NT - 19.12.1984, Qupperneq 8
Miðvikudagur 19. desember 1984 8
Jóhanna Eyjólfsdóttir
Fædd 3. október 1915. Dáin 9. desember 1984.
Tengdamóöir mín Jóhanna
Eyjólfsdóttir, Bárugötu 16,
Reykjavík, andaðist í Landa-
kotsspítala sunnudaginn 9. des-
ember sl. eftir stutta en erfiða
legu. Útför hennar verður gerð
í dag frá Fossvogskirkju.
Jóhanna fæddist þ. 3. október
1915, dóttir hjónanna Nikólínu
Eyjólfsdóttur og Eyjólfs Sig-
urðssonar skipstjóra og smiðs í
Laugardal, Vestmannaeyjum.
Jóhanna var elst 9 barna og eru
nú þrjú þeirra á lífi. Jóhanna
minntist ætíð foreldra sinna og
æskustöðva með mikilli hlýju
og virðingu. Vestmannaeyjar
voru henni ofarlega í huga og
fylgdist hún alla tíð vel með því
sem þar fór fram.
Um tvítugt fór Jóhanna til
Ólafsfjarðar og starfaði þar um
5 ára skeið.
Laust eftir 1940 fluttist Jó-
hanna frá Ólafsfirði til Reykja-
víkur og átti þar síðan heimili
sitt. í Reykjavík kynntist hún
eftirlifandi manni sínum Valdi-
mar Guðmundssyni, fyrrv. skip-
stjóra frá Þingeyri. Þau gengu í
hjónaband árið 1946. Sama ár
kcyptu þau húsið við Bárugötu
16 og áttu þar heinra síðan.
Heimili þeirra Jóhönnu og
Valdimars var þcim til mikils
sóma. Þau voru ákaflega sam-
hent um að hlúa að öllu á
heimilinu á senr myndarlegastan
hátt. Þar ríkti einstök snyrti-
mennska og mikil gestrisni. Jó-
hanna var mikil húsmóðir og
gekk að öllu sem hcimilinu laut
með sérstakri alúð og -um-
hyggju. Ég er þess fullviss, að
þeinr fjölmörgu, sem sóttu þau
hjón heim mun nú minnisstæð
sú sérstaka rausn og hlýja sem
húsráðendur sýndu gestum
sínum.
Börn þeirra hjóna urðu þrjú.
Elstur er Valdimar. kvæntur
Þorgerði Einarsdóttur, þau eiga
þrjú börn. Næstelsturer Eyjólf-
ur, kvæntur undirritaðri, þau
eiga tvö börn. Yngst er Helga,
gift Óskari Alfreðssyni, þau
eiga tvö börn.
Öll börn Jóhönnu eru búsett
í Reykjavík. Náin samskipti
voru ætíð rnilli hennar, barn-
anna og fjölskyldna þeirra.
Barnabörnin áttu hjá henni
mikið og gott athvarf enda hafði
hún sérstakt lag á börnum. Mik-
ill er missir þeirra þegar þau
njóta ekki lengur samvista við
ömmu sína.
Vegna starfs síns var Valdi-
mar löngum fjarverandi frá
heimili sínu og féll það þá að
miklu leyti í lilut Jóhönnu að
annast heimilið og uppeldi barn-
anna. Það gerði Inin með þeim
myndarskap og umhyggju sem
henni var eðlislæg. Kom sér þá
vel kjarkur hennar og dugnað-
ur.
Ég mun ætíð minnast fyrstu
heimsóknar minnar á Bárugötu
16. Jóhanna og Valdimar tóku
mér opnum örmum og glöggt
mátti finna, að í því húsi ríkti
góður andi. Eftir þennan fyrsta
fund okkar Jóhönnu leyndist
mér ekki, að hún var rnörgum
góðum kosturn búin. Ég taldi
mig ekki þurfa að kvíða því að
eignast hana fyrir tengdamóður.
Það hugboð mitt reyndist rétt.
Þau ár sem síðan eru liðin hef
ég og fjölskylda mín ótal sinnum
notið elskulegrar hjálpfýsi
hennar og greiðvikni. Jóhanna
var ráðagóð með afbrigðum og
ekkert var henni fjær skapi en
hugarvíl og uppgjöf. Það var
því ævinlega uppörvandi að
leita til hennar þegar á þurfti að
halda. Fyrir allt þetta er mér nú
efst í huga innilegt þakklæti.
Síðustu ár var Jóhanna ekki
alltaf heilsuhraust, en hún eyddi
gjarnan öllu tali um veikindi ef
á var minnst. Fyrir fáum vikum
lagðist Jóhanna inn á sjúkrahús
og stóðu góðar vonir til að hún
myndi fá góðan bata við meini
sínu. Þær vonir rættust ekki því
í ljós kom, að veikindi hennar
voru mun alvarlegri en ætlað
var í fyrstu. Jóhanna tók sjúk-
leika sínum með aðdáunar-
verðu þreki og æðruleysi.
Sunnudaginn 9. desember sl.
var sonarsonur Jóhönnu skírður
í kapellu Landakotsspítala.
Rúmliggjandi var hún viðstödd
ásamt öðrum allra nánustu ætt-
ingjum barnsins. Að athöfninni
lokinni óskaði hún barninu allr-
ar gæfu og síðan kvaddi hún
fólk sitt glaðlega eins og hennar
var vandi. Að tæpri stundu
liðinni sloknaði lífsljós þessarar
mætu og góðu konu.
Tengdafaðir minn hefur misst
lífsförunaut sinn. Ég veit, að
góðar minningar um trausta og
kæra eiginkonu munu verða
honum mikill styrkur.
Ég og fjölskylda mín minn-
umst nú ástkærrar móður,
tengdamóður og ömmu með
viröingu og söknuði, og þökk-
um fyrir allt sem hún var okkur
fyrr og síðar.
Blessuð sé minning hennar.
Hanna Unnsteinsdóttir.
í dag þann 19. desember
þegar ég kveð hinstu kveðju
elskulega tengdamóður og
ömmu barna minna, langar mig
með nokkrum orðum að votta
henni virðingu mína og elsku,
þó ég geti aldrei með orðum
sagt það sem í hjarta mínu býr,
það bíður síns tíma.
Jóhanna var fædd þann 3.
október 1915 að Laugardal í
Vestmannaeyjum, og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum Ey-
jólfi Sigurðssyni og Nikólínu
Eyjólfsdóttur.
Fljótlega bar á því að Jó-
hanna var íorkur til allra starfa.
og ekki veitti af duglegum hönd-
um á stóru heimili, hún fór fljótt
að vinna öll þau verk sem til
féllu, sérstaklega ræddi hún oft
við mig um störfsín ásjúkrahús-
inu þar á staðnum og fannst mér
sem hugur hennar hefði um
tíma staöið til hjúkrunarstarfa
og held ég að þar hefði kraftur
hennar, styrkur og manngæska
notið sín vel. En útþráin gerði
vart við sig um tvítugt og lá þá
leið hcnnar til Ólafsfjarðar þar
sem hún vann, til að byrja með
öll venjuleg störf, sem til féllu
við útgerð á þeim tíma. Iðulega
sátum við saman og sagði hún
mér þá hvernig þessum störfum
var háttað, verður mér því oft
hugsað til þeirrar miklu vinnu
sem konur inntu af höndum á
þessum tíma, störf sem nú telj-
ast til grófustu karlmannsverka,
og myndum við konur í dag
veigra okkur við að fara í þeirra
spor. En tengdamóður minni
var ekki fisjað saman þegar um
vinnu var að ræða. Seinni hlut-
ann af veru sinni á Ólafsfirði
vann hún hjá Ásgrími Hart-
mannssyni og konu hans Helgu
sem ráku þá, eftir því sem ég
best veit eina veitinga- og gisti-
húsið á staðnum. Heyri ég á
öllum að Jóhanna vann sín störf
vel og af alúð og kynnti sig f alla
staði vel. Það sýnir hugur þeirra
hjóna í gegnum árin að þar var
ræktuð vinátta samhliða vinnu á
þeim stað.
En ekki fann Jóhanna það
sem hún leitaði að á Ólafsfirði,
heldur lá leið hennar til Reykja-
víkur þar sem hún um skeið
vann á Listamannaskálaum og
heyrði ég á henni að þaðan átti
hún margar skemmtilegar
minningar. Eftir það tók hún til
starfa á saumastofunni Spörtu
sem á þeim tíma var þekkt sem
góð saumastofa. Þar sýndi hún
að henni var margt til lista lagt
því allt sem að saumaskap snéri
lék í höndum hennar eins og
hver önnur list bæði handavinna
allskonar og vélavinna. Á heið-
ursstað í stofu hennar standa
myndarlegir silfurkertastjakar
sem Ragnar í Spörtu gaf henni
sem viðurkenningu fyrir vel
unnin störf. Þeir sýna að störf
hennar voru metin mikils.
Árið 1976 fór Jóhanna aftur
að vinna eftir nokkurt hlé og þá
á saumastofu Halldórs Guð-
jónssonar, hún mat hann mikils
og með þeim tókst góð sam-
vinna, saumastofan skipti síðan
tvisvar um eigendur og vann
Jóhanna hjá báðum þeim aðil-
um,allt fram á þennan dag má
segja.
Árið 1945 flutti Jóhanna í
húsið á Bárugötu 19, og má
segja að þá byrji hamingjuhjól
hennar að snúast og þar finni
hún það sem hún leitaði að.
í húsinu bjó einnig ungur
maður, Valdimar Guðmunds-
son, skipstjóri sem þann 19.
ágúst 1946 gerðist hennar lífs-
förunautur. Stuttu seinna festu
þau kaup á húsinu að Bárugötu
16, þar sem þau hafa búið
síðan, og hæg hafa verið heima-
tökin þegar ekki þurfti að flytja
lengra en yfir götuna.
Jóhanna og Valdimar eignuð-
ust 3 börn.
Valdimar eiginmann minn f.
1948.
Eyjólf kvæntan Hönnu Unn-
steinsdóttur f. 1949,
og Helgu gifta Óskari Al-
freðssyni f. 1951.
Öll bera þau það með sér að
vel hefur verið að þeim búið í
æsku og uppvexti og nutu þau
þar þess sem svo tengdabörn og
barnabörnin fengu að njóta
síðar, ástar, umhyggju og já-
kvæðu lífsviðhorfi.
Valdimar maður Jóhönnu er
sjómaður, og það að vera eigin-
kona sjómanns er mikið álag og
vita það sjálfsagt flestir að styrk
og festu þarf til að halda um
stýrið á þeirri skútu sem heima
er siglt rétt eins og þeirri sem
á sjó siglir.
Áldrei urðu þó árekstrar á
skipum þeirra Jóhönnu og
Valdimars, heldur mættust þau
á miðri leið í lífsins sjó og sigldu
skipi sínu saman í ást og virð-
ingu til enda.
Elsku tengdapabbi,guð gefi
þér styrk til að halda siglingunni
áfram, þrátt fyrir mikinn missi.
Elsku Valdimar, Eyjólfur og
Hanna, Helga og Óskar, öll
barnabörnin sem ömmu þótti
svo vænt um, allir aðrir sem nú
syrgja Jóhönnu. Hvert urn sig
vitum við hvað við missurn
mikið, en huggum okkur við
það að þjáningar hennar og
hetjuleg barátta eru á enda.
Huggum okkur við, að svo
lengi sem hún lifir í hjörtum
okkar og huga þá er’ hún hjá
okkur
Elsku tengdamamma, ég
þakka þér fyrir alla þá vináttu
og blíðu sem þú sýndir mér og
börnunum ætíð, og ég vona að
ég hafi reynst sú tengdadóttir
sem þú áttir skilið. Farðu í friði.
friður guðs þig blessi.
Eins og móðir reyndist mér
sem vinur í raun
ég huggun fann hjá þér
hafðu Guds laun.
Geröa.
Lokabindi Borgf irzkrar blöndu
■ Borgfirzk blanda. Sagnir og
fróðleikur úr Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslum. Áttunda bindi.
Safnað hefur Bragi Þórðarson.
Akrancsi, Hörpuútgáfan, 1984.
250 bls.
Fyrir sjö árum hóf Hörpuút-
gáfan á Akranesi að gefa út
safnritið Borgfirzka blöndu, og
hefur Bragi Þóröarson, forstjóri
fyrirtækisins, jafnan verið rit-
stjóri, auk þess sem hann hefur
skrifað í ritið sjálfur. Undirtitill
þess, Sagnir og fróðleikur úr
IVlýra- og Borgarfjarðarsýslum
(Akraneserþarmeðtalið), segir
nánar til, hvcrt efni þess er. í
formála fyrsta bindis kemur
fram hjá ritstjóranum, að
áherzla er lögð á frásagnir af
fólki og atburðum eða þjóðleg-
an fróðleik. Þar segir einnig, að
eins og heiti safnsins beri með
sér, sé því ætlaö að birta bland-
að efni, og þar komi margt til
grcina, sem oröið gctur til fróð-
leiks og skemmtunar og snertir
sögu viðkontandi byggðarlaga.
Hefur þessari ritstjórnarstefnu
ávallt verið fylgt, cn bindin eru
að flestu leyti hliðstæð að allri
gerð. Borgfirzk blanda hefur
notið vinsælda, og hafa bindin
orðið fleiri en áformað var í
upphafi. Nú hafa forráðamenn
útgáfunnar ákveðið, að þetta
bindi verði hið síðasta, enda er
safnið í heild hartnær 2000 blað-
síður.
Þessu bindi Borgfirzkrar
blöndu, eins og hinurn fyrri, er
skipt í hluta, sem bera sérstök
heiti, eftir efnisflokkum. Hér
eru flokkarnir fimm, en þeir eru
fleiri í fyrri bindunum. Fyrst eru
þjóðlífsþættir, sem svo eru
nefndir, og síðan koma svokall-
aðir persónuþættir, og eru það
viðtöl og frásagnir af einstakl-
ingum. Þessir tveir flokkar eru
langefnismestir. Síðustu þrír
tlokkarnir nefnast: „Hrakning-
ar og slysfarir", „Draumar og
dulrænar sagnir" og „Gam-
anrnál". Alls eru kaflar í bind-
inu þrjátíu talsins. Nokkuð af
efninu hefur þegar birzt í
blöðurn, tímaritum og bókum,
en mest er áður óbirt. og er
sumt samið sérstaklega fyrir
Borgfirzka blöndu. Flestir eru
höfundarnir og heimildarmenn
efnis upprunnir í Borgarfirði.
Margir þeirra eru á miöjum
aldri eða eldri, en sumir látnir.
í þessu bindi er langmest greint
frá minnisstæðum atburðum og
daglegu lífi alþýðufólks í lok 19.
aldar og á fyrri helmingi 20.
aldar, fyrst og fremst í því
formi, að fólk rifjar upp
ntinningar sínar. Hér er mjög
lítið um sagnaþætti, þar sem
fjallað er um eldri atburði en
þetta. En slíkir þættir eru all-
margir í fyrri bindum ritsins.
Ekki er hægt að benda á ncitt
safnrit, sern er fyllilega hliðstætt
Borgfirzkri blöndu. Ymsir kafl-
ar þar eru af svipuðu tagi og
ritsmíðar, sem eru uppistaðan í
ársritum, er fyrst og fremst
fjalla um sögu einstakra héraða,
en Borgfirzk blanda byggir
óvenju mikiö á endurminning-
um fólks. Sagnaþættirnir í ritinu
eiga sér margar hliðstæður, og
er samhengið í sagnaþáttagerð
íslendinga allt frá dögum Gísla
Konráðssonar til þessa dags
raunar merkilegt rannsóknar-
efni. Frásagnirnar af draumum
og dulrænum atburðum falla
fyllilega innan hefðar slíkra frá-
sagna á síðustu áratugum. En
áherzla sú, sem lögð er á fjöl-
breytt efnisval, skapar Borg-
firzkri blöndu nók'kra sérstöðu.
1 þjóölífsþáttunum í þessu
bindi Borgfirzkrar blöndu er
fjallað um ýmis merk atriði í
borgfirzkri sögu. Má þar nefna
þátt um kirkju og presta, eink-
um í Stafholtssókn, er Þórunn
Eiríksdóttir á Kaðalsstöðum
skráði cftir Jóni Snorrusyni á
Laxfossi (sem svör við spurn-
ingalista frá Þjóðminjasafninu
um þctta efni), þátt um sögu
rafvæðingar á Ákranesi eftir
Jón Sigmundsson í Görðum,
þátt um upphaf bflferða í Borg-
arfirði eftir Arnberg Stefánsson
í Borgarnesi og þátt um ferðalög
og flutninga á 19. öld og á
öndverðri 20. öld eftir Braga
Þórðarson. En í sumum tilvik-
urn hefði ég kosið, að rækilegar
væri greint frá viðkomandi efni.
Og þegar litið er á Borgfirzka
blöndu í heild, hefði það að
mínu mati aukið gildi ritsins að
birta þar lengri ritgerðir um
afmörkuð svið borgfirzkrar
sögu. En skylt er að geta þess,
að í tvo áratugi hefur verið
vettvangur fyrir slíkar ritsmíðar
í Kaupfélagsrilinu.sem Kaupfé-
lag Borgfirðinga gefur út, og nú
unt skeið einnig í Borgfirðinga-
bók, sem Sögufélag Borgfirð-
inga hóf að gefa út 1981. Og
vissulega var efninu í Borgfirzkri
blöndu aldrei ætlað að rnynda
samfellda héraðssögu. í við-
tölunum og í þáttum af einstakl-
ingunt er margt fróðlegt að
finna um hag og háttu Borgfirð-
inga í lok síðustu aldar og á
þéssari öld. En eins og gengur
mun lesendum, sem ekki eru
kunnugir persónum þeim og
byggðarlögum, er við sögu
koma, þykja efnið misveigamik-
ið.
Þetta bindi Borgfirzkrar
blöndu er í heild lipurlcga
skrifað, og ýmsir þættirnir eru
prýðilega stílaðir. Efnið er að-
gengilegt lesendum. Ritstjórinn
hefur samið nokkur inngangs-
orð á undan mörgum kaflanna,
og er það mjög gagnlegt. Þá er
fengur í því, að nafnaskrá fylgir
þessu bindi eins og hinum fyrri.
Hér er að finna merkar Ijós-
myndir, m.a. úr Héraðsskjala-
safni Borgarfjarðar og Byggða-
safninu að Görðum á Akranesi.
Frágangur þessa lokabindis
Borgfirzkrar blöndu, sem og
hinna fyrri, er vandaður.
Bragi Þórðarson á þakkir
skildar fyrir útgáfu Borgfirzkrar
blöndu. Safnritið geymir merki-
legt efni um liðna tíð í Borgar-
firði, og ýmislegt af því, sem
ekki hefur sérstakt sögulegt
heimildagildi, mun mörgum les-
endunt þykja skemmtilegt af-
lestrar. Ingi Sigurðsson.
Gamlar íslandsmyndir
Árni Björnsson, Halldór J.
Jónsson: Gamlar Þjóðlífsmynd-
ir.
Bjallan 1984.
196 bls.
■ Myndadeild Þjóðminja-
safnsins er mikil matarkista öll-
um þeim, sem áhuga hafa á
gömlurn myndum frá íslandi,
og gildir þá einu hvort menn
sækjast eftir Ijósmyndum eða
annars konar myndum. Sá
hængur er hins vegar á, að fram
til þessa hefur alltof lítið af
þessunt ntyndum vcrið aðgengi-
legt almenningi.
í þessari bók eru birtar gantl-
ar myndir af íslensku þjóðlífi og
eru allar frá því áður en Ijós-
myndun var algeng. í inngangi
lýsa höfundar því, hvað ráðið
hafi vali myndanna með eftir-
farandi orðum:
,/ I bók þessa völdum við ntynd-
ir frá tveim sjónarmiðum öðrum
fremur.
í fyrsta lagi skyldu þær sýna
fólk við nokkra iðju eða lýsa
með einhverju nióti lifnaðar-
háttum manna, kjörurn og lífs-
skilyrðum á íslandi fyrir tækni-
byltingu 20. aldar. Landslageða
nafnkunn persóna er því jafnan
aukaatriöi, þótt þess sé getið. ef
fyrir kemur.
í öðru lagi eru engar Ijós-
myndir teknar nteð, heldur ein-
vörðungu teikningar og grafísk-
ar myndir, svo sern málmstung-
ur, steinprent o.s.frv. Þessi
kostur var tekinn til að meira
samræmi yrði í áferð myndanna.
auk þess sem það afmarkar
nokkuð tímaskeið þeirra. Elsta
teikningin mun vera frá því um
1720 (Kóngsgarðurinn á Bessa-
stöðum), en hin yngsta frá því
laust eftir síðustu aldamót (hey-
ýta)".
Myndirnar í bókina eru
valdar. innan þeirra takmarka,
sem höfundar settu sér, og
greinl var frá í ofangreindum
orðum. Þær sýna fólk við ýmis
störf til sjós og lands, sýna
gamlar húsagerðir, skepnur,
gefa mynd af fyrstu íslensku
kaupstöðunum og bregða
skemmtilegu leiftri á samgöng-
ur, eins og þeim var háttað á
þessu tímabili. Að öllu saman-
lögðu virðist rnér, að myndirnar
í bókinni gefi dágóða yfirlits-
mynd af íslensku þjóðlífi á 19.
öld, og að nokkru leyti á þeirri
18., þótt því fari vissulega fjarri
að sú ntynd sé á nokkurn hátt
tæmandi. Var-og aldrei til þess
ætlast að svo yrði.
Höfundar myndanna eru
flestir erlendir ferðamenn, sem
hingað komu á 18. og 19. öld.
Margar myndanna bera vitni
uppruna sínum að því leyti, að
þær voru oft rissaðar upp í
teikniblokk á staðnum, ljós-
myndun þeirra tíma, og síðan
fullunnar að ferð lokinni. Slíkar
myndir urðu oft ónákvæmar í
smáatriðum, þótt heildarmynd-
in komi víðast allvel fram.
Þeir Arni og Halldór hafa
skipt með sér verkum á þann
hátt að Árni hefur samið texta,
en Halldór valið myndirnar.
Báðunt hefur þeim vel til tekist.
Myndirnar eru vel valdar og
textinn ágætlega skýr og fróð-
legur aflestrar.
Allur frágangur bókarinnar
er með ágætuin og hún liinn
eigulegasti gripur.
Jón Þ. Þór
Tenór kveður sér hljóðs
■ Út er komin hljómplata
nteð söng Páls Jóhannessonar.
Páll hóf söngnám árið 1973 hjá
Sigurði D. Franzsyni. Haustið
1976 fór Páll til Reykjavíkur og
stundaði nám í Söngskólanum
hjá Magnúsi Jónssyni. Síðan lá
leiöin til borgarinnar Piacenza á
Ítalíu. Þar lærði Páll í 3 ár hjá
Eguina Ratti og síðast hjá Picr
Miranda Ferraro.
Á plötunni syngur Páll 13 lög,
5 kirkjuaríur eftir m.a. Bach,
Handel og Mozart eru á annarri
hliðinni sem tekin var upp í
Akureyrarkirkju, orgelleikari
var JakobTryggvason. Hiðhlið-
in hefur að geyma 8 einsöngslög
eftir; Eyþór Stefánsson, Sig-
valda Kaldalóns, Karl O. Run-
ólfsson. Upptakan á þeirri hlið
var gerð í Logalandi í Borgar-
firði. Á píanóið lék Jónas Ingi-
mundarson. Upptökumaður var
Halldór Víkingsson.
Útgefandi hljómplötunnar er
Studio Bimbo á Akureyri.