NT


NT - 19.12.1984, Side 26

NT - 19.12.1984, Side 26
■ Lúxemborgariiin Marc Girardelli sigraði helsta keppinaut sinn í risa-stór- svigi, Pirmin Zurbriggen á móti í Madonna Di Campigl- io á mánudag. Munurinn á þeim köppum var heil cin sekúnda. Þetta er þriðji sigur Girar- delli í heimsbikarkeppninni og hann er nú í öðru sæti í samanlögðu stigakeppninni, rétt á eftir Zurbriggen. Þriðji í risa-stórsviginu í fyrradag varð Martin Hangl frá Sviss. Hann er fyrrum brunkappi. Staða efstu manna í licims- bikarkeppninni eftir mótið í fyrradag er þessi: Stig Zurbriggen, Sviss ........ 104 Girardelli, Luxemb ........ 95 Andreas Wensel, Liechtenst 7 Robert Erlacher, Ítalíu ... 64 Max Julen, Sviss ............60 Á myndinni hér að ofan eru þeir Girardelli (í miðið), Zurbriggen (t.h.) og Hangl eftir mótið á inánudag. Símamynd-Polfoto. Albertsemurekki við belgíska félagið St. Niclaas ■ Það verður ekkert ur því að Albert Einarsson, knatt- spyrnumaðurinn efnilegi frá ísafirði, gerist atvinnumaöur með belgíska liðinu St. Nic- i laas. Albert hefur verið í Belgíu “ undanfarið og faðir hans, Ein- ar Valur Kristjánsson, fór utan til að standa í samningaviðræð- um fyrir hann. í samtali við NT í gærkvöldi sagði Einar að það hefði ekkert staðist sem forseti félagsins hefði sagt. „Það er greinilegt- að þessi maður segir annað í dag en hann gerði í gær" sagði Einar. Einar sagði að þjálfarinn hefði verið mjög hrifinn af Albert og viljað fá hann í aðalliðið strax eftir áramótin en því miður hefði hann ekki ráðið neinu um samningana. Einar sagði að aðstaðan væri ntjög góð til æfinga og honum hefði litist vel á fjölskylduna setn Albert hefði átt að dvelj- ast hjá. „En ég er á móti því að ungir íslenskir strákar fari í atvinnu- ntennsku fyrir ekki neitt" sagði Einar að lokum. Norðmaður stökk lengst ■ Norðmaðurinn Geir Andersen sigraði í norrænni tvíkeppni á móti sem fór fram í Planica í Júgóslavíu á sunnudag. Andersen varð sjötti í stökki af 70 m palli en sigraði auð- veldlega í 8 km göngu. Hann fékk 418,8 stig alls en næstur honum varð Hubert Schwartz frá V-Þýskalandi með 416,0 stig. Sex Norðmenn voru í efstu 15 sætunum en þess má geta að engir skíðagarpar frá Finn- landi, Sovétríkjunum, Svíþjóð eða Póllandi tóku þátt í þessu móti sem þó var liður í heims- bikarkeppninni. GamlárshlaupÍR ■ Kl. 14:00 á gamlárs- dag hefst við IR-húsið við Túngötu hið árlega gamlárshlaup félagsins. Hlaupinn verður hefðbundinn hringur út á Seltjarnarnes og Suðurgötu og endað við ÍR-húsið. Jólamót ÍR ■ Jólamót ÍR fer fram eins og undanfarin 40 ár á 2. degi jóla 26. janúar í húsi félagsins við Túngötu, ÍR-fiúsið. Keppnisgreinar verða langstökk, þrí- stökk og hástökk án at- rennu og hefst keppnin Id. 14:00. Uwe Hohn bestur í A-Þýskalandi ■ Spjótkastarinn Uwe Hohn. sent á heimsmetið ótrú- lega í spjótkasti (um 104m), var valinn íþróttamaður A- Þýskalands í vali sem skipulagt er af dagblaðinu Junge Welt. Annar í valinu varð skíða- stökkvarinn Jens Weissflog. Skautadrottningin unga Katarina Witt var valin íþróttakona A-Þýskalands og í öðru sæti var spretthlauparinn Marita Koch. Guðlaugsbikarinn afhentur ■ Um síðustu helgi var af- hentur í Vestmannacyjum Guðlauesbikarinn svokallaði. Bikar þessi var gefrnn til íþrótta- bandalags Vestmannaeyja dl minningar um hið mikla afrek er Guðlaugur Friðþórsson synti til lands eftir að Hellisey VE hvolfdi langt frá landi. Bikarinn skal, samkvæmt reglugerð sem honum fylgdi, veitast þeim Vestmannaeyingi er að mati íþróttabandalags Vestmannaeyja vinnur mest sundafrek á hverju ári. Að þessu sinni, í fyrsta sinn, var bikarinn veittur Árna Sig- urðssyni sundmanm úr Eyjum. Árni tók m.a. þátt í Ólympíu- leikunum í Los Angeles. Á myndinni. sem Ingveldur fréttaritari í Eyjum tók fyrir NT, eru foreldrar Árna og litla systir ásamt Guðlaugi. Þau tóku við bikarnum fyrir hönd Árna sem sést á litlu myndinni. Miðvikudagur 19. de$ember 1984 2C íþróttafréttamenn og innanhússknattspyrna: Stórmótið á Selfossi annað kvöld - stórliðin pollar og öldungar 1 ■ Annað kvöld, fimmtudags- kvöld, verður Stórmót íþrótta- fréttamanna í innanhússknatt- spyrnu haldið í íþróttahúsinu á Selfossi. Keppt er um ADIDAS- bikarinn í annað sinn, en fyrst var keppt um hann á þessu móti í fyrra, og hlaut hann þá Knatt- spyrnufélagið Fram. Mótið vakti mikla athygli á Selfossi í fyrra, og var mikil stemmning, troðfullthús. Mótið annað kvöld mun hefjast klukk- an 19.30, og mun Ijúka upp úr klukkan 22.00. Þar mæta til Ieiks 6 fyrstudeildarfélög, ásamt liði heimamanna og liði Sam- taka íþróttafréttamanna. Fyrstu deildarfélögin eru: Akranes, Keflavík, Valur, Fram. Þróttur og KR. Stórmót íþróttafréttamanna er boðsmót. Þangað er boðið liði heimamanna, að þessu sinni liði Ungmennafélags Selfoss, ís- landsmeisturunum innanhúss, Þrótti, sigurvegaranum í fyrra, Fram, og fjórum efstu liðum fyrstu deildar í sumar, ÍA, Val, ÍBK og KR. Keppnin er hrein útsláttar- f keppni, fyrst fjórir leikir, undanúrslit og loks úrslit. Fyrsti leikurinn annað kvöld er á milli Iiðs Samtaka íþróttafrétta- manna og KR, þá keppa Akra- nes og Keflavík, svo Þróttur og Valur og loks Selfoss og Fram. Eftir fyrstu leikina fjóra munu ungir og efnilegir knatt- spyrnumenn á Selfossi, úr 6. flokki, keppa, og síðan verða leiknir undanúrslitaleikirnir tveir. Þá koma „öldungar" frá Selfossi og mæta úrvalsliði „öldunga" víðs vegar að af land- inu. Að lokum er úrslitaleikur keppninnar. Hver leikur ( keppninni er 10 mínútur hvor hálfleikur, eða um 20 mínútur. Skíðakeppnin í Geilo: Daníel varð nítjándi ■ Eins og NT skýrði frá fyrir stuttu þá eru nokkrir íslending- ar við skíðaæfingar og keppni í Geilo í Noregi. í fyrradag var keppt í svigi í Geilo. Þetta var alþjóðlcgt mót og hluti af svo- kaliaðri Scan cup-keppni. Sigur- vegari á þessu móti var Norð- maðurinn Torjus Berge með tímann 1:45,11. Daníel Hilmarsson náöi bestj um árangri íslendinganna, hafn- aði í 19. sæti ineð tímann 1:50,88. Guðmundur Jóhanns- son varð 26. á tímanum 1:52,51 og Árni Grétar Árnason varð 33. á 1:53,88. Keppendur voru alls 98. Árni Þór Árnason var fjórtándi eftir fyrri umferð en féll úr leik í þeirri síðari. Þessi árangur íslendinganna er með ágætum og hafa þeir allir bætt sig verulega í svokölluðum FlS-punktalista. Þeirhöfðu allir tekið þátt í tveimur stórsvigs- mótum fyrr og náði Daníel bestum árangri Islendinganna á þeim báöunt. Kópavogshlaupið: Sighvatur Dýri vann örugglega ■ Álaugardaginnfórframhið árlega Kópavogshlaup sem Heimsbikarkeppnin: Næstumverkfall ■ Litlu munaði að fresta yrði keppni í svigi kvenna í heims- bikarkeppninni á skíðum sem fram fór í Madonna Di Cam- piglio á Ítalíu. Starfsfólk sem vinnur við lyftur á skíðasvæðum á Itah'u hafði hótað að fara í verkfall. A síðustu stundu náðist sam- komulag milli atvinnurekenda og lyftufólks og allt gekk að óskum í Madonna Di Campigl- io. frjálsíþróttadeild UBK stendur fyrir. Keppt var í 3 flokkum. Urslit í hlaupinu urðu þessi: Karia, 7,2 lan: Sighvatur Dýri Guðmundss. ÍR . . 31:37,5 Magnús Haraidsson FH .... 32:06,7 mín Stefán Friðgeirsson ÍR........ 32:26,4 min Jóhann Ingibergsson FH .... 37:10,8 mín Ronur, 3 km: Guðrún Eysteinsdóttir FH . . . 17:33,1 mín Rakel Gylfadóttir FH.......... 19:15,9 mín Súsanna Helgadóttir FH .... 20:07,7 mín Drengir, 4 km: Kristján Ásgeirsson FH .... 17:563 mín Finnbogi Gylfason FH.......... 18:34,7 mín Þess má geta að Sighvatur Dýri vann bikar til varðveislu í eitt ár en um þennan sama bikar hefur nú verið keppt í 12 ár og hefur hann aldrei unnist til eign- ar. Þá var líka keppt um bikar í kvennaflokki.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.