðið síðustu ár hjá verktökum að
sniðganga forgangsrétt vörubflstjóra í
heimabyggð og segja þeir þetta hafa
valdið verulegri röskun á afkomuskilyrð-
um vörubflstjóra, sem reka þjónustu-
stöðvar í flestum byggðarlögum.
Einnig gætir mikillar óánægju meðal
vörubílstjóra vegna þeirrar þróunar sem
orðið hefur í útboðsmálum hins opinbera
í vega-, hafna- og flugvallagerð á lands-
byggðinni. Telja þeir að tryggja verði að
heimamenn njóti forgangsréttar síns til
að vinna við slíkar framkvæmdir. Ganga
þeir svo langt að kalla útboð á fyrrgreind-
um verkefnum tilræði við búsetu og
afkomuskilyrði fólksins á landsbyggðinni
og segja fjölmörg dæmi vera því til
sönnunar.
Þetta kom fram á 16. þingi Landssam-
bands vörubifreiðastjóra í Reykjavík í
lok nóvember þar sem fjölmörg hags-
munamál vörubílstjóra voru til umræðu.
Formaður Landssambands vörubifreiða-
stjóra næstu tvö ár var kjörinn Herluf
Clausen úr Reykjavík.