NT


NT - 19.12.1984, Side 5

NT - 19.12.1984, Side 5
Miðvikudagur 19. desember 1984 5 Ljóðið til fólksins og fólkið til Ijóðsins ■ Matthías Johannessen með nýju hljómpiötuna.vr-invnd: Róbert Rætt við Matthías Johannessen um nýja hljómplötu með upplestri hans á eigin Ijóðum ■ Fálkinn hefur gefið út hljóm- plötu með upplestri Matthíasar Johannessen skálds á eigin Ijóðum með tónlist. ..Ég les þarna úr tveim Ijóðaflokkum, Dagur ei meir, og Morgunn í maí." sagöi Matthías er við hringdum í hann til að forvitnast um plötuna. ..Fé- lagar mínir, Árni Jörgensen, Björn Vignir Sigurpálsson, Stefán Halldórsson, Sveinn Guðjónsson og Árni Þórarinsson, settu hana saman. Stofninn er tvær útvarps- dagskrár. sem Fálkinn hefur nú gefið út endurskoðaðar,” sagði Matthías. „Þeir sjá einnig um tónlistina, sumt af henni er samið af Árna Jörgensen. Björn Vignir syngur eitt lag og þeir leika allir undir. „Dagur ei meir er hugrcnningar um þjóðhátíðarárið 19_T4. en eins og þú kannske manst var ég for- maður Þjóðhátíðarnelndar. Ljóð- íslenska hljómsveitin: Jólatónleikarnir eru í Bústaðakirkju í kvöld ■ Guðmundur Emilsson ■ Ásdís Valdimarsdótlir g Ma|s Rondin ■ íslenska hljómsveitin heldur sjöttu tónleika sína á starfsárinu í kvöld kl. 20.30 í Bústaðakirkju, en efnisskráin var flutt í gærkvöldi í Nýja íþróttahúsinu í Keflavík. Tónleikarnir í kvöld verða þriðju áskriftartón- leikar hljómsveitarinnar á vetrinum og að þessu sinni tekur Söngsveitin Fílharmónía þátt í flutningnum og leiðir fjöldasöng, sem er fastur liður á jólatónleikum Islensku hljómsveitarinnar. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Emilsson, aðalstjórnandi íslensku hljómsveitarinnar og Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Einleikarar með hljómsveitinni í kvöld cru þau Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari og Mats Rondin sellóleikari frá Svíþjóð, e-n hann er fyrsti sellisti Sinfóníuhljómsveitarinnar í Malmö, þar sem Einar Grétar Sveinbjörnsson er konsertmeistari. Ásdís er fædd 1962 og hóf tónlistar- nám sitt í barnamúsíkskólanum, þar sem hún lærði á fiðlu hjá Gígju Jóhannesdóttur. og hélt áfram námi í tónlistarskólanum hjá Rut Ingólfsdóttur. 1980 hóf hún nám við Juliard skólann í New York oghaföi þá snúið sér að lágfiðlunni sem aðalhljóðfæri. Hún er nú 1. lágfiðluleikari í stærstu hljómsveit skólans og hyggst ljúka MA gráðu frá skólanum á næsta ári. Mats Rondin er fæddur 1960 og hóf sellónám aðeins sjö ára gamall. Meðal kennara hans eru G.Norrby og Erling Blöndal Bengtsson. Rondin lék fyrst cinleik með hljómsveit sextán ára gamall og hefur síðan leikiö með sænsku útvarpshljómsveitinni, Fílharmóníusveit Stokkhólms, sinfóníuhljómsveitum Gautaborgar og Malmö og leikið einleik víða i Evrópu. Þá hefur hann gert fjölda hljóðritana fyrir útvarp og sjónvarp og fyrsta hljómplata hans er væntanleg innan skamms. Tónleikarnir í kvöld bera yfirskriftina „Aðventa" og efnisskráin er fjölbreytt; á henni eru verk eftir Holst, Vaughan Williams, Fauré, Tartini og Jón Nordal. Og að lokum sameinast flytjendur og gestir í fjöldasöng, eins og áður segir. in eru hins vegar ekki ort af formanni þjóðhátíðarnefndar. heldur af Matthíasi Johannessen skáldi. Þegar hátíðinni var lokið gat ég kastað fram af mér beislinu og sagt það sem mér bjó í brjósti án þess að setja mig í stellingar. Á hinni plötusíðunni er svo ljóðaflokkurinn Morgunn í maí. Ég hef ekki verið eins lengi að semja neina Ijóðabók. Hún kom út 1978, en hafði verið að gcrjast innra með mér frá því að ég var drcngur. en Ijóðin lýsa æsku minni í Reykjavík ástríðsárunum. Undir lestrinum á plötunni er leikin tón- list frá þeim tíma. Form Ijóðanna ntinnir lika á stríðsárin á íslandi. Stuðlarnir eru byrjaðir að falla brott og Ijóðin verða hvorki hefð- bundin né atóm. Rímið er þó ennþá til staðar. „Hugmyndin á bak við plötuna er reyndar ekki ný," scgir Matthí- as. Það var á Listahátíð 1974, að ég var beðinn að lesa upp á Kjar- valsstöðum með öðrum skáldum og mér fannst ég þurfa að gera eitthvað nýtt. Þá fékk ég í lið með mér þessa félaga mína sem eru með mér á plötunni og þeir sáu unt tónlist undir lestrinum. Ég er þeirrar skoðunar, að ljóð- list hai'i upprunaiega veriö tcngd seyði og sungin með einhverjum hætti. Þannig hygg ég að hafi verið með Eddukvæðin. um danskvæðin okkar og rímurnar vitum við. Ég held að það megi gera rneira af því að flytja Ijóð með tónlist. Sjálfur er ég ekki söngvari, ef ég væri það myndi ég syngja Ijóðin mín. Éins og LeonardCohen. Hannerskáld. Ertu ekki sammála því? Ég vona að þetta verði til þess að hjálpa til við að koma Ijóðinu til fólksins. Og fólkinu til Ijóðsins. Við skáldin höfum verið allt of hlédræg við að koma okkar hlutum á framfæri. Ilitt er annað mál. að ég tel að Ijóð séu fyrst og fremst bókmcnntir. Reyndar ákaflega cinmanalegt listform. Hlutverk Ijóðskáldsins er að yrkja kvæði og breyta öllum lcsendum sínum í Ijóðskáld. Ljóðið verði eins og hver annar viðburður í lífi lesand- ans. Skáldin eiga sjálf sinn þátt í því að það hefur veriö troðið á ljóð- inu. Þau hafa fjarlægst þessa geysi- lega Ijóðelsku þjóð. Það er stór- kostlegt að lesa Ijóð fyrir íslend- inga. Allt í jólamatinn 4 Rjúpur kr. 140,-stk. Norðlenska hangikjötið vinsœla. Hamborgarhryggir frá KEA. Svínakjöt. Allt af nýslátruðu. Mikið úrval af úrbeinuðu kjöti. Peking-endur. Veislu-gœsir Nautakjöt. Allt af UN1. Mikið úrval af ódýrri niðursuðuvöru Mikið úrval af jólakertum og servíettum óisamt stórkostlegu úrvali af konfekti og allskonar jól- asœlgœti. húsiö Húsinu JIS HOKMÐvJll PORTINUI Avextir í heilum og hálfum köss- um 20% afsláttur. Ö1 og gosdrykkir ódýrari í heil- um og hálfum kössum - djús. Jll GRILLIÐ Grillréttir allan daginn. Munið grillkjúklingana. Takið með ykkur heim. f Jón Loftsson hf. . Hringbraut 121 Sími 10600

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.