NT - 19.12.1984, Page 24
1 a Miðvikudagur 19. desember 1984 24
L \ LKI 0 3 a
Fyrirhyggjusamur
fánagerðarmaður
Tcl Aviv-Reutcr.
■ Hann Yit/hak Bcrnian,
ísraelskur fánagerðarmað-
ur, ætlar ekki á láta stórvið-
hurði í heimspólitíkinni
koma sér frainar á óvart.
Nei, hann vill hafa vaðið
fyrir neðan sig, reynslunni
ríkari síðan hann fékk að-
eins þrjá daga til að sauma
þúsund egypska fána þegar
Amvar Sadat koin í heim-
sókn til ísraels árið 1978.
Nú er Berman farinn að
sauma jórdanska fána ef vcra
kynni að Husscin Jórdaníukon-
ungur hirtist allt í einu í Isracl.
Samt hefur stjórnin ekki farið
þess á leit við Berman að hann
saumi fánana. enda hafa opin-
hcrir aðilar ekkert rætt um
heimsókn Husseins.
„Eg ætla ekki að standa uppi.
með buxurnar á hælunum cf allt
í einu vantar jórdanska fána,"
scgir Bermán.
Fyrr í þcssum mánuði skýrði
franska hlaöið Lc Monde frá
því að Shimon Peres. forsætis-
ráðherra ísraels, hefði átt
leynifund með Hussein. Tals-
menn Percsar hafa neitaö því.
En þetta var nóg til að Bcrm-
an varð sér úti um svart. hvítt,
rautt og grænt klæði og hóf að
sauma jórdanska fána. „Svona
hlutir fara hægt af staö," segir
hann. „Fyrst segir Peres að
Hussein sé ágætur, og svo segir
Hussein aö það sé allt í lagi með
Pcres. Þctta er eins og-þegr
strákar eru að eltast viö
stelpur."
■ Það iná kannski segja, frekar í gríni en alvöru, að þessi unga stúlka hafí fengið óvenjulega
jólagjöf. Hún er sænsk, 14 ára gömul og heitir Mees. Hún hefur lengi þjáðst af illkynjuðum
lifrarsjúkdómi. Um miðjan nóvember var hún lögð inn á sjúkrahús í grennd við Stokkhólm og
þar var grædd í hana ný lifur. Aðgerðin tókst svo vel að fyrr í vikunni var hún útskrifuð af
sjúkrahúsinu og fór heirn til að halda jólin með foreldrum sínum. Hér er hin ánægða fjölskylda
samankomin á mynd. símamvnd-Poifato.
KÍKTU
í...
ÖLKELDUNA
og léttu af þér
skammdegisleiðanum
viö Ijúffengar veitingar.
Opið virka daga til kl. 1.00
og til kl. 3.00 föstudaga
og laugardaga
Boröapantanir í síma 13628.
ÖLKELDAN
Laugavegi 22, 2. hϚ
(gengiö inn frá Klapparstíg)
TVlL,
Skemmtir gestum með
spili og söng.
Fimmtudags, föstudags,
laugardags og
sunnudagskvöld.
Keisaralegur matseöill
KEISARINN
FRÁ KÍNA
LAUGAVEGI 22
Ungherjar vilja
nýja popptónlist
Moskva-Keutcr.
■ „Er það ckki svolítið skrítið að vin-
sælustu lögin frá árunum 1981-82 séu
ekki gefín út fyrr en í árslok 1984?“
Svo erspurt í Komsomolskaya Pravda,
daglegu málgagni æskulýðshréyfingar
sovéska kommúnistaflokksins um helg-
ina. í greininni er sárlega kvartað yfir því
að Malodya, hljómplötuútgáfa ríkisins,
standi sig ekki í stykkinu. kynni ekki
nýjar hljómsveitir og gefi ekki út vinsæl
dægurlög fyrr en seint og um síðir.
Afleiðingin er sú, segir blaðið, að ungt
fólk hlustar á popptónlist í vestrænum
útvarpsstöðvum og á diskótekum bráð-
vanti nýlegar hljómplötur.
Ungur maður segir í viðtali viö blaðið
að liann hafi ekki efni á því að kaupa
vestrænar hljómplötur á svörtum mark-
aði, þar sem þær kosta allt að 100 rúblum
(næstum 5000 ísl. kr.).
Þessi grein stingur nokkuð í stúf við
aðrar greinar sem birst liafa í málgögnum
kommúnistaflokksins um þessi mál. Þar
hafa ungherjar veriö hvattir til að reyna
að sporna við spillandi áhrifum vestrænn-
ar tónlistar og tísku.
Kína:
Tölvutækni notuð
í hjúskaparmiðlun
■ Kínverjar hafa tekið tölvutækninni tveimur
höndum ekki síður en aðrar þjóðir. Þeir eru nú
meira að segja farnir að nota tölvur til að aðstoða
við hjónabandsniiðlun fyrir þá sem eiga erfitt með
að fínna sér hæfílegan ntaka.
Peking-vikublaðið segir frá því að þrjátíu ógiftir
einstaklingar leiti daglega til hjónabandsmiðlunar í
Peking þar sem tölvutækninni er beitt. Einkcnni,
menntun, fjölskylduaðstæður. starf og áhugamál er
skráð inn á tölvu hjá hjúskaparmiöluninni. Þannig
cr auðvelt að finna einstaklinga sem passa við óskir
hinna ógiftu.
Hjónabandsmiðlunin býður unga fólkinu líka að
skoða myndbandsupptöku af líklcgum mökum svo
að það geti bctur ákveðið sig hvort það vill ræða
nánar við viðkomandi.
Sameinuðu þjóðirnar:
Laun aðalritarans hækkuð
Sameinuðu þjóðirnar-Keuter
■ Fjárhagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sam-
þykkt 24.000 dollara launahækkun fyrir aðalritar-
ann, Javier Perrez de Cuellar. Hann niun nú fá
163.300 dollara (rúml. 6,5 milljonir ísl. kr.) í árslaun.
Launahækkunin stafar af því að nú verður sérstök
launauppbót vegna uppihalds gerð aö föstum hluta
launanna. Það verður aftur til þess að eftirlaun
aðalritarans hækka þar sem hann hefur rétt á að fá
sem svarar helmingi heildarlaunatekna sinna í
eftirlaun.
Brasilíumenn
vilja ekki fá
eiturgas frá
Bandaríkjunum
Rio l)e Janero-Kculer
■ Yfírvöld í Kio Janeiro
í fírasilíu hafa neitað að
taka við 13 tonnum af
eiturgasinu methyl isoc-
yanate sem varð 2.500
inönnum að bana á Ind-
landi fyrir skönimu.
Gasið var framleitt af
bandaríska fyrirtækinu
Union Carbide en það er
notað við framleiðslu
skordýraeiturs. Það verð-
ur nú sent aftur til Banda-
ríkjanna.
Talsmenn Union Car-
bide-fyrirtækisins segja að
yfirvöld í Rio De Janeiro
muni ekki leyfa framar
uppskipun á methylisoc-
yanate í höfninni þar.
Upphaflega átti að senda
gasið til verksmiðjnu í
Resenda sem er í um 160
kílómetra fjarlægð frá
Rio De Janeiro.
GERIÐ SKIL
DREGIÐ 23. DESEMBER
UM 200 VINNINGA
Happdrætti Framsóknarflokksins